Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 37
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
VALDIMAR ÓSKARSSON
frá Dalvík,
Lækjasmára 2,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstu-
daginn 6. júní kl. 13.30.
Gerður Þorsteinsdóttir,
Fjóla Valdimarsdóttir, Ómar Karlsson,
Bjarnveig Pálsdóttir,
Óskar Valdimarsson, Jónína Ólafsdóttir,
Snjólaug Valdimarsdóttir, Jón Hreinsson,
Einar Valdimarsson, Elín Theódórsdóttir,
Aðalsteinn Valdimarsson,
Sigurbjörn Valdimarsson, Jónína Ólafsdóttir,
Lilja Valdimarsdóttir
og fjölskyldur.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ÁSLAUGAR SVÖVU
INGIMUNDARDÓTTUR,
Heiðargerði 29.
Fyrir hönd barnabarna og barnabarnabarna,
Ásgeir Guðmundsson,
Guðlaug Þórdís Guðmundsdóttir, Magnús Matthíasson,
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir,
Guðný Guðmundsdóttir, Hermann Guðmundsson,
Flosi Guðmundsson,
Svavar Guðmundsson.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og vináttu við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
GUÐMUNDAR SIGURÐSSONAR
frá Hólmaseli.
Jóhanna Gústafsdóttir,
Vilhjálmur Arnar Ólafsson, Birgitta Elínrós Antonsdóttir,
Sigurður Guðmundsson, Unnur V. Guðlaugsdóttir,
Guðrún Guðmundsdóttir, Eiríkur Ingi Sigurjónsson,
Anna Pálína Guðmundsdóttir, Gunnar Sigurðsson,
Svandís Guðmundsdóttir, Jón Ásbjörn Grétarsson,
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, Þorbjörn Sigurðsson,
Kristrún Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu
og hlýhug við andlát og útför
BÖÐVARS KRISTJÁNSSONAR,
Kirkjuhvoli,
Hvolsvelli.
Aðstandendur.
✝ Kristrún Krist-jánsdóttir fædd-
ist í Hafnarfirði 8.
apríl 1947. Hún lést á
líknardeild Landspít-
alans í Kópavogi 28.
maí síðastliðinn. Fað-
ir hennar var Krist-
ján Úlfarsson bifvéla-
virki, f. 17.10. 1921,
d. 3.11. 1989. Móðir
hennar er Margrét
Sigurðardóttir hús-
móðir, f. 31.12. 1923.
Kristrún bjó í Hafn-
arfirði til 8 ára ald-
urs en þá flutti hún í
Kópavoginn. Hún var elst fjög-
urra systkina. Þau eru: 1) Sigurð-
ur, f. 5.2. 1951, kvæntur Áslaugu
Sverrisdóttur, f. 13.5. 1959, og
eiga þau þrjú börn: Margréti Hlín,
f. 1981, Einar Sverri, f. 1982, og
Svanhvíti, f. 1988. 2) Svanhvít, f.
9.5. 1952, gift Guttormi Rafnkels-
syni, f. 11.1. 1949. Sonur þeirra,
Rafnkell, f. 1970, á einnig son,
Helga Rafn, f. 2000. 3) Leifur, f.
29.5. 1959, kvæntur Aðalheiði
Bjarnadóttur, f. 29.2. 1960, og
eiga þau þrjú börn, Bjarna Krist-
ján, f. 1978, Erlu Margréti, f.
1983, og Leif Andra, f. 1989.
Kristrún giftist 28. maí 1966
eftirlifandi eiginmanni sínum,
Viggó Emil Magnússyni, slökkvi-
liðsmanni og húsasmíðameistara,
f. 8.4. 1946. Foreldrar hans voru
Magnús Jensson loftskeytamaður,
f. 17.2. 1903, d. 18.4.
1984, og Sæunn Þor-
leifsdóttir húsfrú, f.
24.10. 1909, d. 17.1.
1981. Kristrún og
Viggó hófu sinn bú-
skap í Hafnarfirði en
tveimur árum síðar
fluttu þau til Reykja-
víkur og hafa búið
þar síðan. Þau eign-
uðust þrjár dætur,
þær eru. I) Margrét
Hrönn kerfisfræð-
ingur, f. 2.11. 1965,
gift Kristni Á. Krist-
inssyni vélatækni-
fræðingi, f. 9.4. 1966, og eiga þau
þrjár dætur: Sunnu Ósk, f. 25.9.
1984, Nönnu Margréti, f. 4.12.
