Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 46
DAGBÓK 46 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Arcelor Dunkerque, skúta, Union Commercaiale, skúta, Magnolia IV, skúta, Ville de Gravelines, skúta, 3000 Sabords, skúta, Elvedi, skúta, Galea, skúta, Mio Palmo, skúta, Ville de Pléneuf, skúta, Dest- ination Calais, skúta, Puente Pereiras Cuatro og Sæbjörg koma í dag. Girafa skúta Kiel Hanseduo og Mánafoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Eridan og Obsha koma í dag. Sapphire kom í gær, Þór og Arnar fóru í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Árskógar 4. Kl. 13– 16.30 opin smíða- og handavinnustofan. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9– 16 handavinna, kl. 9– 17 fótaaðgerð, kl. 13– 16 spilað í sal. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað, og opin handa- vinnustofa. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 opin verslunin. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9.30 gönguhópur, allir vel- komnir, kl. 9–12 bað, kl. 9–16 opin vinnu- stofa. Korpúlfar Grafarvogi samtök eldri borgara. Vatnsleikfimi er í Grafarvogslaug á föstudögum kl. 14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „opið hús“, spilað á spil. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Billjard 13.30 og brids kl. 13. Púttæfingar á Hrafnistuvelli kl. 14. til 16. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Fundur í dag kl. 11 í Ásgarði fyrir þá sem fara á Vestfirði þriðjudaginn 10. júní. Dansleikur fellur niður hvíta- sunnuhelgina. S. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf, kl. 9–16.30 vinnustofur opnar frá hádegi, spilasalur op- inn, veitingar í Kaffi Berg. Lokað verður mánudaginn 9. júní, annan í hvítasunnu. S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silfursmíði, kl. 13 bók- band. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið frá kl. 9–17, heitt á könnunni. Hraunbær 105. Kl. 9 bað, handavinna, út- skurður, fótaaðgerð og hárgreiðsla, kl. 11 spurt og spjallað. Í dag 6. júní kl. 14 spilað bingó. Allir velkomnir. Kaffiveitingar. Hvassaleiti 58–60. Hársnyrting fótaað- gerðir. Norðurbrún 1. Kl. 9– 13 tréskurður, kl. 9– 17, hárgreiðsla, kl. 10– 11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl. 10–11 kántrýdans, kl. 11–12 stepp, kl. 13.30–14.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30–16 dansað í að- alsal. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og opin vinnustofa, kl. 9.30 bókband og morgunstund, kl. 10 fótaðgerð, kl. 12. 30 opin vinnustofa, kl. 13.30 bingó. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Brúðubíllinn Brúðubíllinn, verður í dag föstudaginn 6. júní kl. 10 við Arn- arbakka og kl. 14 við Austurbæjarskóla. Minningarkort Minningarkort MS- félags Íslands eru seld á skrifstofu félagsins, Sléttuvegi 5, 103 Rvík. Skrifstofan er opin mán.–fim. kl.10–15. Sími 568-8620. Bréfs. 568-8621. Tölvupóstur ms@msfelag.is. Heilavernd. Minning arkort fást á eft- irtöldum stöðum: í síma 588- 9220 (gíró) Holtsapóteki, Vest- urbæj arapóteki, Hafn arfjarðarapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elías- dóttur, Ísafirði. Minningarkort Park- insonsamtakanna á Íslandi eru afgreidd á skrifstofutími í síma 552-4440 frá kl 11-15. Kortin má einnig panta á vef slóðinni: http://www.park in- son.is/ sam_minning arkort.asp Í dag er föstudagur 6. júní, 157. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Hjarta hins réttláta íhugar, hverju svara skuli, en munnur óguðlegra eys úr sér illsku. (Orðskv. 15, 28.)     ÍMorgunpósti VG erfjallað um framtíð Reykjavíkurlistans. „Hvernig fer fyrir R-list- anum? er spurning sem íhaldsmenn jafnt sem fé- lagshyggjufólk hafa spurt sig síðan stóri bresturinn varð í desember síðast- liðnum,“ segir í Morg- unpóstinum. „Upphlaup Ingibjargar skilur eftir sig stórt sár í samstarfi þeirra sem standa að R-listanum – því verður ekki neitað og er raunar fásinna að halda öðru fram. Það er hins vegar ekki þar með sagt að ekki verði hægt að bæta þann skaða og ef rétt verður haldið á spilunum að gera samstarfið öflugra en það var með Ingibjörgu sem borgarstjóra.     