Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 41 HELGI Ólafsson (2.473) hefur farið vel af stað á Evrópumótinu í skák, sem nú stendur yfir í Tyrklandi. Eftir fimm umferðir er hann með 3 vinn- inga og hefur mætt afar sterk- um andstæðing- um, en meðalstig þeirra eru 2.575. Hannes Hlífar Stefánsson (2.565) er einnig með 3 vinninga eftir sigur í fimmtu umferð, en hefur mætt stigalægri andstæðingum. Ingvar Ásmunsson (2.327) tapaði fyrir þýska FIDE- meistaranum Oliver Brendel (2.378) og hefur ekki enn komist á blað. Alls taka 207 skákmenn þátt í þessu sterka móti, en því lýkur 14. júní. Frídagur var á mótinu í gær, en sjötta umferð verður tefld í dag. Þá mætir Hannes rússneska stórmeist- aranum Alexander Lastin (2.632), Helgi mætir 11. stigahæsta kepp- anda mótsins, ísraelska stórmeistar- anum, Ilia Smirin (2662), en Ingvar situr hjá. Helgi Ólafsson hafði ótrúlega lítið fyrir að leggja rússneska stórmeist- arann Vladimir Burmakin (2.569) í fjórðu umferð mótsins þótt hann stýrði svörtu mönnunum. Hvítt: Burmakin Svart: Helgi Ólafsson Nimzoindversk vörn 1.d4 Rf6 2.c4 e6 3.Rc3 Bb4 4.Dc2 0–0 5.a3 Bxc3+ 6.Dxc3 b6 7.Bg5 Bb7 8.e3 d6 9.f3 Rbd7 10.Bd3 c5 11.Re2 He8 12.Db3?! -- Nýr leikur, sem varla er góður. Framhaldið sýnir vel, að ýmsar hættur steðja að drottningunni á b3. Eðlilegast er að hróka stutt, sem svartur getur svarað með 12.-- e5, 12. -- d5, eða 12. -- Hc8. 12...h6 13.Bh4 d5 14.0–0 Ba6 15.Hfc1? -- Hvítur áttar sig ekki á aðalhótun svarts. Best virðist að leika 15.Da4 Bxc4 16.Bxc4 dxc4 17.Had1 cxd4 18.Hxd4 De7 19.Hxc4 o.s.frv. 15...b5! Óvæntur leikur. 16.cxb5 -- Enn verra er að leika 16.Dd1 bxc4 17.Bc2 Hb8 og hvítur á peði minna og mun lakari stöðu. 16...c4 17.Bxc4 -- Eða 17.Da4 cxd3 18.Rf4 d2 19.Hd1 Bb7 o.s.frv. 17...dxc4 18.Dxc4 Bb7 og hvítur gafst upp. Hvítur hefur misst móðinn við að tapa manninum, en hann hefði getað látið svart hafa fyrir sigrinum, með því að leika 19.Dc7, t.d. 19.-- Hb8 20.e4 e5 21.Dxd8 Hexd8 22.Hc7 g5 23.Bg3 Re8, þótt það hefði varla breytt úr- slitunum í skákinni. Hraðskák á þriðjudögum Alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson skaut stórmeisturum og alþjóðlegum meisturum aftur fyrir sig á stjörnum prýddu fjórða hrað- skákmóti þriðjudaga. Jón Viktor hlaut 6½ vinning úr sjö skákum og kom eina jafntefli hans í lokaumferðinni, eftir æsispennandi endatafl gegn Jóhanni Hjartarsyni. Í 2.-3. sæti urðu Jóhann Hjartar- son og Ingvar Þór Jóhannesson með 5,5 vinninga, en neðar urðu margir þekktir meistarar. Alls voru 38 þátt- takendur á mótinu, en þátttakan er löngu komin fram úr björtustu von- um. Aðstandendur mótanna, bræð- urnir Ívar Örn og Sigurður Sigur- björnssynir hafa tilkynnt að mótin muni halda áfram í sumar. Röð efstu manna varð annars þessi: 1. Jón Viktor Gunnarsson 6½ v. 2.-3. Jóhann Hjartarson, Ingvar Þór Jóhannesson 5½ v. 4.-5. Stefán Kristjánsson, Magnús Örn Úlfarsson 5 v. 6.-11. Jón Árni Halldórsson, Ólaf- ur Kjartansson, Arnar Gunnarsson, Bragi Þorfinnsson, Sigurður Daði Sigfússon, Róbert Harðarson 4½ v. o.s.frv. Friðrik Ólafsson með á Grænlandsmótinu Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeist- ari Íslendinga, verður meðal kepp- enda á Grænlandsmótinu í Qaqortoq 28. til 30. júní. Mikill fengur er að þátttöku Friðriks, enda er hann goð- sögn í skákheiminum og lykilmaður í skáksögu Íslands. Friðrik, sem fæddur er 1935, varð stórmeistari í skák árið 1958 og næstu árin var hann meðal bestu skákmanna heims og vann marga fræga sigra. Skákferill Friðriks spannar meira en hálfa öld, því hann vakti fyrst at- hygli á skákþingi Reykjavíkur árið 1947, þegar hann var aðeins 11 ára. Hann keppti í fyrsta sinn á Íslands- mótinu 1951 og varð þá í öðru sæti. Árið eftir varð Friðrik Íslandsmeist- ari í fyrsta sinn og eftir það sigraði hann ávallt á Íslandsmótinu þegar hann á annað borð keppti; árin 1952, 1953, 1957, 1961 og 1969. Hann tefldi margsinnis