Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 18
ERLENT 18 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti og Laura kona hans veif- uðu er þau stigu um borð í for- setaflugvélina á Andrews- herflugvellinum í Maryland í gær, þegar forsetinn hóf ferð sína til Evrópu og Miðaust- urlanda. Bush mun funda með nokkrum arabaleiðtogum í Egyptalandi og með forsætis- ráðherrum Ísraela og Palestínu- manna í Jórdaníu með það að markmiði, að hrinda af stað frið- arumleitunum fyrir botni Mið- jarðarhafs. Bush kvaðst ætla að „gera leið- togunum fyllilega ljóst“ að hann væri staðráðinn í að stuðla að „tveggja ríkja lausn“ fyrir Ísraela og Palestínumenn. „Ég vil að þeir horfist í augu við mig svo að þeir sjái að ég er harðákveðinn í að láta þetta verða að veruleika,“ sagði Bush í viðtali við egypska Nílarsjónvarpið. Hann neitaði því að hafa fram að þessu haldið að sér höndum í Miðausturlandadeilunni og kvaðst hafa verið að bíða eftir því að Yasser Arafat Palestínuleiðtogi segði af sér. „Þetta verður ekki heimsókn sem ég kem í en sést svo ekki meir,“ sagði Bush. „Ég tel bæði nauðsynlegt og mögulegt að koma á friði.“ „Ég vil að þeir horf- ist í augu við mig“ Reuters STJÓRN Ísraels kvaðst í gær ætla að hefjast handa við að koma ákvæð- um svokallaðs Vegvísis til friðar í Mið-Austurlönd- um í framkvæmd eftir „mjög ár- angursríkan“ fund Ariels Shar- ons, forsætisráð- herra Ísraels, og Mahmuds Abbas, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnar- innar, í Jerúsal- em í fyrradag. Stjórn Sharons lagði þó einnig mikla áherslu á að Abbas þyrfti að „leysa upp palestínskar hryðjuverkahreyfingar“. Samkvæmt friðarvegvísinum á að stofna palestínskt ríki árið 2005 en einnig er kveðið á um að endi verði bundinn á árásir herskárra hreyf- inga Palestínumanna. Ísraelar eiga að draga herlið sitt frá þeim svæðum sem hernumin hafa verið frá því að uppreisn Palestínumanna hófst fyrir 32 mánuðum og hætta útþenslu land- nemabyggða á herteknu svæðunum. Forsætisráðuneytið í Ísrael kvaðst í gær hafa fallist á að hefja brottflutning hersveita frá herteknu svæðunum í áföngum og að palest- ínsk yfirvöld tækju við stjórn örygg- ismála í bæjum á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum. Sharon krafðist þess að Abbas gerði þegar í stað ráð- stafanir til þess að binda enda á of- beldið, „leysa upp hryðjuverkahreyf- ingar og gera ólögleg vopn upptæk“. Hann varaði við því að ef í ljós kæmi að Ísraelum stafaði hætta af mönn- um í þeim bæjum sem yrðu undir yf- irráðum Palestínumanna og þeir gerðu ekki nægar ráðstafanir til að afstýra henni myndi her Ísraels „ekki hika við að grípa til aðgerða“. Abbas lofar að skera upp herör gegn hryðjuverkum Talsmaður Sharons, Avi Pazner, sagði að linnti árásunum á Ísraela myndi stjórn Ísraels hefja samn- ingaviðræður um stofnun Palestínu- ríkis. „Svo virðist sem Palestínu- menn skilji að nú sé komið að því að skera upp herör gegn hryðjuverka- starfsemi,“ sagði Pazner. Talsmaðurinn bætti við að palest- ínska heimastjórnin hefði fallist á að grípa til aðgerða gegn palestínsku hreyfingunum vegna þeirrar ákvörð- unar Ísraelsstjórnar að samþykkja Vegvísinn og nýrrar yfirlýsingar frá Ari Fleischer, talsmanni George W. Bush Bandaríkjaforseta. Fleischer sagði að Bush vænti þess Sharon og Abbas hétu „raunhæfum aðgerðum“ til að stuðla að friði, Palestínumenn þyrftu að hefjast handa við að leysa upp hryðjuverkahreyfingar og Ísr- aelar að gera ráðstafanir til að „bæta aðstæður palestínsku þjóðarinnar“. Hamas neitar að hætta árásum Í viðtali, sem ísraelska dagblaðið Yediot Aharonot birti í gær, kvaðst Abbas vera sannfærður um að hann gæti talið Hamas-hreyfinguna á að samþykkja vopnahlé í næstu viku. Hamas-hreyfingin lýsti því hins vegar yfir í gær að hún myndi ekki hætta sjálfsmorðsárásum og öðrum tilræðum í Ísrael fyrr en Ísraelar létu algjörlega af árásum sínum á Palestínumenn. Stjórn Ísraels tilkynnti á föstu- dagskvöld að á næstu dögum yrðu gerðar ýmsar ráðstafanir til að bæta aðstæður Palestínumanna á Vestur- bakkanum og Gaza-svæðinu. Um 25.000 