Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NETAVERTÍÐ er lokið í Stykkishólmi á þessari ver- tíð. Síðasti bátur til að taka upp netin var Grettir SH 104 og hætti hann fyrir stuttu. Veiði í netin var mjög lítil í maímánuði, lélegri en oft áður og flýtti það fyr- ir að bátar hættu veiðum. Líkur eru á að allir stærri bátar verði bundnir við bryggju að undanskildum Kristni Friðrikssyni SH 3 sem stundar rækjuveiðar. Aðrir bátar eru verkefnalausir þar sem lítill kvóti er eftir. Síðustu sumur hafa bátar frá Stykkishólmi stundað rækjuveiðar yfir sumartímann, en minni rækjuveiði og einnig mjög lágt hráefnisverð leiðir til þess að ekki er rekstrargrundvöllur fyrir rækjuveið- um. Því er ekki um annað að ræða en leggja bátunum fram að nýju kvótaári í þeirri von að kvótastaðan auk- ist svo hægt verði að halda þeim lengur til veiða á næsta ári Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Líkur eru á að þetta verði sú sjón sem við blasir í Stykkishólmi í sumar, bátaflotinn bundinn við bryggju. Bátaflotinn við bryggju í sumar Stykkishólmi. Morgunblaðið. AFLAMARK um 20 báta og skipa á Raufarhöfn er um 1.665 þorskígildis- tonn. Eitt skip í eigu Útgerðarfélags Akureyringa, Rauðinúpur ÞH-160, er skráður með 971 þorskígildistonn og hefur ekki landað í heimahöfn frá 1999. Annar kvóti er leigður annað eða aflinn unninn annars staðar. Nær eingöngu „Rússafiskur“ er unninn hjá Jökli þar sem verða um 20 starfsmenn síðsumars. Hafþór Sigurðsson, oddviti Rauf- arhafnarhrepps, segir að íbúar Raufarhafnar hafi áður fundið fyrir slæmu atvinnuástandi og segir að hrun hafi ríkt þegar síldin hafi horfið á sínum tíma, en mest hafi starfað um 100 manns í síldarverksmiðjunni á síldarárunum. Nú starfi upp í 25 manns í verksmiðjunni á vertíðum en þess á milli um 10 manns. Reynd- ar séu ákveðnar kerfisbreytingar í gangi sem þýði frekari fækkun. Ísfisktogarinn Rauðinúpur var lengi í eigu frystihússins Jökuls á Raufarhöfn og aflaði hann vinnsl- unni hráefnis, en hann var seldur ÚA fyrir um fimm árum og rækju- togari keyptur í staðinn. Hins vegar er engin rækjuvinnsla á staðnum. Slæm fjárhagsstaða Raufarhafnar varð til þess að hreppurinn seldi fiskvinnsluna í maí 1999. Útgerðar- félag Akureyringa og Burðarás keyptu Jökul og var söluvirðið um 580 milljónir króna. Þá hvíldi um 300 milljóna króna lán á sveitarsjóði sem hann greiddi upp en síðan var ákveð- ið að fara út í nokkuð umfangsmikil hlutabréfakaup og situr hreppurinn uppi með verðlitla pappíra í kjölfar- ið. „Það er afskaplega mikil einföld- un að tala um að við hefðum aldrei átt að selja,“ segir Hafþór. „Það var raunverulega ekkert annað hægt að gera heldur en að selja. Sveitarfélag- ið skuldaði svo mikið og með þessu móti var hægt að fá besta verðið fyr- ir fyrirtækið. Það var bara illa farið með þá fjármuni sem fengust fyrir söluna. Það er megin vandinn.“ Að sögn Tómasar Sigurðssonar, hafnarvarðar, eru um 20 smábátar á Raufarhöfn. Aflamark allra báta og skipa á Raufarhöfn er um 1.665 þorskígildistonn, en var mest fisk- veiðiárið 1997 til 1998, um 6.000 tonn. Hafþór bendir á að mjög marg- ir leigi frá sér aflaheimildir, eins og lögin heimili, og það sé hagkvæmara en að standa í útgerð. Eins sé ljóst að þessir erfiðleikar séu ekki ein- göngu bundnir við Raufarhöfn. „Það eru víða erfiðleikar en við vorum svo veik fyrir að við máttum ekki við neinu.