Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 26
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 26 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍTREKAÐ hefur verið haft samband við Umhverfisstofnun vegna malar- náms í Ingólfsfjalli en stækkandi sár- ið eftir jarðvegstökuna blasir við þeim sem um þjóðveg eitt fara. Jarðýtur sem sótt hafa möl þarna vestarlega í hlíðum Ingólfsfjalls þar sem heitir í Stóruskriðu hafa smám saman fikrað sig upp sjálft fjallið og á fjallsbrúnina. Á þessum stað er eða var einna auð- veldust gönguleið upp á Ingólfsfjall. Efnistakan í Þórustaðanámu er í landi sveitarfélagsins Ölfuss en lengst til austurs nær það nálega að vatns- verndarsvæði Árborgar. Malarnámið í Ingólfsfjalli er þó í einkalandi en ekki í eignarlandi sveitarfélaganna og hófst það fyrir tíma breytinga sem gerðar voru á náttúruverndarlögum árið 1999. Þannig þurfti malarnámið í Ingólfsfjalli ekki að fara í umhverf- ismat eða uppfylla ákveðin skilyrði líkt og nú er lögboðið og sá sem stend- ur að malartöku í Ingólfsfjalli gerir það í fullum rétti svo fremi sem ekki komi til sérstök lagasetning af hálfu Alþingis. Hendur sveitarfélagsins eða sveit- arfélaganna eru því að mörgu leyti bundnar í málinu, og sama gildir um Umhverfisstofnun að sögn talsmanna hennar. Svigrúm til aðgerða lítið Ólafur Áki Ragnarsson, bæjar- stjóri í Ölfusi, tekur fram að námu- vinnslan í Ingólfsfjalli fari fram í landi í einkaeign. Þarna hafi námuvinnsla hafist fyrir tíma lagabreytinganna þannig að svigrúm sveitarfélagsins til aðgerða sé takmarkað. „Við höfum rætt þetta mál þótt ekki hafi það verið með formlegum hætti. Það er verið að vinna aðal- skipulag fyrir sveitarfélagið í heild og þetta hefur verið rætt í tengslum við það og þá hvernig skuli haldið á þess- um málum í framtíðinni. Við höfum sett okkur markmið í þeim efnum að fyrir árið 2006 verði allir búnir að skila inn deiliskipulagi fyrir stærri námur sem eru í sveitarfélaginu. Þetta er komið inn í drög okkar að að- alskipulagi.“ Spurður um önnur úrræði segir Ólafur þetta verða fyrsta skref sveit- Óheft malarnám í fjallinu byggist á gömlum lögum Jarðýtur nær komnar upp á sjálft fjallið og farnar að ýta skriðum niður Morgunblaðið/RAX Jarðýtur hafa að undanförnu verið að störfum langt uppi í brekkum Ingólfsfjalls og rutt þar niður efni. Ingólfsfjall Stórvirkar vinnuvélar taka möl neðarlega í fjallinu og setja á vörubíla. arfélagsins. „Þá þarf umræddur aðili að greina frá stærð námunnar og hvernig þeir hyggjast vinna hana og ganga frá henni í lok vinnslutíma.“ Sumar gömlu námurnar virðast vaxa algerlega óáreittar Tryggvi Felixson, framkvæmda- stjóri Landverndar, segir að námið í Ingólfsfjalli trufli ekki einasta fegurð- arskyn margra heldur sé einnig verið að eyðileggja einu góðu uppgöngu- leiðina á Ingólfsfjall sunnan megin frá þannig að námið sé líka farið að hafa áhrif á útivistarmöguleika. Tryggvi bendir á að þótt nýjum námum séu nú settar fastar skorður og margt hafi færst til betri vegar sé eins og hinar gömlu námur fái að stækka óáreittar enda gildi svokölluð 50 þúsund rúmmetra regla ekki um þær. „Hið sorglega er að við höfum svo marga valkosti í malarnámi að það væri hægt að gera þetta með mun betri hætti ef menn gæfu sér tíma til þess, eins og við sjáum raunar víða í nýrri námum. Þar þarf mat á um- hverfisáhrifum ef menn ætla að taka meira en 50 þúsund rúmmetra, og það er fljótt að ná þeirri stærð ef einhver malartaka er að ráði. Auk þess verða menn að vera undir tilteknu skipu- lagi. Það er því í raun tvenns konar hindranir sem menn verða að komast yfir ætli þeir að taka efni núna.