1993, og Tinnu Kristínu Indiönu,
f. 16.2. 2000. II) Berglind Fríða
hárgreiðslumeistari, f. 18.1. 1968,
hún á þrjá syni: Viggó Emil, f.
23.7. 1988, Ingva Hrafn, f. 29.7.
1992, og Kristófer Daða, f. 21.11.
1998. III) Sæunn Svanhvít fim-
leikaþjálfari, f. 30.7. 1980, hún á
eina dóttur, Sóleyju Margréti, f.
6.6. 2002.
Eftir hefðbundna skólagöngu í
Kópavogsskóla starfaði Kristrún
á ýmsum stöðum þar til hún hóf
störf hjá Vélstjórafélagi Íslands
árið 1975 og starfaði hún þar til
dauðadags.
Útför Kristrúnar verður gerð í
dag frá Hafnarfjarðarkirkju og
hefst athöfnin klukkan 15.
Ástkær dóttir mín, Kristrún, hefur
kvatt þetta líf, langt um aldur fram.
Eftir áralanga baráttu við banvænan
sjúkdóm varð hún að lúta í lægra
haldi. Barátta hennar var einstök,
hún reyndist þar sönn hetja. Af
mörgu góðu er að taka, ef ég ætti að
telja allt sem við höfum átt saman. Ég
vil því aðeins færa henni mína ást-
kæru móðurkveðju og óska henni
guðsblessunar á ókunnum brautum
og þakka henni allt og allt. Svo bið ég
góðan guð að styrkja okkur aðstand-
endur hennar í sorg okkar.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. Sveinbjörn Egilsson.)
Mamma.
Krissa mín, þessu stríði er lokið.
Mikið hefur verið á þig lagt undan-
farna mánuði en þú tókst þessu öllu af
hetjuskap. Baráttan var ekki tekin
neinum vettlingatökum frekar en
fyrri daginn. Þú varst búinn að vera
veik í mörg ár en yfirleitt það hress og
kát að fáir vissu hvað var að gerast
hjá þér. Þú hefðir átt skilið lengri
tíma til að gera allt sem þig langaði að
gera og mér verður hugsað til sum-
arbústaðarins sem þið Viggó fenguð
ykkur í fyrra. Eflaust hefðir þú verið
óstöðvandi í framkvæmdum þar sem
annars staðar. Þú náðir samt að
skreppa þangað fyrir stuttu og njóta
kyrrðarinnar í sveitinni.
Ég kynntist þér fyrir þrjátíu árum
þegar ég fór að vera með Sigga bróð-
ur þínum. Þú varst nú ekki mjög hrif-
in að þessu 15 ára stelputrippi. En við
kynntumst smám saman og áttum
margar góðar stundir í gegnum árin.
Ekki vorum við alltaf sammála um
alla hluti enda báðar jafn þverar og
þrjóskar en það var ekkert verra, því
það hleypir bara fjöri í tilveruna. Það
er svo skrítið að vera að skrifa hinstu
kveðju til þín og ég er að reyna að
vera nú ekki of væmin því þú hefðir
ekki viljað neitt vol og væl. Það er
bara svo erfitt þegar maður hugsar
um fjölskyldu þína alla sem hefur
misst svo mikið. Þau hafa staðið við
hlið þér í þessum hremmingum öllum
og ég veit að þau eru hetjurnar þínar.
Við Siggi og börnin þökkum þér sam-
veruna í þessu lífi. Fullviss um að við
hittumst aftur og tökum upp þráðinn
þar sem frá var horfið.
Elsku Viggó, Magga, Linda, Sæ-
unn og fjölskyldur, þið eigið alla mína
samúð og virðingu. Svana, Siggi og
Leifur, þið hafið líka misst mikið.
Krissa var alltaf stóra systir sem
hafði ráð undir rifi hverju. Svana hef-
ur líka sýnt það að hún mat systur
sína mikils, hefur varla vikið frá henni
síðustu vikur og mánuði. Elsku
tengdamamma, höggið er þungt og
ég bið þess að góður Guð hjálpi ykkur
öllum að horfa fram á veginn.
Minningin lifir.
Áslaug.
