Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 23 ... notaðu hjálm! Hvað á þitt barn yfir höfði sér? Þegar vorar flykkjast börnin okkar út í góða veðrið og taka fram reiðhjólin, línuskautana og hlaupahjólin. Öllum þessum farartækjum fylgir aukin hætta á óhöppum og því er mikilvægt að við séum vakandi gagnvart því að vernda þau eins og kostur er. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að reiðhjólahjálmar geta komið í veg fyrir alvarlega höfuðáverka enda kveða lögin á um að öll börn, yngri en 15 ára, skuli nota hjálma á reiðhjólum. HÖRKUVEIÐI er í Þingvalla- vatni þessa dagana, en þeir veiða mest sem standa við fram á nótt eða mæta gríðarlega snemma á morgnana. Mörg dæmi eru um 10 til 20 bleikjur á stuttum tíma, en sumir telja fiskinn þó ívið smærri í ár en í fyrra þótt stórbleikjur, 4-5 punda, séu í bland. 7 punda urriði veiddist á smáflugu í Vatnsvikinu í vikunni og annar síst minni hristi sig af við háfbrúnina. Veiðimenn sem stunda vatnið mikið telja lífríkið vera langtum betra en venjulega um þetta leyti árs, þrátt fyrir bakslagið í byrjun maí. Allt saman beri keim af há- sumri, t.d. er murta komin upp á grunnið og menn voru að fá bleikj- ur í svokölluðum Ólafsdrætti sem er hrygningarsvæði í þjóðgarðin- um og fágætt að fá þar veiði svo snemma. Laxinn kominn víða Hér er stuttur listi yfir þær ár þar sem menn hafa séð lax svo greinilega að ekki var nokkur spurning: Norðurá, Laxá í Kjós, Korpa, Hvítá í Borgarfirði, Blanda og Laxá í Aðaldal. Veiði hófst í Norðurá í morgun, en víð- ast hvar eru ár orðnar vatnslitlar eftir þurrkana og hafa veiðimenn vaxandi áhyggjur af ástandinu. Þetta er þó ekki ósvipað ástand og var í fyrra, þá var þurrkur og vatnsleysi í ám eftir snjóléttan vetur fram yfir fyrstu vikuna í júlí, en eftir það má heita að það hafi varla stytt upp nema í 1-2 daga í senn. Var vatn síðan nægilegt, og jafnvel á tíðum of mikið, langt fram á haust. Glímt við vænan sjóbirting í Veiðiósi, neðsta svæði Grenlækjar. Eins og hásumar á Þingvöllum ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.