Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 47 FJÖLBRAUTASKÓLANUM í Garðabæ lauk laugardaginn 24. maí sl. þegar brautskráðir voru 64 nemendur, þar af 62 stúdentar, einn nemandi með verslunarpróf og einn nemandi af starfsbraut fyrir fatlaða nemendur. Flestir luku prófi af félagsfræðabraut, eða 24 stúdentar, 11 urðu stúd- entar af náttúrufræðibraut, 10 luku prófi af listnámsbraut með viðbótarnámi til stúdentsprófs og 5 af viðskiptabraut með viðbót- arnámi til stúdentsprófs. Aðrir stúdentar skiptust á mála- braut, hagfræðibraut, íþróttabraut og myndmennta- og handíðabraut. Dúx skólans var Inga Sif Daní- elsdóttir. Hlaut hún viðurkenn- ingu í tilefni þess auk verðlauna fyrir góðan árangur í hag- fræðigreinum og frábæra skóla- sókn. Helga Björg Arnarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir flestar einingar á stúdentsprófi, alls 169 eða 29 umfram lágmark, og fyrir ágætan árangur í ensku. Aðrir sem hlutu viðurkenningar voru Árni Henry Gunnarsson fyrir góð- an námsárangur í bókfærslu, Þor- björn Björnsson fyrir samfélags- greinar, Anita Richardsdóttir Hansen fyrir dönsku, Elísabet Brynhildardóttir fyrir myndlist- argreinar og þau Andri Freyr Hilmarsson, Brynhildur Jón- asdóttir, Bylgja Dögg Hafsteins- dóttir og Helgi Einarsson fyrir frábæra skólasókn. Við athöfnina var vígt ræðupúlt er 20 ára stúdentar höfðu fært skólanum að gjöf á síðastliðnu ári. FG brautskráði 64 nemendur IÐNSKÓLANUM í Hafnarfirði var slitið nýlega og voru brautskráðir 88 nemendur. 55 sem luku burtfar- arprófi í löggiltum iðngreinum og þar af einn sem lauk tveimur iðn- greinum, húsasmíði og múrsmíði og þrír sem luku jafnframt stúdents- prófi, einn hársnyrtistúdent, einn húsasmíðastúdent og einn rafvirkj- astúdent. Einnig luku prófi 33 nem- endur af: hönnunar-, listnáms-, tækniteiknara- og útstillingabraut- um. Við skólaslitin hlutu eftirtaldir nemendur viðurkenningar: Guð- mundur Haukur Jakobsson pípu- lagninganemi, Jökull Guðmundsson rafvirkjanemi, Hjördís Rögn Bald- ursdóttir fyrir góðan námsárangur af hönnunarbraut, Bríet Ein- arsdóttir útstillinganemi, fyrir hæst- an árangur í íslensku, Hannes Finn- bogason húsasmíðanemi, fyrir bestan árangur í dönsku, Guð- mundur Þór Friðleifsson pípulagn- inganemi fyrir bestan árangur í ensku og Ingólfur Rafn Jónsson fyr- ir störf í þágu nemendafélagsins. Við skólaslitin mættu nokkrir nemendur sem ásamt núverandi skólameistara Jóhannesi Einarssyni luku burtfararprófi 1963 eða fyrir 40 árum. Birgir Guðmannsson tæknifræðingur flutti stutt ávarp fyrir hönd hópsins og færði skól- anum gjöf í tækjakaupasjóð skólans, en þessi hópur stóð að stofnun sjóðs- ins fyrir 15 árum á 25 ára útskrift- arafmælinu. Iðnskólinn í Hafnarfirði brautskráði 88 nemendur KVENNASKÓLANUM í Reykjavík var slitið í 129. sinn við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju 24. maí sl. að viðstöddu fjölmenni. Braut- skráðir voru 105 nýstúdentar að þessu sinni. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Laufey Helga Guðmunds- dóttir, nemandi á náttúrufræði- braut, en hún útskrifaðist með ein- kunnina 9,35. Dúx skólans á bekkjarprófi var Katrín Diljá Jóns- dóttir, nemandi í 3. bekk á nátt- úrfræðibraut, með einkunnina 9,8. Verðlaun voru afhent fyrir góðan námsárangur í ýmsum greinum á stúdentsprófi. Laufey Helga Guð- mundsdóttir hlaut verðlaun fyrir bestu stúdentsritgerðina. Að- alverðlaun skólans, fyrir hæstu meðaleinkunn og besta heildar- árangur á stúdentsprófi 2003, hlaut einnig Laufey Helga Guðmunds- dóttir og Björgvin Ólafsson fyrir framúrskarandi árangur í stærð- fræði. Hann hlaut einnig fleiri raungreinaverðlaun. Skólaslit Kvennaskólans SJÓMANNADAGSBLAÐ Snæ- fellsbæjar 2003 er komið út í áttunda sinn og er efni blaðsins fjölbreytt að venju. Má þar m.a. nefna grein um at- vinnulíf í Snæ- fellsbæ eftir hag- fræðinginn og Ólsarann Vífil Karlsson. Viðtal er við Cýrus Dane- líusson á Hellis- sandi um líf hans og störf á Hellis- sandi og viðtöl við skipstjórana á Drangavík VE og Sjöfn EA, þá Magnús Ríkharðs- son og Oddgeir Ís- aksson. Þá er við- tal við Baldur Kristinsson skip- stjóra og konu hans Elísabetu Jensdóttur á Rifi. Grein er um Guðmund Alfonsson vörubílstjóra í Ólafsvík, en hann er búinn að keyra í yfir 50 ár, og ljóð og grein eftir Árna Grétar Finnsson hdl. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri segir frá sjósókn sinni og einnig er birt stólræða sem Margrét Jónasdóttir flutti í Ólafsvík- urkirkju á sjómannadag fyrra. Gunnar Kristjánsson frá Grundar- firði skrifar um skak- róður á Gullþóri SH og grein er eftir Eðvarð Ingólfsson sem hann nefnir Sjómannadagur bernskunnar. Sagt er frá sjó- mannadeginum 2002 á Hellissandi, Ólafsvík, Grundarfirði og Stykkishólmi í máli og myndum o.fl. Blaðið er 72 blaðsíð- ur í A4-broti, prentað og brotið í Steinprenti ehf. í Ólafsvík og gefið út af sjómönnum og útgerðarmönnum í Snæfellsbæ. Forsíðu- mynd tók Alfons Finnsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Pétur S. Jó- hannsson. Blaðið verður til sölu á Reykjavíkursvæðinu bæði á Granda- kaffi og í Gleraugnaversluninni í Mjódd. Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar komið út BLAÐ sjómannadagsins í Vest- mannaeyjum er komið út undir rit- stjórn Friðriks Ásmundssonar. Í blaðinu eru að vanda fjölbreyttar frásagn- ir af sjómennsku og tengdum þáttum og fjölmargar ljós- myndir prýða blaðið. Útgefandi er Sjó- mannadagsráð Vest- mannaeyja 2003. Forsíðumynd blaðsins er eftir Relja Borosak, Kró- ata sem fluttist ásamt fjölskyldu til Vestmannaeyja 1991. Lærði hann myndlist í listaskóla í Zagreb og vann þar í teiknimyndagerð. Í Eyjum hefur hann róið á Góu, Suður- ey, Valdimar Sveinssyni, Sigurbáru og Narfa. Hann rekur nú veitinga- staðinn Lanternu ásamt eiginkonu sem líka er myndlistarmaður. Meðal efnis í blaðinu má nefna frá- sagnir af Jómsborgarfeðgum, glefs- ur úr sjóferðasögu Ása í bæ, frásögn um Baldur VE 24, yfirlit yfir Vél- stjórnarbraut FIV 2002-2003, þátt um franska fiskimenn og togara á Íslands- miðum, Vestmanna- eyjahöfn, minningu látinna, sjómanna- daginn 2002, þátt um Guðrúnu Símonar- dóttur, tvo eftir- minnilega trill- uróðra og breytingar á flotan- um. Blaðið verður til sölu á Suðurnesjum, Umferðarmiðstöðin- ni,Grandakaffi og Færeyska sjó- mannaheimilinu í Reykjavík, Þor- lákshöfn og söluskálanum Björk á Hvolsvelli. Blaðið er prentað í Prentsmiðj- unni Eyrúnu og bundið í prentsmiðj- unni Odda hf. Glefsur úr sjó- ferðasögu Ása í Bæ Sjómannadagsblað Vestmannaeyja komið út fjölbreytt að efni NÝTT afl samþykkti nýverið á fé- lagsfundi ályktun um fjármál stjórnmálaflokka þar sem krafist er að Alþingi skipi nefnd sem hafi eft- irlit með fjármálum og bókhaldi stjórnmálaflokka. Er lagt til að upp- lýst verði hverjir styrki stjórnmála- flokka og kostnað vegna stjórn- málabaráttunnar. Síðan segir í ályktuninni: „Al- menningur á heimtingu á að fá vitn- eskju um hverjir eru helstu styrkt- araðilar stjórnmálaflokkanna. Kosningarnar nú snerust m.a. um gríðarlega hagsmuni varðandi stjórnun fiskveiða. Mikilvægt er að upplýst verði hvort hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafi eytt verulegum fjármunum í kosningabaráttu þeirra stjórnmálaflokka sem vilja óbreytt gjafakvótakerfi. Þjóðin á rétt á að fá upplýsingar um þau atriði og hagsmunatengsl stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna. Fátt er hættulegra lýðræðinu en ógagnsæ fjármálastarfsemi stjórn- málaflokka og stjórnmálamanna. Framlög ríkisins til stjórnmála- flokka mega ekki einskorðast við flokka sem hafa menn á þingi. Með slíku fyrirkomulagi er þess freistað að viðhalda óbreyttu ástandi og nýj- um hreyfingum almennings er gert nær ókleift að koma málum sínum á framfæri. Nýtt afl telur brýnt að öllum kjörnum fulltrúum sé gert skylt að gefa upp öll hagsmunatengsl sín þegar þeir hafa verið kjörnir til starfa. Þeim beri skilyrðislaust að víkja sæti þegar þeir eru vanhæfir vegna hagsmunatengsla. Verði mis- brestur á því að full grein sé gerð fyrir hagsmunatengslum og við- komandi fulltrúi almennings taki þátt í afgreiðslu mála sem tengjast hagsmunum hans eða þeirra sem standa honum næst, þá hafi viðkom- andi fyrirgert rétti sínum til að starfa fyrir almenning og beri að víkja úr starfi og sæta ábyrgð að lögum.“ Nefnd líti eftir fjármál- um stjórnmálaflokka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.