Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 11 ÚTSALA - ÚTSALA Dæmi um verð: Áður: Nú: Peysa m/v-háls 6.900 3.900 Hlýrabolur 2.400 1.400 Toppur m/mynstri 3.000 1.800 Bómullarpeysa m/rennilás 5.700 2.900 Samkvæmisbolur 5.300 2.900 Bolur 2.600 1.600 Gallajakki 5.100 2.900 Velúrjakki 6.300 3.800 Pils 2.600 1.600 Samkvæmispils 6.900 3.900 Buxur 5.700 2.900 Sumarkjóll 4.900 2.900 ...og margt margt fleira 40—50% afsláttur Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. Opið frá kl.10.00-18.00 ÁSTAND fjallvega er almennt mjög gott miðað við árstíma, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, en aurbleyta töluverð eftir snjóléttan vetur. Flestir vegir eru að opnast fyrr en tíðkast hefur síðustu ár og gætu allir hafa opnast eftir tvær til þrjár vikur. Vegagerðin hefur nú birt nýtt kort um ástand fjallvega og frá síðasta korti fyrir viku hefur sú breyting orðið að leiðin úr Eldgjá inn í Land- mannalaugar hefur verið opnuð, um tveimur vikum fyrr en vanalega.           ! " ##$%# % #& ''()# *$ # + $( ! ( (( *%  #,-  .( /                         ''( *%+  *"#"* 0#%* 1 "( &( 2 Fjallvegir blautir en á undan áætlun TENGLAR .............................................. www.vegagerdin.is MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Haraldi Sigurðssyni vegna þess sem haft var eftir honum í frétt Morgunblaðsins um erfiðleika á Raufarhöfn og Kópa- skeri síðastliðinn þriðjudag: „Ummæli mín má á engan hátt taka þannig að rekstur Fjallalambs standi illa og sé þess vegna í hættu. Þau eru eingöngu byggð á tillögu frá starfshópi á vegum landbúnaðar- ráðuneytisins þess efnis að leggja beri niður allar kjötvinnslur sem ekki hafa útflutningsleyfi.“ Aths. ritsj. Það skal tekið fram að í samtali við blaðamann nefndi Haraldur Sigurðs- son þessa skýringu, en hún féll út við vinnslu fréttarinnar. Athugasemd vegna Fjallalambs EYSTEINN Jónsson, rekstrarverkfræðingur frá Keflavík, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðna Ágústssonar landbúnaðar- ráðherra. Eysteinn er fæddur 1970, en undanfarin ár hefur hann starfað sem sérfræðingur á fyrirtækjasviði hjá Spari- sjóðnum í Keflavík. Eysteinn var kosningastjóri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi í nýafstöðnum kosningum. Eysteinn er fiskiðnaðar- maður frá Fiskvinnsluskóla Íslands, en einnig hefur hann lokið námi í iðnrekstr- arfræði af útgerðar- og markaðssviði Tækniskóla Íslands 1995 og M.Sc. námi í rekstrarverkfræði frá Ála- borgarháskóla 1999. Eysteinn er sonur Jóns Eysteinssonar, sýslumanns í Keflavík, og Magnúsínu Guðmunds- dóttur, og er sonarsonur Eysteins heitins Jónssonar, fv. ráðherra og formanns Framsóknarflokksins. Nýr aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra FRAMKVÆMDASTJÓRI Fjalla- lambs hf. á Kópaskeri í Öxarfjarð- arhreppi, Garðar Eggertsson, segir það af og frá að rekstur sláturhússins og kjöt- vinnslunnar sé í hættu. Þvert á móti séu uppi stór áform um frekari uppbyggingu og ætl- unin að Fjallalamb verði komið með ESB- útflutningsleyfi eftir tvö ár. Af þeim sökum verður ráðist í 50 millj- óna króna fjárfestingu á nýrri sláturlínu og meðfylgjandi búnaði. Framkvæmdir hefjast eftir áramót. Haft var eftir trillu- sjómanni á Raufarhöfn í blaðinu sl. þriðjudag að staðan væri ekki aðeins slæm þar á bæ heldur einnig á Kópaskeri þar sem rækjuvinnslan væri stopp og rekstur Fjallalambs „virtist“ vera í hættu. Garðar segist ekki geta tekið undir þetta hvað Fjallalamb snertir en ummælin megi væntanlega rekja til nýlegrar sláturhúsaskýrslu þar sem gefið sé í skyn að Fjallalamb sé meðal þeirra sláturhúsa sem leggist af. Í skýrslunni megi einnig lesa að nokkur sláturhús muni byggja sig upp til að fá útflutningsleyfi. Fjalla- lamb ætli sér að vera í þeim hópi. Hjá Fjallalambi starfa að jafnaði 15– 20 manns en þegar hæst stendur um 50 í sláturtíðinni á haustin. Fyr- irtækið er ásamt Silfurstjörnunni stærsti atvinnurekand- inn í Öxarfjarðarhreppi en á Kópaskeri eiga um 130 manns lögheimili. Fjallalamb sérhæfir sig í sauðfjárslátrun og tekur eingöngu við sauðfé af bændum í N- Þingeyjarsýslu austan Jökulsár á Fjöllum. „Erum hvergi bangnir“ Eigendur