Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 10.15. B.i.14. Sýnd kl.7, 8 og 10. B. i. 12 ára.Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.  KVIKMYNDIR.COM Kvikmyndir.is  ÓHT Rás 2 „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ Kvikmyndir.is Sýnd í stóra salnum kl. 8. Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.10. B.i. 14 ára KRINGLAN kl. 5.30. Ísl. tal. ÁLFABAKKI kl. 4. ísl. tal. Það borgar sig að kynnast fólki vel áður en þú ferð á blint stefnumót á netinu. Queen Latifahfer á kostum og Steve Martin slær í gegn í sinni stærstu gamanmynd frá upphafi! Frábær rómantísk gamanmynd sem hefur allstaðar slegið í gegn. KRINGLAN Sýnd kl. 7. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. KVIKMYNDIR.COM ÓHT Rás 2 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6 og 8. KEFLAVÍK kl. 8. AKUREYRI kl. 8. Kvikmyndir.is KARL Ágúst Guðmundsson vann sér til frægðar á sínum tíma að vera trommuleikari og eini karllimur hljómsveitarinnar Bellatrix sem var um skeið á barmi heimsfrægðar en flosnaði upp af ýmsum sökum. Karl kenndi einsemdar hér á Ís- landi þar sem kona hans var við nám í Kaupmannahöfn og brá því á það ráð að setjast að hjá spúsu sinni í Dana- veldi: „Ég ákvað að það yrði skrambi þægilegt að fara til Kaupmannahafn- ar og slaka aðeins á í eitt ár, velta vöngum yfir stefnu minni í lífinu og hætta að spila í bili.“ Karl varð þó fljótt eirðarlaus og hitti, þarna úti, Íslendingabandið Drep. „Við spiluðum mjög þungt rokk, með Flosa í Ham innanborðs og fleiri góðum piltum. Það var fínt þangað til gítarleikarinn okkar var handtekinn í Færeyjum fyrir eitur- lyfjasmygl. Þá leystist þetta aðeins upp,“ segir hrekkjalimurinn Karl kíminn. Þá segist hann hafa leitað á mildari mið og rambaði á sveit sem á end- anum þróaðist í það sem nú heitir Grammarphone og samanstendur af, auk Karls, þeim Vali Einarssyni, og Dönunum Casper Trane og pilti sem vill láta kalla sig Gorm, en Valur bætt- ist við fyrr á árinu þegar bandið vildi víkka sjóndeildarhringinn, eða „ud- vikle“, eins og Karl slettir á dönsku. Þeir félagar hafa verið iðnir við að semja lög og segir Karl Ágúst þá vera komna með efni sem fyllt gæti þrjár plötur og segist mjög ánægður með afraksturinn: „Ég hef aldrei verið í bandi sem er svona auðvelt að vinna með. Við erum allir svo samstilltir – viljum gera nákvæmlega sömu hlut- ina.“ Blautir Karl, sem enn heldur tryggð við trommurnar þó hann sé farinn að dufla við bakraddarsöng, segir tónlist Grammarphone nokkuð ólíka þeirri sem landsmenn þekkja til Bellatrix: „Við erum mýkri, þetta er meira popp. Þótt Bellatrix hafi verið mikið poppband þá var það soldið „alternat- ive“ popp. Það sem Grammarphone spilar er meira popp-rokk,“ segir Karl og minnist á bönd eins og Coldplay og Muse. „Við getum verið mjög blautir,“ segir Karl hlæjandi, en leiðréttir sjálfan sig: „Mjúkir! En svo getum við verið harðir líka. Þetta er allt þar á milli bara.“ Karl virðist sæll að vera kominn í strákaband: „Það er ljómandi gott. Núna getur maður talað um fótbolta og strákahluti – gert strákahluti. Þetta er öðruvísi. Ekkert endilega betra, bara öðruvísi.“ Karl átti erindi til landsins, og ákvað að slá til og halda tónleika. Bandið hefur aðeins haldið eina tón- leika áður, í Köben, og hlaut þar af- bragðsgóðar viðtökur að sögn Karls, bæði hjá áheyrendum og í blaðaskrif- um gagnrýnenda. Kalli úr Bellatrix trommar nú með Grammarphone: Casper, Gorm, Valur og Karl Ágúst. „Núna getur maður talað um fótbolta“ asgeiri@mbl.is Grammarphone heldur tónleika á Gauki á Stöng í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 23 og er aðgangseyrir 500 kr. dönsk-íslensku sveitinni Grammarphone SAMTÖK fatahönnuða í Bandaríkjunum, CFDA, völdu Narciso Rodrigu- ez kvenfatahönnuð árs- ins en hann hefur löngum verið í uppá- haldi hjá Söruh