“ Tryggvi segir Landvernd hafa bent á að eðlilegt sé að setja eldri námum einhver sólarlagsákvæði, þ.e. að menn þurfi að gera áætlun um það hversu mikið efni menn ætli sér að taka, hvernig þeir ætli sér að ganga frá námunni og hvernig þeir ætli að setja til hliðar fjármagn sem dugi fyr- ir frágangi. Tryggvi bendir á að slíkt sólarlags- ákvæði hafi verið inni í tillögum sem umhverfisnefnd skilaði vegna breyt- inga á náttúruverndarlögunum á sín- um tíma; það hefði þýtt að gömlu námurnar hefðu nú þurft að starfa við sömu skilyrði og þær nýju. Í meðför- um þings og ríkisstjórnar hafi ákvæð- ið því miður verið fellt burt. Hefði það ekki gerst væru menn ekki að glíma við vandamál af þeim toga sem blasi við í Ingólfsfjalli. „Við í Landvernd skorum auðvitað á Alþingi og ríkisstjórn að gera þær breytingar á lögunum svo að taka megi á máli sem þessu,“ segir Tryggvi. MIKIL gróska er í hvers konar listsköpun í Árborg um þessar mundir. Málverkasýningar, hand- verk, ljósmyndir og önnur mynd- verk eru til sýnis á líklegum jafnt sem ólíklegum stöðum. Halda mætti að þorpin tvö á strönd Árborgar séu að verða það sem lágreistu þorpin á Skagen voru Dönum á fyrri hluta nýlið- innar aldar. Hingað virðast mynd- listarmenn sækja og er það vel. Einn þessara myndlistarmanna er Sjöfn Har. Í fimm ár hefur hún dvalið lengur eða skemur hér á ströndinni við iðkun listar sinnar. Nú loks telur hún sig hafa fund- ið sér stað með sál og vingjarnlegt andrúmsloft. Gamla rafstöðin á Eyrarbakka, sem síðar varð Slökkvistöð og síð- ast áhaldahús Árborgar á staðn- um, hefur fangað hug hennar og þar hefur hún sett upp sínar mál- aratrönur og málar af hjartans list. Um síðastliðna helgi, þegar vor- ið var í algleymingi í Árborg, sóttu vinnustofu hennar rúmlega fimm- hundruð gestir, nutu verka hennar og þáðu kaffi og kex. Framvegis hyggst Sjöfn hafa vinnustofu sína opna á sunnudög- um frá kl. 14 til 18. Þá hafa þau Sjöfn og Ingi í Rauðahúsinu látið sér til hugar koma að tengja sam- an myndlistog sunnudagskaffið í sumar. Sjöfn stefnir að því að opna gall- erí í Reykjavík, á Skólavörðustíg 25A, á sjálfan kvenfrelsisdaginn, hinn 19. júní næstkomandi. Vor og myndlist Eyrarbakki Morgunblaðið/Óskar Magnússon Sjöfn Har, Auðbjörg Guðmundsdóttir og Heiðdís Gunnarsdóttir slá á létta strengi fyrir gestina. YNGSTI kórinn sem starfræktur er í Hveragerði setti upp söngleikinn Litla Ljót nú á vordögum. Kór- félagar eru á aldrinum 6–9 ára og er stjórnandi þeirra Kristín Sigfús- dóttir. Svo skemmtilega vill til að í vetur var kór yngsta stigs Hjalla- skóla einnig að setja upp þennan sama söngleik undir stjórn Guð- rúnar Magnúsdóttur. Stjórnendur kóranna ákváðu því skella kórunum saman og syngja fyrir áheyrendur á báðum stöðum. Kórinn héðan fór í heimsókn í Hjallaskóla og saman sungu kór- arnir í Hjallakirkju. Nýlega komu svo stelpurnar úr Hjallaskóla og sungu kórarnir fyrir gesti í Hvera- gerði. Svona samvinna er skemmti- leg og hefur mikið að segja fyrir krakkana sem eignast nýja vini og fá tækifæri til að fara í annan skóla í heimsókn. Á sýningunni hér í Hveragerði var drengjakórinn einnig með söngleik, sem nefnist Karlakórinn Hekla. Drengjakórinn er sam- ansettur af 6–9 ára strákum og fóru þeir á kostum, þar sem leik- og sönghæfileikar þeirra nýttust til fulls. Söngleikurinn Karlakórinn Hekla er saminn af Sigurði Blöndal kennara við Grunnskólann, sem samdi leikinn eftir pöntun Kristínar kórstjóra fyrir nokkrum árum. Það var því kominn tími til að sýna þennan bráðskemmtilega söngleik í annað sinn. Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Katla Sigurðardóttir lék Litlu Ljót. Litla Ljót í tveimur kórum Hveragerði FÉLAG opinberra starfsmanna á Suðurlandi hélt upp á 30 ára afmæli sitt með veglegum aðalfundi 6. maí. Félagssvæði FOSS nær frá Þorláks- höfn til Hafnar í Hornafirði og eru félagsmenn 600 talsins. Félagið starfrækir skrifstofu í eigin húsnæði á Eyravegi 27 á Selfossi. Á fundinum var farið yfir starf- semi undangengins árs ásamt því að rifjaðir voru upp þættir úr sögu fé- lagsins. Í tilefni afmælisins var ný heimasíða félagsins opnuð og í lok dagskrárinnar var flutt brot úr leik- verkinu Sellófoni við mjög góðar undirtektir. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Elín Björg Jónsdóttir, formaður Foss ,og Guðfinna Ólafsdóttir ritari opnuðu nýja heimasíðu félagsins. Ný heima- síða í tilefni afmælis Selfoss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.