Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 22
LISTIR 22 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÚÐUBÍLLINN frumsýnir sýn- inguna Vinir á Árbæjarsafninu kl. 14 í dag. Sýningin samanstendur af fimm leikþáttum sem fjalla allir um vináttuna, en þættirnir eru tengdir saman og kynntir af brúðunum Lilla og Dúski, sem eru í miklu uppáhaldi hjá krökkum. „Í flestum tilfellum tökum við eitt- hvert ákveðið þema fyrir á hverju sumri, t.d. tókum við hafið fyrir þeg- ar ár hafsins stóð yfir, en höfum auk þess fjallað um landið okkar, litina og tölurnar,“ segir Helga Steffen- sen, umsjónarmaður Brúðubílsins, í samtali við Morgunblaðið. Aðspurð hvað ráði efnisvalinu þessu sinni seg- ir Helga það afar mikilvægt að kenna börnunum að leggja ekki hvert annað í einelti og að þau átti sig á gildi vináttunnar. „Annars er þetta fyrst og fremst skemmtun fyr- ir börnin en ekki bara fræðsla,“ segir Helga. Þannig fá áhorfendur t.d. tækifæri til þess að syngja með brúðunum. „Sá sem gefur spennuna í leikinn í ár er Blárefur sem er mjög illa að sér í vináttunni, en enginn vil vera með honum þar sem hann er svo hrylli- lega leiðinlegur. Hann veiðir Lilla í háf og heimtar að hann kenni sér að telja og syngja,“ segir Helga. Þess má þó geta að fyrir rest fær Blárefur að taka þátt í lokasöngnum, enda eiga allir að vera vinir. „Svo tek ég litla sögu, sem börnin þekkja, sem nefnist Stubbur og gefin er út af bókaútgáfunni Bjarti,“ bætir Helga við. Sagan sú fjallar um svipað efni því bræður Stubbs vilja ekki vera með honum. Helga hefur starfrækt Brúðubíl- inn síðan 1980, en hún tók við honum af Jóni E. Guðmundssyni, myndlist- ar- og brúðugerðarmanni. Að vanda semur Helga leiktextann sjálf, en hann er bæði frumsaminn og unninn upp úr þekktum barnabókum. Aðspurð fyrir hvaða aldurshóp sýningin er segir Helga hana henta öllum. „Þetta er miðað við leikskóla- börnin og þau sem eru á gæsluvöll- unum. Þarna koma börn alveg niður í eins árs og alveg upp úr. Það er líka mikið af eldri börnum sem koma af leikjanámskeiðunum og svo koma náttúrulega mikið af dagmömmum með börnin og líka mömmur og pabbar, afar og ömmur, þ.e. allur aldur,“ segir Helga. Brúðubíllinn mun sýna Vini á gæsluvöllum og öðrum útivistar- svæðum í júní og júlí. Sýningin er á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Handrit, brúðugerð og leikstjórn er í höndum Helgu Steffensen, Sig- rún Edda Björnsdóttir sá um leik- stjórn hljóðupptöku en leikraddir eiga m.a. Sigrún Edda, Felix Bergs- son og Þórhallur Sigurðsson (Laddi). Tónlistar- og upptökustjóri er Vil- hjálmur Guðjónsson og búningar í höndum Ingibjargar Jónsdóttur. Þær Vigdís Másdóttir og Helga sjá um að stjórna brúðunum, en bílstjóri og tæknimaður er Birgir Ísleifur Gunnarsson. Næstu sýningar verða við Arnarbakka 6. júní kl. 10 og við Austurbæjarskóla kl. 14. Nánari upplýsingar um sýningadaga og -staði má finna í Dagbók Morgun- blaðsins. Vinir í Brúðubílnum Blárefur búinn að fanga Lilla. Vigdís Másdóttir, Helga Steffensen og Birgir Ísleifur Gunnarsson í góðra vina hópi. Þau sjá um Brúðubílinn á ferðum hans á þessu sumri. SÍÐASTLIÐINN fimmtudag var opnuð fyrsta myndlistarsýningin í nýju húsnæði Listasafns Árnesinga í Hveragerði. Er þetta kærkomið framlag í sýningarflóru landsins enda er Hveragerði í „alfaraleið“, sérstaklega yfir sumarmánuðina. Húsnæðið er gamli Listaskálinn, sem hefur verið endurnýjaður að innanverðu, til hins betra að mínu mati. Salnum hefur t.d. verið skipt með milliveggjum og nýtist rýmið betur þannig. Að sögn forstöðukonu listasafnsins mun starfsemin verða nokkuð fjölbreytt, sýningar og uppá- komur samtímalistamanna í bland við