Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 23
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 23
FYRSTI Bláfáninn sem afhentur
hefur verið íslenskum baðströndum
og smábátahöfnum blaktir við hún
við Bláa lónið á Reykjanesi. Siv
Friðleifsdóttir umhverfisráðherra
afhenti stjórnendum Bláa lónsins
fánann í gær til staðfestingar þess
að staðurinn stæðist gæðakröfur.
Bláfáninn er alþjóðlegt merki
sem hefur þann tilgang að stuðla að
verndun umhverfis baðstranda og
smábátahafna. Til þess að bað-
strendur fái fánann þurfa þær að
uppfylla ákveðnar reglur sem ná til
vatnsgæða, umhverfismenntunar og
umhverfisfræðslu, umhverfisstjórn-
unar og öryggismála og þjónustu.
Fyrir tveimur árum fengu Ylströnd-
in í Nauthólsvík í Reykjavík og Bláa
lónið afhent skírteini því til staðfest-
ingar að þau hefðu staðist skilyrðin
og þá var sagt að þau fengju sjálfan
Bláfánann þegar þau hefðu staðist
skilyrðin í meira en heilt ár.
Umhverfisdagur Sameinuðu þjóð-
anna var í gær og var hann valinn til
að afhenda stjórnendum Bláa lóns-
ins fyrsta Bláfánann. Ylströndin fær
sinn fána afhentan á næstunni sem
og smábátahafnirnar í Stykkishólmi
og á Borgarfirði eystra.
Til fyrirmyndar
Landvernd annast málefni Blá-
fánans hér á landi í samvinnu við
ýmis samtök, í umboði Umhverf-
isfræðslusjóðs Evrópu (FEEE).
„Það er mér sérstök ánægja að af-
henda Bláa lóninu fyrsta Bláfánann
á Íslandi. Bláa lónið og umhverfi
þess er eins og við vitum manngert
umhverfi og sá metnaður sem lagð-
ur hefur verið í að aðlaga umhverfið
að viðkvæmri náttúrunni er til fyr-
irmyndar og mætti vera öðrum gott
fordæmi,“ sagði Ólöf Guðný Valdi-
marsdóttir formaður Landverndar
við athöfnina í gær.
Fáninn er afhentur til eins árs í
senn en Grímur Sæmundsen fram-
kvæmdastjóri Bláa lónsins sagði,
þegar hann tók við viðurkenning-
unni, að starfsfólk Bláa lónsins
myndi áfram kappkosta að standa
undir þeim kröfum sem Bláfáninn
gerði.
Fyrsti Bláfáni Umhverfisfræðslusjóðs Evrópu sem afhentur er á Íslandi blaktir nú við Bláa lónið
Morgunblaðið/Arnaldur
Þau sýndu Bláfánann við Bláa lónið, Grímur Sæmundsen framkvæmdastjóri, Anna Gunnhildur Sverrisdóttir
rekstrarstjóri, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, formaður Landverndar.
Standast kröfur
um gæði og um-
hverfisfræðslu
Reykjanes
ÁRSREIKNINGUR Sandgerðis-
bæjar fyrir árið 2002 var samþykkt-
ur samhljóða á fundi bæjarstjórnar í
fyrrakvöld. Mismunandi sýn á fjár-
hagsstöðuna kemur fram í bókunum
sem fulltrúar meirihluta og minni-
hluta bæjarstjórnar lögðu fram.
Fram kom á fundinum að vegna
nýrra reikningsskilaaðferða er erfitt
að bera niðurstöður ársreiknings
2002 við fyrri ár. Þó kom fram í máli
Halldórs Hróarrs Sigurðssonar end-
urskoðanda bæjarfélagsins að bæj-
arsjóður stendur traustum fótum.
Í bókun meirihluta bæjarstjórnar,
fulltrúa K-lista og D-lista, og bæj-
arstjóra segir að rekstrartekjur
samstæðureiknings séu 14,5 milljón-
um kr. lægri en áætlun gerði ráð fyr-
ir og jafngildi það væntanlegu fram-
lagi frá Siglingastofnun vegna
framkvæmda við höfnina. Rekstrar-
gjöldin jukust að þeirra sögn um 12,4
milljónir og í því sambandi var vakin
athygli á að lífeyrissjóðsskuldbind-
ingar bæjarsjóða hefðu aukist og að
afskriftir hefðu ekki verið teknar inn
í fjárhagsáætlun enda væru þær ný-
mæli í reikningsskilum.
Fulltrúarnir lögðu áherslu á að ár-
ið 2002 hefði verið eitt mesta fram-
kvæmdaár í sögu bæjarfélagsins og
nokkrum mikilvægum verkum hefði
verið lokið.
Vilja bæta fjármálastjórn
Fulltrúar minnihlutans, B-lista og
Sandgerðislistans, líta öðruvísi á
málin, samkvæmt bókunum sem þeir
lögðu fram. Í bókun B-listans segir
að útgjöld séu 40 milljónum kr. meiri
en gert var ráð fyrir í endurskoðaðri
fjárhagsáætlun. Stór hluti aukning-
arinnar sé til kominn vegna verkefna
sem ráðist hafi verið í án formlegs
samþykkis í bæjarstjórn og vegna
aukinnar vaxtabyrði skammtíma-
lána. Því sé ástæða til að bæta fjár-
málastjórn bæjarins verulega frá því
sem nú er. Þessu mótmæltu fulltrúar
meirihlutans, sögðu að bærinn veitti
góða þjónustu á hagkvæman hátt.
