Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Andrés Magnús-son fæddist á Vil- mundarstöðum í Reykholtsdal 25. nóv. 1916. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 19. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Magnús Sigurðsson bóndi í Arnþórsholti í Lund- arreykjadal, f. á Vil- mundarstöðum í Reykholtsdal 30. mars 1890, d. 2. sept- ember 1968, og Jór- unn Guðmundsdóttir, f. á Laugabóli við Ísafjarðardjúp 9. júlí 1887, d. 1. maí 1967. Andrés var þriðji í röð sjö systkina, þau eru Sigurður Ragnar, f. 11. apríl 1913, d. 19. janúar 1939, Hildur, f. 1914, dó nokkurra vikna, Andrés sem hér er kvaddur, Ragnhildur Krist- ín f. 7. mars 1922, d. 28. apríl síð- astliðinn, Kristrún, f. 29. júlí 1923, Guðmundur, bóndi í Arnþórsholti, f. 14. desember 1929, og Gunnhild- ur, f. 6. apríl 1934, d. 24. mars 1995. Andrés kvæntist árið 1945 Þór- unni Benediktsdóttur, fyrri eigin- konu sinni og hófu þau búskap að Hamri í Flóa. Þau slitu samvistum. Synir þeirra eru Sigurður Ragnar, f. 28. janúar 1949, og Unnar Magn- ús, f. 17. janúar 1950. Fyrir átti Þórunn, sem var ekkja, tvo syni, Hauk og Benedikt Brynjólfssyni og gekk Andrés þeim í föðurstað. Árið 1955 fór Andrés til vinnu að Sólheimum í Grímsnesi. Þar kynntist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni, Önnu Nínu Guðröðs- dóttur frá Kálfavík við Ísafjarðardjúp. Þau eiga fjögur börn, tvíburana Jórunni Lilju og Hörð Atla, f. 24. janúar 1958, Álf- hildi Eygló, f. 5. júlí 1963, og Elínu Árdísi, f. 9. maí 1971. Fósturdóttir Andrésar, dótt- ir Önnu, er Dúna Magnúsdóttir, f. 30. mars 1954. Sigurður Ragnar ólst einnig upp hjá föður sínum og Önnu. Barnabörnin eru 13 og barnabarnabörnin 7. Þegar Andrés var 2ja ára fluttu foreldar hans í Arnþórsholt í Lund- arreykjadal. Hann stundaði nám við Héraðskólann í Reykholti 1934- 1936. Vann eftir það ýmis störf svo sem við landbúnað og vegavinnu. Fjölskyldan flutti að Sámsstöðum í Fljótshlíð árið 1960 og bjó þar við búskap í 18 ár en frá 1980 hafa þau búið í Hveragerði. Útför Andrésar verður gerð frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30 Afi minn var sérstakasti maður sem ég þekkti, svona síðasti geirfuglinn. Hann blótaði eins og sönnum víkingi sæmir, spilaði á orgel, harmoniku og jafnvel sög ef svo stóð á og söng svo hástöfum ævagömul lög sem fáum eru kunn. Oftar en ekki lá hann í sófanum og las og einskorðaði sig ekki við eina bókmenntastefnu heldur spannaði lestrarefnið heimsbókmenntirnar, ís- lenskar kjarnabókmenntir og þýsk slúðurblöð svo eitthvað sé nefnt. Afi var frekar athyglissjúkur maður og datt ýmislegt í hug til að fá þá at- hygli sem hann þurfti. Eitt skiptið kom ég í heimsókn til ömmu og afa með vin- konu minni og þegar afi virtist orðinn eitthvað leiður á samræðunum skellti hann á sig Lion King grímu með stórum makka og tók snúning á stofu- gólfinu með litlu systkinum mínum. Öðru hvoru þegar ég kom í heim- sókn rak afi upp stór augu og sagði: „Svakalega ertu orðin stór.