Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 57
FÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 57 Kirkjulistahátíð 2003 29. maí - 9. júní LAUGARDAGURINN 31. MAÍ 12.00 Barokkorgeltónleikar: Jon Laukvik frá Noregi. Heimsþekktur túlkandi barokktónlistar flytur verk eftir Froberger, Buxtehude, J.S. Bach, C.P.E. Bach o.fl. á barokkorgel Langholtskirkju. Kr. 1500. 18.00-23.00 Listavaka unga fólksins Sköpunargleði ungra listamanna í tónlist, leiklist, dansi og spuna fyllir kirkjuna. Umsjón: Guðjón Davíð Karlsson, Guðmundur Vignir Karlsson og Margrét Rós Harðardóttir. Ókeypis aðgangur. 23.00 Virðulegu forsetar eftir Jóhann Jóhannsson (frumflutningur). Flytjendur: Caput hópurinn, Skúli Sverrisson, Matthías M.D. Hemstock, Guðmundur Sigurðs- son, Hörður Bragason og Jóhann Jóhannsson. Stjórnandi: Guðni Franzson. Kr. 1500. SUNNUDAGURINN 1. JÚNÍ 20.00 Ljóðatónleikar: Trúarlegir ljóða- söngvar. Andreas Schmidt barítón og píanó- leikarinn Helmut Deutsch flytja Gellert-ljóð eftir Beethoven, Vier ernste Gesänge eftir Brahms, Biblíuljóð eftir Dvorák og Michelangelo-ljóð eftir Wolf. Staður: Salurinn í Kópavogi. Kr. 2500. MÁNUDAGURINN 2. JÚNÍ 20.00 Quattro Stagioni og Karlakórinn Fóstbræður Kvartettinn Quattro Stagioni frá Noregi og Karlakórinn Fóstbræður undir stjórn Árna Harðarsonar flytja verk eftir Perotinus, Tallis, Gesualdo, Poulenc, Snorra S. Birgisson og Stabat mater dolorosa fyrir karlakvartett og karlakór eftir norska tónskáldið Kjell Habbestad. Ennfremur verður Missa brevis eftir Wolfgang Plagge frumflutt á tónleikunum. Kr. 2000. Nemendur í framhaldsskóla í San Diego hafa gert söngleik um búðar- hnuplsraunir leikkonunnar Winonu Ryder. Söngleikurinn er gamanleik- ur og segir frá manneskju sem fer til Beverly Hills þar sem hún á ör- lagaríkan fund með átrúnaðar- goði sínu í verslun Saks við Ótemju- reiðartröð. … Júlía Roberts og myndatökumað- urinn Danny Moder munu vera skilin að skiptum. Sögur hafa verið á kreiki um að illa gengi í sambandi þeirra en Moder upplýsti á dögunum að hjónabandi þeirra væri lokið. Segir sagan að stanslaus rifrildi þeirra á milli og erf- iðleikar við barneignir hafi veitt hjónabandinu lokahöggið. Júlía er hæst launaða leikkona Hollywood, en að sama skapi með endemum óheppin í ástum. … Góð- mennið Keanu Reeves hefur ákveðið að gefa búninga og brellugerðar- mönnum Matrix- myndanna 50 milljónir punda, jafnvirði rúmra 5 milljarða af tekj- um sínum fyrir leik í myndunum. Líb- ansk-hawaííski pilturinn snotri segist eiga nóg af peningum og langi hann til að leyfa öðrum að njóta velgengni myndarinnar með sér. Keanu er ekki þekktur fyrir að eyða miklu í sjálfan sig en þykir að sama skapi gjafmild- ur. Hann hefur þó að mestu helgað sig systur sinni, Kim, sem þjáist af hvítblæði og hafa menn á orði að hann myndi láta síðustu krónu sem hann ætti ef það yrði til að lækna hana. … Gamlkryddið Geri Halli- well hefur sagt að óttinn við að geta ekki eignast börn hafi bundið enda á ofsafengna megrunarkúra hennar. Hún segir þéttara (og heilbrigðara) holdafar sitt til komið vegna þess að hún gerði sér grein fyrir hve illa sprengju-megranir geta farið með líkamann. Stúlkan hefur átt við mikl- ar átraskanir að stríða og vonandi að hún hafi núna náð sér á strik. … FÓLK Ífréttum SMS FRÉTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.