Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ VERÐA AÐ LIFA Í FRIÐI George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, segir frið í Mið-Aust- urlöndum vera efst á dagskrá rík- isstjórnar sinnar. Hann segist „varfærnislega bjartsýnn“ á að frið- ur takist með Ísraelum og Palest- ínumönnum. Landtökumenn segja að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sé genginn af göflunum. Thingvallakirkja brann Hin 110 ára gamla Thingvalla- kirkja í Norður-Dakóta í Bandaríkj- unum brann til kaldra kola á þriðju- dag. Eldurinn kviknaði þegar verið var að gera við kirkjuna sem er einn helsti fjársjóður íslenskrar menn- ingararfleifðar í ríkinu. Eldislaxinn ógnar Vísindamenn segja að eldislax sem sleppur úr kvíum sé meiri ógn við villta laxastofna en áður var talið. Tvöfalt stærri IKEA? Hugmyndir eru um að reisa allt að 20 þúsund fermetra IKEA-verslun á Urriðaholti í Garðabæ en núverandi verslun er rúmlega helmingi minni. Ýsa ekki sama og smáýsa 99 króna lækkun á meðalverði á kíló af ýsu frá áramótum hefur ekki skilað sér til neytenda og segja fisk- salar að skýringin sé sú að lækkunin sé fyrst og fremst á smáýsu. 5. júní 2003 Allar vörurnar eru úr polyethylene sem fullnægir ströngustu kröfum Efnahagsbandalagsins og US FDA um efni til nota í matvæla- og lyfjaiðnaði 17 gerðir kera frá 300-1400 l Notuð hvarvetna í matvælaiðnaði Endurvinnanleg vörubretti til nota í hvers konar matvæla- og lyfjaiðnaði. Vörubrettin fullnægja kröfum hins alþjóðlega flutningastaðals ISO 6780 Balar með traustum handföngum. Heppilegir til nota víða í matvælaiðnaði og sem línubalar Einangruð ker Balar Sérhannaðar vörur til nota í matvæla- og lyfjaiðnaði framleiddar undir sérstöku eftirliti hins alþjóðlega gæðastaðals ISO 9001 Vörubretti Sefgarðar 1-3A • 170 Seltjarnarnes sími 561 2211 • Fax 561 4185 • www.borgarbplast.is • borgarplast@borgarplast.is Róður með frystitogarnum Frera RE á Hampiðjutorginu, ný þvottastöð fyrir fiskeldiskvíar fiskverð heima og ytra Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu VERÐ á ýsu á innlendum fisk- mörkuðum hefur hrunið frá því um áramót. Reyndar er sömu söguna að segja af erlendum mörkuðum og rík- ir sölutregða á ýsumarkaðnum vegna mikillar veiði helztu veiðiþjóð- anna. Mjög sterkt gengi krónunnar gagnvart helztu gjaldmiðlum hefur ennfremur leitt til lækkunar á al- mennu fiskverði hérlendis og geng- ishækkunin ein lætur nærri því að rýra laun sjómanna á frystitogurum um 30%. Ýsan á 81 krónu Samkvæmt yfirliti frá Íslandsmark- aði var meðalverð á slægðri ýsu í síð- ustu viku um 81 króna á hvert kíló. Verðið hefur aldrei farið svo lágt á þessu ári. Lengst af hefur það verið yfir hundrað krónur en sveiflazt mik- ið. Hæst fór ýsuverðið í 180 krónur tæpar í þriðju viku janúar, en var 132 krónur í upphafi ársins. Um miðjan marz komst verðið í 178 krónur og í lok apríl fór það fyrst niður fyrir hundrað krónurnarn, nánar tiltekið í 86,50. Meðalverð á slægðum þorski í síðustu viku var tæplega 168 krónur, en lægst hefur það farið í 164 krónur um miðjan maí. Í ársbyrjun var verð- ið á þorskinum 212 krónur. Það var í kringum 220 krónur frá því í lok jan- úar og út febrúar, en hefur farið nið- ur á við síðan. Upplýsingar um meðalverð í bein- um viðskiptum liggja aðeins fyrir til loka marzmánaðar. Þar kemur fram að í janúar var verð á slægðum þorski 131,50 krónur að meðaltali en var komið upp í 143 krónur í marz. Verð á slægðri ýsu í beinum viðskipt- um