“ Ég veit ekki hvort honum fannst ég orðin svona mikil á velli eða hvort hann var einfaldlega búinn að gleyma því að ég hefði verið nákvæmlega svona stór síð- ustu sjö til átta árin. Hvort heldur sem var erfði ég það ekki við hann. Að undanförnu var hann ekki alltaf alveg viss hvort ég væri ég eða systir mín, spurði hvort Anna Heiða væri ekki alltaf í Þýskalandi, sem passaði alveg þó hann væri ekki alveg með það á hreinu við hvern hann væri að tala. Hann klikkaði hins vegar ekki á smá- atriðunum og gleymdi því að sjálf- sögðu ekki að Frankfurt stóð við ána Main. Ég er þakklát fyrir það að hafa fengið að kynnast afa mínum sem kall- aði barnabörnin sín „krakkarakkat“ og hljómaði það sem hið mesta blíðyrði í okkar eyrum, enda þannig meint. Anna Heiða Bjarnadóttir. ANDRÉS MAGNÚSSON Við höfum nýlega kvatt hann Óla bróður sem hafði verið að berjast við erfiðan sjúkdóm á fimmta ár. Um áramótin 1997-1998 og 1998- 1999 varð Óli samferða okkar fjöl- skyldu í þá Paradís sem hann hafði fundið fyrir sig, Ensku ströndina á Kanarí. Sá tími sem við áttum þar saman var ógleymanlegur. Því mið- ur urðu sameiginleg ferðalög ekki fleiri. Hann átti þó eftir að fara þá ferð sem honum varð hvað kærust en það var reisan með honum Gunna Kristjáns í Karíbahafið seinasta haust. Honum Gunna verður seint full- þakkað fyrir það framtak. Um síðustu áramót ákvað hann að dvelja hjá okkur. Mörg gull- kornin sem hrutu af hans vörum eins og fyrri daginn og voru oft óborganleg. Líkt og þegar sjö mán- ÓLAFUR BJARNASON ✝ Ólafur Bjarna-son fæddist á Patreksfirði 29. sept- ember 1963. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugar- daginn 3. maí síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Pat- reksfjarðarkirkju 9. maí. aða dóttursonur okkar var að reyna að stíga sín fyrstu spor, þá þótti Óla það ótíma- bært og sagði: „Það er alltof snemmt að láta strákinn fara að standa í lappirnar, hann verður bara hjól- beinóttur eins og Birgitta Haukdal ef þið haldið þessu áfram!“. Í hugann kom, síð- asta daginn sem ég sat hjá honum og ljóst var orðið að fáar klukkustundir yrðu í viðskilnaðinn, hið velþekkta lag: Hafið, bláa hafið, hugann dregur. Hvað er bak við ystu sjónarrönd? Þanngað liggur beinn og breiður vegur. Bíða mín þar æskudrauma lönd. (Örn Arnarson.) Sannfærð um að einmitt á þeim slóðum sé hann Óli bróðir í dag, þökkum við Lóló, Jónas, Esther og Hrafnkell fyrir dýrmætar stundir með elskulegum dreng sem kvatt hefur að sinni. Drengirnir hans sem voru hon- um svo mikils virði, mega leita huggunar í því að hann er ekki horfinn að eilífu, heldur hittast all- ir saman á ný í fyllingu tímans. Rögnvaldur Bjarnason. Róshildur var ein af hetjum hversdagslífs- ins, sem gat og þorði að spyrna við fótum, þrátt fyrir mikinn þrýsting og farið ótroðnar slóðir. Ég geymi hetjusögu hennar í hjarta mínu, söguna sem móðir mín vegsamaði hana fyrir. Við lát ættingja og vina rifjast gjarnan upp minningar og í þessu til- viki minningar um gamlar samveru- stundir, en þær urðu strjálli eftir því sem á ævina leið. Fermingarmynd Róshildar stendur mér skýr fyrir hugskotssjónum. Ég var lítil, forvitin og var að dunda við að skoða kort og myndir. Myndin var í póstkorts- stærð. Ég spurði mömmu: „Hver er þetta?