Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 19 B í l d s h ö f ð a 2 0 • 1 1 0 R e y k j a v í k • S í m i 5 8 5 7 2 0 0 VELKOMIN Í BODUM Húsgagnahöllin hefur opnað Bodum búð í búð. Að því tilefni bjóðum við frábær opnunartilboð um helgina! Góð hönnun - fyrir hvert heimili Columbia BODUM er danskt vörumerki með verslanir um allan heim. Bodum hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir hönnun á vörum sínum, þar sem notagildi og fegurð fara ávalt saman. HÖNNUN: C. Jørgensen FONGAFALE Fondue sett úr krómi Verð áður 10.980 nú kr. 7.180 CHAMBORD Kaffikanna með pressu 1 L. Verð áður 5.990 nú kr. 3.080 EILEEN Kaffikanna með pressu 1 L. Verð áður 5.490 nú kr. 3.080 YKON Rafmagnsgrill með grind og pönnu. Verð áður 13.200 nú kr. 11.280 MINI WOK SET Wokpanna úr pottastáli með glerloki. Verð áður 5.490 nú kr. 3.880 CORONA Skál 3.3 L Kr. 1.080 Fleiri stærðir. MIDORA Salatskál, tvöföld einangrun með lofti á milli, heldur vel köldu og heitu. 6.5 L kr. 5.580. Fleiri stærðir. NISSEN Olíu og edik með salti og pipar. Verð áður 4.790 nú kr. 3.990 NISSEN Vínrekki fyrir 6 flöskur Verð áður 1.680 nú kr. 1.280 KIRA Vínkælir, tvöföld einangrun með lofti á milli, heldur vel köldu. Verð áður 4.490 nú kr. 3.580 OPIÐ Laugardaga 10-18 • sunnudaga 13-18 • mánud. - föstud. 10-19 Tangarhöfða 1 • 110 Reykjavík • Símar 567 2357 og 893 9957 Opið laugardag og sunnudag frá kl. 13-16 Benimar húsbílarnir eru sannkallaðir glæsivagnar með vönduðum innréttingum, örbylgjuofni, sólarrafhlöðu, tengingu f. sjónvarp o.fl. Einn með öllu. Komið og skoðið húsbílana hjá okkur Erum með úrval af glæsilegum húsbílum Clipper húsbílarnir eru með mjög góðu svefnplássi Umboð á Akureyri Sigurður Valdimarsson Óseyri 5 - Sími 462 2520 það á hreint hvort forsætisráð- herrann, Anders Fogh Rasmussen, hefði vísvitandi villt um fyrir almenn- ingi. Niels Helveg Petersen, fyrrver- andi utanríkisráðherra Dana, sagðist mjög hissa á ummælum Wolfowitz. „Þau skilja heiminn eftir með spurn- inguna: Hverju eigum við að trúa,“ tjáði hann AP-fréttastofunni. Í forystugrein í þýzka blaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung seg- ir, að ummælin sýndu að bandarískir ráðamenn væru að „tapa stríðinu um trúverðugleika“. Blair verst ásökunum Robin Cook, fyrrverandi utanríkis- ráðherra Bretlands, sem sagði sig úr stjórnarliði Tonys Blairs í mótmæla- skyni við hernaðinn í Írak, sagði í Lundúnum í gær að hann efaðist um að Íraksstjórn hefði ráðið yfir nokkr- um gereyðingarvopnum yfirleitt, þeg- ar ákveðið var að ráðast gegn henni með hervaldi. Tony Blair varðist öll- um slíkum ásökunum í gær. Á blaða- EVRÓPSKIR gagnrýnendur Íraks- stríðsins lýstu í gær hneykslan á um- mælum sem höfð eru eftir Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnamálaráð- herra Bandaríkj- anna, í tímarits- viðtali vestra, þar sem hann gerir lít- ið úr meintri ger- eyðingarvopna- eign Íraka sem ástæðu fyrir hern- aðinum. Í viðtali í næsta hefti Vanity Fair nefnir Wolfowitz „stjórnsýslulegar ástæður“ fyrir því að einblínt hafi ver- ið á meint gereyðingarvopnabúr Saddams Husseins Íraksforseta og dregur enga dul á að „stór“ ástæða fyrir innrásinni hafi verið sú, að Bandaríkjastjórn vildi geta flutt her- menn sína frá Sádi-Arabíu. Í Dan- mörku, þar sem ríkisstjórnin studdi herförina í Írak, kröfðust stjórnar- andstöðuþingmenn þess í gær að fá mannafundi í Varsjá sagði hann að „fráleitar“ væru ásakanir þess efnis að vestrænar leyniþjónustustofnanir hefðu búið til „sannanir“ fyrir því að Írakar réðu yfir gjöreyðingarvopnum áður en herförin gegn stjórn Sadd- ams hófst. Sagðist brezki forsætisráð- herrann „ekki efast um“ að slík vopn myndu að lokum finnast í Írak. Í brezkum fjölmiðlum hefur Blair og aðstoðarmönnum hans í forsætis- ráðuneytinu verið borið á brýn að hafa látið breyta orðalagi í skýrslu sem birt var fyrir innrásina, í því skyni að gera meira en ella úr hætt- unni sem stafaði af gereyðingarvopn- um Saddams. William Wallace lávarður, stjórn- málafræðiprófessor við London School of Economics, sagði að þessar ásakanir gætu rúið Blair trausti til lengri tíma litið. „Hann missir virð- ingu, hann missir félaga [úr Verka- mannaflokknum], hann missir traust eigin flokksmanna,“ sagði Wallace í samtali við AFP. Ummæli Wolfowitz valda úlfúð í Evrópulöndum Lundúnum, Bagdad, Brussel. AFP, AP. Tony Blair TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, hvatti í gær Evrópu- þjóðir og Bandaríkjamenn til að slíðra sverðin og leitast við að eyða þeim ágreiningi sem herförin í Írak hefði skapað. Sagði hann þetta sér- lega mikilvægt í ljósi þess að heims- byggðin stæði „frammi fyrir merk- um tímamótum“. Blair lét þessi orð falla í ræðu er hann flutti í Varsjá, höfuðborg Pól- lands, en þar drap hann stuttlega niður fæti í gær. „Stund sátta eða sundrungar er runnin upp,“ sagði Blair og beindi orðum sínum til þjóðanna beggja vegna Atlants- hafsins. Varaði hann alvarlega við þeim afleiðingum sem fylgja myndu áframhaldandi úlfúð og deilum. Sjálfur kvaðst hann þess fullviss að takast myndi að tryggja sættir með Evrópuþjóðum og Bandaríkja- mönnum. Nauðsynlegt væri að styrkja bandalag lýðræðisríkjanna í nafni sameiginlegra hagsmuna vinaþjóða og bandamanna. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, lýsti yfir því í gær að andstaðan við Íraksstríðið hefði aldrei verið hugsuð sem liður í skipulegri viðleitni til að vinna gegn áhrifum Bandaríkjamanna í heiminum. Blair hvetur til sátta yfir Atlantshafið Varsjá. AFP. Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.