Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 49.950 M.v. 2 í íbúð, flug, gisting, skattar. 11. og 18. júní, Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Almennt verð, kr. 52.250. Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina í júní á hreint ótrúlegum kjörum og tryggt þér síðustu sætin til Benidorm, þessa vinsæla áfanga- staðar. Sumarið er komið á Spáni og hér getur þú notið lífsins við frá- bærar aðstæður og nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.963 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting, skattar. Staðgreiðsluverð. 11. og 18. júní. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Almennt verð, kr. 41.960. Stökktu til Benidorm 11. og 18. júní frá kr. 39.963 Játar hnífa- árás í Hafn- arstræti BANDARÍSKUR varnarliðsmaður á Keflavíkurflugvelli hefur játað fyr- ir lögreglu að hafa beitt hnífi í átök- um í miðbæ Reykjavíkur á sunnu- dagsmorgun. Var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. júní í Héraðs- dómi Reykjavíkur. Hörður Jóhannesson yfirlögreglu- þjónn segir manninn hafa verið handtekinn eftir að lögreglan í Reykjavík fékk aðstoð frá rannsókn- arlögreglu bandaríska sjóhersins og lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Maðurinn hafi síðan játað að hafa beitt hnífi í átökunum og í kjölfar þess verið í settur í gæsluvarðhald. Áður höfðu þrír menn verið hand- teknir vegna málsins en sleppt eftir að héraðsdómur hafnaði gæsluvarð- haldskröfu lögreglu á hendur þeim. Sá sem situr nú í varðhaldi var ekki einn þeirra. FYRIRTÆKIÐ Columbus IT Partner hyggst auka hlutafé sitt samkvæmt tilkynningu til kauphall- arinnar í Kaupmannahöfn þar sem það er skráð, en áður hafði hlutaféð verið fært niður samkvæmt ákvörð- un hlutafjárfundar í apríl á þessu ári. Í Hálffimm fréttum greiningar- deildar Kaupþings Búnaðarbanka segir að rekstur Columbus IT Partn- er hafi gengið mjög illa undanfarin ár. Eigið fé félagsins hafi verið nei- kvætt um 15,3 milljónir danskra króna um áramótin en hafi verið orð- ið neikvætt um 28 milljónir danskra króna í lok mars. Aukningin sem um ræðir nemur 32 milljónum hluta sem verða boðnir á 3 danskar krónur hver, eða samtals 96 milljónir danskra króna, sem sam- svarar ríflega 1,1 milljarði íslenskra króna. Lokagengi hlutabréfa félags- ins í gær var 5,75 danskar krónur. Stærstur hluti sölutryggður Stærstur hluti útboðsins er sölu- tryggður og er þar aðallega um að ræða skuldbreytingu. Í tilkynningu frá félaginu segir að ef afgangurinn seljist ekki muni lausafjárstaða fé- lagsins lítið batna og jafnframt kem- ur fram að hugsanlegt sé að frekari fjármögnunar sé þörf og að óvissa sé um framhaldið hjá félaginu. Opin kerfi og Skýrr, sem er dótt- urfélag Opinna kerfa, eru meðal hluthafa í Columbus IT Partner. Fyrirtækin ætla ekki að taka þátt í hlutafjáraukningunni, en þau hafa bæði orðið fyrir töluverðu gengistapi vegna hlutafjáreignarinnar eins og fram hefur komið við birtingu upp- gjöra þeirra. Ax hugbúnaðarhús hefur verið dótturfyrirtæki Columbus IT Partn- er frá árinu 2000, en Ax hugbúnaðar- hús varð til árið 1999 við samruna hugbúnaðarsviðs Tæknivals, Kerfis og hluta úr Skýrr. Hjá Ax hugbún- aðarhúsi, sem starfar á sviði við- skiptalausna, eru um 70 starfsmenn. Íslenskir eigendur taka ekki þátt í útboðinu Columbus IT Partner í Danmörku eykur hlutafé TOLLSTJÓRAEMBÆTTIÐ inn- siglaði í gær fyrirtækin Planet Reykjavík og Thorvaldsen bar í Reykjavík en þau eru í eigu sama fyrirtækisins. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins tóku aðgerðirn- ar skamman tíma og fengu matar- gestir á Thorvaldsen bar ekki tækifæri til að klára mat sinn, en þeir þurftu þó ekki að greiða fyrir hann. Þá var gestum líkamsræktar- stöðvarinnar Planet Reykjavík gert að fara í sturtu og yfirgefa stöðina á fimm mínútum. Engar upplýsingar hafa fengist um málið hjá tollstjóraembættinu þar sem starfsregla þess er sú að ekki eru veittar upplýsingar um skuldastöðu einstaklinga eða fyrir- tækja né aðgerðir vegna þeirra. Hjá innheimtusviði embættisins fengust þó þær upplýsingar að yfirleitt væri gripið til slíkra aðgerða vegna van- goldinna vörslugjalda. Hjá embætti ríkislögreglustjóra fengust þær upplýsingar að um- ræddum fyrirtækjum hefði ekki ver- ið lokað að kröfu embættisins og að það hefði ekki komið að lokuninni með neinum hætti. Embættið hefði hins vegar haft uppi tryggingaráð- stafanir gagnvart fyrirtækjunum vegna rannsóknar Landssímamáls- ins svonefnda og sett fram kyrrsetningarkröfur á hendur þeim, sem sýslumannsembættið í Reykja- vík hefði fallist á. Slíkar kyrrsetningarkröfur ættu við um fasteignir, ökutæki, banka- reikninga, hlutabréf og kröfuréttindi grunaðra einstaklinga í málinu en tengdust ekki lokunum umræddra fyrirtækja og ættu ekki að hafa áhrif á rekstur þeirra. Gestir þurftu að yfirgefa staðina í snatri Fyrirtækin Planet Reykjavík og Thorvaldsen bar innsigluð NEMENDURNIR í 7. bekk RB í Hjallaskóla í Kópavogi tóku út vinninginn sinn í samkeppni Regnbogabarna um lausnir á tveimur klípu- sögum. Vinningurinn var dagspartur með Evró- visjónhópnum en augljóslega var Birgitta Haukdal söng- kona mesta aðdráttaraflið. Dómnefnd taldi að lausn 7. RB í Hjallaskóla væri best af um 70 svörum sem bárust frá 7. bekkjum víðsvegar að af landinu en 196 bekkir fengu verkefnið sent. Að sögn Freyju Friðbjarn- ardóttur, framkvæmdastjóra Regnbogabarna, var það Hallgrímur Óskarsson, höf- undur Evróvisjónlagsins, sem hafði samband við samtökin og lýsti vilja Evró- visjónhópsins til að aðstoða samtökin. Úr varð að vinn- ingur í samkeppni 7. bekkja um lausn á klípusögum um einelti var að verja dagsparti með hópnum. Morgunblaðið/Arnaldur Unnu dagspart með Birgittu Fáar en skýrar reglur ÞETTA taldi 7. bekkur RB vera bestu leiðina til að berjast gegn ein- elti: Sá sem er vitni að atburðinum þarf strax að segja frá. Það þarf að sjá til þess að umsjónarkennari, skólastjóri, foreldrar og námsráðgjafi fái þegar í stað vitneskju um eineltið. Það á líka að segja frá heima. Sýnum þolanda vináttu og nær- gætni. Fáum hann með í leiki. Reyn- um að byggja upp sjálfsmynd hans. Fræðum gerendur um afleiðingar eineltis og gerum þeim ljósa van- þóknun okkar á atferli þeirra. Reyn- um að fá þá til að skilja hvernig þol- anda líður, til dæmis með hlutverkaleik. Það þarf að hjálpa gerendunum því að sennilega líður þeim illa. Reynum að koma á sáttum milli gerenda og þolanda. Það væri ef til vill hægt með því að þeir ynnu sam- an að áhugaverðu verkefni í skól- anum, til dæmis fyrir skemmtikvöld eða annað spennandi verkefni. Setjum bekkjarreglur gegn einelti. Fáar en skýrar. Komum þeim boð- skap á framfæri að við sættum okkur aldrei við einelti. ÁHRIF bandarísks sjónvarps ráku tvo stráka úr Hafnarfirði til þess að gera Elliðaárnar í Reykjavík að leiksvæði sínu í gær. Þeir settu á flot lítinn gúmbát í því skyni að taka upp heimamyndband í anda kjánaprikanna í þættinum Jackass. Eins og sjá má var öryggisbúnaður af skornum skammti. Bátsmaður sigldi því um stund og myndatöku- maður mundaði vélina af árbakk- anum. Lögregluvarðstjóri sagði að í fljótu bragði virtist ekkert í lögum sem bannaði svona siglingar. Morgunblaðið/Arnaldur Kjánaprik í Elliðaánum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.