Fyrst þarf að líta ástrúktúr R-listans. Fyrir kosningarnar árið 2002 var ákveðið að listann myndu skipa tveir fulltrúar frá hverjum flokki fyrir sig, þ.e. Framsóknarflokki, VG og Samfylkingunni. Auk þeirra tækju sæti á listan- um tveir „óháðir“ þar sem Ingibjörg fengi 8. sætið sem borgarstjóra- efni listans. Nú er annar óháðu einstaklinganna genginn til liðs við Sam- fylkinguna og sumir vilja væna Dag B. Eggertsson um að tilheyra S-flokkn- um líka. Þórólfur Árna- son fór reyndar ansi nærri því að lýsa yfir op- inberum stuðningi við Ingibjörgu í kosningabar- áttunni í grein sem birtist í Morgunblaðinu. Það er því augljóst að hlutföll innan R-listans hafa breyst. Eigi R-listinn að dafna áfram, þarf að gera nýjan málefnasamning og end- urskipuleggja strúkt- úrinn. Það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að þetta verði gert – hafi menn á annað borð vilja til þess að reka hér um- hverfisvæna fé- lagshyggjupólitík. Það þykir mörgum vænt um R-listann enda á ferðinni frábært bandalag sem hefur skilað miklu. Hins vegar verður að gæta að fjöregginu og horfast í augu við þá staðreynd að traustið þarf að halda og það verður ekki gert með öðrum hætti en að taka upp samninginn frá vor- inu 2002, skoða breyttar forsendur, gæta að því að halda því trausti sem er grunnurinn undir sam- starfið.     Til þess að það megiverða þurfa flokk- arnir þrír að koma að endurskoðun samnings- ins af heiðarleika og með það að markmiði að gera R-listann sterkari en nokkru sinni. Listinn hef- ur staðið af sér ágjöfina síðastliðinn vetur þar sem VG lagði mikla áherslu á að upphlaup Ingibjargar yrði ekki til þess að sam- starfið færi út um þúfur. Nú er komið að Samfylk- ingunni að sýna vilja sinn til að halda samstarfinu áfram í verki með því að koma að endurskoðun samningsins með opnum huga.“ STAKSTEINAR Semja þarf um Reykja- víkurlistann upp á nýtt Víkverji skrifar... VÍKVERJA finnst merkilegt hvaðfólk heitir stundum viðeigandi nöfnum, út frá atvinnu sinni eða áhugamáli. Þannig gæti íslenzki sigl- ingakappinn, sem keppir nú á smá- þjóðaleikunum á Möltu, tæplega heit- ið meira viðeigandi nafni en Hafsteinn Ægir Geirsson. Viðtalið við Hafstein í Morgunblaðinu minnti Víkverja á annan Hafstein, sem líka stundaði siglingar, það er Hafsteinn Sveinsson, sem átti og rak Viðeyj- arferjuna. Mörgum þótti nafnið fara eiganda slíks fyrirtækis vel, en nafnið á manninum, sem keypti fyrirtækið af Hafsteini og siglir nú með fólk út í eyjarnar á sundunum, passar eig- inlega ennþá betur; hann heitir Ey- steinn. x x x LOGI Eldon heitinn var þekktur arinsmiður og margir muna eftir Verði L. Traustasyni í starfi lög- regluþjóns á Akureyri (L-ið stendur fyrir Leví, ekki Laganna). Nöfn þeirra fóru líka vel við starfsheitið. Sama má segja um Sigurjón Jónsson Bláfeld, loðdýraræktarráðunaut hjá Bændasamtökunum. Svo heita sumir nafni, sem passar kannski ekki nákvæmlega við starfs- heitið en býður þó upp á skemmti- legar samsetningar; t.d. virðist Vík- verja að sjónvarpsfréttamenn hafi alltaf jafngaman af að spyrja Harald Briem sóttvarnalækni: Er þetta far- aldur, Haraldur? Ekki má heldur gleyma Halli Hallssyni, sem var einu sinni stjórnarformaður í fyrirtæki sem hét Halló. x x x VÍKVERJA sýnist að fótbolti séhættur að vera helzta afsökun smákrimma og ofbeldisseggja fyrir því að sameina utanlandsferð, bjór- drykkju, slagsmál og skemmdarverk. Í staðinn hafa komið alþjóðlegir leið- togafundir og ráðstefnur og lýðurinn þykist ekki lengur vera áhangendur fótboltaliða, heldur „andstæðingar alþjóðavæðingar.