Elsku systir, nú ertu horfin frá
okkur með miklum söknuði. Frá því
ég man eftir mér varst þú hetja í mín-
um augum. Mér fannst ekkert hægt
að gera nema þú værir nálægt. Ég
man þá daga þegur þú kynntist
manninum þínum, Viggó, þá kom sú
stund að þú fluttir að heiman. Þá
fannst mér öllu lokið því mér fannst
heimilið ekki geta án þín verið, þannig
leit ég alltaf upp til þín, elsku stóra
systir. Þú varst hrókur alls fagnaðar
hvar sem þú varst og alltaf dreifstu
hlutina af og munaði ekkert um það
og taldir ekkert eftir þér, það var
bara drifið í hlutunum. Ég man þá
stundir sem við prjónuðum og saum-
uðum saman á börnin okkar, þær
voru ekki fáar. Það er ekki lengra síð-
an en um jólin sem við vorum að
sauma jólaföndur þó veik þú værir.
Þetta eru ógleymanlegar stundir. Og
allar veislurnar sem þú varst búin að
hrista fram úr ermunum voru glæsi-
legar og allt heimatilbúið, bæði matur
og skreytingar. Og þið Viggó voruð
búin að gera ykkur og dætrunum fal-
legt heimili. Öll þessi ár sem þú varst
búin að vera veik stóðst þú þig eins og
hetja, bæði í vinnunni og heima. Aldr-
ei kvartaðirðu eða vildir láta hafa fyr-
ir þér, þó mikið veik værir, þú ert
hetja.
Ég kveð þig, elsku systir, með
miklum söknuði. Guð geymi þig.
Elsku Viggó, Magga, Linda, Sæ-
unn og fjölskyldur. Ykkur votta ég
dýpstu samúð mína.
Svana.
Nú hefur Krissa yfirgefið þennan
heim, hún var móðir bestu vinkonu
okkar og amma hennar Sóleyjar litlu.
Þegar við vinkonurnar fórum að
venja komur okkar inn á heimili Sæ-
unnar í Heiðarásnum fundum við
strax fyrir væntumþykju og hlýju í
okkar garð.
Krissa var ein af þessum mann-
eskjum sem hélt verndarhendi yfir
dætrum sínum og fjölskyldum þeirra.
Barnabörnin voru henni mikilvæg
enda eyddu þau ófáum stundum í
Heiðarásnum. Hún var oftar en ekki
tilbúin til að skutla okkur stelpunum
hvert sem var og hvenær sem var og
þær voru ófáar stundirnar sem hún
gaf sér tíma til að spjalla við okkur
um allt milli himins og jarðar. Krissa
bar veikindi sín með reisn og þrátt
fyrir hrakandi heilsu hélt fjölskyldan
útskriftarveislu fyrir Sæunni um síð-
ustu jól. Falleg, geislandi og stolt stóð
Krissa við hlið dóttur sinnar sem
komin var með stúdentspróf uppá
vasann og samgladdist henni inni-
lega. En áfram hélt alvara lífsins og
við tóku erfiðir og sársaukafullir mán-
uðir.
Elsku Sæunn, Sóley litla og fjöl-
skylda, missir ykkar er mikill. Megi
Guð umvefja ykkur af kærleika sínum
og styrk. Okkar dýpstu samúðar-
kveðjur sendum við þér og fjölskyldu
þinni. Þínar vinkonur,
Björk, Unnur Eir
og Unnur Ylfa.
Krissa, eins og hún var alltaf köll-
uð, hóf störf hjá Vélstjórafélagi Ís-
lands á árinu 1975. Í upphafi var um
skammtímaráðningu að ræða en sá
skammi tími hefur enst í um 28 ár. Á
vinnustað þar sem lengst af voru 4
starfsmenn segir það sig sjálft að það
eru engin glögg skil á milli starfa
hvers og eins. Allir verða að kunna
skil á þeim verkefnum sem þarf að
leysa úr á hverjum tíma. Með árunum
þróaðist starf Krissu í að hafa yfirum-
sjón með innheimtu félagsgjalda, sem
var hennar aðalstarf hin síðari ár.
Þótt það væri aðalstarfið þá gekk hún
í öll þau störf sem þarf að sinna hjá
einu stéttarfélagi. Við sögðum það
gjarnan á skrifstofunni að ef komu
upp einhver mál sem þurfti að leysa
úr helst í gær þá var það verkefni
Krissu því enginn var fljótari til og til-
búnari til þess að leysa málin hvort
sem það var í vinnutímanum eða utan
hans. Alltaf var hægt að leita til
Krissu sem hafði ráð undir rifi hverju
og fyrst og síðast löngunina til þess að
leysa hvers manns vanda á besta
mögulega hátt og þá voru sporin ekki
spöruð.
