Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALÞÝÐUSAMBAND Íslands hef- ur krafist þess að uppsagnir starfsfólks Jökuls ehf. á Raufar- höfn verði dregnar til baka þar sem lög um hópuppsagnir hafi ver- ið þverbrotin við uppsagnirnar. Framkvæmdastjóri Jökuls segir að fyrirtækið telji sig hafa farið að lögum í þessum efnum. Forsvarsmenn ASÍ voru á Rauf- arhöfn í gær og ræddu við heima- menn. Meðal annars ræddu þeir við forsvarsmenn verkalýðsfélags- ins, trúnaðarmenn og fulltrúa starfsmanna, Guðnýju Hrund Karlsdóttur, sveitarstjóra á Rauf- arhöfn og Margréti Vilhelmsdótt- ur, framkvæmdastjóra Jökuls. Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagði að ASÍ gengi út frá því að fyrirtækið færi að lögum um hópuppsagnir. Þau hefðu óskað eftir svari sem fyrst og verði ekki orðið við þess- um tilmælum verði málinu fylgt eftir. Í bréfi ASÍ til Margrétar Vil- helmsdóttur, framkvæmdastjóra Jökuls, af þessu tilefni segir að eftir að hafa aflað sér upplýsinga um framkvæmd fyrirtækisins á þessari hópuppsögn liggi fyrir að lög um hópuppsagnir hafi verið þverbrotin. Er á það bent að at- vinnurekendum beri við þessar að- stæður að láta trúnaðarmönnum í té allar þær upplýsingar sem máli skipta vegna fyrirhugaðra upp- sagna og tilgreina a.m.k., skriflega hvaða ástæður búi þeim að baki, fjölda starfsmanna sem til standi að segja upp og hvaða störfum þeir gegni, á hvaða tímabili fyr- irhugaðar uppsagnir eigi að koma til framkvæmda og viðmiðanir sem til standi að nota við val á starfs- mönnum sem segja eigi upp. Fyrir liggi að áform fyrirtækisins hafi ekki kynnt trúnaðarmönnum starfsmanna með þeim hætti sem lögin kveði á um. Þá er þess krafist að fyrirtækið dragi nú þegar til baka áður til- kynntar uppsagnir og að fyrirtæk- ið taki jafnframt upp viðræður við trúnaðarmenn starfsmanna og full- trúa Verkalýðsfélags Raufarhafnar um viðhlítandi lausn á þessu máli. „ASÍ lítur á reglur um réttindi starfsmanna til upplýsinga og samráðs sem mjög mikilvæg rétt- indi og áskilur sér allan rétt til að fylgja máli þessu eftir, eftir því sem þörf krefur,“ segir síðan. Telja sig hafa farið í einu og öllu að lögum Margrét Vilhelmsdóttir, fram- kvæmdastjóri Jökuls, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að fyrirtæk- ið teldi sig hafa farið í einu og öllu að lögum í þessum efnum. Þeim hefði verið tilkynnt þessi afstaða ASÍ í gærmorgun og það yrði að segjast eins og væri að þeim hefði komið þetta mjög á óvart að ASÍ skyldi bregðast svona við. Málið væri í skoðun hjá lögmönnum fyr- irtækisins og þeir yrðu að fá tíma til að athuga þessi mál áður en þeir svöruðu erindi ASÍ. Alþýðusambandið segir að lög um hópuppsagnir hafi verið brotin hjá fiskvinnslufyrirtækinu Jökli á Raufarhöfn Uppsagnir verði dregnar til baka Morgunblaðið/Júlíus Helgason Forsvarsmenn ASÍ voru á Raufarhöfn í gær. Á myndinni eru Signý Jóns- dóttir, Snær Karlsson, Halldór Björnsson, Ingvar Sverrisson og Halldór Grönvold, frá ASÍ, og Pálína Auðbjörg Valsdóttir, formaður Verkalýðs- félags Raufarhafnar, og Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri. Fórum að lögum, segir fram- kvæmdastjórinn AÐ sögn forráðamanna Jökuls ehf. á Raufarhöfn hefur fyr- irtækið boðið trillusjómönnum þar að kaupa af þeim þann fisk sem þeir landa á staðnum en eng- inn stöðugleiki hafi verið í því samstarfi. Haraldur Sigurðsson, trillukarl á Raufarhöfn, segir að undantekningalaust