Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ að var dásamlegt veð- ur á hvíldardegi vik- unnar. Ég hellti köldum ávaxtasafa í hátt glas og lagðist með sunnudagsblaðið út á heitar svalirnar. Fuglarnir sungu undir heiðskírum himni og í sólinni, sem tveimur nóttum áður op- inberaði The dark side of the moon - myrkrahlið tunglsins og köttur stökk upp í tré. Börn léku sér í næsta garði, en í öðru húsi lauk maður nokkur við hádeg- isbrauðið sitt og kaffi undir aðal- fréttatíma útvarpsins. Þessi maður var líka glaður eins og ég. Hann gekk út í garð og hann vissi nákvæmlega hvað hann ætti að taka sér fyrir hend- ur á þessum blessaða degi. Hann er ekki mikið fyrir lestur bóka og hann hafði þegar lesið blaðið kvöldið áður. Sólbað var honum fjarri. Neonljós blikkaði í huga hans: Slá grasið ... Slá grasið ... Hann dró bens- ínsláttuvélina út úr skúrnum og djöflaði henni í gang með látum. Svo færðist ljómi yfir andlit hans og hann gekk hægum skrefum um garðinn með vélina fyrir framan sig, háværa vélina sem hræddi fuglana og köttinn úr trénu og kyrrðin, hún hvarf líka. Það er sama hvaða sumar, það er sama hvar ég bý, á hvaða svölum ég ligg eða í hvaða garði ég sef, hvaða sól ég sleiki eða bók ég les, drykk drekk eða krem ég nota í bjartri kyrrðinni, það kemur alltaf einn með sláttuvél! Ég stend upp og fylgist dapur með manninum. Hann er í sjö- unda himni; í hnésíðum buxum og stutterma köflóttri skyrtu. Hann er með heyrnartól á höfð- inu og hlustar sennilega á um- ræðuþátt á Rás 1. Það er ekki einu sinni víst að hann heyri sjálfur í vélinni! Ég tek mér pásu og flyt mig inn úr dæmi- gerðum óhljóðum sumarsins. Sólin þokast áfram á loftinu og loks slokknar á vélinni. Ég hætti mér aftur út á svalirnar, nú með sólgleraugu og nýútgefna Brennu-Njálssögu eftir handriti Reykjabókar (Bjartur, neonklassík 2003). Nafni minn þrífur atgeirinn báðum höndum, rekur hann í gegnum þann sem hjó sundur bogastrenginn og kastar honum á völlinn. Hann vegur átta menn og mælir til Hallgerðar: „Fá mér leppa tvo úr hári þínu og snúið þið móðir mín saman til bogastrengs mér.“ (bls. 123). Fuglarnir setjast á ný og Gunnar ver sig vel og frækilega, kveður og rekur atgeirinn gegn- um menn, þar til hann fellur sjálfur af mæði og er drepinn nokkru síðar. Heiftarleg hljóð berast nú upp á svalirnar þar sem ég ligg í Njálssögu og ekki bara þangað heldur sennilega upp á tug ann- arra svala og garða í nágrenn- inu. Ég gægist yfir handriðið og greini mann hálfan bak við tré með bensínfyllt sláttuorf í hönd- unum. Þetta er maðurinn sem áðan kastaði mæðinni eftir slátt- inn. Hann hefur tekið sér nýtt og þrisvar sinnum háværara og miskunnarlausara tól í hend- urnar. Það er víst sérlega þægi- legt að beita því á graskanta og aðra staði þar sem breiðar sláttuvélar eiga óhægt um vik. Það er með þræði sem snýst hratt í hringi. Þetta er maðurinn með orfið, maðurinn sem birtist ævinlega í garðinum þegar aðrir telja að ró- semd ríki í heiminum. Maðurinn sem gerir ekki boð á undan sér og tekur kyrrðina frá manni án viðvörunar. Ég velti glasinu mínu og heitur þykkur vökvinn lekur yfir svalirnar og drýpur hægt og