fyrir Ísland á Ólympíu- skákmótum og vann að auki frækna sigra á alþjóðlegum mótum. Friðrik var kjörinn forseti FIDE, alþjóða skáksambandsins, árið 1978 og gegndi embættinu í fjögur ár en hef- ur síðustu tvo áratugi verið skrif- stofustjóri Alþingis. Nú er ljóst að þrír íslenskir stór- meistarar verða meðal keppenda á Grænlandi. Áður höfðu Hannes Hlíf- ar Stefánsson og Jóhann Hjartarson staðfest þátttöku. Jóhann er stiga- hæsti skákmaður Norðurlanda, en hefur lítið teflt síðustu árin, og Hannes er stigahæsti virki skák- maður Íslendinga um þessar mund- ir. Aðrir stórmeistarar á Grænlands- mótinu 2003 eru Ivan Sokolov (Hol- landi), Predrag Nikolic (Bosníu), Luke McShane (Englandi), Tomas Oral (Tékklandi), Nick de Firmian (Bandaríkjunum), Henrik Danielsen (Danmörku) og Regina Pokorna (Slóvakíu). Vakin skal athygli á því að búið er að opna heimasíðu mótsins á þremur tungumálum, íslensku, grænlensku og ensku. Þar er meðal annars að finna fróðlegar greinar um Íslands- vininn Willard Fiske, en hátíðin á Grænlandi er tileinkuð minningu hans. Einnig er fjallað um tafl- mennsku norrænna manna á Græn- landi, en margt hefur fundist við fornleifauppgröft sem gefur til kynna að hinir norrænu Grænlend- ingar miðalda hafi verið kappsamir skákmenn. Góð byrjun Helga Ólafssonar á EM í skák EVRÓPUMÓTIÐ Í SKÁK SKÁK Istanbul 30. maí – 14. júní 2003 dadi@vks.is Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Helgi Ólafsson skákmaður. TENGLAR ..................................................... Heimasíða Grænlandsmótsins 2003: www.icechess.com/icelandic Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-17 í neðri safnaðarsal. Sönghópur undir stjórn Kára Þormar, organista. Kaffi og með því eftir sönginn. Allir velkomnir. Hallgrímskirkja. Tónlistarandakt kl. 12:00. Prestur sr. Sigurður Pálsson. Orgelnemend- ur úr Tónskóla Þjóðkirkjunnar leika á Klais- orgel Hallgrímskirkju. Léttur málsverður á eftir. Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 20. Eldri borgara starf. Á morgun kl. 13.30 samvera í Setrinu (brids aðstoð). Kópavogskirkja. Samvera eldri borgara í dag kl. 14.30-17 í safnaðarheimilinu Borg- um. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyr- irbænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Gott er að ljúka deginum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og ber þar fram áhuggjur sínar og gleði. Bænarefni eru skráð í bænabók kirkjunnar af prestum og djákna. Boðið er upp á molasopa og djús að lokinni stundinni í kirkjunni. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðar- heimili Strandbergs, kl. 10-12. Opið hús fyrir 8-9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17-18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra með ung börn að koma saman í notalegu umhverfi og eiga skemmtilega samveru- stund. Barnastarf fyrir 10-12 ára börn í dag kl. 17. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10.00. Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Pabbarnir mega líka koma og alveg sér- staklega þeir sem eru í feðraorlofi. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í Safnaðarheimili eftir stundina. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Árni Sæberg VEGNA fjölmargra fyrirspurna verður haldið fjögurra kvölda nám- skeið í Safnaðarheimili Akureyr- arkirkju um meðvirkni og 12 spor- in. Kynningarfundur verður í fundarsal Safnaðarheimilisins kl. 20.30 fimmtudaginn 5. júní. Leið- beinandi er sr. Jóna Lísa Þorsteins- dóttir. Meðvirkni og 12 sporin KIRKJUSTARF Kringlan 4-12, sími 568 6211. Skóhöllin, Firði, Hf., sími 555 4420. DÖMUSKÓR 3ja daga tilboð fimmtudag - föstudag - laugardag 20% af öllum dömuskóm face - roots - intenz - catwalk - mocca - vivaldi - gabor - victory - imac - nike - adidas afsláttur Undirföt Náttföt Frábært úrval COS Undirfataverslun • Glæsibæ • S: 588 5575

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.