Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Menntaskólinn við Hamrahlíð Innritun fyrir haustönn 2003 verður dagana 10. og 11. júní Í MH er boðið upp á almenna menntun til stúdents- prófs á þremur bóknámsbrautum: Málabraut, náttúru- fræðibraut og félagsfræðabraut. Meðal kjörsviða er tónlistarkjörsvið í samvinnu við tónlist- arskóla og listdanskjörsvið í samvinnu við listdansskóla. Námsskipulag er sveigjanlegt og gefur m.a. möguleika á að ljúka námi á skemmri tíma en 4 árum. Ennfremur býður skólinn, einn skóla á Íslandi, IB-náms- braut til alþjóðlegs stúdentsprófs sem lýkur með Inter- national Baccalaureate Diploma. IB-nám er þriggja ára stúdentsprófsnám fyrir dugmikla nemendur. Nemendur, sem sækja um IB-námsbraut, eiga að panta viðtal við umsjónarmann IB-náms í vikunni 2. til 6. júní. Tekið verður á móti umsóknum frá kl. 9.00—18:00 dag- ana 10. og 11. júní og verða stjórnendur og námsráðgjaf- ar þá til viðtals. Umsóknum skal fylgja afrit af grunnskólaprófsskírteini, fylgiseðill menntamálaráðuneytis og passamynd. Almennar upplýsingar um skólann og viðmiðunarregl- ur vegna innritunar nýrra nemenda má finna á heima- síðu skólans www.mh.is . Rektor ÓTTAST er að 27 manns hafi látist er flutninga- og farþegalest rákust sam- an nærri borginni Albacete í austur- hluta Spánar seint á þriðjudagskvöld. Leit stóð enn yfir í brakinu í gær en þá hafði verið staðfest að nítján hefðu látist og átta væri saknað, fjörutíu hefðu slasast, þar af þrír alvarlega. Reynist svo margir hafa farist er þetta mannskæðasta lestarslys á Spáni í þrjá áratugi. Farþegalestin var á leið frá Madríd til Cartagena á Suður-Spáni með 87 farþega innanborðs. Talið er líklegt að slysið megi rekja til mistaka hjá stjórnanda lestarumferðar í þorpinu Chinchilla, sem hafi beint lestunum tveimur inn á sama spor með þeim af- leiðingum að þær rákust saman. Hann mun óvart hafa gefið farþega- lestinni grænt ljós í stað rauðs sem merkti að hún mætti halda áfram í stað þess að bíða á meðan flutninga- lestin fór hjá. Veita þurfti starfs- manninum áfallahjálp er honum urðu ljós mistökin sem hann hafði gert. Chinchilla er um 20 km suður af Albacete í Castilla La Mancha-héraði. Áreksturinn varð um tvo kílómetra frá brautarstöðinni í Chinchilla. Áreksturinn var gríðarlega harður. Vagnar þeyttust af teinunum og eldar kviknuðu. „Ég hélt að við myndum öll deyja. Við sáum að eldar loguðu í fremstu vögnunum. Þetta var hrylli- legt. Við heyrðum fólkið öskra en gát- um ekkert gert,“ sagði einn farþeg- anna í samtali við spænska útvarpsstöð. Í fyrstu var óttast að brennisteins- sýra væri í flutningalestinni en svo reyndist ekki vera. Forsætisráðherra landsins, Jose Maria Aznar, hugðist fara á staðinn í gær til að skoða vett- vang slyssins. Reuters Spænskir slökkviliðsmenn virða fyrir sér brak lestanna tveggja í gær, en mikill eldur blossaði upp í lestunum er áreksturinn varð. Nítján fórust í lestarslysi á Spáni Madríd. Chinchilla. AP. AFP. PERVEZ Musharraf Pakistansfor- seti veik í gær frá tveim háttsettum embættismönnum í héraðsstjórninni í Norðvesturlandamærahéraðinu í Pakistan, þar sem samþykkt var fyrr í vikunni sharia-löggjöf, byggð á strangri túlkun á Kóraninum. For- seti héraðsstjórnarinnar sagði brott- vikninguna mega rekja til sam- þykktar sharia-löggjafarinnar. Fyrsta skrefið Fréttaskýrendur segja að með því að vísa mönnunum úr embætti hafi Musharraf stigið fyrsta skrefið í lokauppgjöri á milli pakistönsku rík- isstjórnarinnar og héraðsstjórnar- innar í Norðvesturlandamærahér- aðinu, þar sem bandalag sex flokka strangtrúaðra er við