Palestínumönnum yrði til að mynda leyft að starfa í Ísrael. Háttsettir embættismenn Palest- ínumanna fá einnig skriflegt leyfi til að fara til Ísraels í gegnum varð- stöðvar hersins og greiðslur skatt- fjár, sem Ísraelar skulda palestínsku heimastjórninni, verða hækkaðar í andvirði 2,2 milljarða króna á mán- uði. Ísraelsstjórn hét því einnig að láta um hundrað palestínska fanga lausa, en talið er að um 1.100 Palestínu- mönnum sé haldið í ísraelskum fang- elsum án þess að réttað hafi verið í málum þeirra. Tilkynnt var að tveir aðrir palest- ínskir fangar yrðu einnig leystir úr haldi. Þeir eru Taysir Khaled, sem á sæti í framkvæmdastjórn Frelsisam- taka Palestínumanna (PLO), og Ahmed Jbarr Abu Sukkar, sem hef- ur verið í ísraelsku fangelsi í 27 ár fyrir sprengjutilræði. Ísraelskir her- menn handtóku Khaled á Vestur- bakkanum fyrir hálfu ári og hann hefur verið sóttur til saka fyrir morð. Hamas-hreyfingin sagði að þessar tilslakanir Ísraela dygðu ekki. „Pal- estínumenn hafa ekki fært allar þessar fórnir til að einn eða tveir fangar fái frelsi og nokkrum Palest- ínumönnum verði leyft að starfa í Ísrael,“ sagði talsmaður Hamas. Óttast mannrán Palestínumaður, sem talið er að hafi ætlað að gera sjálfsmorðsárás í Ísrael, lét lífið í gær þegar sprengja hans sprakk í skotárás ísraelskra hermanna á Gaza-svæðinu. Bandaríska sendiráðið í Ísrael hvatti í gær alla Bandaríkjamenn sem ferðast til Gaza-svæðisins að vera á varðbergi þar sem það hefði fengið „trúverðugar upplýsingar“ um að hugsanlega yrði reynt að ræna Bandaríkjamönnum á svæð- inu. Sharon boðar brottflutn- ing hersveita í áföngum Lofar ráðstöfunum til að bæta aðstæður Palestínumanna Jerúsalem. AFP. Ariel Sharon DAGINN áður en George W. Bush Bandaríkjaforseti hélt í langa ferð til Evrópu og Miðausturlanda rétti hann Jacques Chirac Frakklandsforseta sáttahönd og hrósaði samstarfsvilja Frakka í stríðinu gegn hryðjuverka- starfsemi. „Ég er ekki reiður,“ sagði Bush í sjónvarpsviðtali sem sýnt var í Frakklandi á fimmtudagskvöldið. „Vissulega er ég vonsvikinn og bandaríska þjóðin er vonsvikin,“ sagði hann ennfremur og skírskotaði þar til aðgerða Frakka í vor til að koma í veg fyrir að Sameinuðu þjóð- irnar legðu blessun sína yfir herför- ina til Íraks. Þegar Bush var spurður hvort hann væri tilbúinn til að fyr- irgefa Frökkum sagði hann: „Að sjálfsögðu.“ Aðstoðarmenn forsetans, sem fyrr í vikunni greindu frá fyrirhuguðu ferðalagi hans, sögðu þá að hann myndi ekki gefa neitt eftir í sam- skiptum við óbilgjörn Evrópuríki sem voru á móti stríðinu og myndi gera þeim að hafa frumkvæði að samstarfi. Ósættið milli franskra og banda- rískra stjórnvalda færðist í aukana á undanförnum vikum og afboðaði bandaríska varnarmálaráðuneytið þátttöku Frakka í umfangsmiklum heræfingum Bandaríkjamanna er fram eiga að fara í sumar. Frakk- landsstjórn sakaði tiltekin bandarísk ráðuneyti um að standa að ófræging- arherferð gegn Frökkum. En Bush virtist leggja sig allan fram um það á fimmtudaginn að segja deilurnar afstaðnar og settar niður. „Ég geri mér grein fyrir því hvers vegna sumir voru ekki sam- mála stefnu okkar í Írak,“ sagði Bush, „en nú er tími til kominn að horfa fram á veginn.“ Bush sagði að Bandaríkjamenn og Frakkar gætu „unnið saman að lausn ýmissa mjög stórra vandamála“ með margvíslegum hætti, þ. á m. með því að veita aðstoð í baráttunni við HIV og alnæmi í Afríku. Þá hrósaði hann Frökkum „fyrir að leggja sitt af mörkum í baráttunni við al-Qaeda“. Bandaríkjamenn hefðu átt mjög gott samstarf við frönsku leyniþjón- ustuna „og við höfum skipst á upplýs- ingum, sem hafa aukið öryggi í Frakklandi og í Bandaríkjunum. Fyr- ir það er ég þakklátur.