sígandi í garðinn. Það er sama hversu takmark- aðan áhuga sláttumaðurinn slyngi hefur á garðinum, hversu lítill grasflöturinn er, það er sama hversu ljótur, hversu sjald- an skítur eða annar áburður er borinn á hann, hversu blettóttur, alltaf skýst fram hávær sláttuvél þegar veðrið er engu öðru líkt. Fæstum hugkvæmist að hellu- leggja allan garðinn sinn, þekja hann með perlusandi eða rækta bara villtan garð. Ávallt þarf að skilja eftir nógu stóran blett til að hægt sé að beita bansettri vélinni í blíðviðri. Aldrei er sleg- ið undir skýjuðum himni eða þegar nágrannar hlusta á út- varpið inni fyrir og gera hrein- gerningu vikunnar. Alltaf þegar veðrið er best, þegar kyrrðin tel- ur sig ráða ríkjum og róar með því hugann. Ég hef rannsakað þetta í mörg ár. Ég hef búið víða; á sjö stöð- um á síðustu tólf árum og alltaf er lögð stund á sama atferlið: Í mesta hitanum, mesta logninu, á besta hvíldartímanum, stígur maðurinn með vélorfið eða sláttuvélina fram og ræsir. Ekki hvarflar að honum að nota hand- sláttuvél, jafnvel þótt það sé þús- undum sinnum hagkvæmara og ekki mikil raun. Það er barasta ekki nógu ... flott eða eitthvað. Það er eins og það kvikni á öllum sláttumönnum í þessum veðurskilyrðum og þeir rjúki umhugsunarlaust af stað út í garð. Ég spáði eitt augnablik í hvort ég ætti að sækja mér eyrnartappa; liggja í brennandi sólinni með Njálssögu í augum og eyrnatappa í eyrum, en mér fannst það ekki við hæfi. Nafni minn var byrjaður að kveða í haugnum sínum, kátlegur og með gleðibragði miklu: „Val- Freyju stafur, deyja /og Val- Freyju stafur deyja.“ (125). Val- Freyju stafur merkir víst her- maður, mannsnafnið Gunnar merkir bardagamaður og ef til vill var nafni að mæla til mín þarna á svölunum – með óvin í garðinum. Segja að fremur bæri að taka áhættuna og deyja en að vægja. Skarphéðinn og Högni fylgdu ráðum Gunnars og ég gef ráðum hans nútímalegan tón: Ég ætla að leita til atferl- isfræðinga og biðja þá um ráð til að endurskilyrða sláttumenn allra bæja og borga. Markmiðið er að skilyrða þá til að slá garð- inn sinn í skýjuðu veðri. Umbun- in verður heitt kakó með rjóma, fótabað og spóla. Maðurinn með orfið Maðurinn með sláttuorfið, maðurinn sem birtist ævinlega í garðinum þegar aðrir telja að fegurðin ríki ein. Mað- urinn sem gerir ekki boð á undan sér og tekur burt kyrrðina án viðvörunar. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is JÓN Ásgeirsson ritar grein í Morgunblaðið miðvikudaginn 28.5. sl. um tónleika Gradualekórs Lang- holtskirkju. Ekki ætla ég að hafa skoðun á skrifum Jóns um flutninginn því þar átti ég sjálf- ur hlut að máli. Ég hef reyndar þá trú að listamenn sem svara gagnrýni geri fáum gagn og sjálfum sér yfirleitt ógagn. Ég vil taka fram að ég hef ekkert út á persónu eða tónlist Jóns Ásgeirs- sonar að setja. Hinsvegar eru yf- irlýsingar hans um popp- og jazz- tónlist, nú sem fyrr, með þeim hætti að ekki verður lengur við un- að. Það sem ég fæ ekki orða bundist yfir er lokakafli greinar Jóns, en þar finnur hann sig knúinn til að ganga í skrokk á popptónlist, svona almennt og yfirleitt. Þessi kafli er eins og æxli aftan á annars ágætri