Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ                           !"        #  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MIG langar afskaplega mikið að segja mitt álit um söngvakeppnina. Þetta var dásamlegt kvöld. Birgitta kom stórglæsilega fram í eigin per- sónu fyrir hönd Íslands og söng sig í hjörtu fólksins. Ég bókstaflega klökknaði, því hvílík fagnaðarlæti í salnum. Ég hugsaði með mér, hún fer í þriðja sæti og það voru fleiri sem sögðu það sama enda var Birg- itta sú fallegasta á sviðinu þetta kvöld. Hún bókstaflega geislaði. Jæja, þá var barist um sætin og ég hugsaði: Mikið er þetta spennandi. Ég var nú bara alls ekkert hrifin af tyrkneska laginu; söngkonan var svo köld eins og freðin ýsa. Ég hefði val- ið Svíþjóð en mörg lögin voru bara nokkuð skemmtileg. Jæja, þá kom að atkvæðatölunni og hvað gerðist. Ís- land fékk fyrst þrisvar einn og Þjóð- verjar, sem ættu að þekkja vel inn á söng, þeir gáfu okkur eitt stig, einnig tvö önnur lönd. Ég hugsaði: Hvað er eiginlega að þessu fólki? Ég var svo reið því oft áður hafa vissar þjóðir sniðgengið Ísland eins og um fyrir- litningu og öfund væri um að ræða, vegna þess að landið okkar býr yfir svo mikilli fegurð og sama er að segja um kvenfólkið. Þó höfum við sem betur fer lent í öðru sæti þegar Selma söng þetta skemmtilega lag, All out of luck, og fjórða sætið með Siggu Beinteins og Grétari Örvars- syni, Eitt lag enn. Við eigum svo yndislega söngvara, t.d. Guðrúnu Gunnarsdóttur, Björgvin Halldórs- son, Diddú o.fl. og gullfallegar perlur af íslenskum lögum. Þar komast aðr- ar þjóðir ekki með. Ég er mjög hrifin af tónlist allskonar og hef verið það síðan ég var stelpa og táraðist stund- um af einu og einu lagi. Og stundum fékk maður gæsahúð. Ég vona bara að þetta undirferli og h. pólitík fari að lagast og ég veit að við eigum erf- itt með að sigra í Eurovisionsöngva- keppninni. Innilegar þakkir til Birg- ittu Haukdal og vonandi kemur hún aftur fram næsta ár. MONIKA PÁLSDÓTTIR, Torfufelli 27, Reykjavík. Söngvakeppni 2003 Frá Moniku Pálsdóttur: ÞEGAR Evrópuríkin bárust á banaspjótum í tryllingi tveggja heimsstyrjalda, var hið litla ríki Sviss svo lánsamt að standa utan við þá hildarleiki. Það var eins og stormauga ófriðarins, hið dular- fulla lognsvæði, miðja fellibylsins, væri staðsett beint yfir því landi og það slapp við þær hræðilegu ógnir sem fóru hamförum um álf- una þvera og endilanga. Ýmsar ástæður lágu fyrir því að Sviss komst svo vel frá þessum hörmungatímum, en miklu mun hafa ráðið að forráðamenn lands og þjóðar höfðu vit á því að halda þannig á málum að enginn taldi sér bættan hag í því að ráðast á landið. Það virðist hafa verið sam- dóma álit styrjaldaraðila, að það væri þeim síst til hagræðis að brjóta hlutleysi þessa litla ríkis. Ísland getur sem best orðið Sviss norðursins. Það er staðsett á milli meginlanda Evrópu og Am- eríku. Það hefur sérstöðu land- fræðilega og ekki síður vegna þjóðlegrar og sögulegrar stöðu sinnar í samfélagi þjóðanna. Land- ið á sér meira en þúsund ára þing- ræðishefð og hefði þjóðveldið ekki verið svikið í hendur erlendu valdi, væri saga okkar trúlega algerlega einstæð. Auk þess hefur íslenska ríkið aldrei lagt það á þegna sína að halda uppi her, enda yfirleitt talið sig geta lifað í sátt við aðrar þjóðir. Það hefur aldrei setið „varnarmálaráðherra“ í ríkisstjórn á Íslandi og vonandi á það ekki eftir að verða. Styrkur okkar hef- ur legið í fastheldni við dyggð frið- ar og mannréttinda og þekking- arleit okkar þarf auðvitað áfram að grundvallast á dyggðum til að áunnin þekking geti skilað sér til almenningsheilla. Að sumu leyti má vel halda því fram, að Ísland hafi ávaxtað evr- ópska menningararfleifð með væn- legri hætti en flest þau ríki sem heyra álfunni til og telja sig jafn- vel merkisbera í hópi þeirra. Það er hægt að byggja slíka staðhæf- ingu meðal annars á þeim sögu- legu gersemum sem þessi litla þjóð hefur lagt til í heildarsafn álf- unnar. Hætt er við því að ýmislegt vantaði, t.d. í sögu Noregs, ef menn uppi á Íslandi hefðu ekki setið að ritstörfum meðan höfð- ingjar Noregs voru að kvista hver annan niður ásamt allri alþýðu. Það er því í öllum skilningi heppi- legast, jafnt fyrir hagsmuni Ís- lands sem álfunnar allrar, að Ís- lendingar haldi sérstöðu sinni og keppi að því að fá aðrar þjóðir til að sjá og skilja, virða og viður- kenna, að það getur líka verið í þágu hagsmuna þeirra, að eyjan í norðri verði eyjan hvíta, nokkurs- konar fríríki friðarins. Með því að tryggja viðurkenningu annarra þjóða á sérstöðu okkar, tryggjum við líka að þjóðleg arfleifð okkar viðhelst ásamt þeim skilningi að hún verði ekki metin til verðs. Framtíðargæfa Íslands felst í því að við höldum sérstöðu okkar og göngum ekki á mála hjá öðrum. Sumt er nefnilega þess eðlis að ekki er hægt að falbjóða það á markaðstorgi nema með þeim hætti að æra þess sem selur fylgi með í kaupunum ! RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, 545 Skagaströnd. Sviss norðursins – fríríki friðarins Frá Rúnari Kristjánssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.