“ og hún svaraði mér eins og ég ætti að vita það. Þetta var í fyrsta sinn sem ég heyrði Róshildi nefnda. Ég horfði oft á þessa mynd og fannst unga stúlkan vera fegurri og fágaðri, en blómarósirnar sem skreyttu hin póstkortin. Önnur mynd tekin heima blasir einnig við mínum hugskotssjónum. Það er sumarið 1944, Rósa í heim- sókn með dætur sínar og Sigrún systir með tvö elstu börnin sín, ung stúlka, mamma og ég, sitjandi á grasinu fyrir sunnan húsið. Kaffi- bollar og meðlæti eru á útbreiddum dúk fyrir framan okkur. Sigrún tók myndina. Rósa eftir nýjustu tísku með sítt hárið í hvítu gróf-hekluðu neti, sem hnýtt er með borða yfir höfuðið samkvæmt tískunni. Aðrar myndir af Rósu eru í hug- anum, hreyfimyndir, þar sem gleðin ræður ríkjum og hún gleðigjafinn, fæsta brandarana man ég en ómur- inn fylgir gullnum myndum. Sem unglingur fékk ég að dvelja á heimili þeirra hjóna hluta úr sumri og fór vel um mig þar í forstofuher- berginu. Nú hálfri öld síðar hefði ég fegin viljað þakka henni aftur þessar RÓSHILDUR SVEINSDÓTTIR ✝ RóshildurSveinsdóttir fæddist að Ásum í Skaftártungu 21. febrúar 1911. Hún lést í Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 16. maí síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 26. maí. góðu samverustundir og allar hinar, sem ekki eru nefndar og verða ekki fullþakkaðar. Við Jón sendum börnum og tengda- börnum Róshildar og fjölskyldum þeirra, ásamt eftirlifandi systkinum okkar inni- legustu samúðarkveðj- ur. Guð blessi minn- ingu Róshildar Sveinsdóttur. Guðríður Bryndís Jónsdóttir. Róshildur Sveinsdóttir eða Rósa eins og mér er tamast að kalla hana lifði ótrúlega tíma líkt og margir jafnaldrar hennar. Hún ólst upp við íslenska sveita- menningu sem lítið hafði breyst um aldir. Verklag og vinnubrögð byggð- ust á fábrotnum verkfærum, húsdýr- unum og manninum sjálfum. Vélaöld var enn langt undan. Í Vestur-Skaftafellssýslu var ná- býlið við stórbrotna jöklana, eldstöð- ina Kötlu og ólgandi straumvötnin mikið og setti að vissu leyti mark sitt á alla ævi þeirra sem þarna ólust upp. Þegar Sveinn Sveinsson faðir Rósu flutti að Norður-Fossi í Mýrdal frá Ásum í Skaftártungu hélt hann fjárbúi sínu áfram austur þar. Á milli búa hans var yfir Mýrdalssand að fara með óbrúuðum jökulvötnum, sem oftar en ekki voru ill yfirferðar. Þessa leið fór hann manna oftast á traustum vatnahestum, því að austur í Ásum gættu stálpuðustu börnin ánna vetrarlangt, Rósa þeirra á með- al. Í dag brunum við yfir jökulárnar á vel byggðum brúm og skiljum varla þó að við reynum, hvernig þetta var yfirleitt hægt. Þannig gengu ungmenni þessa tíma til allra verka um leið og þau höfðu aldur og getu til og á æskuár- um sköpuðust tengsl Rósu við ís- lenska hestinn, sem áttu eftir að koma upp óvænt áratugum seinna. Ég veit að Rósu varð tíðhugsað til þessara tíma, þegar hún löngu seinna var orðin jógameistari og inn- vígð í aldagamla austurlenska heim- speki. Heimurinn allur hefur skroppið saman líkt og eyðisandarn- ir og ferðin til Spánar, þar sem hún átti sér annað heimili um árabil, tek- ur nú mun skemmri tíma en lestar- ferðin forðum daga yfir sandana. Þegar við Brynja dóttir hennar kynntumst og urðum bestu vinkonur á táningsaldri var Rósa heimavinn- andi húsmóðir með börnin sín