Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 51 DAGBÓK HUGARFARSÞJÁLFUN TIL BETRA LÍFS EINKATÍMAR - NÁMSKEIÐ Þú lærir að koma skilaboðum og jákvæðum huglægum hugmyndum og viðhorfum inn í undirmeðvitundina. Þú lærir að upplifa tilfinningar þínar á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og að hafa betri stjórn á streitu og kvíða, auka einbeitinguna og taka betri ákvarðanir. Þú byggir upp sjálfsöryggi og sterka sjálfsmynd. Leiðbeinandi Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur. Upplýsingar í síma 694 54 94 STJÖRNUSPÁ Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þið eruð hugmyndarík, ötul og áhugasöm. Þið eigið auð- velt með að afla hugmyndum ykkar fylgis en erfiðara með að hrinda þeim í fram- kvæmd. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Veltu þér ekki upp úr því sem á vantar en einbeittu þér heldur að því sem þú hefur. Það má koma ýmsu til leiðar með réttu hugarfari. Naut (20. apríl - 20. maí)  Láttu ekki minniháttar per- sónuleg vandamál íþyngja þér. Heimurinn stöðvast ekki þótt eitthvað bjáti á þannig að þú ættir að reyna að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það eru allskonar gylliboð í gangi. Athugaðu vel þinn gang áður en þú tekur ein- hverju þeirra því oft leynist úlfur í sauðargæru. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þér finnst þú hafa allt þitt á hreinu. Gefðu þér því tíma til að hjálpa vini í vanda. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú þarft á öllum þínum hæfi- leikum að halda til þess að leiða viðkvæmt fjölskyldumál til lykta. Mundu að þol- inmæðin þrautir vinnur allar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er eins og aðgerðir þínar hafi öfug áhrif og það veldur þér miklu hugarangri. Taktu verklag þitt til endurskoð- unar og gerðu þær breyt- ingar sem þarf. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Leyfðu sköpunargáfu þinni að njóta sín jafnvel þótt ann- að verði að sitja á hakanum á meðan. Láttu hlutina þróast af sjálfu sér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Allskyns hlutir eru að koma upp á yfirborðið og valda vandræðagangi í samskiptum þínum við aðra. Láttu ekki deilur fara úr böndunum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nú er komið að því að þú uppskerir eins og þú sáðir til. Taktu því fagnandi sem já- kvætt er en reyndu líka að læra af mistökunum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Tilboðin berast til þín úr öll- um áttum svo þú átt í mestu vandræðum með að velja á milli þeirra. Mundu að ekki er allt gull sem glóir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Nú er heppilegur tími til að binda ný vinabönd. Ef þú hef- ur ekki áhuga á nýjum sam- böndum einbeittu þér þá að ræktun þeirra sem fyrir eru. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þrátt fyrir góðan ásetning geta afskipti þín haft þver- öfug áhrif. Hugsaðu þig því vel um áður en þú lætur skoð- anir þínar í ljós. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LANDSLAG Í einum fossi hendist áin niður morgunhlíð dalsins undir mjúku sólskýi; ungur smali ofan úr heiði með ljóð á vör, lamb á herðum. Snorri Hjartarson LJÓÐABROT 80 ÁRA afmæli. Ámorgun, sunnudag- inn 1. júní, verður Helga Kristinsdóttir áttræð. Eig- inmaður hennar er Svein- björn Sigurðsson. Af því til- efni verða þau með opið hús að Miðleiti 7, Reykjavík, frá kl.16:00 sunnudag. Gjafir vinsamlega afþakkaðar. 