Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
FJÁRMÁLARÁÐHERRAR
Eystrasaltsráðsins fjölluðu á árleg-
um fundi í Bláa lóninu í gær um
hvaða áhrif innganga nýrra ríkja í
Evrópusambandið (ESB) mundi
hafa á gengi gjaldmiðla, auk þess að
ræða hvernig örva mætti hagvöxt án
þess að það leiddi til þenslu í efna-
hagslífinu.
Boðað var til fréttamannafundar í
lok fundarins. Ný aðildarlönd ESB
eru flest áhugasöm um að reyna að
taka upp evruna um leið og þau upp-
fylla skilyrðin til þess, að sögn
Grzegorz W. Kolodko, aðstoðarfor-
sætisráðherra og fjármálaráðherra
Póllands. Ráðherrann sagði að skil-
yrðin yrðu sennilega uppfyllt á mis-
munandi tíma og röð í væntanlegum
aðildarlöndum.
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
gerði á fundinum grein fyrir þeim
umfangsmiklu kerfisbreytingum
sem hafa orðið hér á landi á und-
anförnum árum. Hann fjallaði meðal
annars um aukið frelsi á fjármagns-
mörkuðum, skattkerfisbreytingar,
einkavæðingu ríkisfyrirtækja og
endurbætur á lífeyriskerfinu.
Ráðherrarnir funduðu í Eldborg
við Bláa lónið í boði Geirs H. Haarde
fjármálaráðherra. Fundir fjármála-
ráðherranna eru árlegur viðburður
þar sem ráðherrar Norðurlandanna,
Eystrasaltsríkjanna, Þýskalands og
Póllands hittast. Í ár bættist svo að-
stoðarfjármálaráðherra Rússa í hóp-
inn eftir að samþykkt var að bjóða
Rússum þátttöku á síðasta fundi.
Morgunblaðið/Arnaldur
Fjármálaráðherrar aðildarríkja Eystrasaltsráðsins héldu árlegan fund í gær. Geir Haarde er fremstur á myndinni.
Ræddu áhrif stækkunar
ESB á gengi gjaldmiðla
Fundur fjármálaráðherra Eystrasaltsráðsins í Bláa lóninu
MEIRI líkur eru á að reykingafólk
fái lungnakrabbamein hafi nákom-
inn ættingi einhvern tímann fengi
sama sjúkdóm, að því er fram kem-
ur í niðurstöðum
íslenskrar rann-
sóknar á lungna-
sjúkdómum sem
kynnt var á nor-
rænu þingi
lungnalækna og
-hjúkrunarfræð-
inga sem nú
stendur yfir í Há-
skólabíói.
Rannsóknin er samstarfsverk-
efni lækna á Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi og Íslenskrar erfða-
greiningar og ein sú umfangsmesta
sinnar tegundar sem gerð hefur
verið í heiminum. Rannsóknir svip-
aðs eðlis ná einnig til langvinnrar
lungnateppu og astma.
Steinn Jónsson, dósent í lyflækn-
ingum og lungnasjúkdómum við
læknadeild Háskóla Íslands, segir
verkefnin misjafnlega langt á veg
komin en birtar hafi verið nið-
urstöður sem sýni fram á að bæði
langvinn lungnateppa og langvinnt
lungnakrabbamein hafi ættgengan
þátt. Um 93% þeirra sem greinast
með lungnakrabbamein á Íslandi
eru reykingafólk. Sama á við um
langvinna lungnateppu, yfirgnæf-
andi meirihluti sjúklinga reykir.
„Yfirleitt gildir sú regla að því
meira sem menn reykja því meiri
áhætta er á að fá þessa sjúkdóma
en við sýnum líka fram á það að
það er arfgeng tilhneiging til að fá
sjúkdóminn.“ Þannig eru 2–3 sinn-
um meiri líkur á að einhver fái
lungnakrabbamein hafi nákominn
ættingi greinst með sama sjúkdóm
heldur en fólk almennt í þjóðfélag-
inu, að sögn Steins. Hann segir að
eftir sé að kanna til hlítar hvernig
reykingar og erfðaþátturinn fari
saman. Líklegt sé að þessi arf-
gengna tilhneiging felist í einhvers
konar „arfgengri viðkvæmni“ fyrir
reykingum, þ.e.a.s. að fólk sé við-
kvæmara fyrir krabbameinsvald-
andi áhrifum sígarettureyks held-
ur en almennt gerist.