Ólafur Þór Ólafsson bæjarfulltrúi
Sandgerðislistans lét bóka að það
væri kosningalykt af reikningum
ársins 2002. Reksturinn skilaði nær
60 milljónum kr. minna en áætlun
gerði ráð fyrir og fjárfesting færi 38
milljónir fram úr áætlun. Á móti
hefði jákvæður gengismunur bætt
niðurstöður rekstrarreiknings um 48
milljónir sem þýddi að með stöðugu
gengi væri reikningur ársins nei-
kvæður um 45 milljónir. „Það er ljóst
á reikningum Sandgerðisbæjar fyrir
árið 2002 að staða bæjarfélagsins er
viðkvæm og viðvörunarbjöllur eru að
hringja,“ segir í bókun Ólafs Þórs.
Fulltrúar meirihlutans fóru jafn-
framt fram á að bæjarstjóri og aðal-
bókari bæjarfélagsins færu yfir bók-
hald og rekstur bæjarfélagsins það
sem af er ári í ljósi niðurstöðu reikn-
inga síðasta árs og að endurskoðend-
um yrði falið að meta hagkvæmni
breytinga á skuldasamsetningu.
Ársreikningur Sandgerðisbæjar var samþykktur
Fjárhagur bæjarins
stendur traustum fótum
Sandgerði
BÆJARRÁÐ Grindavíkur hefur
samþykkt að veita 2,5 til 3 milljónum í
sérstakt atvinnuátak í sumar. At-
vinnulausu fólki verður boðið að vinna
að ýmsum verkum við fegrun um-
hverfis bæjarins.
Um þrjátíu manns eru nú á at-
vinnuleysisskrá í Grindavík og fer ört
fjölgandi þessa dagana, að sögn Ólafs
Arnar Ólafssonar bæjarstjóra, vegna
þess að ungt fólk á erfiðara með að fá
sumarstörf hjá atvinnufyrirtækjum
bæjarins en undanfarin ár. Vegna
þessa hefur bæjarráð ákveðið, í sam-
vinnu við Svæðisvinnumiðlun Suður-
nesja, að vera með sérstakt átaks-
verkefni í sumar. Um er að ræða ýmis
störf við fegrun umhverfisins.
Átakið mun standa í þrjá mánuði.
Ólafur Örn segir að tíu einstaklingum
sem skráðir eru atvinnulausir verði
boðið að vinna að verkefninu hverju
sinni þannig að allir sem þess óska fái
vinnu einhvern hluta tímans.
Atvinnuleysistryggingasjóður tek-
ur þátt í verkefninu með því að greiða
Grindavíkurbæ þær atvinnuleysis-
bætur sem sparast við átakið. Eigi að
síður er áætlað að verkefnið kosti
bæjarfélagið 2,5 til 3 milljónir kr.
Bæjarráð samþykkir atvinnuátak
Veita vinnu við
fegrun umhverfisins
Grindavík
HREPPSNEFND Gerðahrepps
hefur samþykkt ályktun þar sem
harðlega er mótmælt yfirlýsingum
og markmiðum forystu Sambands
íslenskra sveitarfélaga um að sam-
eina beri sveitarfélög með lagasetn-
ingu takist það ekki með frjálsum
vilja að fækka sveitarfélögunum í
fjörutíu.
Á fundi hreppsnefndarinnar í
fyrrakvöld var rætt um ályktanir
fulltrúaráðsfundar Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga um sérstakt
átak í sameiningu sveitarfélaga sem
og yfirlýsingar forystumanna þess.
Fulltrúar F-listans lögðu fram til-
lögu að ályktun þar sem þessum
áformum er mótmælt og var hún
samþykkt samhljóða.
Fram kemur að hreppsnfndin tel-
ur ekki sjálfgefið að stórar einingar
séu hagkvæmari rekstrareiningar
en þær smærri. Það eigi að vera
frjálst val íbúa sveitarfélaganna
sjálfra að sameinast eða starfa
sjálfstætt áfram.
Mótmæla
áformum um
þvingaða
sameiningu
Gerðahreppur
SÓLEY Halla Þórhallsdóttir
hefur verið ráðin aðstoðar-
skólastjóri Heiðarskóla í Kefla-
vík.
Sóley Halla lauk prófi frá
Kennarahá-
skóla Ís-
lands árið
1977, stund-
aði mynd-
listarnám
við sama
skóla og
listasögu við
Háskóla Ís-
lands á ár-
unum 1996–
1997 og stundar nú stjórnunar-
nám við HÍ.
Sóley Halla hefur kennt við
Njarðvíkurskóla frá árinu 1990
með árs hléi á tímabilinu 1996–
1997.
Þar áður kenndi Sóley Halla
við Grunnskóla Ólafsvíkur og
Grunnskóla Suðureyrar frá
1977.
Ráðin að-
stoðar-
skólastjóri
Heiðarskóla
Keflavík
Sóley Halla
Þórhallsdóttir