80 ÁRA afmæli. Í dag,31. maí, er áttræður Sigurgeir Þorvaldsson, fyrrum lögreglumaður á Keflavíkurvelli, Mávabraut 8c, Keflavík. Hann og eig- inkona hans, Jóhanna Guð- rún Finnsdóttir frá Eski- holti í Borgarbyggð, verða að heiman á afmælisdag- inn. SVÍARNIR Bengt-Erik Efraimsson og Kenneth Borin lentu í „Lebensohl- þoku“ og villtust upp á hið hættulega fimmta þrep. Þar gátu þeir enga björg sér veitt. Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ Á76 ♥ G964 ♦ K3 ♣ÁD92 Vestur Austur ♠ D53 ♠ K9842 ♥ Á3 ♥ K ♦ G10765 ♦ D98 ♣G74 ♣K1053 Suður ♠ G10 ♥ D108752 ♦ Á42 ♣86 Spilið kom upp í fyrri leik Ís- lendinga og Svía á NL í Færeyjum. Þeir Efraimsson og Borin voru í NS gegn Guðm. P. Arnarsyni og Þresti Ingimarssyni: Vestur Norður Austur Suður Guðm. Borin Þröstur Efraimsson -- 1 grand 2 spaðar 2 grönd * 3 spaðar Pass Pass 4 hjörtu Pass 4 spaðar Pass 5 hjörtu Pass Pass Pass Tveggja granda sögn Efra- imssons er hin margræða Lebensohl-sagnvenja, sem margir nota. Oftast á svar- hönd veik baráttuspil og langan lit, en inni í sagnvenj- unni eru þó líka ýmsar gerð- ir af sterkum spilum. Í fram- haldinu á grandarinn að segja þrjú lauf og þá fyrst lýsir svarhönd spilum sínum. Þessi sagnvenja er mjög góð ef menn fá að melda í friði, en þolir illa truflun, því spil svarhandar eru í raun óþekkt. Hér er greinilegt að Efraimsson hugðist aðeins berjast í þrjú hjörtu, en skipti svo um skoðun þegar AV voru komnir í þrjá spaða og ákvað að freista gæf- unnar í fjórum. En Borin túlkaði það sem slemmu- áhuga og hélt áfram og nið- urstaðan varð fimm hjörtu. Út kom lauf og spilið fór snarlega tvo niður. Sem var lán í óláni fyrir Svíana, því þá var líklegt að tap þeirra yrði aðeins 2 IMPar ef NS færu einn niður á fjórum hjörtum á hinu borðinu. Hugum nú að því. Þar voru Jón Baldursson og Þor- lákur Jónsson NS og Jón varð sagnhafi í fjórum hjört- um. Hann fékk út spaða og leyfði austri að eiga fyrsta slaginn á kónginn. Austur gerði þau fínlegu mistök að spila spaða um hæl, sem gerði Jóni kleift að hreinsa upp tígul og spaða áður en hann fór í trompið. Þegar austur lenti svo inni á hjarta- kóng varð hann að spila út í tvöfalda eyðu eða laufi upp í gaffalinn. Tíu slagir og 11 IMPar til Íslands. (Austur verður að spila hjartakóng í öðrum slag til að komast hjá innkastinu.) BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 50 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 31. maí, verðafimmtugar tvíburasysturnar Guðbjörg Sigmunds- dóttir, Hlynsölum 6, Kópavogi, og Jóhanna Sigmunds- dóttir, Holtsbúð 56, Garðabæ . Þær verða að heiman í dag. 50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 31. maí, er fimmtugur Eggert Kristinsson, gullsmiður (Dentalstál). Í tilefni af þessum tímamótum ætla Eggert og fjölskylda að bjóða ættingjum, vinum og samferðafólki til samfagn- aðar að Steinási 9, Garðabæ, á milli kl. 12-16. 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4. g3 Be7 5. Bg2 O-O 6. O-O dxc4 7. Rc3 Rc6 8. e3 Hb8 9. Da4 Bd7 10. Dxc4 Ra5 11. De2 b5 12. Re5 Be8 13. Hd1 c5 14. dxc5 Dc7 15. Rd3 Bxc5 16. b3 Be7 17. Bb2 Bc6 18. e4 b4 19. Ra4 Db7 20. Rac5 Db5 21. Hac1 Hfd8 22. Hc2 Ba8 23. Hdc1 Rc6 24. De3 Bxc5 25. Rxc5 e5 26. Bf1 Da5 27. Ra4 Hd6 28. f3 Dd8 29. Dc5 Hd1 30. Df2 Hd6 31. Rc5 h6 32. Ra6 Hb6 Staðan kom upp í al- þjóðlegu móti í Búdapest sem lauk fyrir skömmu. Mihjalo Prusikin (2525) hafði hvítt gegn Peter Horvath (2456). 33. Bxe5! Rxe5 34. Hc8 Kh7 35. Hxd8 Hxd8 36. Rc7 Bb7 37. Hc5 Hd2 38. Hxe5 Hxf2 39. Kxf2 Hc6 40. Rd5 Hc2+ 41. Ke3 Bxd5 42. exd5 Hxa2 43. d6 a5 44. Bd3+ g6 45. He7 Kg8 46. d7 og svartur gafst upp. Móts- haldarinn Laslo Nagy stend- ur fyrir þessum mótum í Búdapest sem hefjast fyrsta laugardag í hverjum mán- uði. Íslenskir skákmenn hyggjast taka þátt í mótum hans í sumar enda að sumu leyti tilvalin til áfangaleitar. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 31. maí, er fimmtugur Geir Þórðarson, sparisjóðsstjóri nb.is-sparisjóðs, Fagra- hjalla 40, Kópavogi. Í ÁR eru liðin 40 ár frá því sjúkra- þjálfunardeildin á Reykjalundi tók formlega til starfa. Henni var í upphafi fundinn staður í kjallara aðalbyggingar þar sem áður var starfrækt járnsmiðja. Þar var komið fyrir ýmsum þjálfunarbún- aði, m.a. bakstrapotti, sem er enn í fullri notkun. Einnig frumstæðri sundlaug úr járngrind sem á var hengdur plastdúkur. Deildinni var þröngur stakkur sniðinn í kjallaranum. Árið 1970 var aðalbygging lengd til vesturs og steypt sundlaug byggð í kjall- aranum, sem bætti mjög aðstöðu og möguleika til þjálfunar. Árið 1987 var ný glæsileg sjúkraþjálfunarálma tekin í notk- un, segir í fréttatilkynningu. Um- svif deildarinnar hafa aukist jafnt og þétt með tilkomu nýrra sviða og starfsmönnum fjölgað. Skjól- stæðingar Reykjalundar fá mjög fjölbreytta þjónustu á sjúkraþjálf- unardeildinni, s.s. einstaklings- meðferð, hópþjálfun innan- og ut- andyra, fræðslu og ráðgjöf og fá að reyna fyrir sér í ýmsum íþróttagreinum, mismunandi eftir árstíðum. Á deildinni starfa nú tuttugu sjúkraþjálfarar ásamt fjórum heilsuþjálfurum, tveimur sundlaugarvörðum og fimm að- stoðarmönnum. Starfið fer fram á átta sviðum þar sem sinnt er margs konar endurhæfingu á hjarta- og lungnasviði, verkja- og gigtarsviði, tauga- og geðsviði og þjálfun á sviði atvinnulegrar end- urhæfingar. Nýjasta sviðið er næringarsviðið og vegna offitu- vandans er þörfin á þjónustu brýn. Ný sjúkraþjálfunaraðstaða Svo er SÍBS og landsmönnum fyrir að þakka, í kjölfar söfnunar- innar Sigur lífsins, 1998, að nú er risið glæsilegt þjálfunarhús á Reykjalundi með stórum íþrótta- sal, tækjasal og æfingasal og síð- ast en ekki síst 25 m sundlaug, æf- ingalaug og heitum potti. Þjálfunarhúsið, sem tekið var í notkun í janúar 2002, hefur gjör- bylt starfseminni, starfsaðstöðu og möguleikum til endurhæfingar. Húsið er mjög vel nýtt og almenn ánægja meðal starfsfólks og skjól- stæðinga Reykjalundar með þessa nýju skrautfjöður okkar á Reykja- lundi, segir í fréttinni. Sjúkraþjálfunar- deildin á Reykja- lundi 40 ára BÍLASÝNING, blöðrur og óvæntar uppákomur munu setja svip á bæj- arlífið á Ísafirði um helgina í tilefni þess að Guðni Geir Jóhannesson er tekinn við sem umboðsaðili fyrir Ingvar Helgason/Bílheima á Vest- fjörðum, segir í fréttatilkynningu. Nýja umboðið er til húsa á Sindra- götu 3, Ísafirði. Samhliða bílasölunni rekur Guðni Geir viðhalds- og við- gerðarverkstæði þar sem m.a. er boðið upp á smurþjónustu og hjól- barðaviðgerðir. Þá er Guðni Geir umsvifamikill í ferðaþjónustu á Vest- fjörðum. Hann er með Ferðaþjón- ustu Margrétar og Guðna (FMG) sem rekur Gamla Gistihúsið, Mána- götu 5 á Ísafirði, og rekur einnig al- mennings- og hópferðabílaþjónustu. Á bílasýningunni, sem verður opin bæði á laugardag og sunnudag, verð- ur m.a. hægt að skoða nýjustu teg- undir af Opel- og Subaru-bílum ásamt Nissan-bílum, bæði Nissan Patrol, Nissan Almeira, Nissan Micrasem og nýja Nissan X-Trail jeppann. Eru allir velkomnir á sýn- inguna. Ingvar Helgason/Bílheimar á Vestfjörðum Nýr umboðs- aðili og sýning Guðmundur Ingvarsson, forstjóri Ingvars Helgasonar, og Júlíus Vífill Ingvarsson, stjórnarformaður IH, ásamt Guðna Geir Jóhannessyni, nýjum umboðsmanni IH/Bílheima á Ísafirði. FRÉTTIR ÁRNAÐ HEILLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.