var 117 krónur í janúar en 109 krónur í marz. Sérstök úrskurðarnefnd um fisk- verð í beinum viðskiptum úrskurðar um fiskverð, náist ekki um það sam- komulag milli útgerðar og áhafnar. Raunar er í gildi samkomulag um að verðið skuli vera vegið meðaltal af verði í beinum viðskiptum og verði á fiskmörkuðum. Úrskurðarnefnd hef- ur í vetur lækkað þorskverð um 5% í einum úrskurði. Nefndin hefur lækk- að ýsuverð þrívegis á árinu. Fyrst um 5%, síðan 10% og loks um 15% í úrskurði frá því í lok maí. Mikil verðlækkun á fiski og fiskafurðum Verð á ýsu hefur hrunið og er nú 80 krónur á kíló                                     ÚTHLUTAÐ hefur verið 500 tonna aflaheimildum af þorski til áframeldis. Mest af þorski kom í hlut Þórsbergs á Tálknafirði. Sjávarútvegsráðherra hef- ur til sérstakrar ráðstöfunar aflaheimildir sem nema 500 tonnum af óslægðum þorski. Þessum aflaheimildum skal ráðstafað til til- rauna með áframeldi á þorski. Undirbúningur úthlutunarinnar er nú í hönd- um nýstofnaðs AVS rannsóknasjóðs í sjávarútvegi sem hefur skilað tillögum um ráðstöfun aflaheimildanna til sjávarútvegsráðherra. Farið var að til- lögum sjóðsins. Eftirtaldir fengu úthlutað: Kví. Vestmannaeyjum 30 tonn, Eskja Eskifirði 50 tonn, SVN Neskaupstað 50 tonn, Runólfsson í Grundarfirði 30 tonn, Oddi á Patreksfirði 65 tonn, Glaður í Bolungarvík 15 tonn, Lundey á Sauðárkróki 15 tonn, Vopnfiskur á Vopnafirði 20 tonn, Dúan á Siglufirði 15 tonn og Þórsberg á Tálknafirði 110 tonn. Þórsberg fær 110 t. til þorskeldis NORSK-íslenzka síldin virðist vera að ganga vestar og sunnar nú en hún gerði á síð- asta ári. Reyndar var bezta veiðin um 20 til 30 mílur suður úr lögsögu Jan Mayen, þegar skip- in þurftu að fara í land fyrir sjómannadaginn. Áður hafði verið sæmileg veiði innan lögsögu Færeyja vestur undir mörkunum milli Íslands og Færeyja, í kringum 4° vestur. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson kom úr stuttum síldarrannsóknartúr fyrir sjómanna- daginn, en áður hafði það verið við umhverf- isrannsóknir. Hjálmar Vilhjálmsson, fiski- fræðingur og leiðangursstjóri, segir síldina hafa fundizt sunnar og vestar er ráð hafi verið fyrir gert og svo geti hugsanlega farið að hún gangi inn íslenzku lögsöguna. „Við byrjuðum síldarleiðangurinn norður á 68,35° norður, suðvestarlega í lögsögu Jan Ma- yen og könnuðum síðan svæði til suðurs á móts við Gerpi eða á 65°. Á þessu svæði var töluvert af síld, alveg suður á 65°. Þetta var síld af stærstu gerð, árgangar 91 og 92. Síldin var um 35 sentimetrar að lengd og um 350 grömm að þyngd en ekki alveg farin að taka sig eftir vet- urinn. Síldin norðan til var vestast um 20 til 30 mílur austan við lögsögu okkar, en syðst var hún alveg við lögsögumörkin, hugsanlega eitt- hvað fyrir innan þau. Þetta er töluvert ólíkt því sem búizt hafði verið við af fiskifræðingum og ljóst að elzti hluti síldarinnar hefur gengið mun sunnar og vestar en í fyrra, en þá gekk ekkert af henni inn á þetta svæði. Síldin er stygg en hún virtist vera á rólinu í vestur átt. Það er hlýtt í sjónum svo ástandið í honum á ekki að koma í veg fyrir að síldin gangi vestar,“ segir Hjálmar. Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason Á síldveiðum í Síldarsmugunni. Norsk-íslenzka síldin gengur vestar og sunnar AFKOMA spænska sjávarútvegs- fyrirtækisins Pescanova var ágæt á fyrsta fjórðungi þessa árs. Tekjur félagsins jukust um 6,7% frá sama tíma í fyrra og námu 202 milljónum evra, eða 17,3 milljörðum króna. Hagnaður fyrir skatta var 5,5 millj- ónir evra sem er 2% aukning frá fyrsta fjórðungi 2002. Hagnaður eftir skatta var 5,0 milljónir evra, um 430 milljónir króna. Góð afkoma Pescanova banninu verði aflétt enda liggi fyrir áreiðanlegar rannsóknir sem sýni að ekki stafi hætta af notkun fiskimjöls í jórturdýrafóður. Til að banninu verði aflétt þarf það að liggja fyrir með óyggjandi hætti að fiskimjölið innihaldi ekkert dýraprótein. Bæði Evrópusam- bandið sjálft og Alþjóðasamtök fiski- mjölsframleiðenda hafa unnið að því að þróa aðferðir til að sýna fram á það. Verði fiskimjölið leyft á ný, verð- ur það mikill ávinningur fyrir þær þjóðir sem framleiða fiskimjöl og fluttu áður út, til dæmis til Bret- lands, sem var stór markaður fyrir fiskimjöl og er reyndar enn. Ísland hefur verið einn stærsti útflytjandi fiskimjöls til Bretlands undanfarin ár. ÁKVEÐNAR vísbendingar eru nú um það að banni Evrópusambands- ins við notkun fiskimjöls í fóður fyrir jórturdýr verði aflétt, jafnvel þegar í haust. Málið var rætt nýlega á fundi ráðherra landbúnaðar og sjáv- arútvegs innan ESB og virðist yf- irmaður heilbrigðismála vera hlynntur því að banninu verði aflétt. Notkun fiskimjöls í fóður fyrir jórturdýr, nautgripi og sauðfé, var bönnuð innan ESB fyrir þremur ár- um í kjölfar kúariðunnar og hás innihalds dioxín í dýrafóðri í Belgíu. Þrátt fyrir að fiskimjöl væri í raun talið öruggt var það bannað vegna hættu á því að kjötmjöli væri bland- að saman við það. Talið var að kúa- riðan hefði borizt út með kjötmjöli eða fiskimjöli blönduðu með kjöt- mjöli. Síðan hefur verið mikill þrýst- ingur á það innan sjávarútvegs- nefndar ESB og hjá sjávarútvegs- ráðherrum sumra ESB-landanna að Fiskimjöl leyft í dýra- fóður á ný? RENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ D  BILIÐ milli hefðbundinna lugfélaga og lággjaldaflugfélaga mun „minnka hratt og sennilega verfa alveg á næstu misserum,“ egir Guðjón Arngrímsson, upp- ýsingafulltrúi hjá Flugleiðum. „Bæði munu hefðbundnu félög- n lækka hjá sér kostnað og draga r þjónustu og meiri krafa verður gerð til flugvalla og stórnsýslu m lækkun ýmissa gjalda, og afnvel eru að kvikna hugmyndir m að sá kostnaður verði rukk- ður sérstaklega – hann verði ekinn út úr verði flugfarseðla. Einnig mun væntanlega kostnað- r hjá lággjaldaflugfélögum vaxa egar eftirspurn eykst á ný í flug- eiminum og samkeppni um tarfsfólk og flugvélar verður arðari en hún hefur verið nú á amdráttartímum,“ segir Guðjón. Lággjaldaflugfélög hafa verið ð sækja í sig veðrið að undan- örnu og ætla sér að „eyðileggja“ lugmarkaðinn eins og hann er nú, eins og haft var eftir forstjóra Ryanair nýverið. Hið „hefð- undna“ flugfélag British Air- ways (BA) hefur gengið langt til ð mæta þróuninni og séð árang- r í formi aukins hagnaðar. Ryanair, annað stærsta lág- gjaldaflugfélag Evrópu, skilaði góðri afkomu á síðasta ári og yggst lækka fargjöld enn frekar g verða stærra en BA. BA hefur einfaldað rekstur inn verulega á síðustu árum og r óðum að verða líkara lág- gjaldaflugfélagi eins og Ryanair, ð því er fram kemur í nýlegri rétt WSJ. BA hefur gefið það út að það ætli sér einnig að lækka flugfargjöld á næstunni. Á sum- um leiðum félagsins, einkum þeim sem mest samkeppni ríkir á, hefur BA lækkað fargjöld um 80% að undanförnu. Áskorun fyrir flugfélögin Markmið BA er að lækka kostnað um 1,1 milljarð punda á ári en það jafngildir ríflega 135 milljörðum íslenskra