Fjalla- lambs eru alls um 150 aðilar, þ.e. bændur ásamt búnaðarfélög- unum, Öxar- fjarðarhreppi, Sval- barðshreppi, Þórshafnarhreppi, starfsmönnum og fleiri ein- staklingum. Framleiðsla síðasta árs nam 450 tonnum af lambaköti og veltan var upp á um 236 milljónir króna, að sögn Garðars. Hann segir um 2 milljóna króna tap hafa orðið á rekstrinum, að teknu tilliti til af- skrifta og skatta, og það geti vart verið annað en viðunandi. Frá upp- hafi árið 1990 hafi rekstur Fjalla- lambs gengið þolanlega og stundum betur en það. „Við erum hvergi bangnir og með góðri samstöðu á svæðinu ætlum við að halda uppbyggingunni áfram. Á næstu árum skilja leiðir í slátur- húsarekstri. Annaðhvort byggja menn upp húsin til þess að fá út- flutningsleyfi eða hætta að slátra. Okkar aðgerð er einhver sú ódýrasta til að viðhalda atvinnulífi á þessu svæði. Þetta er fjárfesting upp á 50 milljónir og það er erfitt að sjá nokk- urn atvinnurekstur rísa upp, sem gefur 20 ársstörf, fyrir minni pen- inga,“ segir Garðar. Fjallalamb á Kópaskeri fjárfestir fyrir 50 milljónir Garðar Eggertsson BÚIÐ er að opna Gljúfurá í Borgar- firði, en ekki þó í þeim skilningi sem stangaveiðimenn leggja gjarn- an í það hugtak. Í þessu tilviki þýðir það að búið er að opna ána fyrir laxinum. Árum saman hefur ós árinnar verið álitinn allt of grunnur og ill- fær laxi nema í vatnavöxtum. Þetta hefur þótt standa laxveiði í ánni fyrir þrifum, þar sem fiskur getur ekki gengið í ána svo vikum skiptir ef þurrkar herja á. Við ósinn hagar þannig til að við liggur að megi segja að Norðurá „svíni á“ Gljúf- urá, en hún rennur þvert fyrir hana og þar sem Norðurá er mun meira vatnsfall og getur verið foráttufljót í vatnavöxum, þá ræður hún ríkjum andspænis kyrrlátri og smárri Gljúfuránni þarna niðri á sléttlend- inu. Gljúfurá sum sé megnar ekki að grafa sig sjálf í gegnum grynn- ingarnar sem Norðurá flæmist yfir. Þrátt fyrir að menn hafi séð nauð- synina að gera eitthvað í málinu hefur það valdið heilabrotum hvernig best sé að vinna verkið því árnar renna þarna báðar á mjúkum moldarbotni og stórvirkum vélum verður ekki viðkomið. Nú er tilraun í fullum gangi. Þeg- ar til kastana kom gat lítil belta- grafa athafnað sig þarna án þess að sökkva með manni og mús. Undir umsjón veiðifélagsmanna og ár- nefndar SVFR sem hefur ána á leigu, hefur nú verið grafin renna langleiðina frá Stafholtshólmanum og upp undir mynni Gljúfurár. Renna sem þrengir mjög rennsli Norðurár. Uppgreftrinum hefur verið hlaðið upp í garð sem menn að vísu vita að heldur ekki lengi ef kemur til vatnavaxta, en hefur þeg- ar valdið því að árnar hafa báðar grafið sig nokkuð niður og munu gera áfram á meðan garðurinn heldur. Eftir er að setja punktinn yfir i-ið með því að dýpka einhverja 30 metra sem eftir eru upp að dýpk- andi vatni Gljúfuráróssins. Þar vík- ur rennan frá garðinum og grafan lenti í vandræðum í drullunni á dögunum. Menn telja sig þó vera búna að finna leið til að grafan geti haldist á floti og lokið verkinu. Stefán Hallur Jónsson, formaður árnefndar SVFR, sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta væri fyrst og fremst tilraun og hún hefði ekki kostað mikið. Hann sagði að ef þetta reyndist vel væri athugandi að viðhalda verkinu og gera garð- inn varanlegan. Leiðrétting Það skal leiðrétt hér með að Pálmi Gunnarsson er ekki leigutaki Hraunsveiða í Laxá í Aðaldal eins og hermt var hér í vikunni. Leigu- takinn heitir Hermann Brynj- arsson, hins vegar selur Pálmi veiðileyfi á svæðið í umboðssölu. Morgunblaðið/Golli Stefán Hallur gægist ofan í rásina. Við enda garðsins sér í ós Gljúfurár. Búið að „opna“ Gljúfurá ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? LÖGREGLUMENN í Borgarnesi fundu 7–8 grömm af hassi í bifreið fjögurra ungmenna á aldrinum 16 ára til tvítugs á þriðjudagskvöld. Fíkniefnin fundust við hefðbundið eftirlit lögreglu og voru ungmennin færð til skýrslutöku á lögreglustöð. Lögreglan segir málum af þessu tagi hafa fjölgað nokkuð að undan- förnu, en magnið sem fannst á þriðjudag hafi verið með meira móti. Ungmenni tekin með hass í Borgarnesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.