Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Margrét Magnús-dóttir fæddist að Brimnesi í Ólafsfirði 10. október 1904. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Hlíð á Akureyri 23. maí síðastliðinn, á 99. aldursári sínu. Foreldrar hennar voru Magnús Brand- ur Sölvason smiður, f. 30.6. 1871, d. 21.11. 1914, og Halldóra Þorsteinsdóttir hús- móðir, f. 29.8. 1881, d. 7.9. 1954. Þau bjuggu fyrst á Brimnesi í Ólafsfirði en byggðu sér síðan hús í Horninu í Ólafsfirði sem þau nefndu Lyngholt. Árið 1924 giftist Halldóra, móðir Margrétar, Þor- leifi Bjarnasyni, f. 8.1. 1895, d. 24.12. 1960. Þau eignuðust engin börn. Systkini Margrétar voru: Sig- ursteinn, f. 17.8. 1902, Adam, f. 3.9. 1903, Ástríður, f. 10.2. 1908, María, f. 17.11. 1909, Kjartan, f. 12.2. 1911, Magnús, f. 30.9. 1914, öll látin nema Kristín, f. 11.10. 1913, sem býr í Reykjavík. Margrét giftist 7. maí 1927 Ágústi Jónssyni byggingameistara frá Ólafsfirði, d. 22. febrúar 2001. Margrét og Ágúst eignuðust fjögur börn þau eru: 1) Magnús bygginga- verkfræðingur, f. 1.9. 1928, kvænt- ur Pernille Ágústsson, sjúkraliða frá Hoddevik í Noregi, f. 21.5. 1927, þau búa á Akureyri. Börn þeirra eru: a) Ágúst Jóel atvinnuflugmað- ur, kvæntur Ásdísi Arnardóttur með Lorenzo Alpi eftirlitsmanni, þau eiga eitt barn. f) Jóhann Heiðar grafískur hönnuður, kvæntur Val- dísi Jósavinsdóttur kennaranema, þau eiga eitt barn. 4) Halldóra Sess- elja tækniteiknari, f. 22.5. 1940, gift Hauki Haraldssyni byggingatækni- fræðingi, f. 26.9.1938, búsett á Ak- ureyri. Börn þeirra eru: a) Fanney arkitekt, hún á eitt barn. b) Anna Margrét arkitekt, gift Jóni Stefáni Péturssyni vélaverkfræðingi, þau eiga þrjú börn. c) Haukur upptöku- stjóri og dagskrárgerðarmaður, í sambúð með Kristínu Vilborgu Sig- urðardóttur leirlistakonu og kenn- ara. Barnabarnabörn Ágústs og Margrétar eru 21 talsins. Magnús, faðir Margrétar, lést þegar hann var aðeins 43 ára, og sem elsta systir í átta systkinahópi hlaut Margrét því að hjálpa móður sinni við heimilisstörfin. Ung að aldri réðst hún sem kaupakona í sveit. Árið 1924 réð hún sig í vist hjá miklum sæmdarhjónum á Ak- ureyri og reyndist sá tími henni sem besti hússtjórnarskóli. Mar- grét og Ágúst bjuggu lengst af í Ólafsfirði allt til ársins 1950, er þau fluttu til Reykjavíkur og bjuggu þar til ársins 1952, en fluttu þá til Akureyrar og byggðu sér hús að Reynivöllum 6, þar sem þau áttu heima í 48 ár. Síðustu æviár sín dvöldu þau að Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Eftir að Margrét giftist helgaði hún heimili og börnum sínum alla krafta og var heimavinnandi ævina alla. Á heimili þeirra dvaldist tengdamóðir hennar, Sigríður, síð- ustu 16 æviár sín þar til hún lést 97 ára. Útför Margrétar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. myndlistarmanni, þau eiga tvö börn. b) Gylfi Ívar flugstjóri, kvænt- ur Dómhildi Árnadótt- ur viðskiptafræðingi, þau eiga tvö börn. c) Astrid Margrét há- skólabókavörður. d) Oddrún Halldóra skartgripahönnuður. e) Bryndís Pernille listakona, gift Marco Pettinelli smið. 2) María Sigríður hús- móðir, f. 20.10. 1929, gift Haraldi S. Magn- ússyni viðskiptafræð- ingi, f. 27.10. 