fjögur. Benedikt eiginmaður hennar kenndi þá og lengi síðan í Melaskólanum og heldur lyftist brúnin á okkur vinkon- unum, þegar við fluttum fyrir tilvilj- un í sama húsið, kennarablokkina við Hjarðarhagann. Á þessum árum var mamma úti- vinnandi allan daginn og þá var oft notalegt að skreppa yfir í eldhúsið til Rósu þar sem alltaf var líf og fjör og okkur vinkonum Brynju í Mennta- skólaklúbbnum Menn Menn ævin- lega vel tekið. Rósa átti mörg systkini og stóran frændgarð, sem hélt vel saman. Öllu þessu fólki var það sammerkt að sitja ekki auðum höndum og líklega væru þau kölluð frumkvöðlar í dag, vegna þess að ekki var látið við það sitja þegar hugmyndir fæddust, heldur var þeim óðara hrint í fram- kvæmd. Þetta hefur hinn glæsilegi afkomendahópur Rósu tekið ríku- lega í arf. Einhvern tíma á námsárum Brynju í París sendi hún heim hug- mynd að húfu, sem var í línu við það heitasta í háborg tískunnar. Rósa að- lagaði hugmyndina íslenskri vetrar- veðráttu, roki og úrkomu og áður en varði var hafin framleiðsla á „Paris Chapeau“. Það lá við að saumavél- arnar brynnu yfir, allir voru virkj- aðir, systur og frænkur, en höfðu þó varla undan eftirspurninni. Hnýttar slæður hurfu bókstaflega af perm- anentliðuðum kollum Reykjavíkur- dætra og það var slegist um Parísar- húfurnar. Ótal önnur dæmi um hugmynda- flug og framkvæmdagleði væri hægt að nefna þó að ekki séu tök á því hér. Þegar börnin voru komin vel á legg kynntist Rósa jógafræðum og varð eins og áður sagði þekktur læri- meistari í iðkun jóga. Þetta átti sinn þátt í því að hún hélt sér afburða vel, bæði andlega og líkamlega, fram til hins síðasta. Það eru áreiðanlega ekki mörg dæmi um konur komnar yfir áttrætt sem hella sér út í hestamennsku af lífi og sál eins og Rósa gerði löngu eftir að hún varð ekkja. Með sínum góða vini Páli Briem átti hún ynd- islegar stundir á hestbaki og við umönnun hesta fram yfir nírætt, að ógleymdum ferðalögunum innan- lands sem utan. Að loknum löngum og farsælum ævidegi er efst í huga okkar sem eft- ir stöndum þakklæti fyrir allar góðu stundirnar. Við Sveinn og fjölskylda sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til allra aðstandenda. Auður Eydal. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur afmælis- og minningar- greina Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, JÓNS KARLSSONAR málarameistara, Rauðalæk 40, Reykjavík. Einnig þökkum við öllum þeim sem hafa styrkt okkur og stutt í hans erfiðu veikindum. Sérstakar þakkir færum við Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins, Friðbirni Sigurðssyni lækni og öðru starfsfólki, sem hjúkraði honum. Guð blessi ykkur. Dagrún Helga Jóhannsdóttir, Unnur Vala Jónsdóttir, Jónas Skúlason, Karl Jóhann Jónsson, Rannveig Hildur Ásgeirsdóttir, Sæþór Jónsson, Íris María Jónsdóttir og afabörn. Eiginkona mín, móðir okkar og systir, MARSILÍNA HLÍF HANSDÓTTIR, lést á heimili sínu miðvikudaginn 14. maí. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum hlýhug og vináttu við andlát og útför. Sævar Baldursson, Helga Oddrún Sævarsdóttir, Hjörvar Þór Sævarsson, Magnús Rúnar Hansson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.