Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 6
SAKSÓKNARI lögreglustjórans í Reykjavík telur 5 og 3 ára fangelsi hæfilega refsingu í fíkniefnamáli sem höfðað er gegn þrítugum Íslendingi og sextugum Þjóðverja. Sá síðar- nefndi flutti til landsins 900 g af am- fetamíni og kíló af hassi í nóvember 2002 og meðákærði tók við sending- unni, sem lögreglan hafði þá skipt fyrir gerviefni, á hóteli í Reykjavík. Málið var rannsakað af íslenskum og þýskum lögregluyfirvöldum og gekk undir nafninu „Operation Ger- mania“. Er Íslendingnum gefið að sök að hafa ætlað að koma efnunum í söludreifingu. Krafist er þyngri refs- ingar yfir honum en verjandi hans krefst sýknu. Verjandi Þjóðverjans krefst vægustu refsingar sem lög Tveir sakborningar komu fyrir dóm í fíkniefnamáli Saksóknari telur 5 og 3 ára fangelsi hæfilegt Morgunblaðið/Arnaldur Sigurður Gísli Gíslason saksóknari gengur úr dómsal í gær. Að baki honum er annar sakborninganna. leyfa. Í málflutningi fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær taldi sak- sóknari Þjóðverjann hafa verið sem „loftbrú“ milli Íslands og Evrópu með fíkniefni og peninga í átta ferð- um sínum í þessu skyni. Hann hafi tekið að sér flutninginn til að fá upp- gefna skuld við fíkniefnasala í Þýska- landi og hafi enn fremur haft óljósar hvatir um að skrifa blaðagrein um fíkniefnahring sem teygði anga sína hingað til lands. Fyrir hverja send- ingu átti hann helst að fá sem nam 2 milljónum króna án þess að að það hafi alltaf gengið upp. Magn fíkni- efnanna sem um ræddi í nóvember- ferðinni taldi saksóknari fráleitt hafa getað verið til einkaneyslu, eins og meðákærði hélt fram, en sá sagðist á þessum tíma hafa getað reykt kíló af hassi á nokkrum dögum og borðað tugi gramma af amfetamíni daglega. Þriggja ára fangelsi allt of þung refsing Verjandi Þjóðverjans taldi þriggja ára fangelsi allt of þunga refsingu fyrir hlut hans í málinu. Algjört há- mark væri tveggja ára fangelsi. Líta þyrfti til þess að hann hefði verið samvinnuþýður eftir handtökuna og þar með flýtt fyrir rannsókn málsins. Bent var á að hann hefði ætlað að skrifa frétt um fíkniefnahringinn til að koma aftur undir sig fótunum í heimi blaðamennsku og ágóðavonin ein hefði ekki rekið hann út í smyglið, enda hafði hann haft tekjur af öðrum störfum. Sannað væri að hann væri í raun blaðamaður, enda hefði hann sýnt blaðamannapassa við handtöku og verið með dýra myndavél, fartölvu og vesti með PRESSE áletrun. Verjandi Íslendingsins taldi Þjóð- verjann á hinn bóginn höfuðpaurinn í málinu og ætti skjólstæðingur sinn enga hlutdeild í innflutningi fíkni- efnanna. Það hefði verið Þjóðverjinn sem hefði reynt að koma sök á Ís- lendinginn og söludreifing fíkni- efnanna væri enn fremur ósönnuð á Íslendinginn. Hann hefði ekki greitt fyrir pakkann sem hann tók við á fundi sínum við Þjóðverjann á hóteli í Reykjavík og þá hefði ákæruvaldið ekki sannað að hann hefði vitað um innihald pakkans. Þann vafa sem væri í málinu yrði að skýra skjól- stæðingi sínum í hag. Dómur í málinu verður kveðinn upp 25. júní. FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MIKIL örtröð hefur verið við skrán- ingu nýnema í Háskóla Íslands og hefur umsóknarfrestur verið fram- lengdur um einn sólarhring af þeim sökum. Að sögn Bjarkar Håkansson verk- efnastjóra hafa myndast langar bið- raðir og þetta er í fyrsta sinn sem umsóknarfrestur er framlengdur vegna aðsóknar. Í aðalbyggingu Há- skólans hefur jafnframt verið boðið upp á námsráðgjöf fyrir tilvonandi nemendur. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út á morgun, 6. júní, en ná- kvæmar tölur um fjölda nýnema liggja ekki fyrir fyrr en að skrán- ingu lokinni. Örtröð í Háskóla Íslands ÖNNUR stúlknanna sem rændi skyndibitastaðinn Subway í Spönginni í fyrrinótt hafði áður unnið á staðnum, samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni í Reykjavík. Stúlkurnar, sem eru fæddar 1985 og 1986, voru hand- teknar í íbúðarhúsi í Þingholtun- um í fyrrinótt og fundust á þeim bæði peningar og fíkniefni. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn segir að málið sé upplýst og að stúlkunum hafi ver- ið sleppt. Að sögn Bjarna Kristinssonar, rekstrarstjóra Subway, var lítið af peningum í sjóðsvélinni sem stúlkurnar tæmdu enda séu pen- ingar reglulega fluttir úr honum í læsta hirslu. Þá segir hann að skýrar myndir hafi náðst af ræn- ingjunum en öryggismyndavéla- kerfin á Subway-stöðunum séu tengd við miðstöð Securitas. Önnur stúlkan hafði unnið á staðnum Búið að upplýsa ránið í Subway SEX skipverjar á Stakkanesi ÍS-848, sem unnið hafa að björgun skipsins Guðrúnar Gísladóttur KE-15 í N- Noregi síðustu mánuði, bjuggu sig til heimferðar í gær en á miðnætti í nótt rann út frestur sem þeir gáfu eigend- um Guðrúnar Gísladóttur, Íshúsi Njarðvíkur, til að gera upp við þá van- goldin laun. Guðmundur Guðmunds- son, skipstjóri á Stakkanesinu, segir að við lokun banka síðdegis í gær hafi engar greiðslur verið komnar og því stefndi allt í að þeir myndu yfirgefa skipið og halda heim á leið. „Við höfum ekkert fengið greitt um nokkurn tíma og sumir hverjir eiga inni talsverða fjármuni. Það hefur ekkert verið talað við okkur að fyrra bragði og við erum í algjörri óvissu. Virðingarleysið við okkur er algjört. Við kærum okkur ekki um að vera í vinnu sem við fáum ekkert greitt fyr- ir,“ segir Guðmundur sem bætir við að skipið sé að verða olíulaust, ekkert símasamband hafi verið um borð þar til að þeir sjálfir útveguðu sér síma. „Allur fréttaflutningur hefur snúist um að hér sé allt í fullum gangi og í góðum málum. Blaðran sprakk hjá okkur núna og við ákváðum að segja okkar sögu,“ segir Guðmundur. Tafist að útvega fjármagn Haukur Guðmundsson, eigandi Ís- húss Njarðvíkur, bindur vonir við að fá aukið fjármagn á næstu dögum þannig að björgun Guðrúnar Gísla- dóttur geti haldið áfram og hægt verði að gera upp við skipverjana. Sú vinna hafi tafist nokkuð. Haukur segist ekki vilja standa í deilum við Guðmund skipstjóra opin- berlega en vill þó segja að hann hafi ekki staðið undir væntingum sem gerðar voru til hans í upphafi. Trún- aðarbrestur hafi komið upp milli manna. Einnig séu ýmsar rang- færslur í því sem Guðmundur hafi haldið fram í fjölmiðlum, m.a. um að skipið væri nær olíulaust. Ósætti milli skipverja á Stakkanesinu og eigenda Guðrúnar Gísladóttur Krefjast van- goldinna launa SVEITARFÉLAGIÐ Höfðahreppur blés nýlega af áform um Kántríhá- tíð á Skagaströnd næstu versl- unarmannahelgi. Kántríhátíðin hefur verið haldin níu sinnum og farið mjög vaxandi undanfarin ár. Magnús Jónsson, sveitarstjóri á Skagaströnd, segir að mikil fjár- hagsleg áhætta hafi verið tekin vegna hátíðarinnar og því hafi sveitarfélagið ekki lagt í slíkar framkvæmdir. „Hátíðin var orðin nokkuð kostnaðarsöm og margir vildu breyta til og stokka þetta upp. Aftur á móti verða haldnir Kántrítónleikar á laugardagskvöldi verslunarmannahelgar og gospel- messa á sunnudeginum. Svo má vænta þess að Kántrýbær hafi eitt- hvað innan sinna dyra að vanda, þó enn sé of snemmt um slíkt að segja.“ Hallbjörn Hjartarson í Kántrýbæ segir þessa ákvörðun sveitarfé- lagsins valda sér sárum von- brigðum. „Mér þykir þetta mjög miður. Við höfum verið að byggja þessa hátíð upp, hún hefur verið í örum vexti undanfarin ár og hátíð- in í ár hefði verið sú tíunda. Mér finnst það hart, þegar maður er bú- inn að vera að brjóta ísinn og ná þeim árangri að vera með næst- stærstu útihátíð landsins, að henni sé sópað út af borðinu vegna ein- hverra einstaklinga í bæjarfélaginu sem ekki geta sætt sig við hana. Mér finnst ekki mikið að bæj- arfélagið borgi tvær og hálfa millj- ón til menningarmála á ári, því það er örugglega miklu minna en mörg bæjarfélög gera. Þess vegna þykir mér sú staðhæfing, að kaupstað- urinn geti ekki staðið í því að gera þetta vegna kostnaðar, afar léleg afsökun.“ Kántríhátíðin á Skagaströnd blásin af Hallbjörn ósáttur Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Kántríkóngurinn Hallbjörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.