stjórnvölinn. Daniyal Aziz, innanríkisráðherra í stjórn Musharrafs, sagði brottvikn- ingu embættismannanna fyllilega samræmast lögum. Forseti héraðs- stjórnarinnar, Akram Durrani, hafði áður lýst því yfir að allar breytingar á stjórninni hlytu að teljast brot á stjórnarskrá landsins. Annar embættismannanna var framkvæmdastjóri héraðsstjórnar- innar, og hinn yfirmaður lögreglunn- ar í héraðinu. Fylgir brottvikning þeirra í kjölfar þess að strangtrúaðir unglingar gengu berserksgang í höf- uðstað héraðsins, Peshawar, og rifu niður veggmyndir af konum og vest- rænum neysluvörum. Lokaupp- gjör sagt hafið í Pakistan Islamabad. AFP. Reuters Akram Duurrani, forseti héraðs- stjórnarinnar í Norðvesturlanda- mærahéraðinu í Pakistan. ÁKVÖRÐUN fjölmiðlaráðs banda- rísku alríkisstjórnarinnar (FCC) um að aflétta að hluta til hömlum sem gilt hafa um eignarhald á fjölmiðlum hefur vakið sterk viðbrögð vestra en margir telja að breytingin verði til þess að stór fyrirtæki stækki enn frekar. Hefur hópur bandarískra þingmanna þegar heitið því að koma í veg fyrir að breytingin nái fram að ganga. Þrír af fulltrúum Repúblikana- flokksins í FCC greiddu atkvæði með breytingunum en demókratarn- ir tveir, sem eiga sæti í ráðinu, voru á móti. Breytingarnar fela m.a. í sér að aflétt verður banni við því að fjöl- miðlasamsteypur eigi dagblað og sjónvarpsstöð á sama markaðs- svæði. Einnig verður þakið, sem var á hámarkshlutdeild sjónvarpsstöðv- ar af markaðnum í Bandaríkjunum öllum, hækkað úr 35% í 45%. Fylgjendur breytinganna segja að gömlu reglurnar hafi verið orðnar úreltar og ekki hafi verið hægt að framfylgja þeim við núverandi að- stæður á fjölmiðlamarkaði, þar sem miklar tækniframfarir hafa orðið, m.a. með tilkomu Netsins og gervi- hnattaútsendinga. Andstæðingar breytinganna telja hins vegar að þær stuðli að enn frek- ari hringamyndun, styrki í sessi nokkrar risavaxnar fjölmiðlasam- steypur á kostnað óháðra og minni aðila. Þær verði því til þess að færri raddir komist að í þjóðmálaumræð- unni, sem aftur þýði að draga muni úr fjölbreytileika og samkeppni á fjölmiðlamarkaði. „Heimskulegt og hættulegt“ 1.340 sjónvarpsstöðvar eru nú í Bandaríkjunum en stóru stöðvarnar – CBS, Fox og NBC – eru hins vegar allar komnar nálægt 35% þakinu sem gilt hefur fram að þessu. Því hefur nú verið breytt þannig að stóru stöðvarnar geta enn stækkað, sem fyrr segir. Reglurnar banna þó sam- runa stærstu aðilanna; þ.e. áður- nefndra þriggja stöðva, auk ABC- sjónvarpsstöðvarinnar. Byron Dorgan, öldungadeildar- þingmaður Demókrataflokksins, sagði ákvörðun FCC „heimskulega og hættulega“. „Ég hef aldrei séð nokkra reglugerðarstofnun á vegum alríkisstjórnarinnar láta jafnfljótt og algerlega undan hagsmunum stór- fyrirtækja,“ sagði hann á frétta- mannafundi. Undir ummæli Dorgans tóku öld- ungadeildarþingmennirnir Ernest Hollings, demókrati sem á sæti í verslunar- og viðskiptanefnd þings- ins, og Trent Lott, repúblikani frá Mississippi, en hann sagði ákvörð- unina „mistök“. Sagði Dorgan að Bandaríkjaþing myndi koma í veg fyrir að reglurnar tækju gildi. Umdeildar breytingar á reglum um eignarhald fjölmiðla í Bandaríkjunum Gerir stórum fjölmiðlum kleift að stækka enn frekar Washington. AFP. ÞESSI sjö mánaða gamli ísbjarnarhúnn henti sér með látum í vatnið í dýragarði í Sankti-Pétursborg í Rússlandi í gær. Þetta er annar tveggja ísbjarna sem komu í heiminn í garðinum fyrir sjö mánuðum. Það var þó ekki fyrr en í gær að þeir fengu að koma fyrir sjónir almennings og sýna listir sínar. Ísbjörn leikur sér Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.