Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Broste-copenhagen Vegna mikilla eftirspurnar höfum við aukið úrvalið af þessum fallegu og nytsamlegu vörum í verslunum okkar. • Fyrir óskalista brúðhjónanna • Fyrir heimilið og garðinn • Fyrir sumarbústaðinn og útileguna ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 11 40 05 /2 00 3 Nei, nei, elskurnar mínar, þið þurfið ekkert að taka inn hjartapillurnar ykkar, hún vann ekki. Reyklaus dagur í dag Er tunglið úr grænum osti? Í TILEFNI af reyk-lausum degi í dag erstaddur hér á landi Simon Chapman, prófess- or í lýðheilsu við Háskól- ann í Sydney í Ástralíu og ritstjóri tóbaksvarnatíma- ritsins Tobacco Control. Chapman er maðurinn á bak við víðtækar rann- sóknir á vinnubrögðum tóbaksframleiðenda og hefur undir höndum gögn um meint vafasöm vinnu- brögð þeirra sem hann hyggst kynna fyrir starfs- fólki í heilbrigðisstéttum hér á landi meðan á dvöl hans stendur. Morgun- blaðið lagði nokkrar spurningar fyrir Chap- man. – Hvað kom til að þú fórst að beita þér gegn tóbaks- framleiðendum? „Ef menn starfa við lýðheilsu og eru að reyna að koma í veg fyr- ir malaríu, þá er eðlilegast að herjað sé á moskítóflugur. Ef þú ert að reyna að stemma stigu við heimsfaraldri á lungnakrabba og hjartasjúkdómum, þá herjar þú á tóbaksframleiðendur. Það eru þeir sem valda lungnakrabba, sem var afar sjaldgæfur sjúkdóm- ur áður en reykingar fóru að njóta vinsælda.“ – Það er sagt að þú hafir undir höndum dæmi um meint vafasöm vinnubrögð tóbaksframleið- enda … „Já, það er rétt og margt af því sem ég hef séð og lesið er með hreinum ólíkindum. Í einu vinnu- plaggi sem ég hef haft undir höndum stendur m.a. orðrétt: „Þar sem mannsævin er yfirleitt að lengjast þurfum við virkilega á einhverju að halda sem fólk getur dáið úr … krabbamein sem sjúk- dómur hinna ríku og þróunar- landanna gæti haft þar fyrirfram ákveðnu hlutverki að gegna. Það eru augljóslega ekki rök sem tób- aksframleiðendur geta notfært sér opinberlega … Í raunveru- leikanum, að sjálfsögðu, er krabbamein nauðsynlegur hluti lífsins, án krabbameinsfruma væru frumur mannslíkamans ófærar um að endurnýjast.“ Svo mörg voru þau orð, en maður gæti gubbað eftir slíkan lestur. Í öðru vinnuplaggi, frá Ástral- íu, er rakin umræða um hvernig Marlboro geti mögulega aukið sölu sína. Þar stendur: „Við telj- um okkur geta náð árangri á tveimur lykilsviðum, annars veg- ar varðandi blönduna sjálfa og hins vegar í auglýsingageiranum. Í fyrra tilvikinu er það ætlun okk- ar að færa blöndu Red and Speci- al Mild nær bandarísku blöndunni sem myndi gera reykingamönn- um erfiðara fyrir að hætta. Á sama tíma munum við leggja vinnu í að láta auglýsingar höfða meira til yngri reykingamanna sem eru á því stigi að ákveða sig með hvaða tegundir þeir vilja reykja.“ Með þessu eiga þeir auðvit- að við börnin sem eru að byrja að fikta við reykingar.“ – Hvaða mynd vilt þú sjá bar- áttuna gegn reykingum taka á sig? „Það á að meðhöndla greinina sem hreina almenningsplágu. Nauðsynlegt er að stjórnarmenn þessara fyrirtækja verði sóttir til saka fyrir glæpsamlegt athæfi, enda bera blekkingar og fram- leiðsluvara þeirra ábyrgð á dauða milljóna manna um heim allan.“ – Hvaða augum líta tóbaks- framleiðendur menn á borð við þig sem berjast gegn þeim opin- berlega? „Tóbaksframleiðendur eru eins og kakkalakkar. Þeir dreifa sjúk- dómum og þola illa dagsljósið. Ég reyni að varpa kastljósinu á störf þeirra. Þeir eru lítt hrifnir, en ég stend ekki í þessu til að sigra í vinsældakosningum.“ – Hvernig finnst þér baráttan hafa gengið til þessa? „Í Ástralíu hefur gengið mjög vel. Okkur hefur tekist að minnka daglegar reykingar úr 60% árið 1960 í tæplega 20% í dag. Það er mikið fall og góður árangur, en samt sem áður reykir enn einn af hverjum fimm fullorðnum og reykingar drepa enn í dag fleiri heldur en umferðarslys, húð- krabbamein, brjóstakrabbamein, eyðni, sjálfsmorð og sykursýki til samans. Það sýnir að betur má ef duga skal og enn er mikil vinna óunnin. Í flestum fátækum lönd- um er þessi barátta varla búin að slíta barnsskónum.“ – Finnst þér stjórnvöld yfirleitt beita sér sem skyldi gegn reyk- ingum? „Einmitt núna, þegar HABL- veiran er að gera mikinn efna- hagslegan usla um heim allan, og hefur valdið rúmlega fimm hundruð dauðsföllum þegar við eigum þetta samtal, eru stjórn- völd að leggja fram milljarða til að koma böndum á sjúkdóminn. Tóbak drepur sex milljónir manna á ári hverju og er helm- ingur þeirra á miðjum aldri. Rík- isstjórnir eyða varla krónu til að sporna gegn reyking- um. Þú gætir allt eins hafa spurt mig hvort tunglið væri úr græn- um osti.“ – Um hvað ætlarðu helst að tala? „Ég ætla að sýna íslenskum læknum og öðru starfsfólki heil- brigðisgeirans það versta úr leyniplöggum tóbaksframleið- enda sem birt voru við réttarhöld í Bandaríkjunum. Þar er að finna efni sem maður fær í magann af að lesa og hefur hrundið af stað reiðibylgjum víðast hvar þar sem það hefur verið birt.“ Simon Chapman  Simon Chapman er 51 árs gamall Ástralíubúi. Hann er prófessor í lýðheilsu við Háskól- ann í Sydney og ritstjóri tóbaks- varnatímaritsins Tobacco Cont- rol, sem afhjúpað hefur eitt og annað sem telst óhreint mjöl í pokahorni tóbaksframleiðenda. Simon mun sýna ýmislegt úr meintum leyniplöggum tóbaks- framleiðenda meðan á dvöl hans hér stendur. Maður gæti gubbað eftir slíkan lestur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.