Þegar ég hóf störf hjá Vélstjóra-
félagi Íslands hafði ég þann sið að
hlaupa í hádeginu á gamla Melavell-
inum. Einhverju sinni voru staddir fé-
lagsmenn hjá mér í hádeginu, við vor-
um að ræða saman og klukkan langt
gengin í eitt. Krissa vissi sem var að
ég gæti ekki rekið mennina út þó að
ég vildi nýta matartímann í annað.
Þá opnuðust dyrnar hjá mér nokk-
uð skyndilega og í dyrunum stóð
Krissa og sagði með nokkrum þjósti
við mig: „Helgi ertu búinn að gleyma
fundinum sem þú áttir að vera á í há-
deginu?“ Þar með risu gestirnir úr
sætum sínum og kvöddu enda er-
indinu lokið fyrir löngu. Þannig var
hún Krissa. Hún vildi öllum liðsinna
hvort sem hún var um það beðin eða
ekki. Fyrir um 10 árum síðan veiktist
Krissa af þeim sjúkdómi sem hafði að
lokum betur í því stríði. Á þessu tíma-
bili fór hún í marga og erfiða með-
alakúra sem reyndu mjög á hana og
tóku mikið þrek. En alltaf mætti
Krissa í vinnuna sína um leið og hún
hafði þrek til þess. Ég minnist þess að
fyrir rúmu ári síðan var mjög af henni
dregið og ég hafði samband við lækn-
inn hennar til þess að fá nánari upp-
lýsingar um hana og hvenær við gæt-
um átt von á henni til vinnu aftur.
Hann sagði að hún þyrfti að hvíla sig í
að minnsta kosti þrjár vikur, vera
bara heima og taka því rólega. Það
átti nú ekki við hana Krissu, hún var
mætt til vinnu sinnar eftir nokkra
daga. Ég spurði hana hvort hún þyrfti
nú ekki að vera lengur heima og hvíla
sig en vildi ekki að hún vissi að haft
hefði verið beint samband við lækninn
hennar. Hún hélt nú síður hún væri
orðin hress og fullfær um að hefja
störf að nýju sem hún og gerði. Það
væri einfaldlega ekkert betra fyrir sig
að hanga ein heima yfir ekki neinu,
það væri örugglega mun betra fyrir
sig og heilsuna að vera í vinnunni og
blanda þar geði við aðra og taka þátt í
því sem var að gerast á hverjum tíma.
Með Krissu er genginn afburða
starfsmaður langt um aldur fram.
Einstaklingur sem gekk til allra
verka hvort sem það var að taka til,
hella upp á kaffi, fara í verslunarleið-
angur eða sitja yfir tölvunni. Einstak-
lingur sem þoldi ekki tvöfeldni, kom
ætíð til dyranna eins og hann var
klæddur. Sagði mönnum til syndanna
ef hann taldi þess þörf og hrósaði ef
tilefni var til þess. Einstaklingur sem
hafði ótvíræða forystuhæfileika; átti
létt með að laða aðra að sér og starfa
með öðrum.
Við leiðarlok þökkum við Krissu
fyrir allar samverustundirnar, bæði í
vinnunni og utan hennar og biðjum
henni blessunar á nýjum vettvangi.
Við biðjum algóðan Guð að veita eig-
inmanni, börnum og barnabörnum
líkn í sorginni.
F.h. stjórnar og starfsfólks Vél-
stjórafélags Íslands
Helgi Laxdal.
Krissa er dáin. Ég heyri þessi orð í
höfðinu á mér en þau eru eitthvað svo
óraunveruleg.
En baráttu þinni við þennan hræði-
lega sjúkdóm er loks lokið og ég veit
þér líður betur þar sem þú ert núna.
Mér finnst svo stutt síðan við Sæunn
vorum litlar, suðandi í þér og mömmu
um að fá að gista saman. Vorum við
þá oft á pallinum hjá þér með tónlist-
ina í botni, semjandi fimleikadansa.
En þú kvartaðir ekkert yfir látunum í
okkur og tókst mér alltaf mjög vel.
En nú hefurðu kvatt þennan heim og
heilsað nýjum. Það verður skrýtið að
fara í fjölskylduboð og sjá þig ekki
þar.
Elsku Viggó, Magga, Linda, Sæ-
unn og fjölskyldur, amma, Svana,
Leifur og pabbi, mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Megi Guð veita ykk-
ur styrk á þessum erfiða tíma.
Margrét Hlín.
KRISTRÚN
KRISTJÁNSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar
um Kristrúnu Kristjánsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.