Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 21
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 21 BIOBÚ ehf. hefur byrjað framleiðslu á lífrænni jógúrt og var vörunni dreift í versl- anir nú í vikunni. Eig- endur Biobús eru Kristján Oddsson og Dóra Ruf á Neðra- Hálsi í Kjós. Búist er við að Biobú muni framleiða 650.000 jóg- úrtdósir á ári. Tegund- irnar eru þrjár, það er jarðarberja- , múslí- og hrein jógúrt. Enginn sykur er í hreinu jógúrtinni og not- aður er hrásykur og lífrænn ávaxta- massi í hinar tvær, að Kristjáns sögn. Kristján og Dóra hafa framleitt líf- ræna mjólk um árabil og dreift í verslanir í samvinnu við Mjólkur- samsöluna. Kýrnar að Neðra-Hálsi eru eingöngu fóðraðar með grasi og er það talið hafa jákvæð áhrif á fitu- samsetningu mjólkurinnar. Lífræna mjólkin sem notuð er við jógúrtgerð- ina er gerilsneidd en ekki fitu- sprengd. Kristján segir lífrænar mjólkuraf- urðir hafa notið vinsælda meðal neyt- enda í Evrópu og Bandaríkjunum og hafi það stuðlað að sjálfbærri þróun í heiminum. Hér á landi hafi hins vegar ríkt „stöðnun á lífræna mjólkurmarkaðinum“. „Eigendur Biobús vonast til þess að með aukinni fjölbreytni í framleiðslu lífrænna mjólkurafurða megi styrkja og glæða markaðinn, því lífræn- ar mjólkurafurðir eiga fullt erindi til íslenskra neytenda.“ Framleiðsla lífræns osts í undirbúningi Kristján segir ennfremur að fram- leiðendur lífrænnar mjólkur þurfi „sjálfir að taka málin í sínar hendur þar sem aðrir virðist ekki reiðubúnir til þess að vinna þessari vöru fylgi meðal neytenda. Mjólkuriðnaður á Íslandi er í raun stóriðnaður og fram- leiðsla af þessu tagi er því dæmd til þess að teljast sérvara og hentar illa inn í það kerfi sem við búum við,“ segir hann. Framleiðsla jógúrtarinn- ar er alfarið í höndum Biobús sem leggur til mjólkina og segir Kristján uppsetningu starfseminnar hafa kostað á fjórtándu milljón króna. Tveir starfsmenn koma að fram- leiðslunni. Verslanir sem selja lífræna jógúrt eru Fjarðarkaup, Hagkaup, Mela- búðin og Nóatún. Auk þess hafa Grímsbær, Pétursbúð, Skerjaver og Yggdrasill hana á boðstólum. Nokkur þúsund dósir voru sendar í verslanirnar til þess að byrja með fyrr í vikunni og munu nokkrar þeirra þegar hafa pantað meira. Undirbúningur að framleiðslu á lífrænum osti er hafinn hérlendis og segir Kristján aðspurður hvort neyt- endur megi eiga von á smjöri úr líf- rænni mjólk á næstunni að „það væri draumur“. „Það væri auðvitað toppurinn, en við verðum að sjá til hvernig þessu reiðir af. Ef undirtektir á lífrænum mjólkurvörum verða góðar væri ef til vill hægt að fá fleiri bændur til þess að framleiða lífræna mjólk og þá aukast möguleikarnir til muna. Hvað sem öðru líður hefur þessum markaði ekki verið sinnt,“ segir Kristján Oddsson að síðustu. Morgunblaðið/Jim Smart Helgi Rafn Gunnarsson og Susanne Freuler starfsmenn Biobús og Kristján Oddsson annar eigandi þess í húsnæði fyrirtækisins við Stangarhyl. Lífræn jógúrt komin í verslanir Lífræn jógúrt frá Biobúi. ESSÓ-stöðvarnar Gildir 5.–18. júní nú kr. áður kr. mælie.verð Prins póló XXL...................................... 79 95 1.410 kr. kg Prins póló mjólkursúkkulaði XXL ............ 79 95 1.410 kr. kg Milky way ............................................ 39 49 1.014 kr. kg Emmess lurkar .................................... 89 110 1.480 kr. l Maryland kex (blátt og rautt) ................. 119 139 793 kr. kg Toppur sítrónu ½ lítri ............................ 119 135 238 kr. l 11-11 Gildir 5.–11. júní nú kr. áður kr. mælie.verð SS koníakslegnar grísabógsneiðar ......... 599 798 599 kr. kg SS koníakslegnar svínak. beinl.............. 1.199 1.598 1.198 kr. kg Rifið ferskt salat, Matráð....................... 224 298 224 kr. pk. Feta-ostur í kryddolíu 250 g.................. 289 349 1.150 kr. kg Gullostur 250 g ................................... 