Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 25 ÞAÐ hefur verið einstaklega skemmtilegt, á þessum fyrstu vik- um nýrrar ríkisstjórnar, að fylgj- ast með stjórn- arandstöðunni. Sigurvíma Samfylk- ingarinnar hefur hægt og bítandi breyst í örvæntingu og tilfinningasveifl- urnar og bak- tjaldamakkið hafa verið á við besta Soprano-þátt. Össur Skarp- héðinsson, formaður Samfylking- arinnar, hefur farið á kostum og ber þar hæst framgöngu hans í Silfri Egils daginn eftir kosningar og í frægu símtali þar sem hann bauð Halldóri Ásgrímssyni for- sætisráðherrastólinn ef hann fengi að verða utanríkisráðherra, án þess svo mikið sem ráðfæra sig við forsætisráðherraefni og tals- mann eigin flokks. Og þetta í flokknum sem að eigin sögn bygg- ir á samræðupólitík og lýðræð- islegum vinnubrögðum. Ferskir vindar eða fýlupúkar? Eftir að ljóst varð að rík- isstjórnarflokkarnir væru sam- mála um að halda áfram samstarf- inu fór örvæntingin og vanþóknunin að ágerast. Vanþókn- un og fýla sem virtist beinast sér- staklega gegn Framsókn- arflokknum, þ.e.a.s. flokknum sem átti að vera nær dauða en lífi í að- draganda kosninganna. Sér- staklega athyglisvert hefur verið að fylgjast með pirringi Samfylk- ingarinnar yfir að Framsókn skyldi ná betur til yngri kjósenda en hún. Samfylkingin átti nefni- lega að vera nýja ferska aflið, en lítið er nú samt um ung og fersk andlit í þingflokknum. Að minnsta kosti á ég bágt með að telja Mörð Árnason og Helga Hjörvar í hópi ungra og ferskra andlita í stjórn- málum. Businn á Alþingi Eitt og eitt ungt og ferskt and- lit er þó að finna í þingflokki Sam- fylkingarinnar. Gremjan virðist þó engu minni þar en hjá eldri fulltrúum Samfylkingarinnar. Í grein sem birtist undir fyrirsögn- inni „Busi á Alþingi“ í Morg- unblaðinu hinn 31. maí 2003 kem- ur þetta mjög greinilega fram. Ágúst Ólafur Ágústsson, glænýr þingmaður Samfylkingarinnar skrifar: „Ný kynslóð hefur nú sest á Alþingi og hafa aldrei eins margir ungir einstaklingar tekið sæti saman á Alþingi. Sú stað- reynd að framsóknarmenn eru að upplagi miðaldra hækkar reyndar meðalaldur hinna ungu þing- manna …“ Fyndið … og pirring- urinn sjaldan augljósari. Tveir af frambærilegustu ungu þingmönn- unum koma nefnilega frá Fram- sóknarflokknum, og annar þeirra er þriðji yngsti þingmaðurinn frá upphafi. Formaður flokksins sýndi síðan greinilega hversu mikla áherslu hann leggur á unga fólkið í flokknum, þegar hann valdi Árna Magnússon sem félagsmálaráð- herra og tiltók að hann væri val- inn bæði vegna reynslu sinnar og sem fulltrúi unga fólksins í Fram- sóknarflokknum. Nýjar og betri fyrirmyndir Í dæmisögunni um refinn og vínberin tiltók rebbi sérstaklega hversu súr berin væru og bætti síðan við að að auki héngju þau alltof hátt. Dæmisögur eru til að læra af þeim … og væri því víst ekki úr vegi að benda glænýjum jafnt sem eldri þingmönnum Sam- fylkingarinnar á næsta bókasafn. Að lokum vona ég að businn Ágúst fari nú sem allra fyrst að leita sér annarra fyrirmynda en hinna fýlupúkanna í flokknum hans. Hátt hanga þau og súr eru þau, sagði rebbinn … Eftir Eygló Harðardóttur Höfundur er framkvæmdastjóri og varaþingmaður Framsókn- arflokksins. ATVINNA mbl.isMörkinni 3, sími 588 0640.Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15 Brúðkaupsgjafir www.casa.is Br úð ar gj af al is ta r                                FIMMTUDAGS- TILBOÐ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 BARNAGÚMMÍSTÍGVÉL breið og góð Litir: Rauð og dökkblá Stærðir: 23-35 VERÐ ÁÐUR 1.295 VERÐ NÚ 895 Traustir M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Tryggvabraut 5 • Sími 462 2700Bíldshöfða 14 • Sími 587 6644 Komdu og skoðaðu nýja 10 RT fellihýsið frá Starcraft. Það er stórt og sterkt, á 15" dekkjum með álfelgum, upphækkað, smíðað á „off-road“ undirvagn og smellpassar fyrir jeppana. Allt sem prýðir úrvals fellihýsi er til staðar; pottþéttur Aqualon tjalddúkur, miðstöð og eldavél, grjótvörn og tveir gaskútar. Starcraft Camp-let „off-road“ fellihýsið Stóri og rúmgóði tjaldvagninn ferðafélagar Camp-let tjaldvagninn er þrautreyndur hér á landi og áratuga reynsla sannar hin dönsku gæði. Camp-let hefur stórt áfast fortjald, eldhúseiningu og tvö rúmgóð svefnpláss. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að tjalda og þá er leitun að stærri og rúmbetri tjald- vagni á íslenskum tjaldstæðum! Verð frá 529.000 kr. Topplausnin Hapro farangurskassi er snjöll lausn til að koma öllum farangrinum í bílinn. Margar gerðir og stærðir fyrir alla bíla. Verð frá 23.900 kr. Johnson-Evinrude utanborðsmótorar 3,5 hestafla tvígengismótor Þyngd 13,5 kg. Verð 79.000 kr. 50 hestafla fjórgengismótor Þyngd 109 kg. Verð 689.000 kr. 8 hestafla fjórgengismótor Þyngd 38 kg. Verð 209.000 kr. 5 hestafla fjórgengismótor Þyngd 25 kg. Verð 123.000 kr. 25 hestafla tvígengismótor Þyngd 53 kg. Verð 269.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.