Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 29
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 29 flutti á Sauðárkrók var síminn not- aður óspart og oft æði háir sím- reikningar en það var allt þess virði því við héldum okkar vinskap og það var gott að geta leitað til ömmu eftir ráðum eða spjalli. Eftir að sú ákvörðun var tekin að þú kæmir norður og byggir hjá mömmu var ég glöð yfir því að fá tækifæri á að vera hjá þér í þínum mestu veikindum og aðstoða þig eftir bestu getu. Ég hefði glöð vilj- að að þú byggir hjá mér ef þess hefði verið kostur en þegar maður á lítinn atorkumikinn snáða fer mest- ur tími manns í hann. Yndislegt fannst mér að þið Gunnþór fenguð að kynnast. Eitt það skemmtileg- asta hjá honum þegar hann kom í heimsókn var að fara einn hring um íbúðina með þér í hjólastólnum og hann, sem nánast aldrei getur setið kyrr, sat alltaf eins og brúða í fang- inu á þér. Elsku amma, ég geymi fjöldann allan af minningum um ykkur afa í hjarta mínu. Minningar sem eru mér hvað kærastar af öllum. Takk fyrir að gefa mér svo margar góðar minningar. Takk fyrir að vera jafn yndisleg og þú ert. Ég sakna þín, við söknum þín öll en ég veit að þér líður betur núna. Minning þín mun ávallt lifa með okkur. Guð blessi þig og varðveiti þig elsku amma mín. Þín Hanna Þrúður. Ég kveð þig elskulega systur- dóttur mannsins míns, Þrúði Guð- rúnu Óskarsdóttur, enda varð okk- ur vel til vina. Nú þegar þú ert fallin frá hugsa ég til þín með trega, en um leið allra góðu og glöðu stundanna sem við áttum saman, bæði með foreldrum þínum og systkinum. Foreldrar þínir voru Óskar og Maddy, eins og við köll- uðum Magneu Ólafsdóttur, systur mannsins míns. Þau hjónin voru ávallt miklir ferðagarpar og voru ótal margar gleðilegar ferðir farn- ar, bæði langar og stuttar, með þér ásamt foreldrum og systkinum. Óskar stýrði bíl sínum ávallt af ör- yggi og festu. Ég minnist þín, Þrúður, og hversu mikla ánægju þú hafðir af slíkum ferðum enda gafstu ávallt svo mikið af þér. Ég votta dóttur þinni, manni þínum og ást- vinum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning þín. Því svo elskaði Guð heiminn,að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. (Jóhannes 3:16.) Með kærri kveðju, Anna Hansen og fjölskylda. Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Útför ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÁSTU GUÐMUNDSDÓTTUR frá Heiðardal, Vestmannaeyjum, verður gerð frá Áskirkju fimmtudaginn 5. júní og hefst kl. 13.30. Erna Hrólfsdóttir, Jón Örn Ámundason, Birna Hrólfsdóttir, Einar Sveinsson, Ásta Sigríður Hrólfsdóttir, Agnar Fr. Svanbjörnsson, Hrefna Hrólfsdóttir, Hjörtur Örn Hjartarson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, VALDIMAR JÓNSSON, Reykjabraut 7, Reykhólum, lést af slysförum föstudaginn 30. maí. Steinunn Erla Þorsteinsdóttir, Óskar Valdimarsson, Silja Guðrún Sigvaldadóttir, Hrönn Valdimarsdóttir, Arngrímur Kristjánsson, Hallfríður Valdimarsdóttir, Eggert Ólafsson, Elísabet Ingibjörg Valdimarsdóttir, Valdís Kristín Valdimarsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, VALDIMAR ÓSKARSSON frá Dalvík, til heimilis í Lækjasmára 2, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, sunnudaginn 1. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Gerður Þorsteinsdóttir, Fjóla Valdimarsdóttir, Ómar Karlsson, Bjarnveig Pálsdóttir, Óskar Valdimarsson, Jónína Ólafsdóttir, Snjólaug Valdimarsdóttir, Jón Hreinsson, Einar Valdimarsson, Elín Theódórsdóttir, Aðalsteinn Valdimarsson, Sigurbjörn Valdimarsson, Jónína Ólafsdóttir, Lilja Valdimarsdóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, fósturfaðir, sonur, bróðir, mágur og afi, JÓN FINNUR JÓHANNESSON, Kópavogsbraut 22, Kópavogi, sem lést á heimili sínu miðvikudaginn 28. maí, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mið- vikudaginn 4. júní og hefst athöfnin kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á styrkt- arsjóð sem stofnsettur var að tilstuðlan hins látna. Nafn sjóðsins er Sjóður '72, reikningsnúmer 0515-14-106000. Ólafía Margrét Guðmundsdóttir, Jóhannes Már Jónsson, Halldóra Íris Sigurgeirsdóttir, Kjartan Orri Jónsson, Margrét Finney Jónsdóttir, Guðmundur Óli Gunnarsson, Halldóra S. Jónsdóttir, Jóhannes Þórðarson, Soffía G. Jóhannesdóttir, Ólafur K. Ólafs, Eydís Ósk Jóhannesdóttir. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta ✝ Óskar Axel Lárus-son fæddist í Fredreksund í Dan- mörku 15. júlí 1934. Hann lést laugardag- inn 24. maí síðastlið- inn. Móðir hans var Sigrún Óskarsdóttir, f. 28. desember 1910. Kjörforeldrar Axels voru Óskar Lárusson kaupmaður, f. 15. jan- úar 1889, og kona hans, Anna Sigurjóns- dóttir, f. 14 mars 1892. Kjörsystkini Axels og systkini Sigrúnar móður hans eru: Arnbjörn Óskarsson, f. 30 nóv. 1913, kvæntur Hrefnu Karlsdóttur, þau eru bæði látin; Lárus Óskars- son, f. 15. apríl 1919, látinn, kvænt- ur Jóhönnu Jónsdóttur; Málfríður Óskarsdóttir Möller, f. 24. apríl 1924, gift Pálma Möller, þau eru bæði látin; og Dóróthea Margrét Óskarsdóttir Möller, f. 22. apríl 1926, gift Jóni Möller, látinn. Auk þess ólst upp með Axel bróðursonur Óskars Lárussonar, Adolf Karls- son, f. 15 ágúst 1915, látinn. Sigrún, móðir Axels, giftist Ragnari Bjarkan árið 1937, dætur þeirra eru: Inger Ragnarsdóttir Bjarkan, f. 23. maí 1937, gift Jó- hanni E. Björnssyni; Anna Bjarkan, unn Guðmundsdóttir, f. 1. maí 1985. 4) Adolf, f. 5. feb. 1968, kvæntur Heiðu G. Ragnarsdóttur, f. 4. feb. 1972, þeirra börn eru tvíburarnir Ragnar Axel og Hildur Björk, f. 15. des. 1999. Axel ólst upp á Fjólugötu 3 í Reykjavík. Hann gekk í Verslunar- skóla Íslands. Óskar, kjörfaðir Ax- els, rak stærstu skóverslun landsins Lárus G. Lúðvíksson ásamt bræðr- um sínum og Axel byrjaði þar sem sendill og varð síðar afgreiðslu- maður. Axel og Sigurbjörg fluttu til Vestmannaeyja árið 1959 og ráku þar skóverslun í 42 ár. Einnig ráku þau skóverslunina Axel Ó. á Lauga- vegi 11. Axel og Sigurbjörg fluttu frá Vestmannaeyjum árið 2000. Ax- el tók virkan þátt í félagslífi meðan heilsa hans leyfði. Hann var í KFUM í Vatnaskógi sem ungur drengur, var félagi í Stangveiði- félagi Reykjarvíkur og stundaði þar mikið lax- og silungsveiði. Axel var mikill Þórari, hann var um tíma formaður Íþróttafélagsins Þór í Vestmannaeyjum og var heiðurs- félagi þess. Hann var sæmdur gull- merki Þórs, ÍBV, KSÍ og ÍSÍ. Hann var félagi í Akóges í 42 ár og heið- ursfélagi þess, einnig var hann bæði gjaldkeri og formaður Félags kaupsýslumanna í Vestmannaeyj- um. Axel var í Félagi hjartasjúkl- inga í Vestmannaeyjum og seldi einnig minningarkort fyrir Lands- samtök hjartasjúklinga um árabil. Útför Axels verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. f. 7. júlí 1942, gift Bjarna Konráðssyni; Kristín Bjarkan, f. 21. júlí 1942, látin, gift Gunnari Ingi- mundarsyni; og Jóna Bjarkan, f. 29. janúar 1944, var gift Páli Ei- ríkssyni, þau skildu. Axel kvæntist 4. des. 1954 Sigurbjörgu Axels- dóttur, f. 23. apríl 1935. Hún er dóttir Axels Sig- urðssonar bryta og Guð- rúnar S. Guðmundsdótt- ur, sem lifir í hárri elli á Skjóli. Börn Axels og Sigurbjargar eru: 1) Sigrún Ósk- arsdóttir, f. 16. mars 1955, gift Ár- sæli Sveinssyni, f. 16. jan. 1955, dætur þeirra eru Karen, f. 30. sept. 1975, og Anita, f. 25. ágúst 1981, unnusti hennar er Sigurður Oddur Friðriksson, f. 14. nóv 1980. 