389 475 1.550 kr. kg Townhouse saltkex 453 g...................... 189 255 410 kr. kg Freyju rískubbar 170 g ......................... 219 279 1280 kr. kg HAGKAUP Gildir 5.–8. júní nú kr. áður kr. mælie.verð Svínabógur.......................................... 298 498 298 kr. kg Svínalæri ............................................ 359 498 359 kr. kg Kjúklingabringur- Íslandsfugl................. 1.499 2.160 1.499 kr. kg GK svínalærisneiðar ............................. 599 998 599 kr. kg GK svínahnakkasneiðar ........................ 599 998 599 kr. kg KRÓNAN Gildir 5.–11. júní nú kr. áður kr. mælie.verð SS Hunts BBQ krydd. lærisneiðar .......... 1.326 1.768 1.326 kr. kg SS Hunts BBQ krydd. svínakótilettur ...... 909 1.298 909 kr. kg Goða vínarpylsur 10 st. ........................ 497 828 497 kr. kg Pik nik kartöflustrá 255 g ..................... 249 359 970 kr. kg Merrild kaffi special rest. 400 g............. 198 259 490 kr. kg Göteb. remi kex ................................... 119 139 119 kr. pk Göteb. ballerina kex ............................. 89 106 89 kr. pk. Coke kippa 6 x 0,5 l ............................. 549 Nýtt 116 kr. l NETTÓ Gildir frá 5. júní á meðan birgðir endast nú kr. áður kr. mælie. verð Goði lambaframpartur grillsagaður ............. 449 499 449 kr. kg Kjarnafæði brauðskinka 170 g................... 99 Nýtt 99 kr. kg Bounty select 3 rúllur................................ 299 379 100 kr. st. Fairy floral fresh 500 ml ............................ 139 199 278 kr. l Lýsi omega 3 forte 64 skammtar ............... 998 1338 Head & shoulders menthol refresh 200 ml. 239 319 1195 kr. l Kjarna sveskjugrautur ............................... 199 222 199 kr. l NÓATÚN Gildir 5.–11. júní nú kr. áður kr. mælie.verð Svínabógur hringskorinn úr kjötborði...... 299 599 399 kr. kg Svínarifjur (Spare Ribs) úr kjötborði ....... 399 599 399 kr. kg Svínakótilettur úr kjötborði .................... 499 998 499 kr. kg Þykkvabæjar kartöflugratín eða sveppa- kartöflugratín 600 g ............................. 299 359 299 kr. kg Eðalf. laxasalat 200 g .......................... 179 245 890 kr. kg Royal búðingar..................................... 89 129 89 kr. pk. Nóa súkkul. rús. dökkar og ljósar 500 g . 295 369 590 kr. pk. SAMKAUP Gildir 5.–10. júní nú kr. áður kr. mælie.verð Pik nik ................................................ 159 188 1.408 kr. kr Pik nik ................................................ 299 405 1.172 kr. kg McVities homewheat milk..................... 179 209 597 kr. kg McVities homewheat plain.................... 179 204 597 kr. kg Emmess skafís 1,5 l daim .................... 499 699 333 kr. l Emmess skafís 1,5 l hnetusúkkul .......... 499 699 333 kr. l Emmess skafís 1,5 L.pekahn.&karm- .sósu .................................................. 499 699 333 kr. l Emmess skafís 1,5 l vanillu .................. 499 699 333 kr. l Emmess skafís 1,5 l súkkul. ................. 499 699 333 kr. l Lambalærisneiðar gourmet ................... 1.420 1.776 1.420 kr. kg Lambaframp.sneiðar gourmet ............... 1.085 1.356 1.085 kr. kg Lambalæri rauðvínsl.gourmet................ 1.072 1.430 1.072 kr. kg ÚRVAL Gildir 5.–10. júní nú kr. áður kr. mælie.verð Pik nik ................................................ 159 188 1.408 kr. kr Pik nik ................................................ 299 405 1.172 kr. kg McVities homewheat milk..................... 179 209 597 kr. kg McVities homewheat plain.................... 179 204 597 kr. kg Emmess skafís 1,5 l daim .................... 499 699 333 kr. l Emmess skafís 1,5 l hnetusúkkul. ......... 499 699 333 kr. l Emmess skafís 1,5 l pekahn.&karm- .sósu .................................................. 499 699 333 kr. l Emmess skafís 1,5 l vanillu .................. 499 699 333 kr. l Emmess skafís 1,5 l súkkul. ................. 499 699 333 kr. l Lambalærisneiðar gourmet ................... 