Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 46
Innlit til Bergmans Kvikmyndin Per- sona eftir Berg- man er í uppá- haldi hjá Koskinen. HEYRÐU. Það er herbergi hérna á Faro, um fimm sinnum fimm metrar að stærð og ég er bú- in að safna þarna saman ýmsum hlutum, í raun er allt í drasli þarna. Langar þig til að kíkja á það?“ Einhvern veginn svona hljóðaði spurning sænska kvikmyndaleikstjórans Ingmars Berg- mans til Maaret Koskinen, dósents við kvik- myndafræðadeild Háskólans í Stokkhólmi og kvikmyndagagnrýnanda Dagens Nyheter. Koskinen, sem er þekktur Bergman-fræðingur, tók boðinu með glöðu geði. Hún hefur í kjölfarið gefið út bók er fjallar um upphaf ferils Berg- mans og ritstörf hans en hún fékk þarna greiðan aðgang að gullnámu óbirtra mynda, leikrita, kvikmyndahandrita, minnisbóka og dagbóka. Koskinen er stödd hérlendis og flytur fyrir- lesturinn „Í upphafi var orðið: Úr einkasafni Ing- mars Bergmans“ í Hallgrímskirkju kl. 20 í kvöld. Hún flytur fyrirlesturinn á ensku og verða um- ræðurnar einnig á ensku. Við hæfi er að fyrirlesturinn sé haldinn í Hall- grímskirkju því hann er hluti af Kirkjulistahátíð. Hann snýst um trúarlegt stef í kvikmyndum Bergmans, dauðann, trúna og Guð og trúna á listina, svo eitthvað sé nefnt. „Það sem ég kann að meta við Bergman er að hann er ekki staðnaður í hvernig hann hugsar um hlutina, hann hugsar um þá frá mismunandi sjónarhornum. Hann hefur gert kvikmyndir í meira en 40 ár og hægt er að fylgjast með hvern- ig hann skiptir um skoðun, breytist, leitar aftur í fortíðina og kemst að nýrri niðurstöðu. Hann prófar sig áfram,“ segir Koskinen, sem ætlar að sýna brot úr kvikmyndum Bergmans á meðan á fyrirlestrinum stendur. En hvernig skyldi Koskinen hafa brugðist við þegar Bergman hafði samband við hana? „Ég varð hissa en mjög ánægð. Ég hræddist verk- efnið einnig vegna þess að ég óttaðist að hann myndi skipta sér af öllu. En hann gerði það alls ekki og var mjög fagmannlegur. Hann sagði mér að gera það sem ég þyrfti,“ segir hún. Maaret Koskinen Málþing um trúarstef í kvikmyndum Ingmars Bergmans í Hallgrímskirkju kl. 20 í kvöld. Að- gangseyrir er 500 kr. Trúlega Bergman – Málþing í Hallgrímskirkju 46 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6. Ísl. tal.Sýnd kl. 6. Einn óvæntasti spennu- tryllir ársins! Hrikalega mögnuð mynd sem kemur óhugnarlega á óvart! Fór beint á toppinn í Bandaríkjunum! Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára Sýnd kl. 8 og 10. Kvikmyndir.com  X-ið 977  HJ MBL  HK DV HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. 500 kr. Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 5 og 8. B.i. 12 500 kr kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. B.i.16 Einn óvæntasti spennutryllir ársins! Hrikalega mögnuð mynd sem kemur óhugnarlega á óvart! Fórbeint á toppinní Bandaríkjunum! Frá framleiðanda the Others og Mission Impossible kemur magnaður þriller með Ray Liotta og Jason Patrik Athyglisverðasta spennumynd ársins. Missið ekki af þessari Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16. „Hrottalegasta mynd síðari ára!“  HK DV  SV MBL Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16 ára Kvikmyndir.com  X-ið 977  HJ MBL  HK DV Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.  