króna. Nú þegar hefur því tekist að draga saman seglin með því að fækka birgjum úr 14.000 í 5.000 á skömmum tíma. Mikið tap var hjá félaginu árið 1999 og síðan þá hafa stjórnendur verið að endurskoða stefnu fé- lagsins. Árangurinn af einföldun rekstrar BA hefur verið góður, að því er fram kemur í WSJ. Hagn- aður BA á uppgjörsárinu sem lauk í mars síðastliðnum nam 85 milljónum punda eða yfir 10 millj- örðum íslenskra króna. Sú af- koma var mikil bæting því árið áður varð um 129 milljóna punda tap á rekstrinum, eða jafnvirði tæpra 16 milljarða íslenskra króna. „Kannski þurfum við áskorun eins og lággjaldaflugfélög eða niðursveiflu í iðnaðinum til að gera breytingar,“ hefur WSJ eft- ir Robert Boyle, yfirmanni flug- vélaflota BA. Breytingar hjá Icelandair „Staðan kallar á breytingar hjá okkur líkt og öllum öðrum og fé- lagið [Icelandair] ætlar sér að lækka kostnað um 1,5 milljarða króna á næstu 12 mánuðum,“ segir Guðjón. Hann segir ekki hægt að bera Icelandair saman við British Air- ways, þótt bæði hafi þau það markmið að einfalda rekstur og draga úr kostnaði á hvern far- þega. „Þótt Icelandair sé að sumu leyti hefðbundið „þjóðarflug- félag,“ er það líka frábrugðið í grundvallaratriðum. Hið hefð- bundna evrópska þjóðarflugfélag, eins og British Airways, SAS, Lufthansa, Air France o.s.frv. byggir á sínum heimamarkaði og einkum á viðskiptalífinu – ekki ferðamönnum. Vegna þess hve ís- lenski heimamarkaðurinn er smár hafa Flugleiðir, sem hafa aldrei verið í ríkiseigu, alltaf þurft að byggja á því að sækja flesta sína farþega inn á heima- markaði annarra flugfélaga og fyrst og fremst ferðamenn. Að því leyti á félagið um margt meira skylt með lággjaldafélögunum sem nú eru svo áberandi,“ segir Guðjón. Skynsamlegur flugrekstur Bent er á í grein WSJ að í kjölfar Persaflóastríðsins 1991 hafi fjöldi hefðbundinna flugfélaga reynt að skera niður kostnað til að gera rekstur sinn líkari því sem nú þekkist hjá lággjaldaflugfélögum. Þegar leið á tíunda áratuginn hafi hagur fólks vænkast og eftir- spurn eftir ódýrum fargjöldum minnkað. „Flugfélög verða að fara að haga rekstri sínum á hag- kvæman og skynsamlegan hátt,“ segir forstjóri BA, Rod Edding- ton. Hann segir rekstur BA ganga mun betur eftir að gerð var áætlun um að einfalda fyr- irtækið. Hingað til hefur BA not- ast við 33 gerðir flugvéla en í kjöl- far einföldunar í rekstri félagsins hefur þeim fækkað í 22 mismun- andi gerðir. Áætlun gerir ráð fyr- ir færri en 20 gerðum flugvéla áð- ur en þessu ári lýkur. Fleiri bætast í hóp lággjaldaflugfélaga Gamalgróin flugfélög eins og British Airways hafa aðlagað rekstur sinn í átt að lág- gjaldaflugfélögum. Flugleiðir ætla að taka þátt í breytingunum og draga úr kostnaði. Reuters VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS BRESKA blaðið Financial Times sagði í gær að Baugur Group væri að undirbúa yfirtökutilboð í bresku leikfangakeðjuna Hamleys Plc. í samstarfi við John Watk- insson, aðalframkvæmdastjóra félagsins. Segir í fréttinni að búist sé við tilboði frá félaginu í þessari viku eða snemma í næstu viku. Talið er að tilboð Baugs muni hljóða upp á allt að 46,2 milljónir steringspunda, eða 190 til 200 pens á hlut en gengi á bréfum Hamleys rauk upp um 8,2% við fréttir gærdagsins og endaði í 191,50 pensum á hlut, eftir að hafa farið hæst í 193 pens á hlut. Hamleys rekur fimm verslanir undir Hamleys-vörumerkinu, 31 verslun undir vörumerkinu Bear Factory auk fjögurra annarra