Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 23 Norræna húsið kl. 12:30 Fyr- irlestur Jons Brænne um með- höndlun friðaðra bygginga og mannvirkja með sögulegt gildi. Fyrirlesturinn er í boði Þjóðminja- safns Íslands og verður fluttur á ensku undir yfirskriftinni: „Principles, practice and docum- entation in colour examination of buildings. Surface treatment of the exterior of historical buildings, materials and methods.“ Jon Brænne er sérfræðingur í for- vörslu málaðra yfirborða á sviði bygginga og muna við NIKU, Norwegian Institute for Cultural Heritage Research. Hann hefur diploma sem málverkaforvörður frá 1974 í Noregi og vann sem mál- verkaforvörður við þjóðminjavarð- arembættið (Riksantikvaren) í Nor- egi (1968-1994), einkum við rannsóknir á byggingum, forvörslu á veggfóðri og ámáluðu skrauti. Ár- in 1982-93 var hann deildarstjóri forvörslu við sömu stofnun. Síðan 1994 hefur hann verið í rannsókn- arstöðu og unnið sem málverka- forvörður við NIKU, Norwegian Institute for Cultural Heritage Research. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is KVENNAKÓR Garðabæjar hefur starfað í þrjú ár undir stjórn Ingi- bjargar Guðjónsdóttur söngkonu og hefur þegar getið sér gott orð fyrir fágaðan og fínlegan söng. Það sem helst mætti finna að er vöntun á hrynskerpu og að söngstjórinn gerir sér auðheyrilega far um að ofbjóða ekki röddunum, bæði er varðar efn- isval og raddmótun, sem er aðals- merki góðs söngkennara og mun, er tímar líða, skila góðum árangri. Fyrstu fimm viðfangsefni kórsins voru íslensk söngverk, Gömul vísa um vorið, fallegt lag eftir Gunnstein Ólafsson, Hjá lygnri móðu, við texta eftir Halldór Laxness, og Klement- ínudansinn eftir Atla Heimi Sveins- son, gamansamt lag eftir Karólínu Ei- ríksdóttur, Úr Árstíðarsöngli, við texta eftir Steinunni Sigurðardóttur, og síðast Gloria tibi, íslenskt þjóðlag. Öll voru lögin sungin af þokka og lát- leysi. Ave verum corpus eftir Mozart og Tantum ergo eftir Gabriel Fauré voru helst til dauflega flutt en fyrir hlé voru svo fluttir sjö moravískir dúettar eftir Anton Dvorák, falleg lög sem í heild voru vel flutt, en helst að það vantaði í þau meiri galsa og tilþrif í hryn, sem Tékkar eru frægir fyrir og heyra má oft í þjóðlögum þeirra, en Dvorák kunni manna best að leika sér með þessi einkenni í sínum tónverk- um. Eftir hlé voru sungin ensk tónverk, fyrst þjóðlagið Early one morning, þá hið fræga Come again eftir Dowland, sem var mjög fallega sungið, og So- und the Trumpet eftir Purcell. Tvö síðustu ensku lögin eru eftir Elgar, við texta eftir Alice konu hans, en hún var honum stoð og stytta, svo mjög, að eftir lát hennar 1920 samdi hann nær ekkert. Þess ber að geta, að Elg- ar átti framan af mjög erfitt uppdrátt- ar, og það var ekki fyrr en hann var um fertugt (1898) að hann vakti veru- lega athygli með Enigma-tilbrigðun- um og það er haft fyrir satt, að Alice hafi í raun stappað í hann stálinu, svo að hann gafst ekki upp á því að hasla sér völl sem tónskáld. Þessi lög, Fly, Singing byrd og The Snow, eru fal- legar tónsmíðar og voru best sungnar af kórnum. Þar mátti heyra, að Ingi- björg er að byggja upp góðan kór, og í líðandi tónlínum verksins blómstruðu raddirnar, er gefur fyrirheit um góð- an söng í framtíðinni. Með í þessu verki léku Júlíana Elín Kjartansdótt- ir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir á fiðlur og Helga Laufey Finnbogadóttir á pí- anó, sem gaf verkinu fyllingu og studdi vel við söng kórsins. Þrjú síðustu lögin voru vinsæl dæg- urlög, fyrst dúbí-dúbí-dú-útfærsla á Gavottu eftir J.S. Bach, bítlalagið Here, there and everywhere og síðast Hvítir mávar. Það verður að segjast eins og er, að söngurinn var ekki jafn- góður í þessum lögum og í fyrri verk- efnunum og sérstaklega lítt sannfær- andi í gavottunni. Hvað um það, þá báru tónleikarnir í heild þess glögg merki, sérstaklega í verki Elgars, að vel hafði verið unnið og æft, svo að fróðlegt verður að fylgjast með þess- um kór undir stjórn Ingibjargar Guð- jónsdóttur, er honum eflist áræði og kraftur í uppfærslu erfiðra verkefna. TÓNLIST Tónlistarhúsið Ýmir Kvennakór Garðabæjar undir stjórn Ingibjargar Guðjónsdóttur flutti íslensk og erlend söngverk. Undirleikari var Helga Laufey Finnbogadóttir og sam- leik á fiðlur önnuðust Júlíana E. Kjart- ansdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir. Fimmtudagurinn 29. maí. KÓRTÓNLEIKAR Að byggja upp góðan kór Jón Ásgeirsson Fimmtudagur Hásalir kl. 18:30 Að nálgast sjálf- an sig – jógatími við lifandi tónlist. Hafnarborg kl. 21: Djasstónleikar Jakobsen&Möller. Bjartir dagar í Hafnarfirði KIRKJULISTAHÁTÍÐ stend- ur til 9. júní. Yfirskriftin er „Ég ætla að gefa regn á jörð“. Fimmtudagur Hallgrímskirkja kl. 12: Tón- listarandakt. Prestur: Sigurður Pálsson. Sigrún Magna Þór- steinsdóttir og Dagný Björg- vinsdóttir leika á Klaisorgelið. Trúlega Bergman (III) kl. 20: Málþing um trúarstef í kvikmyndum Ingmars Berg- mans (seinni hluti). Fyrirlesari: Maaret Koskinen, einn fremsti Bergmanfræðingur heims. Að loknum fyrirlestrinum verða al- mennar umræður. ♦ ♦ ♦ FERTUGASTA sýning á banda- ríska söngleiknum „Með fullri reisn“ eftir Terrence McNally og David Yazbek, verður í Þjóðleikhúsinu á morgun. Það er jafnframt síðasta sýning verksins á þessu vori. 40. sýning á Með fullri reisn ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.