grein og það þarf satt að segja nokkra útsjónarsemi til að skilja tengsl þeirrar stríðsyfirlýsingar við tónleika saklauss barnakórs í kirkju. Eftir að hafa kvartað yfir formfátækt, litadeyfð og skorti á styrkleikamun í popptónlist heims- ins segir Jón: „Þetta er samkenni popptónlistar og einum of ráðandi varðandi „rútínulegar“ vinnuaðferð- ir svo að lögin verða í raun öll eins. Það fer einfaldlega allt í gang og lögin eru húðbarin áfram þar sem ekkert hljóðrými er fyrir neitt ann- að en hávaða og þungbarinn og ómúsíkalskan rytma.“ Í kjölfarið kemur svo réttlæting eldgossins; eitt þeirra verka sem flutt voru á tónleikunum, „Von“ eftir John Höybye, ber að mati Jóns umrædd poppeinkenni. Sá sem hér ritar ætl- ar ekki að leggja mat á verk Höy- bys, frekar en flutning á tónleik- unum. Ég vil hinsvegar vekja athygli allra þeirra sem annt er um tónlist, helst þjóðarinnar allrar, á þeim skefjalausa hroka og þeim ótrúlegu fordómum sem gagnrýn- andinn lætur sér um munn fara. Síðast en ekki síst bendi ég á smekkleysið sem felst í birtingu poppníðsins í grein um börn, sem sennilega hafa flest talsverða ánægju af einmitt þeirri tónlist. Ég leyfi mér að benda á þá ein- földu staðreynd að sömu lögmál gilda ekki um alla list og sann- arlega ekki um alla tónlist. Þeir eiginleikar sem eftirsóknarverð- astir eru í klassískri tónlist (í orðanna víðustu merkingu) eru oft á tíðum ankannalegir í popptónlist og öfugt. Þættir á borð við stef- ræna framvindu, fléttu, fjölröddun, stór form, styrkandstæður o.fl. eru mikilvægir í þeirri tónlist sem Jón þekkir best. Hann virðist hinsvegar ekki skilja að það er ekki óyggjandi sannleikur að þessir sömu þættir séu aðalatriði í allri annarri tónlist. Hvað þá að aðrir þættir, svo sem samsetning (production), hljómur (sound), hrynfesta (groove) og reyndar form geti verið ráðandi og jafn mikilsverðir hvað aðra tónlist varðar. Svo má leika sér að því að snúa dæminu við, því séð frá bæj- ardyrum popptónlistarinnar má auðvitað finna ýmislegt að klass- ískri tónlist. Hvorttveggja er auð- vitað jafn fáránlegt því hver er kominn til með að segja að einar forsendur séu öðrum æðri, einn sannleikur öðrum sannari? Jón fell- ur sem sagt í þá djúpu gryfju að leggja ranga mælistiku á réttan hlut. Þetta eru algeng mannanna mistök og því miður geymir verald- arsagan skelfileg dæmi um verstu afleiðingar slíkrar hugsunar. Ekk- ert slíkt ætla ég Jóni Ásgeirssyni, en hlýt þó að gera þá kröfu að gagnrýnandi til margra áratuga geti gripið til fleiri en einnar mæli- stiku, dæmt á réttum forsendum, en þagað ella. Ég hef fylgst með skrifum Jóns Ásgeirssonar í hálfan þriðja áratug. Þar hefur vissulega oft verið vel gert, en öðruhvoru er eins og gagn- rýnandinn missi sig út í hleypidóma um tónlistartegundir sem hann þekkir því miður augljóslega illa. Þessi ofsaköst verða með árunum æ pínlegri tímaskekkja. Hér hefur verið gripið niður í nýleg skrif Jóns um popptónlist. Mig langar til að draga fram eldra dæmi um skrif hans um jazz og spuna. Um er að ræða grein um franskan organista sem leyfði sér að spinna á tón- leikum í Dómkirkjunni fyrir all- nokkrum árum. Á svipaðan