Morgunblaðið - 01.06.2003, Page 23

Morgunblaðið - 01.06.2003, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 23 ... notaðu hjálm! Hvað á þitt barn yfir höfði sér? Þegar vorar flykkjast börnin okkar út í góða veðrið og taka fram reiðhjólin, línuskautana og hlaupahjólin. Öllum þessum farartækjum fylgir aukin hætta á óhöppum og því er mikilvægt að við séum vakandi gagnvart því að vernda þau eins og kostur er. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að reiðhjólahjálmar geta komið í veg fyrir alvarlega höfuðáverka enda kveða lögin á um að öll börn, yngri en 15 ára, skuli nota hjálma á reiðhjólum. HÖRKUVEIÐI er í Þingvalla- vatni þessa dagana, en þeir veiða mest sem standa við fram á nótt eða mæta gríðarlega snemma á morgnana. Mörg dæmi eru um 10 til 20 bleikjur á stuttum tíma, en sumir telja fiskinn þó ívið smærri í ár en í fyrra þótt stórbleikjur, 4-5 punda, séu í bland. 7 punda urriði veiddist á smáflugu í Vatnsvikinu í vikunni og annar síst minni hristi sig af við háfbrúnina. Veiðimenn sem stunda vatnið mikið telja lífríkið vera langtum betra en venjulega um þetta leyti árs, þrátt fyrir bakslagið í byrjun maí. Allt saman beri keim af há- sumri, t.d. er murta komin upp á grunnið og menn voru að fá bleikj- ur í svokölluðum Ólafsdrætti sem er hrygningarsvæði í þjóðgarðin- um og fágætt að fá þar veiði svo snemma. Laxinn kominn víða Hér er stuttur listi yfir þær ár þar sem menn hafa séð lax svo greinilega að ekki var nokkur spurning: Norðurá, Laxá í Kjós, Korpa, Hvítá í Borgarfirði, Blanda og Laxá í Aðaldal. Veiði hófst í Norðurá í morgun, en víð- ast hvar eru ár orðnar vatnslitlar eftir þurrkana og hafa veiðimenn vaxandi áhyggjur af ástandinu. Þetta er þó ekki ósvipað ástand og var í fyrra, þá var þurrkur og vatnsleysi í ám eftir snjóléttan vetur fram yfir fyrstu vikuna í júlí, en eftir það má heita að það hafi varla stytt upp nema í 1-2 daga í senn. Var vatn síðan nægilegt, og jafnvel á tíðum of mikið, langt fram á haust. Glímt við vænan sjóbirting í Veiðiósi, neðsta svæði Grenlækjar. Eins og hásumar á Þingvöllum ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.