Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Á SÍÐASTLIÐNUM rúmum áratug hefur verið í gangi stöðugt ferli við- ræðna íslenskra og bandarískra stjórnvalda um fyrirkomulag ís- lenskra varnarmála. Í byrjun síð- asta áratugar var ljóst að sú hernaðarlega ógn er ríkjum Vestur-Evrópu stafaði af Sovétríkjunum heyrði sögunni til. Sú breytta heimsmynd leiddi til að Bandaríkin fóru að draga saman seglin í varnarmálum en jafnframt breyta áherslum sín- um í samræmi við breytt mat á hagsmunum sín- um. Óhjákvæmilegt var að þetta mikla umrót í heimsmálum hefði áhrif á stöðu varnarliðsins á Íslandi en skipan þess hafði á tímum kalda stríðs- ins tekið mið af því ástandi sem þá var við lýði. Viðræður vegna breyttra aðstæðna Í september 1992 átti ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar frumkvæði að því að viðræður hæfust við bandarísk stjórnvöld um stöðuna í varnar- og ör- yggismálum í ljósi breyttra aðstæðna á alþjóða- vettvangi. Skipaði Jón Baldvin Hannibalsson, þá- verandi utanríkisráðherra, nefnd er hélt til viðræðna við bandarísk stjórnvöld í Washington. Að fundinum loknum var gefin út yfirlýsing þar sem ítrekaður var stuðningur við varnarsamn- inginn frá 1951. Yfirlýsingin var svohljóðandi: „Fulltrúar ríkisstjórna Íslands og Bandaríkjanna hittust í Washington 10.–11. september 1992 og ræddu um tvíhliða samskipti ríkjanna í öryggis- málum. Á fundum í utanríkisráðuneytinu, varn- armálaráðuneytinu og Hvíta húsinu ræddu þeir um þær breytingar, sem orðið hafa á hernaðar- legri stöðu á Norður-Atlantshafi og almennt í heiminum auk þess sem viðræðurnar snerust um þróun samstarfs ríkjanna í varnarmálum á und- anförnum áratugum. Þar áréttuðu þeir hve þetta samstarf hefði skilað miklum árangri, sem sjá mætti á jákvæðum breytingum á sviði öryggis- mála á síðustu árum. Einnig var lögð áhersla á að þrátt fyrir stórfelld umskipti í alþjóðastjórnmál- um byggðist mat á gagnkvæmum öryggishags- munum að verulegu leyti enn á landfræðilegum staðreyndum. Báðir aðilar ítrekuðu áframhaldandi mikilvægi samstarfs þeirra sem byggist á varnarsamningn- um frá 1951 og hefur stuðlað að því að tryggja ör- yggi þeirra og Atlantshafsbandalagsríkjanna allra. Bent var á að varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna hefði sérstaklega mikilvægu hlut- verki að gegna sem liður í öryggiskerfinu er teng- ir NATO-ríki Evrópu og Norður-Ameríku um Atlantshaf. Þeir staðfestu vilja sinn til að halda áfram samstarfi sínu báðum til hagsbóta á grund- velli náinnar samvinnu og samráðs í anda varn- arsamningsins frá 1951.“ Bandaríkin vildu endurskoðun Fljótlega varð hins vegar ljóst að Bandaríkja- stjórn hafði mikinn hug á því að draga úr kostn- aði við rekstur Keflavíkurstöðvarinnar. Lýstu fulltrúar hennar því yfir í viðræðum við íslensk stjórnvöld að endurskoða bæri hvering kostnað- ur við rekstur Keflavíkurflugvallar skiptist milli ríkjanna. Töldu Bandaríkjamenn brýnt að sam- komulag næðist um „réttláta og sanngjarna“ skiptingu kostnaðar. Í nóvember 1992 var í Morgunblaðinu haft eftir blaðafulltrúa varnar- liðsins að Bandaríkjamenn vildu að Íslendingar greiddu eitthvað af þeim kostnaði er tengdist al- þjóðaflugi með beinum hætti, s.s. kostnað við snjóruðning við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Á þessum tíma greiddu Bandaríkjamenn allan rekstrarkostnað vegna Keflavíkurflugvallar en Íslendingar greiddu á móti kostnað vegna flug- umsjónar. Fimmtudaginn 6. maí 1993 birti Morgunblaðið frétt á forsíðu undir fyrirsögninni „Mikill niður- skurður er fyrirhugaður í Keflavík“. Þar