Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 3
Vátryggingafélag Íslands hf. er aðalstyrktaraðili verkefnisins. F í t o n / S Í A F I 0 0 7 2 2 8 Þjóð gegn þunglyndi er samstarfsverkefni á vegum Landlæknisembættisins með stuðningi heilbrigðisráðuneytisins. Á Íslandi þjást 12–15.000 manns af þunglyndi á hverjum tíma. Þótt þunglyndi sé mjög algengt gerir fólk almennt sér litla grein fyrir eðli sjúkdómsins og þar gætir oft mis- skilnings. Þunglyndi er ekki merki um dugleysi, ekki fremur en sykursýki eða of hár blóðþrýstingur, heldur sjúkdómur sem getur lagst á alla, án tillits til atvinnu, aldurs eða þjóðfélagsstöðu. Vátryggingafélag Íslands hf. er aðalstyrktaraðili verkefnisins Þjóð gegn þunglyndi – fækkum sjálfsvígum sem Landlæknisembættið hefur nú ýtt úr vör. VÍS vill með þessu framtaki sínu leggja sitt á vogar- skálarnar til að auka skilning almennings á málefninu, draga úr fordómum í samfélaginu, styðja við fagfólk sem tengist málefninu og um leið að bæta stöðu þeirra sem kljást við þennan erfiða sjúkdóm. Hinn 16. júní n.k. verður haldinn borgarafundur í Smáralind þar sem forvarnarverkefnið verður kynnt og bifreiðin V 553, sem er Mercedes-Benz, árgerð 1958, boðin upp og mun andvirði bílsins renna til verkefnisins Þjóð gegn þunglyndi. Bifreiðin er lítillega skemmd eftir umferðaróhapp og er í eigu VÍS. Hún verður fyrst til sýnis og síðan boðin upp í Smáralind. Einnig verður hægt að bjóða í bifreiðina á heima- síðu VÍS, www.vis.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.