hátt og í áðurnefndri grein um Graduale- kórinn rennur Jón út í fordóma- skurðinn, opnar flóðgáttirnar og lýsir því yfir að spuninn sé hvort eð er „ekkert annað en að fara í göm- ul fingraför“. Það þarf að velta þessari stuttu og yfirlætislausu setningu ögn fyrir sér til að skynja þyngd höggsins. Af orðunum má nefnilega skilja að spuninn, sjálf þungamiðja jazztónlistar, sé lítið annað en endurtekið efni – og þar með er það mál dautt. Máli sínu til stuðnings nefnir Jón að löngu látinn jazzpíanisti, Art Tatum, hafi verið staðinn að því að hljóðrita sömu sólóin með nokkurra ára millibili. Það þarf ekki mikla þekkingu á sögu jazzins til að vita að Tatum er á margan hátt ein- stakur og í raun örðugt um vik að finna óheppilegra dæmi. Dæmisag- an um Art Tatum virðist Jóni ann- ars sérstaklega kær því að hún hef- ur oftar (m.a. nýverið) skotið upp kollinum í greinum hans og ávallt í sama tilgangi; að níða skóinn af spunanum. Nú leikur mér forvitni á að vita nákvæmlega hvaða sóló það eru með Art Tatum sem Jón þekkir svo vel og telur að séu endurtekin með margra ára millibili? Almennt talað má að sjálfsögðu finna dæmi um takmarkaða endurtekningu eða öllu heldur líkindi í spuna einstakra jazzmanna, rétt eins og í verkum tónskálda annarra stíla. Mannshug- urinn er nú einu sinni ekki full- komnari en svo. Þeir sem skara fram úr á ólíkum sviðum hafa hins- vegar yfirleitt svipaða eiginleika, þó að birtingarform þeirra sé ólíkt og áherslur mismunandi. Kóróna áðurnefndrar spuna- greinar Jóns var kannski titillinn: „Fátækir riddarar“, en fyrir þá sem ekki þekkja til lystisemda morgunverða annarra þjóða er nafnið íslenskt og nú orðið lítið not- að heiti á því sem Bandaríkjamenn kalla „french toast“, eða með öðr- um orðum; sírópsbaðað fransk- brauð. Þetta er líkingin sem gagn- rýnanda Morgunblaðsins fannst best hæfa sem fyrirsögn greinar þar sem hann fjallaði m.a. um spuna og jazz. Eflaust á þessi tví- ræði titill sér líka nærtækari skýr- ingu, en aðdróttunin sem lúrir und- ir er jafn ömurleg, eftir sem áður. Framsækin rytmísk tónlist frá Íslandi fer nú um heiminn eins og hvítur stormsveipur. Það má jafn- vel ganga svo langt að segja að popptónlist sé að verða eitt helsta stolt þjóðarinnar, mikilvægt fram- lag til heimsmenningarinnar og arðbær útflutningsvara. Á meðan situr aðaltónlistargagnrýnandi blaðs allra landsmanna eftir eins og staður hestur og steinrunnið nátt- tröll. Jón Ásgeirsson, nú er mál að linni. Hroki og hleypidómar Eftir Sigurð Flosason Höfundur er tónlistarmaður og yf- irkennari jazz- og rokkdeildar Tón- listarskóla FÍH. Einnig stjórn- armaður í Félagi tónskálda og textahöfunda og jazzdeild Félags íslenskra hljómlistarmanna. ÞAÐ fer allt í rúst á landsbyggðinni ef tillögur stjórnarandstæðinga ná fram að ganga um að kalla inn veiðiréttinn og breyta úthlutun aflaheimilda. Þessi hræðsluáróður dundi á kjós- endum rétt fyrir síðustu kosningar. En hvað er að gerast á Rauf- arhöfn? Brim sagði stórum hluta vinnuafls í þorpinu upp. Lítið sjáv- arþorp liggur í rústum. Forstjóri Byggðastofnunar telur svipaða hættu vofa yfir á fleiri stöð- um. Hvað er um að vera? Af