2) Ósk- ar Axel, f. 8. nóv. 1960, kvæntur Sigríði Sigurðardóttur, f. 26. júlí 1964. Börn þeirra eru óskírður drengur, f. 18. júní 1983, d. sama dag, Ásta Guðrún, f. 23. okt. 1985, og Óskar Axel, f. 24. júní 1991. Áð- ur átti Óskar Axel Hrefnu, f. 28. apríl. 1975, gift Haraldi Berg- vinssyni og eiga þau tvo drengi, Bergvin og Baldur. 3) Guðrún, f. 5. feb. 1968, gift Guðlaugu Jónsdótt- ur. Dóttir hennar er Sigurbjörg Sæ- Laugardagsmorguninn 24 maí hringdi mamma og sagði að pabbi væri kominn á spítala en það væri sennilega allt í lagi með hann, bara að fara í smá rannsókn. Hann hafði verið eitthvað kvalinn um morguninn. Mamma lofaði að láta mig vita um kvöldið hvernig honum liði. Um kvöldið hringdi hún en þá til þess að segja mér að pabbi væri dáinn. Þetta var eins og að fá hníf í hjartað. Ég átti ekki von á þessu, þrátt fyrir að pabbi hafi verið hjartveikur. Ég var mjög lánsöm, því að ég hafði verið í miklu símasambandi við hann síðustu dagana. Ég hafði hringt í hann nánast á hverjum degi, bara til þess að spjalla um hitt og þetta. Mér þótti mjög vænt um hversu spenntur hann var yfir ófædda barninu sem við Gulla eigum von á. Hann talaði um vögguna sem stóð fyrir framan hann, sem bíður eftir að vera flutt út til Dan- merkur og að Sigrún systir mín hefði verið sú fyrsta sem notaði hana. Mér fannst ég geta sagt pabba allt og var næstum því búin að segja honum hvað við ætlum að láta barnið heita en hugsaði með mér að það mætti bíða, það væru hvort eð er ekki nema tveir mánuðir í að barnið ætti að fæðast. Í síðasta samtali okkar töluðum við mikið um friðinn og hvar væri best að finna hann. Pabbi fann sinn frið best við laxveiðar eða í berjamó. Við vor- um sammála um að fuglasöngur væri friðsælastur. Pabbi talaði um það hvað það væri friðsælt og gott að búa á Álftanesi, sérstaklega yfir sumar- tímann, en það ætti ég eftir að sjá þegar ég væri á Íslandi yfir sumar- tímann. Ekki átti ég von á að það yrði viku seinna að ég kæmi til Íslands og það við útförina hans. Pabbi var mjög hlýr og traustur maður. Hann var ein- staklega smekklegur og hugsaði yf- irleitt vel um í hvaða fötum hann ætti að vera hverju sinni. Ég er mjög þakklátt fyrir þessi 35 ár sem ég átti með pabba og hversu góður hann reyndist Sigurbjörgu dóttur minni. Ég vona að elsku pabbi minn hafi fundið friðinn sem við töluðum um. Guðrún. Elsku afi, nú hefur þú fengið hvíld- ina. Laus orðinn við öll heimsins vandamál. Ég var svo einstaklega heppin að fá að umgangast ykkur ömmu mikið á mínum uppvaxtarárum og vil ég fá að þakka þér fyrir allar þær stundir sem við höfum fengið að upplifa saman, allar utanlandsferðir, allar ferðirnar upp á Bakkaflugvöll þaðan sem við keyrðum um sveitir Suðurlands helgi eftir helgi, sumar eftir sumar. Ég og Sigurður munum ávallt minnast þín fyrir þinn ótrúlega ljúf- leika og hjartagæsku því öllum vildir þú hjálpa er vandi steðjaði að. Þú varst sannur eyjapeyji sem sýndi sig hvað best er þú vannst nótt sem nýtan dag við að bjarga eyjunni okkar frá jarðeldunum fyrir 30 árum. Þú vannst sem skókaupmaður alla þína ævi og enginn þekkti þig undir öðru en Axel Ó, í búðinni ykkar ömmu þar sem þú vannst af heilindum í þágu Vest- mannaeyinga sem og annarra lands- manna sem áttu leið um. Alltaf voruð þið amma tilbúin að opna búðina fyrir þjóðhátíðargestum hvort sem klukk- an væri 9 eða 3 um nótt, þar sýndi sig best þín hjartagæska og þjónustu- lund. Elsku afi Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Anita. AXEL LÁRUSSON  Fleiri minningargreinar um Axel Lárusson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.