X-ið 977 Laugavegi 54, sími 552 5201 50% afsláttur af . Gallabuxum . Hermannabuxum . Kakíkvartbuxum KENNARANÁMSKEIÐ KRAMHÚSSINS Listasmiðja – 12.-15. júní 2003 Kenndar verða ýmsar aðferðir í skapandi uppeldisstarfi TÓNLIST SPUNI LEIKLIST DANS JÓGA UMHVERFISLIS T KENNARAR Katla Margrét Þorgeirsdóttir: Leiklist - Spuni Elfa Lilja Gísladóttir: Tónlist - Hljóðfærasmíð Hafdís Árnadóttir: Dans Orville Penant: Afródans GESTAKENNARAR Rosemary Clough Skapandi hreyfing - Jóga Holly Hughes Myndlist - Umhverfislist Símar 551 5103 & 551 7860 www.kramhusid.is info@kramhusid.is ENGIN tár hrundu af hvörmum stúlk- unnar sem valin var Ungfrú al- heimur 2003, heldur brosti hin 18 ára Ungfrú Dóminíska lýð- veldið, Amelia Vega, breiðu og sigurvissu brosi þegar tilkynnt var um valið á þriðjudagskvöld. Vega, sem er 183 cm há, hefur stundað söngnám og hefur áhuga á að gefa út plötu. Hún tók við titlinum af Justine Pasek frá Panama, þar sem keppnin fór fram og var hún einnig valin best klædda stúlkan. Fulltrúar frá 71 landi tóku þátt í keppninni, sem fram fór í nýrri ráðstefnumiðstöð í Amador, fyrrum bandarískri herstöð Kyrra- hafsmegin við Panamaskurðinn. Enginn keppandi var á staðnum fyrir Íslands hönd því Manuela Ósk Harðardóttir veiktist og gat því ekki tekið þátt í keppninni. Dóminískur sigur Ungfrú al- heimur valin Amelia Vega ANNAÐ árið í röð er efnt til menn- ingarhátíðar á skemmtistaðnum Grand Rokk. Í fyrra var hátíðin hald- in við góðan orðstír og ætla menn nú að endurtaka leikinn að sögn Jóns Proppé, eins af aðstandendum hátíð- arinnar: „Við gerðum þetta í fyrra og það heppnaðist gríðarlega vel. Við lærðum af því og höfum nú valið úr það sem heppnaðist best og bætt ein- hverju við.“ Jón segir mikið músíklíf vera á skemmtistaðnum og því að sama skapi auðvelt að fylla skemmtilega músíkdagskrá. „Það hefur alltaf ver- ið töluverður kúltúr í kringum þessa krá, bæði í kringum skákfélagið Hrókinn og margt fleira,“ segir Jón. „Svo kom upp þessi hugdetta að taka eina helgi þar sem öllu er slegið sam- an í hátíð.“ Allt frá fimmtudegi fram á sunnudagskvöld er dagskráin þétt skipuð fjölbreyttum dag- skrárliðum. Tónleikar verða öll kvöld hátíð- arinnar þar sem meðal annars Megas og Súkk- at leiða saman hesta sína og hljómsveitin Worm is Green treður upp auk þess sem Geir- fuglarnir og Spaðar láta í sér heyra. Nýr fast- ur liður, spurningakeppni, hefur þróast á skemmtistaðnum undanfarna mánuði og verð- ur hún á sínum stað, svínslega erfið en verð- launin vegleg að sama skapi og öllum heimil Fjölbreytt dagskrá á menningarhátíð Grand Rokk Kotra, glæpsamlegur djass og margt fleira Hér má sjá Eirík Orra, Davíð Þór og Helga Svavar leika á rómuðum tónleikum framsækinna ungdjassara og rappara sem haldnir voru á Grand Rokk í fyrra. þátttaka. Haldin verður stuttmyndasamkeppni þar sem eingöngu verða nýjar myndir sem sér- staklega voru gerðar af þessu tilefni, að sögn Jóns, bókauppboð á vegum fornbókaversl- unarinnar Bókavörðunnar, listmálarar mála verk sín á staðnum og Íslandsmeistarinn í kotru mun heyja fjöltefli í íþrótt sinni, en það er í fyrsta skipti sem slíkt er gert hér á landi svo vitað sé. Á sunnudag kemur fram Hið ís- lenska glæpafélag: rjóminn af íslenskum spennusagnahöfundum sem lesa úr eigin verk- um við spunninn djassundirleik. Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.