var greint frá því að meðal bandarískra stjórnvalda væri í undirbúningi stórfelldur niðurskurður á starfsemi varnarliðsins. Meðal annars væru uppi þ þ u h á k m v f g l y a y k b v f „ l k t h v s i v e e n k þ a h W áform um að kalla allar P-3 kafbátaleitarflugvél- ar og F-15 orrustuþotur varnarliðsins til Banda- ríkjanna en það hefði í för með sér um 1.400 manna fækkun í varnarliðinu. Tólf orrustuþotur voru staðsettar á Keflavíkurflugvelli á þessum tíma en höfðu flestar verið átján er ógnin af Sov- étríkjunum var í hámarki. Þeim var hins vegar fækkað um sex árið 1991 og urðu þá jafnmargar og þær voru árið 1985. Sá kostur að gera einungis smávægilegar breytingar á starfsemi varnarliðsins var hins vegar jafnframt uppi á borðinu þótt hann væri sagður ólíklegri á þessum tímapunkti. Bandarík- in drógu heldur ekki í efa að þau hefðu ákveðnar skuldbindingar gagnvart Íslendingum. „Við við- urkennum þó, þrátt fyrir allt, að við erum með tvíhliða varnarsamning við Ísland, sem við erum ekki með við nokkurt annað ríki og þann samning munum við virða,“ var haft eftir talsmanni Bandaríkjastjórnar í Morgunblaðinu. Síðar var staðfest að hinn 16. apríl var íslensk- um stjórnvöldum sent skeyti frá Bandaríkja- stjórn, með milligöngu sendiráðs Íslands í Wash- ington, þar sem tilkynnt var að til umræðu væru hugmyndir um verulegar breytingar á starfsemi varnarstöðvarinnar. Frétt Morgunblaðsins 6. maí vakti gífurlega athygli og sama dag og hún birtist efndi Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra til blaðamannafundar þar sem hann staðfesti efni hennar í meginatriðum og sagði að viðræður við Bandaríkjastjórn myndu hefjast innan mánaðar. Í frétt Morgunblaðsins af blaðamannafundinum var eftirfarandi haft eftir utanríkisráðherra um áform Bandaríkjamanna: „Jón Baldvin sagði til- lögur Bandaríkjamanna geta verið fólgnar í ólík- um kostum, allt frá óbreyttu ástandi til áfram- haldandi fækkunar í liði flughers sérstaklega. Til þess að starfsemi flugsveitar verði breytt með þeim hætti að hún eigi „lögheimili“ á Keflavík- urflugvelli, þá verði hún farandsveit sem sinni verkefnum víðar en hér. „Einn kosturinn er sá að F-15 flugsveitin hverfi af landi brott ásamt því sem henni fylgir. En væntanlega myndi það kalla á einhverja samninga um það hvernig og hvenær það gerist og hvernig Bandaríkin hyggist standa við skuldbindingar sínar gagnvart varnarsamn- ingi við breyttar aðstæður. Þetta þýðir einfaldlega að við gerum ráð fyrir því að nú á næstunni verði efnt til samráðs og samningaviðræðna milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um væntanlegar breytingar. Við get- um ekki á þessari stundu fullyrt neitt hvaða kost- ur verði ofan á, hver niðurstaðan verði. Það verð- ur einfaldlega að ráðast af nánara samráði og viðræðum í þessum og næsta mánuði.“ Undirbúningsviðræður hófust um vorið en formlegar viðræður embættismanna Íslands og Bandaríkjanna fóru fram um aðlögun varnar- samningsins í Reykjavík 6. ágúst og 23. ágúst. Davíð Oddsson forsætisráðherra átti fund með Al Gore, varaforseta Bandaríkjanna, í Hvíta hús- inu hinn 3. ágúst 1993 og með Clifton Wharton, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, 4. ágúst. Að þeim fundum loknum sagði forsætis- ráðherra við Morgunblaðið: „Það liggur ljóst fyr- ir að það verður samdráttur í varnarstöðinni í Keflavík en það kom fram í máli aðstoðarutanrík- isráðherrans og varaforsetans að fyrirkomulag og allar breytingar og áherslur verða ríkin að ræða sín á milli og ná um þær samkomulagi.