Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 152. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Verðlaun í leiklist Veislan fékk 11 tilnefningar til Grímuverðlaunanna Listir 26 Hannar skó úr roði og spáir litríkri skótísku Daglegt líf C7 Blakkona frá Búlgaríu Lærði íslensku til að skilja börnin sín og til að fá vinnu Íþróttir B6 HANS Blix, yfirmaður vopnaeftirlitsnefnd- ar Sameinuðu þjóðanna (SÞ), sagði á fundi öryggisráðs SÞ í gær að úr því að búið væri að koma Saddam Hussein, fyrrverandi for- seta Íraks, frá völdum ætti að vera mögu- legt að komast að sannleikanum um ger- eyðingarvopn Íraka. Blix sagði enn fremur að enn væri „lang- ur listi atriða“ sem væru óútskýrð hvað varðaði kjarna-, efna-, og lífefnavopnaáætl- un þá sem fyrrverandi Íraksstjórn stað- hæfði að horfið hefði verið frá fyrir áratug. „Það er hins vegar ekki réttlætanlegt að gera ráð fyrir að eitthvað sé til þar sem það er ófundið,“ bætti hann við. „Sú staðreynd að engin vopn hafa fundist gæti orsakast af því að þeim hefði verið eytt af íröskum stjórnvöldum eða að tekist hefði að fela þau,“ sagði hann. AP Hans Blix, yfirmaður vopnaeftirlits- nefndar Sameinuðu þjóðanna. Enn margt óljóst um vopn Íraka Sameinuðu þjóðirnar. AFP. AP. Blix vongóður um að sannleikurinn komi í ljós  Enn sótt að/20 DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra mun vænt- anlega í næstu viku svara bréfi George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, um varnarsam- starf ríkjanna sem afhent var íslenzkum stjórn- völdum í gær. Gert er ráð fyrir að síðan hefjist frekari viðræður um framtíð samstarfsins. Efni bréfs Bush hefur ekki verið gert opin- bert. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra vildi í samtali við fréttamenn í gær ekki segja til um hvort í því kæmi fram vilji Bandaríkjanna til að draga úr herstyrk í varnarstöðinni í Keflavík. „Það liggur fyrir að þeir vilja fara nýjar leiðir í þessu sambandi, hvað þeir eiga nákvæmlega við vil ég ekki segja um á þessu stigi,“ segir hann. Elizabeth Jones, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, afhenti Davíð og Halldóri bréfið á stuttum fundi í Ráðherrabústaðnum í gær- morgun. Að honum loknum sagði hún að Banda- ríkin vildu finna leiðir til að halda samstarfi ríkjanna í öryggis- og varnarmálum áfram „á uppbyggilegan hátt“. Málið mjög viðkvæmt Eftir fundinn sagði forsætisráðherra að farið hefði verið yfir málin og þau skýrzt nokkuð. „Málið er mjög viðkvæmt núna þannig að ég ætla ekki að fara út í einstök atriði á þessu stigi,“ segir Davíð. Halldór Ásgrímsson gerði utanríkismálanefnd Alþingis grein fyrir efni bréfs Bush á fundi í hádeginu í gær. Halldór segir að íslenzk stjórnvöld hafi talið algerlega nauðsynlegt að hafa loftvarnir í land- inu. „Það kemur ekkert fram í bréfi forsetans sem bendir til að þeir [Bandaríkjamenn] séu á öðru máli. Við munum svara þessu bréfi og segja frá því hvernig við viljum fara í þær við- ræður sem eru framundan um þessi mál. Það er alveg ljóst að málið er viðkvæmt og það er al- varlegt og við verðum að bíða og sjá hvernig þessum viðræðum lyktar.“ Innan bandaríska stjórnkerfisins hafa af og til undanfarin ár verið til umræðu hugmyndir um að orrustuflugvélar og björgunarþyrlur, sem þeim fylgja, hverfi frá Keflavíkurflugvelli. Halldór segir íslenzk stjórnvöld tilbúin að ræða breytingar á varnarsamstarfinu. „En við teljum hins vegar að það sé nauðsynlegt að hér séu loft- varnir og þær loftvarnir sem eru hér í dag eru algjör lágmarksviðbúnaður. Verða þessar flug- vélar hér eða ekki? Þær voru miklu fleiri á sín- um tíma. Það tókst samkomulag um það að skera niður í þetta lágmark, þannig að í næsta stigi, ef einhver breyting á að verða í sambandi við flugvélarnar, er um það að ræða hvort þær verða hér eða ekki.