1928, þau búa í Reykjavík. Börn þeirra eru: a) Mar- grét Kristrún lyfjafræðingur í Upp- sala, gift Conny Larsson, dósent við Uppsalaháskóla, þau eiga tvö börn. b) Ágúst skrifstofumaður, kvæntur Helgu Sigurðardóttur skrifstofu- manni, þau eiga tvö börn. 3) Jón Geir byggingatæknifræðingur og fv. byggingafulltrúi, f. 7.8. 1935, kvæntur Heiðu Þórðardóttur hús- móður, f. 3.9. 1935, þau búa á Ak- ureyri. Börn þeirra eru: a) Signý sjúkraþjálfi, í sambúð með Helga Indriðasyni tannlækni, Signý á tvö börn. b) Þórður framkvæmdastjóri, kvæntur Árdísi Jónsdóttur hús- móður, þau eiga eitt barn. c) Mar- grét leirlistakona, í sambúð með Guðmundi Árnasyni hótelstjóra, þau eiga eitt barn. d) Þórdís, gift Sigurði U. Sigurðarsyni lögreglu- þjóni, þau eiga þrjú börn. e) María Sigríður myndlistarkona, í sambúð Nú þegar elskuleg tengdamóðir mín hefur kvatt þennan heim vil ég þakka henni einstaka vináttu og tryggð allt frá fyrstu kynnum okkar fyrir rúmum fimmtíu árum. Það duldist engum sem kynntist henni að hér fór góð og gáfuð kona sem hafði reynt tímana tvenna. Hún var aðeins 10 ára þegar pabbi hennar lést úr lungnabólgu frá átta börn- um. Hún var elsta systirin en átt- unda barnið var nýfætt. Margrét axlaði fljótt mikla ábyrgð. Og móður sinni reyndist hún stoð og stytta þótt ung væri. Oft gætti hún bús og barna á meðan mamma hennar aflaði tekna til heimilis. Hún stundaði gjarnan fisk- vinnu og beitti oft línu sjómanna fram á rauða nótt. Stundum kemur upp í hugann saga sem hún sagði mér af mömmu sinni. Mér finnst þessi saga lýsa nokkuð vel lífsbar- áttu móður og barna hennar á þess- um tíma: Það kom fyrir að elstu börnin sóttu mömmu sína í vinnuna þar sem hún stundaði fiskverkun. Hún var grönn og lágvaxin kona. Stundum báru eldri börnin hana heim alveg örmagna á fiskbörum að lokinni vinnu. Eitt sinn kom hún dauðþreytt heim. Hún hafði verið að vaska fisk fram eftir kvöldi. Þá var hún skyndilega beðin um að beita nokkur bjóð. Hún kvaðst ekki geta það vegna þreytu. Sjómaðurinn gaf sig ekki. Loks féllst hún á þetta en með einu skilyrði. „Ef ég fæ að beita línustubbnum mínum og þú rærð með hann fyrir mig, þá geri ég þetta.“ Þetta voru örfáir krókar á línustubb. Þegar beitingu var lokið um nóttina kom í ljós að öll beitan var upp urin. Það var aðeins slor eft- ir. En því var beitt á önglana. Og viti menn. Það veiddist lang best á stubbinn hennar. Í þetta skipti fékk hún nóg í soðið fyrir sig og börnin. Aldrei heyrði ég Margréti kvarta undan hlutskipti sínu í lífinu og ekki talaði hún mikið um sig og ætt sína. Hún var mikil hagleikskona eins og öll systkini hennar, þótt því væri ekki oft hampað, enda mikið um dugnaðar og hagleiksfólk í ætt Ágústar eins og kunnugt er. En án dugnaðar hennar er ekki víst að Ágúst eiginmaður hennar hefði afkastað eins miklu og raun var á. Til dæmis hjálpaði hún honum við hið mikla og vandaða steinasafn hans. Og hún var ekki að kvarta þegar hún rifjaði upp hlutverk sitt við lögn hitaveitunnar í Ólafsfirði. Á meðan Ágúst stjórnaði framkvæmd- um þá var það hún sem eldaði allan mat og kaffi. Hún sá svo um að senda þetta fram á Skeggjabrekku- dal til vinnuflokksins. Margrét sá gjarnan skoplegu hliðar lífsins. Það var gaman að heyra hana segja frá undirbúningi að gerð nýrrar bryggju í Löngu- fjöru á Kleifum. Ágúst hannaði járn- bent ker til að