verslana. Verslunin var stofnuð árið 1760 af Willi- am Hamley og hét fyrst Noah’s Ark, eða Örkin hans Nóa. Verslunin flutti á hina frægu verslunargötu Regent Street í London árið 1906. Í þeirri búð, sem er flaggskip fyrirtækisins, er eitt mesta úrval leikfanga á einum stað sem þekkist í heim- inum, eða um 40.000 vörutegundir á fimm hæðum. Slagorð verslunarinnar er: „Besta leikfangabúð í heimi“. Í frétt Financial Times segir að ef kaup- tilboð Baugs og Watkinsson gangi eftir verði Hamleys skráð af markaði. Baugur á sem kunnugt er hluti í nokkr- um breskum verslunarkeðjum; Big Food Group, Selfridges, Somerfield, Mothercare og House of Fraser. Á vefnum thisismoney.com segir að Hamleys sé af ákjósanlegri stærð fyrir Baug og gæti því mögulega orðið fyrsta fyrirtækið sem Baugur kaupir að fullu í Bretlandi eftir ýmsar æfingar á því sviði, eins og það er orðað. Hamleys tapaði 890.000 pundum á árinu 2001 vegna samdráttar í ferðamanna- straumi til London í kjölfar atburðanna 11. september. Útlit er hins vegar fyrir 5,85 milljóna punda hagnað fyrir skatta á upp- gjörsárinu 2002 sem lauk í mars sl. V I Ð S K I P T I Baugur vill Hamleys Gengi hlutabréfa Hamleys hækkaði um 8,2% í gær S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Hluthafar láta til sín taka Laun stjórnenda valda óánægju meðal hluthafa 4 Ábyrgð stjórnenda Dómstólar gera ríka kröfu til stjórnenda 8 SEÐLABANKAR ÓTTAST VERÐHJÖÐNUN Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 34 Erlent 14/17 Minningar 31/37 Höfuðborgin 17 Bréf 40 Akureyri 18 Skák 41 Suðurnes 19 Kirkjustarf 41 Landið 20 Dagbók 42/43 Neytendur 21 Fólk 44/49 Listir 22/24 Bíó 46/49 Umræðan 25/30 Ljósvakamiðlar 50 Forystugrein 26 Veður 51 * * * 2003  FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A FIMLEIKAR: STEFNAN HEFUR VERIÐ SETT Á ÓL Í AÞENU /C8 DAVID Beckham getur verið á leið til Barce- lona, samkvæmt upplýsingum breskra dag- blaða. Peter Kenyon, stjórnarformaður Man- chester United, neitaði því ekki í gær að viðræður milli Manchester United og Barcelona um sölu á David Beckham væru hafnar. Um liðna helgi bárust fréttir af því að Börsungar væru reiðubúnir að greiða 30 milljónir punda fyrir Beckham og formlegt tilboð myndi berast í leikmanninn um leið og forsetakjörið hjá Barcelona væri yfirstaðið en það fer fram 15. júní. Samningur Beckham við United rennur út árið 2005 en sjálfur hefur hann sagt að hann vilji vera um kyrrt hjá United. Ef Beckham yrði seldur gæti liðið keypt góða leikmenn í staðinn fyrir þá upphæð sem það fengi. Til sögunnar eru meðal annars nefndir Ronaldinho, Harry Kewell og Paul Robinson. Beckham til Barcelona? TVÖ norsk handknattleikslið, karlalið Elverum og kvennalið Lunner, hafa gert Axel Stef- nssyni, fyrrverandi markverði KA, Vals og Stjörnunnar, tilboð um að þjálfa. Axel stundaði nám við þróttaháskólann í Osló í tvö ár g samhliða náminu stýrði hann veimur morgunæfingum á viku hjá Lunner. Lunner er eitt af ekktari kvennaliðunum í Noregi n liðið féll úr úrvalsdeildinni á nýafstaðinni leiktíð eftir 16 ára amfellda veru í deildinni. Elverum leikur í 1. deildinni en etta er sama lið og Selfyssing- urinn Þórir Hergeirsson þjálfaði og lék með á sínum tíma. „Ég býst fastlega við að gefa liðunum afsvar. Það er nokkuð síðan ég fékk tilboðið frá Lunner og í fyrstu var ég spenntur fyrir því. En eftir að liðið missti frá sér leikmenn þá dvínaði áhuginn hjá mér. Ég fékk síðan tilboðið frá Elverum um síðustu