“ Á samningafundinum 6. ágúst lögðu Banda- ríkjamenn fram tillögur sínar. Í þeim fólst m.a. að F15-þoturnar tólf myndu hverfa frá Íslandi 1. janúar 1994. Þá fólst í tillögum Bandaríkjastjórn- ar að þyrlubjörgunarsveitin myndi einnig fara frá Íslandi. Á þá kröfu var hins vegar ekki lögð jafn- rík áhersla. Tillögur íslenskra stjórnvalda voru lagðar fram á fundinum 23. ágúst. Þar var lögð aðal- áhersla á að „trúverðugar loftvarnir“ yrðu „áfram tryggðar á grundvelli skuldbindinga varnarsamningsins“. Var það mat Íslendinga að í Áratugur v framkvæm Á fyrri hluta tíunda áratugarins hófust viðræður Íslendinga og Bandaríkjanna um fyrirkomulag varnarmála á Íslandi. Steingrímur Sigurgeirsson rekur þróun þeirra viðræðna og þær breytingar sem orðið hafa á starfsemi varnarliðsins í tilefni þess að í dag fer fram fundur íslenskra og bandarískra ráðherra um fyrirkomulag varnarsamstarfs ríkjanna. O FORDÓMUM RUTT ÚR VEGI FRAMFARA Á undanförnum árum hefur tölu-vert áunnist í málefnum er lútaað geðheilbrigði. Það er ekki síst að þakka aukinni opinberri umræðu um vanda þeirra sem stríða við þunglyndi og geðræna sjúkdóma, en hispursleysi og hugrekki þeirra er deilt hafa reynslu sinni af þessum málaflokki hefur lyft grettistaki við að ryðja fordómum úr vegi framfara á þessu sviði. Eins og Sal- björg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarkona og verkefnisstjóri, benti á í fyrradag, þegar átaki gegn þunglyndi og sjálfs- vígum var ýtt úr vör, er mikilvægt að „auka fræðslu og draga úr fordómum gagnvart þeim sem greinast með þung- lyndi eða aðra sjúkdóma er draga lífs- kraft úr fólki“, en það verður vitaskuld best gert með því að upplýsa fólk um þetta málefni sem allt fram á síðustu tíma hefur legið í þagnargildi. Eins og fram kom í blaðinu í gær er það Landlæknisembættið sem hefur umsjón með átakinu en til þess nýtur það rausnarlegs stuðnings Vátrygging- arfélags Íslands (VÍS), en þeir Sigurð- ur Guðmundsson landlæknir og Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, hafa handsal- að samning er kveður á um fjárstuðning er metinn er á tólf milljónir króna. Vægi framlags VÍS til þessa verkefnis verður einkar ljóst með tilliti til orða landlæknis er vakti athygli á því að þeir væru mun fleiri er fremdu sjálfsvíg ár hvert heldur en þeir sem létu lífið í bíl- slysum. Þegar átakið var kynnt kom fram í máli Högna Óskarssonar, geðlæknis og formanns fagráðs landlæknisembættis- ins um þunglyndi og sjálfsvígsforvarn- ir, að um sex til sjö hundruð einstak- lingar reyna að fremja sjálfsvíg á ári hverju að meðaltali. Þótt tala þeirra sem falla fyrir eigin hendi sé mun lægri – árið 2000 framdi fimmtíu og einn ein- staklingur sjálfsvíg – er mikilvægt að hafa það hugfast að hver einasti ein- staklingur er reynir sjálfsvíg hefur liðið miklar þjáningar og er kominn í andlegt þrot. Tala eiginlegra sjálfsvíga, sem auðvitað er alltof há, er því ekki til merkis nema um brot þess vanda er for- varnarátak af þessu tagi getur afstýrt. Markmið verkefnisins er að auka upplýsingaflæði til fagfólks á ýmsum sviðum, svo sem í skólum, heilsugæslu og félagsþjónustu, og meðal presta og lögreglu. Reynt verður að kenna þessu fólki að bera kennsl á þunglyndi og bregðast við vandanum áður en það er um seinan. Þetta er afar mikilvægt, ekki síst vegna þess að margir þeirra sem stríða við geðrænan vanda eru sjúkdóms síns vegna mjög einangraðir og þar af leiðandi ófærir um að leita sér þeirrar aðstoðar sem þeir þurfa þó sár- lega á að halda. Þunglyndi og geðrænir sjúkdómar eru vandi sem snertir ótrúlega marga í samfélaginu, því að hverjum sjúklingi standa