“ Forsætisráðherra mun svara bréfi George W. Bush í næstu viku Bandaríkjamenn vilja breytt varnarsamstarf Spurning um hvort flugvélar verða hér eða ekki, segir utanríkisráðherra  Varnarsamstarfið/28–29 ELIZABETH Jones, aðstoðarráðherra í bandaríska utanríkisráðuneytinu, lagði fram bréf til íslenskra stjórnvalda frá George W. Bush, Bandaríkjaforseta, á fundi með Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Halldóri Ás- grímssyni utanríkisráðherra í Ráðherrabú- staðnum í gærmorgun. Einnig voru á fund- inum Ian Brzezinski, varaaðstoðarráðherra í bandaríska varnarmálaráðuneytinu, sem er lengst til vinstri á myndinni, og James Irvin Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sem situr við hliðina á Halldóri. Morgunblaðið/Sverrir Varnarmálin rædd í Ráðherrabústaðnum BYGGING stöðvarhúss Kára- hnjúkavirkjunar í Fljótsdal kemur til með að krefjast nærri 200 starfa þegar mest lætur, að sögn Sigfúsar Thorarensen, verkefnisstjóra Foss- krafts, sameiginlegs verktakahóps Ístaks, Íslenskra aðalverktaka, Hochtief og Pihl & Sön. Hópurinn átti lægsta tilboð í útboði Lands- virkjunar sem fram fór í gær vegna stöðvarhússins og tveggja annarra verkþátta. Ístak og Íslenskir aðal- verktakar (ÍAV) hafa ekki áður verið með sameiginlegt tilboð. Fosskraft JV bauð 8,6 milljarða króna í gerð stöðvarhússins en áætl- un Landsvirkjunar var upp á 6,5 milljarða. Hæsta tilboðið í stöðvar- húsið kom frá Impregilo, eða 15,3 milljarðar, og þýska fyrirtækið Bil- finger Berger bauð 9,6 milljarða. Sigfús segir ánægju innan hóps- ins með að hafa verið með lægsta boð. Vonir séu bundnar við að samn- ingar takist við Landsvirkjun að þessu sinni, en stefnt er að undir- skrift í ágúst og að framkvæmdir hefjist fljótlega upp úr því. Áætluð verklok við stöðvarhúsið eru árið 2007 en verkið á að mestu að vera búið ári fyrr. Aðspurður hvort það hafi skipt máli að Ístak og ÍAV sameinuðu krafta sína segir Sigfús engan vafa leika á því. Ásamt erlendu fyrir- tækjunum nái hópurinn að sameina sérfræðikunnáttu í flóknu og stóru verki. Sigfús gerir ráð fyrir að vegna fjölda verka í gangagerð hér á landi á næstu árum verði erfitt að manna störf eingöngu með innlendu vinnuafli, leita þurfi til útlanda. 200 störf við gerð stöðvarhúss  Ístak og ÍAV/4 Íslenskir aðalverktakar og Ístak í fyrsta sinn saman og buðu lægst WHO, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, telur að bráðalungnabólgan, HABL, hafi náð hámarki og að sjúkdómurinn sé nú í rénun. Ekki var til- kynnt um nein ný smit í Asíu í gær og er það í fyrsta sinn sem það gerist eftir að lönd þar sem til- fella hefur orðið vart fóru að gefa dagleg- ar upplýsingar um fjölda nýrra tilfella. Þá voru engin dauðsföll vegna sjúkdómsins til- kynnt í heiminum í fyrradag, í fyrsta skipti síðan 23. mars. Telja HABL á undanhaldi Peking. AFP. AP ♦ ♦ ♦ Skærir litir halda velli ♦ ♦ ♦ FÆREYSKIR vinnuveitendur og verka- lýðsfélögin í landinu náðu saman seint í gærkvöldi eftir 13 klukkustunda fundahöld og skrifuðu undir nýja samninga til tveggja ára. Þar með lauk 28 daga verkfalli fær- eyskra launþega. Samningurinn, sem er afturvirkur til 1. maí, felur í sér að grunnlaun launþega hækka um 9% næstu tvö árin. Verkfalli lok- ið í Færeyjum Þórshöfn. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.