sýningar úr safneigninni, sem að stórum hluta eru verk eftir Ásgrím Jónsson er safnið fékk að gjöf. Myndlistarmennirnir Kristján Dav- íðsson og Þór Vigfússon hlutu það verkefni að vígja endurnýjað húsið með sýningu á listaverkum sínum. Afslöppuð tilraunasemi Kristján Davíðsson hefur verið virkur í listsköpun í meira en hálfa öld og fyrir löngu markað spor sín í íslenska myndlistarsögu. Hann var snemma undir áhrifum frönsku art- brut liststefnunnar, þá helst lista- mannsins Jean Dubuffet, en ex- pressjónísk abstraktsjón í anda bandarískra málara á borð við Philip Guston, Willem de Kooning og Joan Mitchell náði svo yfirhöndinni. Kristján er einstaklega tilfinninga- næmur málari og nálgast myndflöt- inn með rannsakandi huga, hvort sem hann málar laus form inni á flet- inum miðjum, einblínir á jaðar myndanna (edge paintings), notar týpógrafíska pensilskrift eða styðst við litaflæmi. Verk Kristjáns í Lista- safni Árnesinga spanna 12 ára tíma- bil frá 1991 til 2003. Á níræðisaldri er hann enn að sýna á sér ferskar hliðar eins og nýjasta málverkið á sýning- unni er til vitnis um, en verkið nálg- ast hann sem samtal við listaverk Þórs Vigfússonar sem hann lætur svo hafa áhrif á útkomu málverksins. Ég hef oft velt fyrir mér þessum stöðuga ferskleika í verkum Krist- jáns og hvarflar að mér að það hafi verið honum í hag að vera ekki upp- hafsmaður abstrakt málverksins á Íslandi eins og Svavar Guðnason og Þorvaldur Skúlason, heldur komið á sjónarsviðið skömmu á eftir þeim. Listamaður sem kemur í kjölfar frumherja nálgast viðfangsefnið oft afslappað. Hefur afslöppuð tilrauna- semi fylgt Kristjáni allan myndlist- arferilinn og skipað honum í raðir fremstu listmálara sem Ísland hefur alið. Tær fagurfræði Þór Vigfússon er talsvert yngri en Kristján, alls 37 árum. Þór gengur í tæra fagurfræði mínimalismans líkt og margir af hans kynslóð gerðu hér á landi en var jafnframt nokkuð áberandi í alþjóðlegum myndlistar- heimi á síðari hluta níunda áratug- arins, þegar halla fór á vinsældir „Nýja málverksins“. Má þar nefna listamenn eins og Gewald Rochensk- aup, Grenville Davey, Gerhard Merz, Adrian Schiess o.fl. Emileruð einlit gler hafa verið efniviður Þórs um árabil, sem hann stillir upp í rými og endurspegla arkítektúr þess. Einn athyglisverðasti þátturinn í verkum Þórs er hve þau vega salt á milli málverks og skúlptúrs. Ef við tökum verk svissneska listamanns- ins Adrian Schiess til samanburðar við verk Þórs, þá ber hann háglans- andi lakk á MDF plötur og lætur arkítektúrinn endurspeglast á flet- inum. Schiess notar þannig endur- speglun rýmis til þess að skapa mynd á yfirborði flatarins og er þar af leiðandi að fást við eðli málverks- ins. Þór lætur aftur á móti arkítekt- úrinn endurspeglast í massífu gegn- sæju efni, þ.e. gler, og hallast ég frekar að því að listamaðurinn hafi komist að þessari niðurstöðu út frá hugmyndum um skúlptúr og rými frekar en til þess að skapa mynd á fleti. Verk Þórs í listasafni Árnes- inga eru þó meira á þessum mörkum en oft áður þar sem hann raðar mis- litum glerplötum saman og skapar þannig gegnsæja litarfleti á veggjum safnsins. Í raun er þetta bara spurn- ing um nálgun áhorfandans, hvort hann veiti myndfletinum athygli frekar en rýminu eða nálgist lista- verkin með báða þessa þætti í huga. Verkum Kristjáns og Þórs er blandað saman í sölum safnsins og skapa ólíkar nálganir listamannanna samræður á milli listaverkanna sem ekki hefði gerst ef verkin væru til sýnis sín í hvorum salnum. Annars- vegar er það hið hreina mínimalíska form sem einkennir listsköpun Þórs Vigfússonar og hinsvegar express- jónískt myndmál sem Kristján Dav- íðsson hefur tileinkað