Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                          !    "#"# " " BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ VAR farið 23. apríl til Beni- dorm á Spáni, flogið var til Alicante og farið með rútu þaðan á Gran hot- el Bali, en þar byrjaði lúxusinn. Fengum við bæði morgunmat og kvöldmat sem gistum þar, alls 189 manns. Þessi ferð var á vegum Sum- arferða. Fararstjórinn okkar, Bjarg- ey Aðalsteinsdóttir, lét útbúa 4 vikna dagskrá fyrir okkur og þar var ýmislegt í boði. Við gátum farið í göngur, leikfimi (hraða og hæga), joga, spilavist og bingo svo margt var hægt að gera sér til skemmt- unar. Var þetta allt innifalið í verð- inu, sem var stillt í hóf. Allir voru sammála um að annan eins lúxus hefði enginn fengið áður, ferðin tók 29 daga. Við vorum þarna úti á kosningadaginn og marga ef ekki alla langaði til að fylgjast með kosningaúrslitunum. En þá var þar ung kona, Helga Sigurðardóttir, sem hafði milligöngu um það að við gátum fylgst með kosningasjónvarp- inu í gegnum gervihnött og var hald- in kosningavaka á hótelinu, þar sem fólkið kom saman til þess að fylgjast með úrslitunum. Þar að auki voru 2 sinnum haldin skemmtikvöld undir berum himni, þar sem allir komu saman og sungu, spiluðu á hljófæri og fóru í ýmsa skemmtilega leiki. Við ferðafélagarnir í þessari ferð vorum svo ánægð og þakklát að við stóðum fyrir söfnun og þegar heim var komið var keypt blómakarfa og innrammað þakkarskjal, sem við færðum forsvarsmönnum ferða- skrifstofunnar að gjöf. Að lokum viljum við enn og aftur þakka þessu frábæra fólki, sem stóð fyrir þessari ferð til Benidorm. Megi þessi ferðaskrifstofa lengi lifa Húrra, húrra, húrra. Fyrir hönd ferðafélaganna. ERNA AGNARSDÓTTIR, DAGRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR. Sólarlandaferð eldri borgara með Sumarferðum Frá Ernu Agnarsdóttur og Dag- rúnu Kristjánsdóttur: Frá afhendingu skjals og blómakörfu til aðstandenda Sumarferða í þakk- lætisskyni. Frá vinstri: Helgi Jóhannsson, Þorsteinn Guðjónsson og Bjarg- ey Aðalsteinsdóttir. ÁSTÆÐA þess að ég sagði af mér sem formaður Bárunnar, stéttar- félags, á aðalfundi félagsins 28. maí 2003 eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi, ég hef þá skoðun að þeir sem ekki eru á vinnumarkaði vegna aldurs eigi ekki að vera kjörn- ir stjórnarmenn. Í öðru lagi tel ég nauðsynlegt að stjórnarmenn séu staðsettir vítt og breitt um félagssvæði Bárunnar, það tel ég mjög áríðandi fyrir félagið, að stjórnarmenn gætu verið í sambandi við vinnustaðina og látið vita á skrif- stofu félagsins ef þeir hafa grun um eitthvað sem þyrfti að skoða. Í þriðja lagi hafði ég ekki stjórnina með mér í þessum málum, að minnsta kosti ekki alla. Ég hafði lengi von um að meiri- hluti stjórnarinnar stæði með mér, en það brást eins og dæmin sanna. Að endingu óska ég félögum í Bár- unni allra heilla í framtíðinni og þakka samstarfið, einnig óska ég stjórninni allra heilla. Þetta er ástæðan fyrir því að ég taldi best fyrir Báruna að ég segði af mér. KRISTJÁN JÓNSSON, fyrrv. formaður Bárunnar. Ástæður afsagnar formanns Bárunnar Frá Kristjáni Jónssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.