Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 17 KRISTJÁN Þ. Davíðsson hefur ver- ið ráðinn framkvæmdastjóri Granda hf. Hann mun taka við starfinu á næstunni, en Árni Vilhjálmsson stjórnarformaður Granda hf. hefur sinnt verkefnum framkvæmdastjóra að undanförnu. Kristján er fæddur 1960 og lauk prófi í sjávarútvegsfræði frá Sjávar- útvegsháskóla Noregs í Tromsö árið 1987. Hann starfaði við fiskútflutn- ing í Noregi að námi loknu til ársins 1990 er hann flutti til Íslands og vann sem sölustjóri hjá SÍF hf. til ársins 1994. Kristján starfaði sem svæðissölustjóri hjá Marel hf. til árs- ins 2000 og við ráðgjafastörf í eigin nafni um tveggja ára skeið. Til Granda kemur Kristján frá Ís- landsbanka, en hann hóf störf sem viðskipta- stjóri í fiskiðnað- arteymi alþjóða- sviðs Íslandsbanka í október 2001. Kristján er kvæntur Elínu Hrefnu Garðarsdóttur geðlækni og eiga þau þrjú börn. Kristján Davíðsson framkvæmdastjóri Granda Kristján Þ. Davíðsson ÞÓRÐUR Jóns- son, forstöðumað- ur tæknisviðs Síldarvinnslunn- ar hf. og fyrrum forstjóri SR- mjöls hf., lætur af störfum hjá Síld- arvinnslunni hf. í lok júní. Þórður hefur starfað samfleytt hjá Síldarverksmiðjum ríkisins, SR-mjöli hf. og Síldar- vinnslunni hf. frá því árið 1985. Þar á undan starfaði hann um fjögurra ára skeið hjá Síldarverksmiðjum ríkis- ins. Þórður hættir nú störfum að eigin ósk og Síldarvinnslan hf. þakkar honum vel unnin störf og óskar hon- um velfarnaðar á nýjum vettvangi. Þórður Jónsson lætur af störf- um hjá Síldar- vinnslunni Þórður Jónsson VIÐ skólaslit Stýrimannaskólans í Reykjavík hinn 23. maí sl. voru for- stjóra Landhelgisgæslunnar afhent- ar fimm milljónir króna til kaupa á tækjum til björgunar- og leit- arstarfa í þyrluflota Landhelg- isgæslunnar. Nemendafélag Stýrimannaskól- ans stofnaði Björgunarsjóð Stýri- mannaskólans á kynningardegi skólans hinn 16. apríl 1988. Með skírskotun til meginmarkmiðs sjóðsins, stuðning við kaup á full- kominni björgunarþyrlu til lands- ins, sem þá sárvantaði, hefur sjóð- urinn í daglegu tali verið nefndur Þyrlusjóður. Í stofnskrá sjóðsins segir þó: „…þegar þessu markmiði hefur ver- ið náð getur sjóðurinn styrkt aðra björgunarstarfsemi við Ísland.“ Á kynningardegi Stýrimanna- skólans vorið 2001 voru Slysavarna- skóla sjómanna afhentar 1,5 millj- ónir króna til kaupa á grind fyrir frítt fallandi lífbát. Samtals hafa á vegum Björgunarsjóðsins verið af- hentar 33.661.605 krónur til örygg- ismála sjómanna, þar af nærri 32,2 milljónir til Landhelgisgæslunnar. Margir einstaklingar hafa á liðn- um árum gefið stórgjafir til Þyrlu- sjóðs, þó að sérhvert framlag sé í sjálfu sér jafn mikils virði, þegar hinn góði hugur gefenda liggur að baki. Hér skulu aðeins nefnd örfá nöfn. Árið 1988, þegar Björgunarsjóð- urinn var nýstofnaður, gaf Rann- veig Tryggvadóttir rúmlega hálfa milljón króna til sjóðsins. Árið 1994 gaf 93 ára verkakona í Reykjavík, Guðrún Pálsdóttir frá Grunnavík í Jökulfjörðum, tvær milljónir króna. Hinn 22. júlí 1995 gaf Sigurgeir G. Sigurðsson, skipstjóri á Húna í Bolungarvík, tvær milljónir til minningar um konu sína, Margréti Guðfinnsdóttur. Viku síðar, hinn 28. júlí 1995, andaðist Sigurgeir. Jóa- kim Pálsson í Hnífsdal gaf tvær milljónir króna um svipað leyti. Ár- ið 2001 fékk sjóðurinn afhenta eina milljón króna, sem var dánargjöf Kristínar Þorláksdóttur, sem and- aðist 1. september 2000. Sérstakt er framlag Grétu Halldórsdóttur, starfsmanns Landsbanka Íslands, til margra ára. Hún hefur mán- aðarlega síðan 1992 greitt ákveðna upphæð með gíróseðli inn á reikn- ing sjóðsins nr. 10.000 hjá Sparisjóði vélstjóra. Með þessum mánaðarlegu greiðslum hefur Gréta Halldórs- dóttir nú gefið um 200 þúsund krón- ur til Björgunarsjóðsins. Stjórn Björgunarsjóðs Stýri- mannaskólans í Reykjavík skipa skólameistari Stýrimannaskólans, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar og formaður Nem- endafélags Stýrimannaskólans. Fimm milljónir til þyrlusveitar Landhelgis- gæslunnar Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólameistari Stýrimannaskólans, afhendir Haf- steini Hafsteinssyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, gjöf Þyrlusjóðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.