Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. 500 kr. Miðasala opnar kl. 13.30 Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.40. B.i. 12 Kvikmyndir.is  HK DVSV MBL  Kvikmyndir.com 500 kr Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og Powersýning kl 10. B.i. 16 ára kl. 3.40, 5.50, 8 og 10. B.i.16 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Einn óvæntasti spennutryllir ársins! Hrikalega mögnuð mynd sem kemur óhugnarlega á óvart! Powe rsýni ng kl. 1 0. Frá framleiðanda the Others og Mission Impossible kemur magnaður þriller með Ray Liotta og Jason Patric Athyglisverðasta spennumynd ársins. Missið ekki af þessari Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16.  SV MBL „Hrottalegasta mynd síðari ára!“  HK DV Fórbeint á toppinní Bandaríkjunum!  Kvikmyndir.com X-ið 977 500 kr Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. texti. Sýnd kl. 4 og 6. Sýnd kl. 8 og 10. Einn óvæntasti spennutryllir ársins! Hrikalega mögnuð mynd sem kemur óhugnarlega á óvart! Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára Fórbeint á toppinní Bandaríkjunum!  Kvikmyndir.com X-ið 977 SÖNGKONAN Diana Krall er á leið- inni til Íslands en hún heldur tón- leika í Laugardalshöll laugardaginn 9. ágúst næstkomandi. Stólar verða sérstaklega settir upp í Laugardals- höll fyrir tónleikana og verða að- eins 2.600 sæti í boði og hefst miða- sala á næstu vikum. Einar Bárðarson tónleikahaldari segir Krall vera eina skærustu stjörnu tónlistarheimsins sem stend- ur og segir það mikinn feng fyrir ís- lenskt tónlistarlíf að fá hana hingað til lands. Krall er þekktust sem djass- söngkona og píanóleikari en síðustu ár hefur hún verið að færa sig yfir í popptónlistina. Margir ættu að kannast við gamla Billy Joel-lagið „Just the Way You Are“, sem hefur hljómað víða síðustu misseri í flutn- ingi hennar. Krall hefur unnið til fleiri en einna Grammy-verðlauna fyrir tón- list sína. Hreppti hún verðlaun fyrir bestu sungnu djassplötuna á síðustu hátíð fyrir plötuna Live in Paris, sem er jafnframt mest selda plata söngkonunnar. Hljómplötur hennar hafa selst vel um allan heim og er Ís- land þar engin undantekning. Krall hefur tekist að gera lög, sem höfða til almennings, en hún er einnig trú rótum sínum í djasstónlistinni. Fædd og uppalin í Kanada Krall er ættuð frá Kanada og er fædd og uppalin í bænum Nanaimo í Bresku-Kólumbíu í Kanada. Hún byrjaði fjögurra ára að læra á pí- anóið hjá föður sínum og kunni helstu undirstöðurnar í djasstónlist þegar hún var enn í barnaskóla. Á unglingsárunum spilaði hún um helgar á píanó á veitingahúsum og næturklúbbum í heimabæ sínum. Hún fékk hinn eftirsótta Vancou- ver Jazz Fest-skólastyrk og stund- aði nám við hinn viðurkennda Berk- lee-tónlistarháskóla í Boston. Ljóst varð að stúlkan unga átti framtíðina fyrir sér og með hjálp leiðbeinanda síns og lærimeistara, bassaleikarans Rays Browns, komst hún í læri hjá Jimmy Rowles í Los Angeles. Þrem- ur árum seinna flutti Krall aftur til Kanada þar sem hún gerði samning við plötuútgáfufyrirtækið Justin Time sem gaf út fyrstu plötuna hennar, Stepping Out, árið 1993. Hún varð fljótlega eftirsótt og gaf út hverja plötuna á fætur annarri. Valin besta djasssöngkonan Krall hlaut Grammy-verðlaun sem besta djasssöngkona ársins 1999. Ennfremur var plata hennar When I Look in Your Eyes, sem kom út árið áður, tilnefnd besta plata ársins og keppti hún þar við Sant- ana, Backstreet Boys, Dixie Chicks og TLC. When I Look in Your Eyes hefur selst í meira en milljón eintök- um í Bandaríkjunum, auk þess að hafa selst vel í Kanada (tvöföld plat- ínusala), Portúgal (platína) og Frakklandi (gullplata). Krall tókst ágætlega að fylgja eft- ir þessari velgengni en þremur ár- um síðar kom platan The Look of Love út. Hún seldist ekki síður vel víða um heiminn en á plötunni spil- ar hin virta Sinfóníuhljómsveit Lundúna með Krall. Diana Krall er trúlofuð tónlistar- manninum Elvis Costello en að sögn tónleikahaldara er ekki vitað hvort hann verður í hennar fríða föru- neyti í ágúst. Grammy-verðlaunahafinn Diana Krall með tónleika í Laugardalshöll í ágúst TENGLAR ..................................................... dianakrall.com ReutersDiana Krall á tónleikum fyrr á árinu í San Remo á Ítalíu. Trú rótunum í djasstónlistinni Kanadíska söngkonan og Grammy-verðlaunahafinn Diana Krall er á leið til Íslands og heldur tónleika í Laugardalshöll í ágúst. Plötur hennar hafa selst vel víða um heim en hún hefur gert djassinn aðgengilegri fyrir stærri hlustendahóp en áður. Calla Televise Þriðja skífa nýbylgjusveitarinnar Calla frá New York. Á svipuðum slóðum en til- raunaleysið veldur vonbrigðum. TRÍÓIÐ Calla vakti þó nokkra athygli fyrir aðra breiðskífu sína, Scavengers, sem kom út fyrir tveimur árum og var skemmtileg nýbylgja, grípandi gítarrokk laus- lega skreytt með rafeindahljóðum og forvitnilegum töktum. Það var því ástæða til að ætla að eitthvað væri spunnið í næstu breiðskífu, Televise, sem kom út í lok janúar. Skemmst er frá því að segja að Televise er nokkur vonbrigði. Vissulega prýðileg nýbylgjupoppskífa, en ekki meira en það, skortir neist- ann sem gerði Scavengers eins skemmtilega og raun ber vitni. Minna er um hljóðtilraunir á skíf- unni nýju og minni ævintýra- mennska í útsetningum sem gerir að verkum að platan verði leiði- gjörn og daufleg þegar líður á hana. Ekki bætir úr letilega lág- stemmdur söngstíll Aurelio Valle og þó hrynparið Sean Donovan og Wayne Magruder sé traust þá endist ekki nógu lengi ánægjan með frammistöðu þess. Allt vel gert og skemmtilega frágengið en lífvana.  Árni Matthíasson Tónlist Leiðigjörn og daufleg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.