sökkva í sjó fram. Hann steypti líkan af kerinu og gerði tilraunir í baðkerinu heima á Tjörn til að tryggja að það flyti og að það reyndist sem skyldi, enda voru margir efasemdamenn um þessa framkvæmd. Á meðan komst enginn í bað á Tjörn. Það er sem ég sjái nútímakonur sætta sig við svona hlutskipti. Sjálf fylgdist hún vel með tíman- um og þróun tækninnar á mörgum sviðum. Og nýungagjörn var hún. Til dæmis eignaðist hún örbylgjuofn löngu áður en hann varð almenn- ingseign. Á seinni árum áttum við stundum ánægjustundir við eldamennsku. Hún kenndi mér að stinga hvít- lauksrifjum í lambalærið. Og aldrei fannst henni nóg af hvítlauknum. „Við skulum hafa nógan hvítlauk“. Guð blessi heilsteypta og góða konu. Haraldur. Að deyja er að lifa á ný Andlát þitt er einungis fæðing í nýjan og æðri heim, allt líf vill meira líf og æðra líf og lífið er eilíft. (Inger Waerland.) Takk, elsku amma, fyrir yndisleg- ar samverustundir, ást og vinsemd. Ástarkveðjur. Þín Margrét Haraldsdóttir. Nú er hún elsku amma komin til afa eins og hún þráði svo heitt en mikið eigum við eftir að sakna henn- ar. Ástúð, hlýja, æðruleysi og kær- leikur er okkur efst í huga þegar við hugsum til ömmu. Hún hafði ein- staklega góða nærveru og það voru forréttindi að fá að njóta samvistar við hana svona lengi. Hún var minn- ug og sögurnar sem hún sagði okkur ófáar. Fallegasta sagan er án efa ástarsaga hennar og afa og sam- band þeirra og lífsviðhorf mun verða okkur leiðarljós í lífinu. Ást og gagnkvæm virðing einkenndi þeirra farsæla og langa hjónaband. Amma var mjög heimakær og nýtti allan tíma sem hún hafði af- lögu til hannyrða. Allt sem hún tók sér fyrir hendur einkenndist af mik- MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR ✝ Dayashakti(Sandra Scher- er), einn af stofn- endum Kripalu jóga- og heilsumið- stöðvarinnar í Bandaríkjunum, var fædd í Pennsylvan- íu 23. febrúar 1943. Hún lést á heimili sínu í Housatonics í Massachusetts 8. mars síðastliðinn. Dayashakti stundaði nám í Penn State Univers- ity og að því loknu framhalds- nám í Human Ecology við Corn- ell University. Dayashakti skipaði sér snemma í sveit mann- úðarsálfræðinnar og árið 1973 settist hún að og varð einn af stofnendum hinnar þekktu Kripalu jóga- og heilsumiðstöðvar (Kripalu Center for Yoga and Health) sem nú starfar í Len- ox í Massachusetts í Bandaríkjunum. Útför Dayasakti var gerð frá Richm- ond Congregational Church í Richmond 15. mars, en sam- verustund til minningar um hana fer fram í Lotus-Yogasetrinu í Borgartúni 20 í kvöld og hefst klukkan 20.30. Dayashakti olli straumhvörfum í lífi margra með kærleika sínum, tak- markalausu umburðarlyndi og með ölduvinnunni sem hún þróaði og kenndi til sjálfsþekkingar og vitund- arbreytingar og til að auðvelda fólki að ná meiri og betri tökum á eigin lífi. Da- yashakti var mikill kennari og fræðari. Hún var leiðbeinandi í sálrænni og andlegri vinnu í meira en 30 ár. Þau 20 ár sem Dayashakti dvaldi á Kripalu-miðstöðinni var hún einn af helstu kennurum þar og frumkvöðull, höfundur fjölmargra námskeiða um sjálfsþekkingu og sálræna og andlega vinnu auk þess sem hún var leiðbein- andi og ráðgjafi námskeiðsstjórnenda, annarra starfsmanna miðstöðvarinnar og gesta. Árið 1974 ákvað Dayashakti að