“ Auðvitað koma þessar toppfundabullur jafnmiklu óorði á þau samtök, sem berjast í raun og sann fyrir hagsmunum íbúa þriðja heimsins og fótboltabullurnar komu á fótboltaáhugamenn á sínum tíma og Víkverji undrast nokkuð að þau félagasamtök, sem um ræðir, skuli ekki vera duglegri að sverja þetta lið af sér. x x x SUMIR hafa verið hissa á því aðtoppfundabullurnar skuli hafa gengið berserksgang í Genf í Sviss í tilefni af leiðtogafundi átta helztu iðnríkja heims, sem haldinn var handan við landamærin, í smábæ í Frakklandi. Voru þeir ekki í vitlausu landi? hafa einhverjir spurt. Víkverja finnst skýringin liggja í augum uppi. Í frönskum smábæ eru ekki nándar nærri nógu margar krár eða skemmtistaðir til að fullnægja þörf- um toppfundabullna, sem vilja auð- vitað sinna fleiri áhugamálum en einu í einu. Reuters Vel heppnuð hópferð toppfundabullna til Genfar. Hraðferð án tengingar? Í MORGUNBLAÐINU 4. júní sl. birtist grein um gagnvirkt upplýsingakerfi Strætó bs. Þar kom það fram að borgarstjóri og framkvæmdastjóri Strætó tóku leið 111 frá Ráðhúsinu klukkan 15:03 og voru komnir upp í Mjódd kl. 15:19. Ég ráðlegg borgarstjóra og Ásgeiri Eiríkssyni að taka strætisvagn frá Ráð- húsinu upp í Mjódd milli átta og níu á morgnana og sautján til átján á eftirmið- dögum. Þá mun ferð þeirra eigi ganga svo greiðlega. Hvernig á fólk sem ekki er nettengt að fara að ef það þarf að finna bestu leiðina? Þetta gengur ekki. 021225-2239. Bravó fyrir flugsýn- ingu í Mosfellsbæ Í BLÍÐVIÐRINU sl. sunnudagseftirmiðdag endaði skemmtilegur bíltúr með ennþá skemmtilegri flugsýningu á himinblám- anum yfir Mosfellsbæ. Þetta var svo óvænt að við hjónaleysin ókum í ein- um grænum niður á flug- völlinn sem er þarna á leir- unum við sjávarsíðuna. Eiginlega héldum við að eitthvað væri þar um að vera í tilefni af sjómanna- deginum en þó svo reyndist ekki vera var samankom- inn múgur og margmenni, bæði bæjarbúar og ekki síst vel á þriðja hundrað útlendingar, að okkur var sagt, enda rútubílar í röð- um á heimreiðinni. Það sem meira er, að í spjalli við nokkra útlend- inga sögðust þeir vera hér- lendis á alþjóðaráðstefnu um flugmál í Evrópu og Bandaríkjunum en hluti af henni var eins konar garð- veisla hjá Atlanta flug- félaginu með þessari líka fínu flugsýningu. Þeir sögðust aldrei fyrr hafa lent á svona sérstakri flug- sýningu úti í guðsgrænni náttúrunni og brostu af ánægju út undir bæði eyru. Við Mörlandarnir getum ekki annað en tekið undir þetta og sannaðist enn einu sinni hið fornkveðna að glöggt er gests augað. Meira að segja betri helm- ingurinn fékk óvæntan fiðring í magann og vildi ólm komast í útsýnisflug sem því miður stóð ekki til boða. Þegar vel viðrar hér á höfuðborgarsvæðinu mætti gjarnan bjóða öðrum en út- lendingum fleiri svona skemmtanir með flugvélum og útsýnisflugi. Ekki er verra ef það gæti orðið jafn góð landkynning og raun bar vitni þarna uppi í Mos- fellsbæ sl. helgi. Vinsam- legast auglýsið það þá með góðum fyrirvara. 291249-2689. Tapað/fundið Armband fannst KVENARMBAND úr stáli, svokallað teygju- keðjuarmband, fannst á þvottaplani Skeljungs við Kleppsveg. Sakni einhver armbandsins væri ráð að hafa samband í síma 895 8561. Dýrahald Viltu gefa dýr? ÓSKAÐ er eftir gefins hömstrum, dverghömstr- um eða naggrís. Þeir sem geta hugsað sér að gefa ofangreind dýr eru vinsam- legast beðnir að hringja í síma 867 0797. Kisustrákar leita heimilis TVO 9 vikna kisustráka vantar góð heimili. Annar er gulbröndóttur og hinn er grábröndóttur. Upplýs- ingar fást hjá Örnu í síma 694 1367 eða 552 3240. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Myndataka í Bláa lóninu. LÁRÉTT 1 fuglsmaga, 4 mann- vera, 7 furðu, 8 dansar, 9 hrós, 11 komist, 13 siða- vant, 14 stælir, 15 sára- bindi, 17 dragi, 20 iðka, 22 fær af sér, 23 dræsu, 24 ójafnan, 25 snjó- lausan. LÓÐRÉTT 1 frétt, 2 talaði um, 3 þekking, 4 útlit, 5 ráð- vönd, 6 ákveð, 10 leyfi, 12 skolla, 13 upplag, 15 snuð, 16 örbirgð, 18 íra- fár, 19 ásynja, 20 kindin, 21 duft. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1saltpækil, 8 látin, 9 linar, 10 níu, 11 kjaga, 13 næðir, 15 hrátt, 18 gatan, 21 aft, 22 skarf, 23 aurar, 24 sakamaður. Lóðrétt: 2 aftra, 3 tunna, 4 æxlun, 5 iðnað, 6 flak, 7 frúr, 12 get, 14 æsa, 15 hest, 16 ábata, 17 tafla, 18 glaða, 19 tertu, 20 norn. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.