Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 39 Smáralind - Sími 551 8519 – Kringlunni - Sími 568 9212 Brúðarskórnir eru komnir Margar gerðir og litir hvítt, beinhvítt, drapp, perlulitt leður og hvítt lakk Pantanir óskast sóttar Verð 9.995.- St. 36-41 ÞJÓNUSTA Húseigendur ath! Er komin móða eða raki milli glerja? Móðuhreinsun, símar 587 5232 og 897 9809. KENNSLA Sumarskólinn ehf. www.sumarskolinn.is Undirbúningsnám fyrir nemendur 10. bekkjar sem ætla í framhaldsskóla. Kennsla hefst föstudaginn 6. júní. Náminu lýkur 25. júní. Kennt er í Háskóla Íslands. Skráning er í síma 565 6429. SMÁAUGLÝSINGAR EINKAMÁL Rúml. fertugur Norðmaður í góðu formi, hefur áhuga á lík- amsrækt, siglingum og útivist, á bjálkakofa við vatn og einnig við Trysilfjellet, 2 báta, bíl og innan- hússsundlaug - óskar að kynnast fallegri íslenskri konu milli tví- tugs og þrítugs. Skrifið á ensku/norsku til: Ragnar Nordli, Nordåsveien 12, 1708 Sarpsborg, Noregur. FÉLAGSLÍF Háaleitisbraut 58—60 Biblíuskólinn við Holtaveg. Áður auglýst fræðslukvöld í dag fellur niður. Fimmtudagur 5. júní Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42 kl. 20.00 Ræðumaður: Halldór Lárusson. Mikill söngur og vitnisburður. Allir eru hjartanlega velkomnir. Föstudagur 6. júní 2003 Opinn AA fundur kl. 20.00 Mánudagur 9. júní 2003 UNGSAM kl. 19.00. www.samhjalp.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R mbl.is ATVINNA KÖRFUBOLTADRIPL hefst í dag kl. 16, hringinn í kringum Ísland sem Þór Akureyri og Körfuknattleikssam- band Íslands standa fyrir í tilefni landssöfnunar Regnbogabarna. Farið verður í tveimur hópum og munu þeir leggja af stað frá Egilsstöðum við Söluskálann við Kaupfélagið, sitt- hvora leiðina í átt að Reykjavík. Ann- ar hópurinn fer suðurleiðina en hinn norður fyrir. Í norðurhópnum dripla allt að fjörutíu þátttakendur en um fimmtán suðurleiðina. Körfubolta- mennirnir sem fara suðurleiðina munu dripla 698 km leið en körfu- boltamennirnir á norðurleiðinni 654 km. Ferðin endar með körfuboltahá- tíð KKÍ í Smáralind í Kópavogi á mánudag, annan hvítasunnudag og er áætlað að hóparnir komi þangað sam- an kl.13 þann dag. Yfirskrift söfnunarinnar er draum- ur að veruleika og er hann þríþættur. 1. Að þjónustumiðstöð Regnboga- barna sem þjóni öllu landinu verði að veruleika í húsi samtakanna í Mjó- sundi 10 Hafnarfirði. 2. Að hægt verði að ráða sérfræð- inga til að byggja upp og móta þá þjónustu sem helst ríður á að hafa til taks fyrir þá sem á þurfa að halda. 3. Að hægt verði að koma á lagg- irnar víðtækri þjónustu fyrir einstak- linga og hópa á landinu öllu með því að bjóða upp á: námskeið, fyrirlestra, fræðslufundi, aðgengilega og gagn- virka vefsíðu, bóka- og gagnasafn í þjónustumiðstöðinni, hópastarf og lið- veislu, ýmis sérverkefni og útgáfu fræðsluefnis. Stefnt er að því að standa fyrir áheitum í ferðinni auk þess sem fólki gefst kostur á að leggja söfnuninni lið með því að hringja í síma 511 2580, segir í fréttatilkynningu. Í körfuboltadripli hringinn í kringum landið Meistaraprófsfyrirlestur við Véla-og iðnaðarverkfræðiskor HÍ Hjalti Páll Ingólfsson heldur fyr- irlestur í dag, fimmtudag kl. 16, um meistaraverkefni sitt sem heitir Út- flutningur vetnis frá Íslandi til meg- inlands Evrópu (Export of Hydrog- en from Iceland to the European continent). Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 157 í VR-II, húsi Verkfræði- og Raunvísindadeilda Háskóla Íslands við Hjarðarhaga. Verkefnið fjallar um hagkvæmniat- hugun á útflutningi orku á formi vetnis. Verkefni Hjalta Páls er unn- ið sem hluti af svokölluðu EURO- HYPORT verkefni Íslenskrar Ný- Orku og Háskóla Íslands og er styrkt af Evrópusambandinu. Verk- efnið er unnið undir leiðsögn Helga Þórs Ingasonar lektors og Páls Jenssonar, prófessors við Véla- og iðnaðarverkfræðiskor. Allir vel- komnir. Sumarganga skógræktarfélag- anna Fimmtudagskvöldið 5. júní er fyrsta gangan í göngusyrpunni „Sumargöngur skógræktarfélag- anna“ í fræðslusamstarfi skógrækt- arfélaganna og Búnaðarbanka Ís- lands. Gangan er á vegum Skógræktarfélags Kópavogs. Mæt- ing er kl. 20 við Guðmundarlund. Hægt er að aka í gegnum Sala- hverfi í Kópavogi og einnig yfir Rjúpnahæð í Breiðholti á Vatns- endaveg. Ekið er af Vatnsendavegi við hesthúsin á Heimsenda. Þar verður fánaborg til auðkenningar. Gengið verður frá Guðmundarlundi inn á Vatnsendaheiðina. M.a. verða skoðuð landgræðsluskógasvæði, landnemaspildur og reitir á vegum Yrkju sem grunnskólanemendur annast. Í lokin verður þátttak- endum boðið upp á léttar veitingar í Guðmundarlundi. Nánari upplýs- ingar á heimasíðu Skógrækt- arfélags Íslands, www.skog.is Opinn kynningarfundur í húsnæði Lesblind.com, Kjarna, Þverholti 2, Mosfellsbæ, fyrir aðila kenn- arastéttarinnar, verður í dag, fimmtudaginn 5. júní, kl. 20. Að- gangur er ókeypis og er fundurinn opinn öllum kennurum, leik- skólakennurum og skólastjórn- endum, sem hug hafa á að kynna sér Davis-námstæknina. Þátttak- endur láti vita af komu sinni með tölvubréfi til axel@dislexic.com. Davis-námstæknin er íslensk þýð- ing á því sem á ensku er kallað Davis®Learning Strategies eða DLS og er þróuð upp úr Davis- lesblindu-leiðréttingaraðferðunum. Davis-leiðréttingin á sér stað maður á mann, á 5 dögum með einstaklingi sem þegar á við námsörðugleika að stríða. Davis-námstæknin er aftur á móti sniðin til að nota í fyrstu bekkjum grunnskóla, í því mark- miði að koma í veg fyrir námsörð- ugleika. Fyrsta fjögurra daga Davis- námstækninámskeiðið á Íslandi verður haldið í Reykjavík dagana 5.–8. ágúst nk., fyrir þá skóla sem hug hafa á að innleiða þetta strax næsta haust, segir í fréttatilkynn- ingu. Í DAG Doktorsvörn – Holdið hemur andann Birna Bjarnadóttir ver doktorsritgerð sína, Holdið hemur andann. Um fagurfræði í skáld- skap Guðbergs Bergssonar við Háskóla Íslands, á morgun, föstu- daginn 6. júní kl. 14, í Hátíðarsal Háskólans. Andmælendur eru Álf- rún Gunnlaugsdóttir prófessor og Gert Kreutzer prófessor. Anna Agnarsdóttir, forseti heim- spekideildar, stjórnar athöfninni. Doktorsritgerð Birnu, sem hefur nýlega verið gefin út á vegum Há- skólaútgáfunnar, fjallar um fag- urfræði í skáldskap Guðbergs og fagurfræði nútímaskáldskapar. Um er að ræða brautryðjandaverk í rannsóknum á höfundarverki Guðbergs Bergssonar. Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum og sagnfræðiskor- ar Háskóla Íslands standa fyrir málstofu með Riot-Sarcey kl. 10– 12 á morgun, föstudagsmorgun 6. júní, í stofu 201 í Odda þar sem hún ræðir um greiningarhugtakið „kyngervi“ (gender). Riot-Sarcey segir að hugtakið kyngervi geri kleift að skilja hið sögulega ferli, frá frönsku byltingunni til nýlegra samþykkta um jafnt hlutfall kynja á framboðslistum stjórnmála- flokka, sem einkennist af því að ekki hefur tekist að koma á raun- verulegu jafnrétti milli kynjanna á sviði stjórnmála. Torfi Tulinius prófessor mun þýða mál Riot- Sarcey í málstofunni og jafnframt umræður. Á MORGUN Röng mynd Í umfjöllun um afreksnemendur í blaðinu í gær birtist röng mynd af Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur, dúx frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Unnur, ekki Una Í myndatexta með umfjöllun um hjartadeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss í blaðinu sl. þriðjudag var Unnur Sigtryggsdóttir deildarstjóri hjúkrunarstarfsins sögð heita Una og er beðist velvirðingar á þeirri misrit- un. Laufey Helga Guðmundsdóttir LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.