ger- ast nunna og helga sig iðkun Kundal- ini-jóga samkvæmt tilsögn hins þekkta jógameistara Swami Kripalv- anandji, sem Kripalu-miðstöðin er nefnd eftir. Af náinni samvinnu þeirra og þeim æfingum og tilraunum sem hún gerði í sinni eigin andlegu iðkun þróaði Dayashakti ölduvinnuna, ein- falda en djúpa aðferð sem varð lyk- ilatriði margra námskeiða í Kripalu- miðstöðinni. Árið 1993 flutti Dayashakti frá Kripalu-miðstöðinni til að þróa öldu- vinnuna enn frekar og gera hana að- gengilega fyrir sem flesta. „The Wave Work – a formal healing modality“ eins og hún kallaði það er sérsniðin að- ferð til að samþætta líkama, tilfinning- ar og huga. Dayashakti hefur kennt þúsundum manna þessa tækni, í einkatímum, fyrirlestrum og á styttri og lengri námskeiðum. Hún hefur þjálfað fjölda kennara, þerapista og samskiptaráðgjafa í þessari aðferð og stofnaði „The Wave Work Institute for Integration“ til þess að ölduvinnan mætti standa almenningi enn frekar til boða í gegnum þjálfaða sérfræð- inga. Dayashakti kenndi og hélt fyrir- lestra víða um heim og kom m.a. nokkrum sinnum til Íslands til að miðla af þekkingu sinni og reynslu. Hún var jafnframt með aðstöðu til að sinna starfi sínu í New York, Bost- on og í Berkshire í Massachusetts. Dayashakti var mörgum mikil fyr- irmynd. Hún var heilsteypt, um- hyggjusöm, fordómalaus og kærleiks- rík, full af yndisþokka og alltumvefjandi. Í kennslunni lagði hún mikla áherslu á að treysta innri visku til leið- sagnar, treysta því hvernig orkan vinnur, tengjast meðfæddum heilun- arkrafti, læra að fylgja öldunni frá sársauka til gleði og öðlast með því aukna sjálfsþekkingu, góða jarðteng- ingu og aukið jafnvægi á öllum sviðum. Dayashakti miðlaði ekki bara með fordæmi. Hún setti líka fram ákveðnar kenningar um ölduvinnuna sem birt- ast munu í bók sem hún vann að um líf sitt og starf. Bókin mun væntanlega koma út í náinni framtíð. Dayashakti var mikill vinur og kennari. Með takmarkalausum og óskilyrtum kærleika miðlaði hún þekkingu og reynslu og hreif aðra auð- veldlega með sér. Við sem áttum þess kost að kynnast henni og starfa með henni munum sakna hennar en getum verið þakklát fyrir það sem hún skildi eftir sig og sem halda mun minningu hennar á loft um ókomna framtíð. Guðfinna S. Svavarsdóttir og Bärbel Schmid. DAYASHAKTI (SANDRA SCHERER)Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-faðir og afi, HALLDÓR GUNNAR JÓNSSON símsmiður, Birkigrund 47, Kópavogi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fimmtudaginn 29. maí, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju föstudaginn 6. júní kl. 15.00. Svava Svavarsdóttir, Svavar Halldórsson, Sigríður Dóra Sverrisdóttir, Svava Dóra, Símon, Ásdís Gígja Halldórsdóttir, Sigurgeir Arnþórsson, Jón Grétar, Bára Kolbrún, Ásgeir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÁSTVALDUR VALTÝSSON, Hrauntúni 37, Vestmannaeyjum, sem lést þriðjudaginn 27. maí sl., verður jarðsunginn frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 7. júní kl. 14.00. Halldóra Sigurðardóttir, Stefanía Ástvaldsdóttir, Guðbjörn Ármannsson, Ásta María Ástvaldsdóttir, Grímur Þór Gíslason, Una Sigrún Ástvaldsdóttir, Magnús Freyr Valsson og barnabörn. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.