helgi. Við fjölskyldan fluttum heim frá Nor- egi í fyrra og erum nýbúinn að koma okkur fyrir á Akureyri svo það þarf ansi mikið að gerast til að ég hoppi á þetta. Ég býst ekki við öðru en að ég salti þetta nema þá að eitthvað óvænt komi upp á,“ sagði Axel við Morg- unblaðið. Tvö norsk lið vilja Axel sem þjálfara KR-ingar mótmæltu markinu enEyjólfur Ólafsson, dómari, dæmdi markið gott og gilt. Morgun- blaðið leitaði til Eyjólfs og fékk hann til að útskýra sína hlið á málinu. „Ég dæmdi aukaspyrnu á KR- inga rétt utan teigs þegar brotið var á leikmanni KA. Ég stóð alveg við brotið og það var einhver leikmaður KR-liðsins sem tjáði sig við mig um atvikið en ég sagði ekki orð. Á meðan Dean Martin stóð við boltann og KR- ingar voru að skipuleggja sinn varn- arvegg þá sagði Martin við mig: Má ég taka aukaspyrnuna strax. Ég svaraði: Mín vegna máttu það, og síðan gekk ég frá boltanum. Dean Martin sagði þá um leið við Pálma: Skjóttu strax og það gerði hann og skaut boltanum í markið,“ sagði Eyj- ólfur. Dómarar þurfa ekki að flauta þeg- ar um aukaspyrnur er að ræða nema að þeir tjái leikmönnum að þeir ætli að gera það og í þessu tilviki segist Eyjólfur ekki hafa sagt leikmönnum að bíða eftir flautunni. „Leikmönnum er heimilt að hrað- framkvæma aukaspyrnur og okkur dómurum er sérstaklega uppálagt að gefa tækifæri á að taka spyrnurnar strax og koma í veg fyrir að tefja leikinn. Þetta eru hrein fyrirmæli,“ segir Eyjólfur. Heimilt að „hraðfram- kvæma“ aukaspyrnur NOKKUR umræða hefur skapast um fyrsta markið sem KA-menn skoruðu í sigurleiknum á móti KR-ingum á Akureyri í fyrrakvöld. Markið skoraði Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason beint úr auka- spyrnu, nánast í autt markið þar sem Kristján Finnbogason, mark- vörður KR-inga, stóð við markstöngina og var að stilla upp varn- arvegg sinna manna. Eyjólfur Ólafsson um atvik í leik KA og KR á Akureyri DAVID Seaman hefur sagt skilið ið Arsenal og hefur ákveðið að ganga til liðs við Manchester City. Seaman, sem heldur upp á fertugs- fmæli sitt í september, hefur stað- ð á milli stanganna hjá Arsenal í 13 r og hefur á þeim tíma leikið 564 eiki fyrir félagið. Hann hefur unnið níu stóra titla með Lundúnaliðinu á essum tíma, þrjá meistaratitla, jóra bikartitla, Evrópumeistaratitil ikarhafa og deildabikarmeistara- itilinn. „Ég hef átt frábæran tíma hjá Arsenal og hef unnið fleiri titla en mig óraði fyrir að ég mundi vinna. Ég hef unnið með mörgum heims- klassa leikmönnum hjá Arsenal og erið undir stjórn frábærra knatt- pyrnustjóra eins og Arsene Weng- rs og George Grahams sem báðir afa stutt mig dyggilega á ferli mínum,“ sagði Seaman, sem fær 3,6 millj. ísl. kr. í vikulaun. Hann leysir f annan ellismell hjá Manchester City, en Peter Schmeichel, sem eikið hefur í marki liðsins und- nfarin tvö ár, hefur lagt hanskana hilluna. Patrick Vieira, fyrirliði Arsenal, egir að Seamans verði sárt saknað Higbury. „Ég er leiður yfir því að Seaman sé á förum frá okkur. Hann er stórkostlegur markvörður g er að mínu mati sá besti sem efur leikið fyrir Arsenal. Seaman efur gert mikið fyrir félagið en ég get vel skilið að hann vilji nýja skorum,“ sagði Vieira á heimasíðu Arsenal. Seaman yfirgefur Arsenal Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir fékk silfurverðlaun í 100 metra baksundi og bronsverðlaun í 100 metra flugsundi á Smáþjóðaleikunum á Möltu í gær. Hér er hún á fullri ferð í flugsundinu. Sjá nánar um sundið á C2 og