Reynt að finna erfðaþættina
„Við ætlum í framhaldi af þessu
að rannsaka genamengi þeirra að-
ila sem við höfum fengið blóðsýni
úr og skoða hvort við getum fundið
erfðaþættina sem liggja að baki
þessari arfgengu tilhneigingu,“
segir Steinn.
Hann segir erfitt að fullyrða um
hversu stórt hlutfall þessara til-
teknu lungnasjúkdóma sé tilkomið
vegna erfðaþátta, eftir sé að rann-
saka það nánar. Að meðaltali
greinast tvö tilfelli lungnakrabba-
meins í hverri viku á Íslandi eða
um 100 tilfelli á ári. Mjög erfitt er
að meðhöndla lungnakrabbamein
og dánartíðni er um 85%.
„Besta leiðin til þess að nálgast
lungnakrabbann er að koma í veg
fyrir hann. Þetta er fyrirbyggj-
anlegur sjúkdómur og ef við gæt-
um náð betri árangri í því að telja
fólk á að byrja ekki að reykja og
hjálpa þeim sem eru byrjaðir að
hætta þá er það langsamlega
áhrifaríkasta leiðin til að fækka
lungnakrabbameinstilfellum,“ seg-
ir Steinn Jónsson.
Norrænt þing lungnalækna og -hjúkrunarfræðinga haldið í Reykjavík
Samband á milli erfða og
lungnakrabba og -teppu
Steinn Jónsson
MIEL Wouters, lungnasérfræðingur frá Maastricht í Hollandi,
flutti erindi á þingi norrænna lungnalækna og -hjúkrunarfræð-
inga í gær þar sem hann fjallaði um langvinna lungnateppu og
ný meðferðarúrræði við sjúkdómnum.
Sjúkdómurinn orsakast í langflestum tilfellum
af reykingum og hefur hingað til verið talið að
lítið væri unnt að gera til vinna á honum. Hafa
sjúklingum í flestum tilfellum verið gefin önd-
unarfæralyf. Wouters álítur hins vegar að sjúk-
dómurinn sé til staðar í öllum líkamanum og
hafi ekki einungis áhrif á lungun heldur á allan
líkamann og þar með sérstaklega á vöðvana sem
valdi því að vöðvarnir verða óstyrkari. Í stað
þess að gefa eingöngu öndunarfæralyf sýndi
hann fram á í erindi sínu að væru sjúklingum gefin næring-
aruppbót/næringardrykkir styrktust vöðvar í líkamanum og
lungnastarfsemin yrði betri fyrir vikið.
Wouters segir að sýnt hafi verið fram á með nýjum rann-
sóknum á lungnateppu að vöðvarýrnun ýti undir ákveðin ein-
kenni hennar. Þá sýni rannsóknir að tap á líkamsþyngd og
vöðvamassa auki líkur á að sjúklingar með lungnateppu deyi af
völdum sjúkdómsins. Mikilvægt sé að auka líkamsþyngd sjúk-
linga til að draga úr líkum á dauðsföllum. Wouters segir að hér
sé í raun kominn grunnur að alveg nýju meðferðarúrræði við
lungnateppu sem muni gagnast sjúklingum mjög í framtíðinni.
Um 20% sjúklinga undir kjörþyngd
Um 20% lungnateppusjúkinga í heiminum í dag eru undir
kjörþyngd og þegar horft er til sjúklinga sem þarf að leggja á
sjúkrahús vegna sjúkdómsins er hlutfallið 35–40%.
Um 5% mannkynns þjást af lungnateppu sem er í 6. sæti á
lista yfir sjúkdóma með hæstu dánartíðnina. Wouters segir að
því sé spáð að sjúkdómurinn verði í 3. sæti yfir banvænustu
sjúkdóma heimsins árið 2020 ef fer sem horfir. Um þrjár millj-
ónir Bandaríkjamanna deyja árlega af völdum lungnateppu og í
Hollandi deyja tíu þúsund manns.
Lungnateppa með-
höndluð með næringu
Miel Wouters
VEIÐI hófst í Blöndu í gærdag og
voru væntingar manna talsverðar
þar eð sést hafði til laxa á nokkr-
um veiðistöðum neðarlega í ánni
síðustu daga.
Fyrsti laxinn
var kominn á
land klukkan
tuttugu mínút-
ur yfir fimm.
Var það 12
punda hrygna
sem Páll
Magnússon
veiddi á
tommulanga svarta Frances túpu.