“ Tómas Sigurðsson bendir á að einn 50 tonna bátur, Þorsteinn GK, hafi um fjórðung kvótans eða um 400 þorskígildistonn. Jökull fái nær ein- göngu „Rússafisk“ til vinnslu, um 2.000 tonn í fyrra, en afli heimabát- anna fari nær allur til Húsavíkur, á Árskógssand og Bakkafjörð. Starfshópur skipaður Skipaður hefur verið starfshópur til að fjalla um atvinnuvandann á Raufarhöfn en í honum eru Sveinn Þorgrímsson frá iðnaðar- og við- skiptaráðuneytinu, Garðar Jónsson frá félagsmálaráðuneytinu og Aðal- steinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar. Guðný Hrund Karlsdóttir, sveit- arstjóri, segir að Bjarki Jóhannes- son, forstöðumaður þróunarsviðs hjá Byggðastofnun, komi til Raufar- hafnar á mánudag til að afla gagna um málið og skoði hvað hafi verið að gerast í atvinnumálunum áður en starfshópurinn komi á staðinn á fimmtudag í næstu viku. „Viðbrögð stjórnvalda og þingmanna vekja ákveðnar vonir og ég vona að það finnist framtíðarlausn,“ segir hún. Nær allur afli heimamanna er unninn annars staðar                   !"##$ !  "##"# $!   %  &'!  (  ! )#"# )# "# )#"# )#"# )#"# )#"# )#"# )#"## )##" )" )" MORGUNBLAÐIÐ hefur ráðið Steinunni Ásmundsdótt- ur í starf blaðamanns á Egils- stöðum til að sinna fréttaskrif- um af Mið- Austur- landi. Stein- unn mun fyrst um sinn hafa starfsstöð á Kaupvangi 6 á Egils- stöðum, í húsnæði sem Morgunblaðið leigir af Sláturfélagi Austur- lands. Markmiðið með ráðningu blaðamanns á Egilsstöðum er annars vegar að efla enn fréttaflutning Morgunblaðs- ins frá helztu þéttbýlis- kjörnum úti um land, en blað- ið birtir nú þegar svæðisbundnar fréttir frá sveitarfélögum á höfuðborg- arsvæðinu, Akureyri og Eyja- fjarðarsvæðinu, Suðurnesjum og Árborgarsvæðinu. Hins vegar tekur opnun starfs- stöðvar ritstjórnar blaðsins á Egilsstöðum mið af þeim miklu umsvifum, sem fram- undan eru á Austurlandi. Steinunn Ásmundsdóttir hefur verið fréttaritari blaðs- ins á Egilsstöðum undanfarin ár. Eins og áður segir mun hún hafa starfsstöð á Kaup- vangi 6, en húsnæðið verður reiðubúið eftir nokkra daga. Þar verður símanúmerið 471- 1169 og netfangið austurland- @mbl.is. Dreifing Morgunblaðsins á Egilsstöðum er eftir sem áð- ur í höndum Páls Pétursson- ar, umboðsmanns blaðsins. Fyrirspurnum varðandi aug- lýsingar, minningargreinar, aðsent efni og aðra þjónustu blaðsins ber áfram að beina til höfuðstöðva Morgunblaðs- ins í Reykjavík. Morgun- blaðið ræður blaðamann á Egilsstöðum „ÞETTA er heilmikið sjokk og við erum af- skaplega sorgmædd yfir kindunum okkar. Ég horfi hér út um gluggann á frískt og fallegt fé hlaupa um túnin í sólskininu. Við höfum ræktað okkar eigin stofn undanfarin tólf ár og stækkað hann smám saman en þetta er fyrst og fremst til- finningalegt tjón,“ segir Ólöf Haraldsdóttir, bóndi á bænum Breiðabólsstað í Ölfusi. Eins og fram kom í blaðinu á fimmtudag þarf að farga öllu fé á bænum, um 100 kindum, vegna riðus- mits sem greindist í tveimur ám. Að sögn Ólafar fer förgunin fram eftir helgi. Ólöf segir riðusmitið koma á versta tíma þeg- ar sauðburði sé nýlokið og afskaplega erfitt sé að horfa upp á örlög fjárstofnsins. Lömbin hlaupi um frísk og falleg og einkar heilbrigð að sjá. Af þeim sökum hafi verið mjög þungbært að taka tíðindunum um riðusmitið. „Við vitum ekki hvers vegna riðan kemur allt