C3. Aðrar fréttir frá Möltu eru á C6 og C7. BYGGING nýrrar Þjórsárbrúar er komin á fullan skrið og er ætlunin að hún verði tekin í notkun í september. Vélsmiðjan Normi í Vogum á Vatnsleysu- strönd hefur byggt brúarstólpana en þetta er fyrsta Þjórsárbrúin sem er hönnuð og smíðuð á Íslandi. Að sögn Svavars Svav- arssonar, forstjóra Norma, eru undirstöður fyrir brúna komnar en að öðru leyti hefur brúin verið smíðuð í sex 30 metra löngum hlutum sem nú er verið að flytja frá Vogum að Þjórsá. Til þessa verks hefur verið byggð sérstök undirstaða sem er sett á vagn og getur borið tvo bita. Nýja brúin er 700 metra neðar í ánni en sú gamla, sem mun standa áfram. Verður hún aðallega ætluð hestamönnum og göngu- fólki. Morgunblaðið/Kristinn Brúarhlutar fluttir að Þjórsá NORSK-íslenska síldin er byrjuð að ganga inn í íslensku lögsöguna á 65°N út af Gerpi samkvæmt niður- stöðum úr vorleiðangri Hafrann- sóknastofnunar. Síldin er nú mun vestar og sunnar en á sama tíma síð- ustu ár. Ástand sjávar er almennt gott og mikið á kolmunna austur af landinu. „Hvorki ég né nokkur annar getur í sjálfu sér spáð fyrir um það af neinu viti hvort síldin kemur til með að vera hér eða einhver hluti af þessum stofni í sumar eða ekki, en það eru hins vegar öll skilyrði fyrir því að hún geti gert það ef hún vill,“ sagði Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðing- ur í samtali við Morgunblaðið í gær- kveldi aðspurður um ástand sjávar austur af landinu og möguleika á því að síldin yrði í íslensku fiskveiðilög- sögunni í sumar. Framan af síðasta áratug var norsk-íslenski síldarstofninn sífellt að færa sig vestur á bóginn og nær Íslandi, en göngur síldarinnar hafa aftur breytt um mynstur og síðustu árin hefur hún ekki gengið jafnvest- arlega og áður, fyrr en nú í sumar. Í vorleiðangrinum urðu menn var- ir við vaðandi síld norður í lögsögu Jan Mayen. Vaðandi síldartorfur voru algeng sjón hér við land í kring- um 1950, en síðustu fjóra ártatugina hefur það verið afar sjaldgæf sjón án þess að menn viti ástæðuna, að sögn Hjálmars. Mikil útbreiðsla hlýsjávar Í heild sýna niðurstöður vorleið- angurs 2003 mikla útbreiðslu hlý- sjávar á Íslandsmiðum og há gildi hita og seltu norðanlands og austan. Lítill gróður var fyrir Vestur- og Norðurlandi, en úti fyrir Austur- og Suðurlandi var mikill gróður. Átu- magn við landið var yfir langtíma- meðaltali á flestum rannsóknastöðv- um. Í frétt Hafrannsóknastofnunar vegna leiðangursins segir að síldin sem fannst innan íslensku lögsög- unnar hafi fyrst og fremst verið stór síld, um 35 cm að meðaltali. „Víða var svo að sjá að síldin væri á vest- urleið en vegna þess hvað hún var stygg var erfitt að ákvarða göngu- stefnuna af nákvæmni. Það er hins vegar ljóst að útbreiðslusvæðið nær miklu lengra til suðurs og vesturs heldur en í fyrra, en þá gekk nánast engin síld vestur fyrir núll lengdar- bauginn sunnan við 68°N. Mjög mik- ið var af kolmunna af millistærð (meðallengd um 27 cm) austur af landinu, um 65°N milli 9°V og 11°V og var mokveiði hjá þeim fáu skipum sem þarna voru seint í maí. Þetta er allmiklu norðar en verið hefur á und- anförnum árum og tengist eflaust hlýrri sjó en vanalega úti af sunn- anverðum Austfjörðum,“ segir einn- ig. Norsk-íslenska síldin innan lögsögunnar Fiskifræðingar sáu vaðandi síld norður af landinu  Norsk/C1 EGGJATÖKUMENN á Vestfjörðum segja að varp hafi farið seint í gang í ár og víða hafi tófa spillt varpinu. Menn eru almennt sammála um að varpið sé nokkrum vikum seinna en í með- alári, og kunna ýmsar skýringar á því. Í lok maí var varpið komið mjög stutt í Látrabjargi að sögn Öldu Davíðsdóttur sem hefur farið nokkrar ferðir í bjargið með fé- lögum í björgunarsveitinni Blakki frá Patreks- firði. Hún fór svo aftur aðfaranótt 4. júní og þá var varpið komið vel í gang. „Þá var langvían búin að verpa aftur og álkan eitthvað byrjuð. Varpið virðist hafa farið seinna af stað [en í meðalári] í ár.