Að sögn Heimis Óskarssonar,
starfsmanns Lax-ár, sem er leigu-
taki árinnar, voru horfur góðar,
menn búnir að sjá fleiri laxa, en
hins vegar „mætti vera minna
vatn,“ eins og hann komst að orði.
Fundu leiðina í Galtalæk
Hörkuskot var í Galtalæk á mið-
vikudag, er tveir veiðimenn fengu
saman 12 urriða, alla stóra og þá
stærstu 7 og 8 punda. Veiddu þeir
á nymfur sem þeir þyngdu með
blýhöglum sem þeir festu á taum-
inn. Ýmsir sem fara í Galtalæk sjá
þessa stórfiska í öllum hyljum en
ná litlu. Þessir kappar töldu nauð-
synlegt að sökkva flugunum hratt
vegna þess hve stuttir og djúpir
hyljirnir eru og reyndist það prýði-
lega.
Blanda
byrjaði
vel
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
HÆSTIRÉTTUR hefur líkt og
Héraðsdómur Reykjavíkur í janúar
sl. sýknað Vegagerðina og Reykja-
víkurborg af kröfum þriggja íbúa
við Garðhús í Grafarvogi. Kröfðust
þeir að vegna efnislegra annmarka
yrði felldur úr gildi úrskurður um-
hverfisráðuneytisins þar sem stað-
festur var úrskurður Skipulags-
stofnunar um mat á umhverfis-
áhrifum vegna fyrirhugaðrar
lagningar framhalds Hallsvegar,
tveggja akreina vegar frá Fjallkonu-
vegi að Víkurvegi og framhjá húsum
íbúanna.
Umhverfisráðherra staðfesti í maí
árið 2002 úrskurð Skipulagsstofnun-
ar með því skilyrði að fram-
kvæmdaraðilar hefðu samráð við
fulltrúa íbúa við Garðhús og kirkju-
garðsyfirvöld um hönnun og út-
færslu mótvægisaðgerða og að leit-
ast yrði við að haga hljóðvörnum
með þeim hætti að óæskileg um-
hverfisáhrif yrðu sem minnst.
Héldu íbúarnir því einkum fram
að áhrif heildarframkvæmdarinnar
hefðu ekki verið metin, þar sem
meta hefði átt fjögurra akreina veg í
stað tveggja. Töldu þeir að matið
gæfi ekki nægilega til kynna líkleg
áhrif framkvæmdarinnar á um-
hverfið auk þess sem arðsemismati
væri ábótavant. Fallist var á það í
Hæstarétti að lagning tveggja ak-
reina frá Fjallkonuvegi að Víkurvegi
stæðist sem sjálfstæð framkvæmd
og væri eðlileg með tilliti til umferð-
ar um hverfið, enda hefði hún verið
fyrirhuguð frá upphafi og tekið tillit
til hennar við hönnun hverfisins.
Staðfesti Hæstiréttur þá niður-
stöðu héraðsdóms að sjálfstætt mat
á umhverfisáhrifum þeirrar fram-
kvæmdar hefði mátt fara fram.
Kæmi hins vegar til frekari fram-
kvæmda við Hallsveg og tengingar
við aðrar umferðaræðar yrði að fara
fram nýtt mat vegna þeirra og yrði
þá að taka fullt tillit til byggðarinnar
við Garðhús. Hæstiréttur telur að
með lækkun vegarins og fyrirhug-
uðum mótvægisaðgerðum í samráði
við íbúana hafi verið uppfyllt ákvæði
reglugerðar um hávaða. Að auki hafi
ekki annað komið fram en að út-
reikningar á arðsemi framkvæmd-
anna séu fullnægjandi. Voru Vega-
gerðin og Reykjavíkurborg því
sýknuð af kröfum íbúanna en orðið
var við óskum þeirra um gjafsókn
fyrir Hæstarétti.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar
Gíslason, Haraldur Henrysson,
Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf-
stein. Lögmenn íbúanna voru Karl
Axelsson hrl. og Halldór Jónsson
hdl. og lögmenn varnaraðila þeir Ás-
geir Magnússon hrl., Hilmar Magn-
ússon hdl. og Hjörleifur B. Kvaran
borgarlögmaður.
Krafa íbúa í Grafarvogi vegna
umhverfismats á Hallsvegi
Vegagerðin og
borgin sýknuð
í Hæstarétti