Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 49 EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.30, 8 OG 10.30. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. KRINGLAN Sýnd kl. 5.50, 8, 9.05, 10.10. AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12. KRINGLAN Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 KEFLAVÍK Sýnd kl. 10. B.i. 12. AKUREYRI Sýnd kl. 5.40 og 10. B.i.12. Allt sem hann þurfti að vita um lífið lærði hún í fangelsi! Það borgar sig að kynnast fólki vel áður en þú ferð á blint stefnumót á netinu. Queen Latifahfer á kostum og Steve Martin slær í gegn í sinni stærstu gamanmynd frá upphafi! „Einn mesti grínsmellur ársins!“  KVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ LEIKFÉLAG Hafnar- fjarðar frumsýnir á morgun, föstudag, nýtt verk eftir Lárus Hún- fjörð sem heitir Þið eruð hérna. Verkinu er leik- stýrt af Gunnari B. Guð- mundssyni og höfundin- um. „Hugmyndin að verkinu kviknaði í fram- haldi af uppsetningu Leikfélagsins fyrr í vet- ur á tilraunaverkinu Sölku miðli, sem gerði nokkrar kröfur á áhorf- endur. Í því verki þurftu þeir að taka þátt í mið- ilsfundi, þótt þeir þyrftu ekki að taka beinan þátt í sjálfri atburðarásinni. Þetta er í raun bara framhald á þeirri til- raunastarfsemi,“ sagði Lárus í samtali við Morgunblaðið. Aðspurðir sögðu Gunnar og Lárus að þá langaði að skoða nánar samskipti áhorfenda og leikara. „Við erum að reyna að skoða hversu langt er hægt að ganga í til- raunastarfseminni og þess vegna vörum við fólk sterkt við. Við viljum ekki að það komi og verði fyrir ein- hverjum skakkaföllum. Það er ákveðin nálægð við áhorfendur sem kannski ekki allir þola og við leikum þetta líka í litlu rými sem getur virk- að óþægilegt fyrir suma,“ segir Lár- us og tekur fram að sýningin er hvorki fyrir börn né heilsuveilt fólk. Spilað á hið óvænta „Tilraunastarfsemin felst fyrst og fremst í nálguninni við áhorfendur og þessari miklu kröfu sem við ger- um til þeirra með þessa nálægð,“ segir Lárus. Þeir Gunnar og Lárus vildu alls ekki gefa of mikið upp um innihald leikritsins, því tilraunin krefst þess að tilvonandi áhorfendur viti ekki of mikið heldur leyfi verkinu að koma sér á óvart. Þannig má segja að hér sé spilað á hið óvænta. Þó þetta sé frumraun Lárusar sem leikskáld er hann búinn að starfa heillengi með leikfélaginu og var einn þeirra þriggja sem endur- vöktu það fyrir tuttugu árum. Verk hans, Þið eruð hérna, var raunar skrifað sérstaklega til þess að minn- ast endurvakningarinnar. Ein stór sýning á ári Leikfélag Hafnarfjarðar var upp- haflega stofnað 1936 og var afar öfl- ugt fram á sjöunda áratuginn þar til það lagðist í dvala. Fyrsta uppsetn- ingin hjá Leikfélaginu eftir endur- vakningu var Bubbi kóngur í leik- stjórn Árna Ibsen. Þegar leikfélagið nokkru síðar fékk Bæjarbíó til um- ráða reyndist það mikil lyftistöng. Leikfélag Hafnarfjarðar hefur á síð- ustu tuttugu árum sýnt yfir 40 sýn- ingar auk þess að taka þátt í minni viðburðum. „Núna síðustu ár, þrátt fyrir hús- næðisvandræði og erfiðleika við að fá sýningaraðstöðu, hefur okkur tekist að sýna eina stóra sýningu á ári. En áður fyrr meðan við vorum með Bæj- arbíó, þ.e. okkar eigin aðstöðu, þá sýndum við allt upp í fjögur verk á ári þegar starfsemin var sem öflug- ust,“ segir Lárus. Þið eruð hérna verður sýnt í húsa- kynnum félagsins í Hafnarfjarðar- leikhúsinu og er gengið inn frá Vest- urgötu. Sýningin tekur rúma klukkustund í flutningi og vakin er sérstök athygli á því að áhorfendur þurfa að standa alla sýninguna. Að- eins eru áætlaðar sex sýningar á verkinu og verða næstu sýningar núna um helgina. Ljósmynd/Lárus Húnfjörð. Lilja Nótt Þórarinsdóttir í hlutverki Ísabellu. Tilraunastarfsemin heldur áfram Tuttugu ára endurvakningu Leikfélags Hafnarfjarðar fagnað með frumsýningu á nýju verki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.