í einu upp í tveimur kindum. Riða er afskaplega óútreiknanlegur sjúkdómur, enda hefur gengið illa að útrýma honum, ekki bara hér á landi held- ur í heiminum öllum. Þá hefur riða ekki verið í langan tíma hér í Ölfusi en þetta verður vonandi rannsakað nánar,“ segir hún. Ásamt eiginmanni sínum, Pétri Ottóssyni, hef- ur Ólöf búið á Breiðabólsstað síðastliðin tólf ár en áður bjuggu þau í Hveragerði. Auk sauð- fjárbúskapar stunda þau aðallega hrossarækt og tamningar. Þrátt fyrir áfallið nú ætla þau að búa áfram á bænum en Ólöf segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um að taka inn sauðfé að tveimur árum liðnum, þ.e. eftir þann lágmarks- tíma sem líða þarf eftir að riða kemur upp og öll- um fjárstofni hefur verið fargað. „Vissulega er erfitt að missa allar kindurnar en margir eru í erfiðari sporum en við. Við heyr- um af því utan úr heimi að fólk verður fyrir miklu meiri áföllum,“ segir Ólöf og vill að end- ingu árétta að allt sauðféð sé heima á bænum og innan girðingar. Því hafi ekki verið sleppt upp á Hellisheiði eins og fram hafi komið í útvarps- fréttum í gær. „Við erum afskaplega sorgmædd“ Lömbum jafnt sem full- orðnu fé á Breiðabólsstað slátrað eftir helgi STJÓRNARFORMAÐUR BM Vall- ár hf., Víglundur Þorsteinsson, gagnrýnir stjórn Flutningsjöfnunar- sjóðs sements fyrir að hafa hækkað flutningsjöfnunargjald um 18% og telur forsendur frekar hafa verið til verulegrar lækkunar, eða um 25– 30%. Verið sé að hækka til „að halda áfram óráðsíunni“ og sementsverð í landinu sé orðið hærra en það yrði ella án þessa gjalds. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær gæti þessi hækkun flutningsjöfnunargjaldsins leitt til 3-4% hækkunar á útsöluverði sem- ents nú um mánaðamótin og um 1% hækkunar á útsöluverði steypu. Víglundur segir að eðli niður- greiðslukerfa eins og Flutningsjöfn- unarsjóðs sements, sem hefur verið við lýði frá árinu 1973, sé að það leiti og leiði yfirleitt til óhagkvæmni. Í þessu tilviki sé gjaldið of hátt sem greitt er fyrir akstur á sementi um landið allt. Greitt sé fyrir hvern ek- inn kílómetra með sement á þriðja hundrað krónur, á meðan rekstur flutningsbílanna sé í góðu horfi upp á um 150 kr. á hvern kílómetra. Því sé greiðslan 25–30% hærri en nauðsyn sé og lögin geri ráð fyrir. Þau geri ráð fyrir að greiða raunkostnað við flutningana en ekki að reka sements- flutningabíla með góðum hagnaði. „Þetta hefur síðan leitt til þess að menn keyra sement í skjóli þessarar alltof háu endurgreiðslu þvers og kruss. Aalborg-Portland selur sem- ent frá Helguvík upp á Akranes, í fimm kílómetra fjarlægð frá Sem- entsverksmiðjunni. Hver einasti kílómetri er flutningsjafnaður, og hið sama er að segja um flutning á fleiri staði á landinu. Niðurgreiðslu- kerfið skapar mikla óhagkvæmni í sementsflutningum í landinu, sem kaupendur á höfuðborgarsvæðinu eru í raun látnir bera uppi.“ segir Víglundur og telur það einnig hafa haft áhrif að sementsflutningarnir fari fram á landi en ekki sjó. Hann segir gjaldið hafa leitt til þess að því lengra sem ekið er með sementið því meira sé upp úr þeim flutningi að hafa. Þetta valdi óþarfa hækkun og aukakostnaði fyrir húsbyggjendur. Stjórnarformaður BM Vallár um hækk- un á flutningsjöfnunargjaldi sements Telur gjaldið geta lækkað um 25–30%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.