sér. Hér er því um átök hins hreina og óhreina að ræða, eða grísku guðanna Apollós og Díonýsosar sem Ólafur Gíslason, listfræðingur tengir við þá Kristján og Þór í ágætum texta í sýningar- skrá listasafnsins. Þó eru engar deil- ur á milli Kristjáns og Þórs um hreint eða óhreint form líkt og oft var á milli listamanna á öldinni sem leið, Ad Reinhardt gegn Philip Gust- on, Donald Judd gegn Georg Basel- its og Jan Dibbets gegn Corneille, svo dæmi séu nefnd. Þvert á móti, þá upphefja listamennirnir hvor annan á sýningunni með virðingu, umburð- arlyndi og samvinnu. Útkoman er hin álitlegasta og er óskandi að lista- safnið haldi áfram sýningarstarf- semi af sambærilegum metnaði. Hverful mannveran Eins og ég nefndi í upphafi grein- arinnar þá var Listaskálinn áður starfræktur þar sem Listasafn Ár- nesinga er nú til húsa. Umsjónar- maður Listaskálans var Einar Há- konarson, sem einnig lét byggja húsið árið 1996. Rekstur á Listaskál- anum gekk ekki upp og hefur sal- urinn verið meira og minna ónotaður síðastliðin tvö ár. Einar hefur þó ekki setið auðum höndum og rekur nú sýningarsalinn „Hús málaranna“ á Seltjarnarnesi ásamt Óla G. Jó- hannssyni, listmálara. Einar Hákonarson vakti ungur at- hygli hér á landi undir lok sjöunda áratugarins fyrir málverk sem telja má til popplistar. Ólíkt harðkjarna- poppi í Bandaríkjunum, þar sem listamenn veltu sér upp úr efnissam- félaginu, var popplist sú sem Einar leitaði í „akademísk“ hvað eftirtök varðar og nokkuð í takt við tilraunir sem David Hockney, R.B Kitaj, Rog- er Raveel o.fl. höfðu fengist við. Með tímanum hafa efnistök Einars tekið talsverðum breytingum og skjótráð- ur „expressjónískur“ stíll spilar æ ríkari þátt í myndum hans. Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum Einars Hákonar- sonar í Húsi málaranna. Verkin eru að mestu frásagnarmálverk sem ým- ist vísa í einhverja leit, ferð eða bið. Manneskjan er helsta viðfangsefni Einars, en hún er gjarnan hverful í myndum hans líkt og draugur eða minning sem rennur saman við ís- lenskt landslag. Sumar myndanna virka óhlutbundnar en geyma þó manneskjuleg form eða hafa á ein- hvern hátt vísun í mannlegar tilfinn- ingar eða aðgerðir. Myndirnar eru gjarnan hlaðnar formum og/eða lit- um, en samspil þeirra er nokkuð að- gengilegt. Hugkvæmdist mér að lita- skali listamannsins væri árstíðabundinn. En svo er ekki þar sem myndirnar sýnast mjög nýlegar og margar hverjar virka enn rakar á striganum. Engar upplýsingar fylgja þó sýningunni sem segja til um aldur myndanna en eflaust eru flestar þeirra málaðar á árinu, ef ekki allar. Talsverð framleiðni fylgir svo skjótráðum stíl sem Einar notar. Sakna ég nokkuð natni sem oft var að finna í eldri verkum hans, en á móti kann ég vel að meta samhang- andi frásögnina eða sögu sem skap- ast á milli myndanna, væntanlega vegna þess að listamaðurinn vinnur þetta staðfast og skjótt. Það er því sýningarheildin sem virkar á mig frekar en að einstök málverk standi upp úr. Hreint og óhreint Morgunblaðið/Jim Smart „Rauður tangó“ nefnist þetta mál- verk Einars Hákonarsonar á sýn- ingu í Húsi málaranna. Morgunblaðið/Ransu Nokkur listaverka Þórs Vigfússonar í Listasafni Árnesinga Morgunblaðið/Ransu Olíumálverk sem Kristján Davíðsson málaði fyrr á árinu og er hugsað sem samtal listamannsins við verk Þórs Vigfússonar. OLÍUMÁLVERK OG PASTELMYNDIR EINAR HÁKONARSON MYNDLIST Listasafn Árnesinga Opið alla daga frá 12-18. Sýningu lýkur 31. júlí. MÁLVERK / RÝMISVERK KRISTJÁN DAVÍÐSSON OG ÞÓR VIGFÚSSON Hús málaranna Opið á fimmtudegi til sunnudags frá 15- 18. Sýningu lýkur 7. júní. Jón B. K. Ransu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.