1.420 1.776 1.420 kr. kg Lambaframp.sneiðar gourmet ............... 1.085 1.356 1.085 kr. kg Lambalæri rauðvínsl.gourmet................ 1.072 1.430 1.072 kr. kg SPAR Bæjarlind Gildir til 9. júní nú kr. áður mælie.verð Svínakótilettur ..................................... 489 828 489 kr. kg Svínahnakki beinlaus ........................... 728 898 728 kr. kg Wesson canola 1,42 l .......................... 319 398 225 kr. l Swiss miss chocolate 737 g ................. 396 479 537 kr. kg Swiss miss marshmallows 737 g........... 396 461 537 kr. kg McVities boasters kex 150 g ................. 155 222 1.033 kr. kg UPPGRIP – Verslanir OLÍS Júnítilboð nú kr. áður kr. mælie.verð Ballerína kex ....................................... 109 130 Remi kex ............................................. 139 169 Kit Kat 3 stk. ....................................... 199 297 Freyju djúpur 100 g ............................. 129 159 Prins póló stórt 4 stk. ........................... 199 340 Hersheys peanut rally ........................... 85 99 Svali appelsínu 3 stk. 1/4 l .................. 149 180 Svali epla 3 stk. 1/4 l .......................... 149 180 Svali epla sykurl. 3 stk. 1/4 l ................ 149 180 MS-eðal samlokur + Freyju rís ............... 378 378 Pepsi 0,5 l plast .................................. 119 145 Pepsi diet 0,5 l plast ............................ 119 145 ÞÍN VERSLUN Gildir 5.–11. júní nú kr. áður kr. mælie.verð Fjallalambs helgarsteik......................... 921 1.083 921 kr. kg Fjallalambs helgarlæri.......................... 1.040 1.300 1.040 kr. kg Ísfugls hot wings .................................. 399 Nýtt 399 kr. kg Vilkó vöffluduft 500 g........................... 279 305 558 kr. kg Þeytirjómi 250 g .................................. 198 226 729 kr. kg Dalafour ávaxtasulta 284 g................... 249 297 871 kr. kg Freyju hrís 200 g.................................. 269 299 1345 kr. kg Sun Lolly 10 st. pk. .............................. 189 237 302 kr. l H&S sjampó 200 ml ............................ 299 368 1.495 kr. l Helgartilboð Verðupplýsingar sendar frá verslunum Svínakjöt víða á tilboðsverði NÝ SNYRTIVÖRUDEILD hefur verið opnuð í Hagkaupum í Skeifunni. Deildin býður upp á vörumerki frá öllum helstu snyrtivöruframleiðendum en ný vörumerki sem eru fáanleg þar eru meðal annars Kanebo, Est- ée Lauder, Nina Ricci, Urban Decay og Dior, auk þess sem úr- val af ilmum hefur verið tvöfald- að. Verslunin, sem er 120 fer- metrar að stærð, er skipulögð að hluta með sjálfsafgreiðslu- fyrirkomulagi sem á að auð- velda aðgengi að vörunum. Í tilefni af opnuninni verður efnt til Fríhafnardaga í verslun- um Hagkaupa dagana 5.–7. júní. Þá verður veittur 24,5% afslátt- ur af öllum snyrtivörum eða sem nemur virðisaukaskatti. Í fréttatilkynningu frá Hagkaup- um kemur fram að verslunin vilji með Fríhafnardögum með- al annars vekja athygli á viða- miklum smásölurekstri ríkisins sem velti um 18 milljörðum króna árlega í áfengisverslun- um, Fríhöfninni og lyfjaverslun- um. Stjórnvöld hvött til að hætta smásölurekstri Bent er á að Fríhöfnin sé stærsti seljandi landsins í ýms- um vöruflokkum, svo sem snyrtivörum, ljósmyndavélum og ýmsu skemmtiefni og sæl- gæti. Hún keppi beint við ís- lenskar verslanir án þess að þurfa að greiða virðisaukaskatt auk annarra opinberra gjalda eins og samkeppnisaðilarnir. Eru stjórnvöld hvött til þess að draga sig út úr smásölurekstri að og búa íslenskri verslun sam- bærilegt rekstrarumhverfi og erlend verslun býr við. Ný snyrtivörudeild Hagkaupa Afnema vsk. tíma- bundið SÆLKERADREIFING ehf. hefur byrjað innflutning á bandarískum hlaupbelgjum sem seldir eru undir merkinu Jelly Belly. Belgirnir eru í yfir 50 bragðtegundum og eru seldir í lausasölu í verslunum. Í fyllingarn- ar er meðal annars notaður ávaxta- safi, kaffi og súkkulaði. Hlaupbelgir í öllum litum NÝTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.