Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BILL Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði eiginkonu sinni, Hillary Rodham Clinton, fyrst sannleikann um samskipti sín og Monicu Lewinsky, sem verið hafði lærlingur í Hvíta húsinu, helgina áð- ur en hann viðurkenndi fyrir rann- sóknarkviðdómi í Washington að hann hefði átt í „ósæmilegu“ sam- bandi við Lewinsky. Frá þessu grein- ir Hillary í minningabókinni „Living History“, sem kemur í bókabúðir vestra eftir helgi. Hillary lýsir í „Living History“, sem fjallar um ár Clinton-hjónanna í Hvíta húsinu, því áfalli sem hún varð fyrir þegar Clinton gerði loks hreint fyrir sínum dyrum. Segist hún ekki hafa þurft að taka erfiðari ákvörðun um ævina en þá að halda hjónaband- inu áfram og í framhaldi bjóða sig fram til öldungadeildar Bandaríkja- þings fyrir New York-ríki. Hillary segist í bókinni hafa stað- fastlega trúað þeirri sögu eig- inmannsins að hann hefði einungis hjálpað Lewinsky er hún bað hann um aðstoð vegna atvinnuleitar. „Fyrir mér virtist Lewinsky-málið aðeins vera enn einn liðurinn í ósvífn- um tilraunum pólitískra andstæðinga til að þyrla upp moldviðri [í kringum forsetann],“ segir Hillary en í janúar 1998, fyrst eftir að greint var frá því að Clinton hefði hugsanlega átt í ósæmilegu sambandi við Lewinsky, varði hún einmitt bónda sinn með kjafti og klóm. Sagði hún þá í sjón- varpsviðtali að hann væri einfaldlega fórnarlamb „víðtæks samsæris hægrimanna“ sem með ásökunum um meint ástarsamband hans við Monicu Lewinsky freistuðu þess að „afmá úrslit tvennra kosninga“. „Ég gat varla andað“ Meira en hálfu ári síðar, þ.e. í ágúst 1998, stóð forsetafrúin enn í þeirri trú að Clinton hefði ekkert rangt gert. Að morgni laugardagsins 15. ágúst 1998 vakti Clinton hins veg- ar eiginkonu sína og sagði henni í fyrsta skipti að málið væri mun alvar- legra en hann hefði fram að því viljað viðurkenna. „Hann gerði sér nú grein fyrir því að hann myndi þurfa að greina frá því að um óviðeigandi, náin kynni hefði verið að ræða. Hann sagði mér að samband þeirra hefði varað stutt og verið slitrótt,“ segir Hillary í bókinni. Rifjar hún upp að Clinton hafi ver- ið skömmustulegur á þessari stundu, enda hafi hann vitað að hún yrði afar reið yfir þessum tíðindum. Síðan seg- ir Hillary í bókinni: „Ég gat varla andað. Á sama tíma og ég barðist við að ná andanum fór ég að gráta og öskra á hann: Hvað meinarðu? Hvað ertu að segja? Hvers vegna laugstu að mér? Ég var öskureið og varð reiðari og reiðari. Hann stóð bara þarna og sagði: Fyrirgefðu, fyr- irgefðu. Ég var að reyna að vernda ykkur Chelsea.“ Vildi „snúa Bill úr hálsliðnum“ Útgáfu „Living History“ hefur verið beðið með nokkurri eftirvænt- ingu. Bókin er 562 blaðsíður á lengd og þegar í upphafi á að prenta um eina milljón eintaka, sem þykir mjög mikið. Útgefandinn, Simon & Schust- er, væntir þess hins vegar að bókin seljist vel. Hillary fékk á sínum tíma fyr- irframgreiðslu upp á 2,8 milljónir Bandaríkjadala vegna bókarskrif- anna, en alls er samningur hennar við útgefandann upp á 8 milljónir doll- ara. Fullyrt hefur verið að hún muni í bókinni svipta hulunni af átta ára langri dvöl þeirra hjóna í Hvíta hús- inu, en Clinton var forseti Bandaríkj- anna 1993–2001. Hillary segir að allt þar til Clinton sagði henni sannleikann hafi hún tal- ið að verið væri að gera úlfalda úr mýflugu; að forsetinn hefði í versta falli gerst sekur um kjánaskap er hann sýndi Lewinsky ofurlítið vin- arþel. Segist hún hafa átt erfitt með að trúa því að hann myndi stofna hjónabandi þeirra í hættu. „Ég var orðlaus [yfir játningu Clintons], hann hafði sært mig hjartasári og ég var bálreið yfir því að ég skyldi upp- haflega hafa trúað honum.“ Segir Hillary að forsetinn hafi tár- ast þegar hún sagði honum að hann myndi þurfa að gera sömu játningu fyrir dóttur þeirra, Chelsea. Hún lýs- ir því síðan hversu kalt var á milli þeirra hjóna næstu mánuðina og þá sérstaklega í ferð þeirra til Martha’s Vineyard strax að loknum vitnisburði forsetans fyrir rannsóknarnefndinni. „Hundurinn Buddy kom með til að halda Bill félagsskap. Hann var sá eini í fjölskyldunni sem kærði sig um það,“ segir hún. Sjálf komst Hillary á endanum að þeirri niðurstöðu að hún elskaði enn bónda sinn, jafnvel þó að „sem eig- inkona hafi ég helst viljað snúa Bill úr hálsliðnum“. Í forsetaframboð 2008? Ákvörðun Hillary um að sækjast eftir sæti í öldungadeild Bandaríkja- þings fyrir New York-ríki í kosning- unum 2000 hafði heilandi áhrif á sam- band hjónanna, að því er fram kemur í bók forsetafrúarinnar fyrrverandi. „Við Bill fórum að tala saman aftur um mál sem vörðuðu annað en fram- tíð sambands okkar. Er fram liðu stundir fórum við smám saman að slaka á,“ segir hún. Niðurstaða Hillary – sem sumir segja líklega til að sækjast eftir út- nefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninga í Bandaríkjunum haustið 2008 – að því er varðar Lew- insky-hneykslið er sú að Clinton hafi breytt rangt í siðferðilegum skilningi, en að forsetinn hafi ekki blekkt eða svikið almenning með framferði sínu. Varð ösku- reið vegna lyga Clintons Minningabók Hillary Clinton um árin í Hvíta húsinu kemur út á mánudag AP Clinton ræðir við Monicu Lewinsky og aðra starfsmenn Hvíta hússins eftir að hann var endurkjörinn forseti 1996. AP Kápa bókarinnar „Living History“, sem kemur út í Bandaríkjunum eft- ir helgi. Hennar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. ’ Ég gat varla and-að. Á sama tíma og ég barðist við að ná andanum fór ég að gráta og öskra á hann. ‘ Washington. AP. Einstök ítölsk hönnum og háþróuð tækni sameinast í þessum glæsilegu ofnum og helluborðum sem tryggja öryggi og gleði í eldhúsinu. Við bjóðum nokkrar gerðir af Smeg blástursofnum og helluborðum á einstöku verði á meðan birgðir endast. Einstakt tækifæri til að gera góð kaup. Glæsilegir Smeg blástursofnar og helluborð á frábæru verði Verð áður 3.995 nú kr. 3.300. Verð áður 5.500 nú kr. 4.500 Verð áður 7.900 nú kr. 6.300 Verð áður 10.900 nú kr. 8.900 Klapparstíg 44, sími 562 3614Tilboð á Fuglahúsum fimmtudag, föstudag og langan laugardag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.