“ Sveinn Eyjólfur Tryggvason frá Lambavatni tekur undir það og segir að varpið sé seint í gang í ár rétt eins og í fyrra. „Svo virðist mér sem það sé einfaldlega heldur minna af fugli í ár heldur en hefur verið.“ Hann segir að ástæð- ur þessa séu eflaust margþættar. „Ef það er rétt að það sé minna æti þá þýðir það að [fugl- inn] er ekki tilbúinn jafnsnemma. Svo var kalt um mánaðamótin apríl-maí, en það er einmitt tíminn sem fuglinn parar sig. Þá getur það ver- ið þótt vorið hafi verið gott að honum seinki að- eins.“ Sveinn Eyjólfur segir þó ekki endilega neitt minna af eggjum í ár, heldur þurfi einfald- lega að fara víðar til að sækja þau. „Það er allt- af að skreppa saman þetta svæði sem við get- um fengið einhver egg á,“ segir Tryggvi Guðmundsson hdl. sem hefur farið til eggja- tínslu undir Hornbjargi í rúm 40 ár. Hann segir að rétt fyrir mánaðamót hafi ekki verið komið mikið varp. „Það er vegna þess að refurinn er þarna um allt varpsvæðið sem við erum venju- lega á. Hann er hlaupandi um alla þræðinga og syllur þar sem hann kemst um og fælir fuglinn upp. Fuglinn fær aldrei frið til að verpa svo á endanum fer hann bara burt.“ Tryggvi segir að þessi þróun hafi átt sér stað undanfarin fimm til sex ár. „Tófan er greinilega búin að temja sér það að fara niður úr dölunum og niður í bjargið og er svo búin að setjast að undir bjarginu á allavega þremur stöðum.“ „Varpið er eðlilegt þar sem tófan kemst ekki, en þar sem vargurinn kemst þar er bara sviðin jörð,“ segir Einar Valur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Gunnvarar, sem hefur farið með Tryggva í Hornbjargið. Einar segir að eftir að tófan var friðuð hafi hún verið fljót að laga sig að breyttum aðstæðum og farið að sækja meira í björgin. Varp seint í gang á Vestfjörðum Tófan sækir grimmt í varpið í Hornbjargi BETUR fór en á horfðist þegar fólksbíll með fimm bandarískum konum innanborðs valt á Heydals- vegi á Snæfellsnesi rétt fyrir hádegi í gær. Bíllinn valt fram af háum bakka og hafnaði í skurði en fór tvær veltur áður. Ein kvennanna var flutt með sjúkrabifreið á Heilsugæsluna á Stykkishólmi og læknir kannaði einnig ástand ferðafélaga hennar. Bíllinn er mikið skemmdur, ef ekki ónýtur. Heydalsvegur er malarveg- ur en akstur á slíkum vegum reynist útlendingum oft erfiður. Fimm banda- rískar konur í bílveltu EGGJUM var stolið úr um 40 máva- hreiðrum í friðlandinu í Krossanes- borgum á Akureyri nýverið, aðallega frá hettumávi og stormmávi. Þorsteinn Þorsteinsson fugla- áhugamaður segir eggin hafa verið vel stropuð og því óæt. Hann segir þetta mjög bagalegt, en Þorsteinn hefur unnið að fuglarannsóknum á svæðinu við annan mann. Krossa- nesborgirnar voru nýlega friðlýstar og svæðið er á náttúruminjaskrá. Eggjum stolið úr 40 hreiðrum  Eggjum/18 ♦ ♦ ♦ Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir blað um „Vesturland“ frá Ferðamálasamtökum Vesturlands. Blaðinu er dreift um allt land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.