Jessicu Parker og Sölmu Ha- yek. Þetta er annað árið í röð sem Rodriguez vinnur til verðlaunanna, sem eru nokkurs konar ígildi Óskarsverð- launanna í tískuheimin- um í Bandaríkjunum. Verðlaunin voru afhent á mánudagskvöldið í New York. Sarah Jessica Parker var kynnir kvöldsins og skipti hún fjórum sinn- um um klæðnað á þeim tveimur tímum, sem verðlaunahátíðin stóð yfir. Hún kom fram í kjólum hönnuðum af Oscar de la Renta, Car- olinu Herrera, Veru Wang og Calvin Klein og tilkynnti áhorfendum hverju hún klæddist hverju sinni. „Og allir skórnir voru hannaðir af Manolo Blahnik,“ bætti hún við í endann, sem kemur ekki á óvart í ljósi þess að Carrie Brads- haw, blaðakonan og tískudrottning- in, sem Parker leikur í Beðmálum í borginni hefur tekið ástfóstri við skó eftir Blahnik. Nýliðar ársins með Tomei Kvikmyndastjörnur og tíska virð- ast eiga sérlega vel saman ef eitt- hvað er að marka verðlaunakvöldið. Stjörnurnar geta skotið nýjum hönnuðum upp á stjörnuhimininn á augabragði ef þær klæðast fötum eftir hönnuðinn á Óskarnum eða álíka viðburðum. Sömuleiðis geta þekktir hönnuðir veitt leikurum og leikkonum ákveðna stöðu og sagt til um að stjörnurnar séu með hlutina á hreinu hvað tískuna varðar. Þetta hjónaband tískunnar og Hollywood var áberandi á hátíðinni. Claire Danes mætti á svæðið í fylgd Zac Posen, sem er ungur og vinsæll hönnuður í New York, og Rachel Weisz kom með Rodriguez. Marisa Tomei fylgdi tveimur ungstjörnum á hátíðina, Jack McCollough og Lazaro Hernandez. Þeir hanna fyrir eigið merki, Proenza Schouler, sem er nefnt eftir ættarnöfnum mæðra þeirra, og fengu verðlaun þetta kvöld sem nýliðar ársins í tísku- heiminum. Brody afhenti verðlaun Ennfremur afhenti Adrien Brody hönnuðinum Michael Kors verðlaun fyrir að vera herrafatahönnuður ársins. „Öryggisgæslan er mikil hérna. Þeir athuguðu hvaða merki ég klæddist við dyrnar,“ grínaðist óskarsverðlaunhafinn Brody þegar hann afhenti verðlaunin. Renée Zellweger afhenti einnig verðlaun þetta kvöld. Hún mætti í fylgd André Leon Talley frá Vogue, sem fékk verðlaun fyrir tískuskrif. Hún sagði að hún hefði klæðast hvítum hönskum við Carolina Herr- era-kjólinn sinn vegna þess að Tall- ey væri hrifinn af konum í hvítum hönskum. Talley svaraði því til að Zellweger væri „póst-módernísk Audrey Hepburn“. Bacall mætti fyrir Kidman Nicole Kidman fékk verðlaun fyr- ir að vera tískutáknmynd en gat ekki verið á staðnum þar sem hún þurfti óvænt að fara til Los Angeles til að vinna við kvikmynd. Lauren Bacall tók við verðlaununum fyrir hennar hönd en þær hafa nýlokið við tvær myndir saman og kynnst vel, eins og Bacall orðaði það. Bacall hefur sjálf fengið þessi verðlaun og þekkir vel til stællegra kvenna. Á meðal annarra sigurvegara kvöldsins, sem valdir voru af meira en 450 fatahönnuðum, blaðamönn- um, stílistum og sölufólki, voru Marc Jacobs, sem fékk verðlaun fyrir fylgihluti úr Marc-línunni sinni. Ennfremur fékk skóhönnuð- urinn Brian Atwood verðlaun, Oleg Cassini fékk sérstök verðlaun stjórnenda CFDA en hann er þekktastur fyrir að klæða Jacquel- ine Kennedy þegar hún var for- setafrú og Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue fékk heiðursverð- laun fyrir ævistarf í tískuheiminum. Verðlaun sem alþjóðlegur hönnuður ársins fékk síðan Bretinn Alexander McQueen. Verðlaunahátíð Samtaka fatahönnuða í Bandaríkjunum Hjónaband tísku og Hollywood Reuters André Leon Talley frá Vogue kom til hátíðarinnar ásamt Renée Zellweger en hann fékk sérstök verðlaun fyrir tískublaðamennsku. Reuters Hönnuðurinn Marc Jacobs stillir sér upp ásamt Claire Danes en hann fékk verðlaun fyrir hönnun fylgihluta. AP Narciso Rodriguez smellir kossi á Söru Jessicu Parker fyrir ljósmyndarana eftir að hafa unnið titilinn kvenfatahönnuður ársins 2003. ingarun@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.