“ „Þetta snýst um traust“ Fréttaskýrendur segja að deilan um heimild öryggisráðs SÞ fyrir inn- rásinni í Írak hafi leitt í ljós grund- vallarmun á viðhorfum Bandaríkja- manna og Frakka til þess hvernig tekið skuli á heimsmálunum. „Þarna er djúpstæður skilnings- skortur og nú bætist við annað mun verra – skortur á trausti,“ sagði Guill- aume Parmentier, framkvæmdastjóri Bandaríkjadeildar Rannsókn- armiðstöðvar í alþjóðatengslum í Frakklandi (IFRI). „Bandaríkjamenn eru sannfærðir um að Frakkar hafi verið skilyrðis- laust andvígir beitingu valds gegn Írökum og Frakkar eru sannfærðir um að Bandaríkjamenn hafi verið staðráðnir í að fara í stríð og hafi aldrei verið nein alvara með því að leita samþykkis SÞ. Þetta snýst um traust – og að koma því á aftur er mun erfiðara en að yfirvinna stefnu- ágreining.“ Almenningur í Frakklandi telur að Bandaríkjamenn hafi lagt upp með utanríkisstefnu sem byggist á hættu- legri ævintýramennsku og setji eigin hagsmuni ofar alþjóðalögum, sem SÞ séu fulltrúi fyrir. Í staðinn hafa Frakkar lagt fram „fjölpóla“ hugmynd, þ.e., að alþjóða- málum sé ráðið af nokkrum valda- miðstöðvum er starfi saman. Banda- ríkjamenn segja þessa hugmynd staðlausa. „Einpóla, tvípóla, fjölpóla. Ég skil ekki þessi orð,“ sagði Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, er hann var staddur í París í síðustu viku. Bush fyr- irgefur Frökkum Washington, París. The Washington Post, AFP. TILRAUNIR George W. Bush Bandaríkjaforseta til að binda enda á átök Ísraela og Palestínu- manna eru liður í víðtækari stefnu sem miðar að því að breyta póli- tíska landslaginu í Mið-Austur- löndum eftir stríðið í Írak og bar- áttuna gegn hryðjuverka- starfsemi í heiminum. Bush hyggst eiga fund með arabaleiðtogum í Egyptalandi á þriðjudaginn kemur og daginn eftir ræðir hann við forsætisráð- herra Ísraels og forsætisráðherra heimastjórnar Palestínumanna í Aqaba í Jórdaníu. Verður þetta fyrsta ferð forsetans til Mið-Aust- urlanda frá því að hann tók við embætti í janúar 2001. Miklar breytingar hafa orðið í Mið-Austurlöndum frá því Bush varð forseti og stjórn hans hefur tengst atburðunum mjög náið. Hersveitir undir forystu Banda- ríkjamanna steyptu Saddam Hussein af stóli í Írak og Banda- ríkjastjórn beitti sér mjög fyrir því að Mahmud Abbas yrði skip- aður forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar í því skyni að ýta Yasser Arafat, leiðtoga Pal- estínumanna, til hliðar. Sóst eftir stuðningi araba Scott Lasensky, bandarískur sérfræðingur í málefnum Mið- Austurlanda, sagði að Bandaríkja- stjórn liti svo á að „órofa tengsl“ væru á milli Íraks-málsins og átaka Ísraela og Palestínumanna. Endurreisn Íraks hefur reynst erfiðara verkefni en Bandaríkja- stjórn virðist hafa gert ráð fyrir, auk þess sem stríðið kynti mjög undir andúð á Bandaríkjunum meðal araba, og Bush leitast því einnig við að endurheimta stuðn- ing arabaríkja. „Nú þegar Bandaríkjastjórn reynir að afla sér tiltrúar í þessum heimshluta og auka samstarfið við mörg arabaríkjanna, ekki aðeins hvað varðar baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemi heldur einnig til að ná markmiðum henn- ar í Írak, er auðvelt að skilja þá áherslu sem nú er lögð á friðarvið- ræður milli Ísraela og Palestínu- manna,“ sagði Lasensky. Vill breiða út lýðræði í heimshlutanum Stjórn Bush segir að leiðtoga- fundurinn í Egyptalandi og við- ræðurnar við forsætisráðherra Ísraela og forsætisráðherra Pal- estínumanna séu liður í stefnu sem Bush hefur útlistað í tveimur ræðum. Forsetinn hvatti til þess í ræðu 24. júní í fyrra að Arafat yrði kom- ið frá sem leiðtoga Palestínu- manna og komið yrði á umbótum í heimastjórninni. Bandarískir embættismenn telja að þetta markmið hafi náðst að miklu leyti með skipun Abbas í embætti for- sætisráðherra þótt heimastjórnin eigi enn langt í land með að binda enda á árásir róttækra hreyfinga Palestínumanna. Bush sagði í ræðu 26. febrúar að eitt af markmiðum hans væri að koma á lýðræði í Írak og sá þannig fræjum lýðræðis og friðar í Mið- Austurlöndum. Seinna varpaði hann fram þeirri hugmynd að gerður yrði samningur um frí- verslun milli Bandaríkjanna og Mið-Austurlanda. Stjórn Bush hefur einnig aukið þrýstinginn á stjórnvöld í Sýr- landi og Íran, sem hún sakar um að styðja hryðjuverkastarfsemi, og það gæti stefnt Mið-Austur- landastefnu hennar í hættu. Bush hyggst breyta pólitíska landslaginu Washington. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.