Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SKÓLASLIT og brautskráning nem- enda Verkmenntaskóla Austurlands var laugardag 17. maí sl. í Egilsbúð. 36 nemendur voru brautskráðir af 8 mis- munandi brautum, 23 af stúdents- brautum, 3 af iðnbrautum, 2 af sjúkra- liðabraut, 2 af vélstjórnarbraut 1. stigs og 4 nemendur úr iðnmeistara- námi. Nemendur braut- skráðir frá VA Neskaupsstaður Þá útskrifuðust tveir nemendur frá Fjölbrautaskólanum Ármúla. Um 40 nemendur stunduðu nám á vegum Símenntunar VA (SÍVA) í bæði ein- ingabundnu og starfstengdu námi. Á fjórða tug starfsmanna starfaði sl. skólaár við stofnunina og skóla- meistari er Helga M. Steinsson. Nemendafjöldi var 191 á haustönn en 245 á vorönn, þar með taldir nem- endur SÍVA. SKÓLASLIT fara fram í skólum um þessar mundir og svo var einnig í Þykkvabæjarskóla í vikunni. Að loknum hefðbundnum dagskrár- atriðum var dagskráin helguð þátt- töku skólans í verkefninu „Skólar á grænni grein“. Fulltrúar frá Landvernd og menntamálaráðuneytinu afhentu skólastjóranum, Unu Sölvadóttur, hinn svokallaða Grænfána sem er umhverfismerki og tákn um árang- ursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Nemendur skýrðu frá og sýndu verkefni sem unnin voru í vetur með umhverfisstefnuna að leiðarljósi. Að lokum færði Valtýr Valtýsson, oddviti Rangárþings ytra, skólanum vatnslitamynd eftir Ingunni Jensdóttur fyrir hönd sveitarfélagsins og umhverf- isnefndar þess. „Skólar á grænni grein“ er al- þjóðlegt verkefni sem Landvernd stendur fyrir hér á landi en hún er aðili að alþjóðlegu stofnuninni FEE (Foundation for Environmental Education) sem stofnuð var 1981. Aðildarfélög stofnunarinnar eru 21 frjáls félagasamtök í jafnmörgum Evrópuríkjum. Til að fá Grænfánann þurfa skól- ar að uppfylla viss skilyrði sem þeir ná með því að stíga sjö skref í átt til bættrar umhverfisstjórnunar. Lokaskrefið er að gera umhverf- issáttmála sem lýsir markmiðum skólans í stuttu máli. Síðastliðið haust var ákveðið í Þykkvabæjarskóla að taka þátt í Grænfánaverkefninu og gera skól- ann eins umhverfisvænan og unnt er. Ráðist var í að afla gagna frá Landvernd og ýmsar breytingar voru gerðar á vinnubrögðum og nýjar reglur settar. „Meginmarkmið skóla sem marka sér umhverfisstefnu er menntunin að kenna börnum ákveðna hegðun gagnvart um- hverfinu sem hlýtur síðan að verða reglan en ekki undantekningin þeg- ar þau eru orðin fullorðin,“ segir Una Sölvadóttir, skólastjóri í fréttabréfi um umhverfismál sem Þykkvabæjarskóli gaf út í tilefni dagsins. Þykkvabæjarskóli fær grænfánann Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir Nemendur og kennarar Þykkvabæjarskóla ásamt gestum við skólaslitaathöfnina. Hella

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.