bindi menn sig við eitthvert fyrirtæki um löndun en Jökull hafi ekki viljað þeirra fisk vegna vinnslu Rússa- fisks og nú eigi að loka vinnsl- unni á aðalveiðitíma færabát- anna. Hann segir jafnframt að það ástand sem komið sé upp á Rauf- arhöfn sé afleiðing fiskveiði- stjórnunarkerfisins. „Ég hef haft samband við Jökul ehf. vegna þess að hann er næst- ur mér og ég geri mér mætavel grein fyrir því að fiskur sem er fluttur í burtu skapar ekki vinnu hér á þessu svæði. Það er manni efst í huga,“ segir Haraldur þeg- ar hann er spurður hvort sjó- menn séu tilbúnir að gera fasta samninga við Jökul eða hvort þeir vilji bara nota fyrirtækið þegar þeim henti. „Hugsaðu þér bara þá stöðu sem kemur upp í einu sjávarþorpi þegar öflug fiskvinnsla er á staðnum sem ekki vill sjá það hráefni sem kemur í land á við- komandi stað, í fiskiþorpi sem byggir stóran hluta afkomu sinn- ar á fiskveiðum. Það er ágætt að menn hugleiði það. Þeir hafa ekkert viljað sjá þetta hráefni sem hefur komið í land vegna þess að þeir hafa sérhæft sig í þessum Rússafiski.“ Haraldur bendir á að trillur séu háðar veðri og vindum og það sé náttúrlega Akkilesarhæll smábátaútgerðarinnar. „Sumir hverjir, veit ég, hafa leyst það vandamál þannig að Rússafisk- urinn er hafður til uppfyllingar. Það kemur los á þetta á Rauf- arhöfn og það er alfarið Jökli að kenna vegna þess að þeir byrjuðu á að flæma heimasjómennina frá sér með því að vilja ekki fisk frá þeim.“ Bandvitlaust fiskveiði- stjórnunarkerfi Haraldur segir að það sé nátt- úrlega algjört skilyrði að menn bindi sig alfarið hjá einhverjum aðila en landi ekki bara hér og þar. Hann segir jafnframt að sér hafi gramist þegar trillusjómönn- um hafi verið legið á hálsi fyrir að flytja fiskinn í burtu en for- saga málsins hafi verið sú að Jök- ull vildi bara alls ekki sjá fisk. Þegar fiskmarkaðirnir voru að byrja hafi heimamenn á t.d. Þórs- höfn og Raufarhöfn sýnt ótrúlegt langlundargeð og landað fiski fyrir slíkt smánarverð að var með ólíkindum. Þetta hafi þeir gert til þess að konurnar þeirra og börnin hefðu vinnu í fisk- iðjuverunum. Þeir sem hafi rekið þau þá hafi gengið á lagið. „En eitt sumarið bauð Jökull hf. með fyrri eigendur viðunandi verð og þá landaði hver einasti kjaftur á svæðinu hjá þeim og við gerðum fasta samninga.“ Haraldur segist hafa hringt í nýja eigendur en þeir hafi ekki viljað sjá fiskinn. „Þetta vandamál skapast líka vegna þess hvað við búum við bandvitlaust fiskveiðistjórn- unarkerfi. Það er ekki óalgengt að maður sé að fá 125 krónur fyrir kílóið af slægðum fiski en svo er hægt að leigja kílóið fyrir kannski 135 krónur og sleppa við allan kostnað,“ bendir hann á og spyr: „Er þá ekki orðið ansi freistandi að leigja frá sér?“ Haraldur Sigurðsson klykkir út með eftirfarandi orðum: „Jökull útilokar núna að við [sjómenn] hérna getum gert við þá fastan samning vegna þess að þeir ætla sér að loka húsinu akkúrat á þeim tíma sem hæst skal hófa hjá okkur sem gerum út á færi þann- ig að ég get sparað mér að hringja í þá núna.“ Fiskvinnsla sem er lokuð kaupir ekki fisk ÞAU mistök urðu hjá Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur þegar send- ur var út texti bókunar fulltrúa sjálfstæðismanna í fræðsluráði vegna framlaga Reykjavíkur- borgar til einkaskóla, að þrjú orð féllu út. Orðin sem féllu út voru „ekki einu sinni“, og gjörbreyttu texta bókunarinnar. Leiddi þetta m.a. til þess að undirfyrirsögn í frétt Morgunblaðsins í gær um bókunina var röng. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna og fulltrúi í fræðsluráði, gagn- rýnir tillögur Reykjavíkurlistans og segir þær fela í sér mismunun gagnvart nemendum eftir því í hvaða skóla þeir ganga. Minna greitt með hverjum nemanda í einkaskólum „Tillögur Reykjavíkurlistans fela í sér að skólagjöld eru nauð- synleg til að skólarnir geti starf- að áfram.“ Hún segir þetta koma til vegna þess að greitt sé minna með hverjum nemanda í einka- reknum grunnskóla en með hverjum nemanda í hagkvæm- asta borgarrekna grunnskólan- um, þegar í raun ætti að greiða meira í sumum tilvikum. Einka- reknir skólar eru oft smærri ein- ingar en hagkvæmustu borgar- reknu skólarnir, og sumir eingöngu með unglingadeild, sem er dýr í rekstri. „Þó er þetta auðvitað ákveðinn áfangasigur, þetta er auðvitað um 30 prósent hækkun og þýðir það að skólarnir geti starfað áfram næsta vetur. En við lítum svo á að þessu sé engan veginn lokið,“ segir Guðrún Ebba. Réttur texti bókunar Rétt bókun sjálfstæðismanna hljóðaði þannig: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði gagnrýna að fulltrúar Reykjavíkurlistans skuli ekki fallast á að greiða sambærilegt fjármagn með hverjum nemanda óháð því hvort hann gengur í einkarekinn eða borgarrekinn grunnskóla. Fram- lagið sem fyrirliggjandi tillaga felur í sér jafngildir ekki einu sinni kostnaði á nemanda í hag- kvæmasta skóla borgarinnar. Kostnaður á hvert barn þar er 367 þúsund krónur, eins og fram kemur í greinargerð með tillög- unni, en í tillögunni er aðeins gert ráð fyrir stuðningi fyrir börn í einkareknum grunnskóla að upphæð kr. 302.910. Tillagan staðfestir það sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa haldið fram að auka þurfi fjárframlög til einkaskóla og þeim áfangasigri er fagnað. Gagnrýnivert er þó hve tillagan er lögð seint fram og hefur það sett mark sitt á starfið í skól- unum sem annars ætti að ein- kennast af bjartsýni og gleði í lok skólaársins. Þá er mikilvægt að marka framsýna tillögu til lengri tíma þar sem tryggt er að nemendum verði ekki mismunað eftir því hver rekstraraðili skól- ans er.“ Mistök urðu hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur þegar bókun D-lista um framlög til einkaskóla var send út Orð féllu niður og breyttu merkingu VEÐURFAR í maí var nálægt með- allagi á landinu en þó þótti tíð- indum sæta að maí var kaldari en apríl á Akureyri, en slíkt er fátítt og gerðist síðast 1979. Litlu munaði á veðurfari í apríl og maí í Reykja- vík. Sólskinsstundir í maí voru með meira móti, í Reykjavík mældust þær 283, eða 91 sólskinsstundum fleiri en í meðalári. Maímánuður var einnig sólríkur á Akureyri þar sem mældust 40 fleiri sólskins- stundir en í meðalári, og hafa ekki verið fleiri síðan 1967. Meðalhitinn í maí í Reykjavík var svipaður og í meðalári, um 6,3° C, en rétt undir meðallagi á Akureyri, eða 5,2° C. Það sem af er ári hafa því allir mánuðir nema maí verið yfir meðallagi hvað hitastig varðar. Úrkoman í maí var mjög nálægt meðallagi. Hún var aðeins minni en í meðalári í Reykjavík, um 40 mm, en ívið meiri á Akureyri, eða um 21 mm. Morgunblaðið/Arnaldur Veður fyrir ís. Stúlkurnar á Flókagötunni voru allar búnar hjálmum eins og hyggnum vegfarendum sæmir þegar farið er um á hlaupahjólum. Maí kaldari en apríl á Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.