hverju er ekki allt í himnalagi? Virkar kerfið ekki rétt? Kusu menn ekki rétt? Náðu stjórnarandstæðingar völdum eða hvað? Önnur atvinnustarfsemi í sjávarútvegi á Rauf- arhöfn liggur að mestu í dróma vegna þess að út- gerðarmennirnir telja að það borgi sig ekki að gera út og þeir leigja kvótann burtu. „Skikka enga til að veiða kvótann ef það kostar helmingi meira en að leigja hann burt,“ segir sveit- arstjórinn á staðnum. Sveitarstjórinn virðist ekki velta því fyrir sér hvort sú einkaeinokun sem er í gildi á réttinum til að stunda sjó geti verið orsökin. Það að útgerðarmenn geti leigt kvótann í burt og það jaðarverð sem sú framkvæmd hefur skapað geti verið að grafa undan öllu nýju frumkvæði í sjávar- útvegi og nýliðun í útgerð á staðnum. Björgunarsveit og byggðakvóti Stjórnvöld brugðu við hart þegar fréttist af vand- anum á Raufarhöfn og skipuðu nefnd. Byggðastofnun og félagsmálaráðuneytið eru komin í málið. Björg- unarsveitin á að mæta á staðinn með byggðakvóta eða aðra líknandi meðferð. Einhverjir spyrja: Af hverju þarf byggðakvóta ef heimamenn eiga nógan kvóta og leigja hann í burt? Svarið er einfalt. Samkvæmt því einkaeignarhaldi sem gildir á veiðiréttinum á sveitarfélagið og íbúar þess engan rétt gagnvart þeim kvóta sem útgerð- armenn á staðnum hafa fengið úthlutað. Þeim er heimilt að selja og leigja þessi réttindi í burt eins og þeim sýnist. Meira að segja úthlutun kvóta vegna aflabrests á rækju er fullkomlega eign útgerðarinnar og öll leigð í burtu. En það þýðir ekkert að sakast við útgerðarmenn. Þeirra einkaréttur hefur ekki ver- ið bundinn samfélagslegri ábyrgð. Þetta eru regl- urnar sem gilda og þeir hafa fullan rétt til að fara eftir þeim. Og þess vegna eru alveg sömu rök fyrir byggðakvóta til Raufarhafnar og þó að enginn kvóti væri skráður þar. Svo fáránlega stöðu hafa stjórn- völd komið okkur í. En það verður auðvitað að skilyrða úthlutunina við vinnslu á staðnum. „Það verður ekki snúið til baka“ Rétturinn til að stunda sjó er hjá einkaaðilum. Ef það á að hjálpa hinum sem búa á staðnum þýðir lítið að horfa til útgerðarmanna sem græða meira á því að leigja kvótann í burt. Ef útgerðarmenn á Rauf- arhöfn telja hagkvæmara að leigja frá sér veiðiheim- ildirnar er þorpið jafnkvótalaust og hin sem fengu enga úthlutun. Gamla, góða ríkisstjórnin ætlar ekki að breyta neinu í þessu efni. „Það verður ekki snúið til baka,“ sagði byggðamálaráðherrann í viðtali við útvarpið. Áfram skal gilda lokað einokunarkerfi sem reynslan hefur sýnt að sogar veiðiréttinn í hendur færri og færri aðila. Fyrirkomulag sem gefur óhagkvæmum útgerðum rétt til að selja aðgang að fiskimiðunum og útilokar nýliðun og nýtt framtak í sjávarútvegi. Það er þetta eðli eignarhaldsins á veiðiréttinum sem veld- ur því að margir íbúar sjávarþorpanna trúa ekki lengur á framtíð þeirra og ákveða að flytja burt. En það er huggun að hugsa til þess að björgunarsveitin með hina líknandi meðferð mætir á staðinn til að klappa á axlir heimamanna og styrkja þá í baráttunni við afleiðingar kerfis sem ekki má breyta. Rústabjörgun Eftir Jóhann Ársælsson Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.