fjölmargir einstaklingar, bæði fjölskylda og aðrir, sem sjúkdómurinn hefur bein og óbein áhrif á. Átak er miðlar þekkingu á vandanum getur einnig skipt sköpum fyrir allt þetta fólk og gert því auðveldara að veita þann stuðning og skilning er dugað getur til að skilja á milli lífs og dauða. „ÞARFIR FRÆÐSLUYFIRVALDA“ Samþykkt fræðsluráðs Reykjavíkurum breytingar á stuðningi borgar- innar við einkarekna skóla er skref í rétta átt – en ósköp stutt skref. Í þeim tillögum fulltrúa Reykjavíkurlistans um nýja þjónustusamninga við einka- skólana, sem samþykktar voru í fræðsluráði í fyrradag, er reyndar ekki gert ráð fyrir að reynt verði að setja skorður við fjölda einkaskóla, eins og stungið var upp á í skýrslu starfshóps á vegum borgarinnar í síðasta mánuði, en hins vegar gert ráð fyrir að samþykki fræðsluráðs þurfi til að gera nýja samn- inga af því tagi, og þá samkvæmt „skil- greindum þörfum fræðsluyfirvalda“. Þessi afstaða hefur einkennt fram- göngu meirihlutans í borgarstjórn í þessu máli frá upphafi; þar hefur verið horft á „þarfir fræðsluyfirvalda“ út frá núverandi fyrirkomulagi grunnskóla- menntunar í Reykjavík fremur en að horfa á þarfir barna og foreldra og leit- ast við að mæta þeim með því að breyta kerfinu. Framlög á hvern nemanda í einka- reknum grunnskólum í borginni hækka um tæplega þriðjung, samkvæmt sam- þykkt fræðsluráðs, en áfram hljóta for- eldrar barna í einkaskólum að spyrja hvers vegna borgin sé ekki reiðubúin til að leggja sömu fjárhæð til menntunar barna þeirra og til barna í skólum, sem hún rekur sjálf. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í fræðsluráði benda réttilega á að framlagið jafngildir ekki einu sinni kostnaði á nemanda í hagkvæmasta skóla borgarinnar, hvað þá meðaltalinu fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík. Í hagkvæmasta skólanum er kostnaður á barn 367 þúsund krónur en hið nýsam- þykkta framlag borgarinnar til barna í einkaskólum er tæplega 303 þúsund krónur. Það er jákvætt að fræðsluráð bendir á nauðsyn þess að endurskoða greiðslur til einkaskóla vegna fimm ára nemenda, enda er ekki heil brú í því fyrirkomulagi að borgin greiði u.þ.b. helmingi minna með fimm ára barni í einkareknum skóla en með jafngömlu barni í einka- reknum leikskóla. Hins vegar má spyrja hvað hafi verið í vegi fyrir því að fræðsluráð leiðrétti strax þennan mun. Þær breytingar, sem nú eru gerðar á stuðningi Reykjavíkurborgar við einka- skóla, kunna að leysa vanda hinna fáu skóla, sem um ræðir, til skemmri tíma. Hins vegar virðist borgarstjórnar- meirihlutinn ekki hafa neinn áhuga á því að ýta undir frekari einkarekstur í skólakerfinu, fjölga þar með valkostum foreldra og nemenda og stuðla að fjöl- breytni og samkeppni í skólastarfinu. Í því efni hefur meirihlutinn engar nýjar hugmyndir fram að færa. Hjalti Þorkelsson, skólastjóri Landa- kotsskóla, vekur í Morgunblaðinu í gær athygli á þörfinni fyrir að hér á landi séu sett lög, svipuð og í ýmsum ná- grannalöndum, um einkarekna grunn- skóla og rétt þeirra til stuðnings af al- mannafé. Eins og Morgunblaðið hefur margoft bent á ríkir samstaða um að hið opin- bera skuli kosta grunnskólamenntun barna. Hins vegar er ekkert því til fyr- irstöðu að framkvæmdin, veiting þjón- ustunnar, sé í höndum fleiri aðila en ríkis eða sveitarfélaga – það er raunar afar æskilegt. Það er löngu tímabært að sett séu lög, sem gera ráð fyrir slíku, auðvelda stofnsetningu og rekstur einkaskóla og tryggja valfrelsi for- eldra, fjölbreytni og samkeppni í skóla- starfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.