Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 24
LANDIÐ 24 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ GRUNNSKÓLANUM í Stykk- ishólmi var slitið í Stykkishólms- kirkju 4. júní. Mikið fjölmenni sótti skólaslitin eins og venjulega. Í grunnskólanum stunduðu 215 nemendur nám og 17 nemendur stunduðu nám á fyrsta ári fram- haldsdeildar. Við skólann starfa 44 starfsmenn og þar af 25 kenn- arar. Það kom fram í máli Gunn- ars Svanlaugssonar skólastjóra að allir kennarar skólans væru með réttindi sem skilaði sér í góðu skólastarfi. Hann fór yfir starf grunnskól- ans í vetur bæði hvað varðar nám og félagsstörf. Nær óbreytt starfslið verður næsta skólaár og hefur verið gengið frá öllum ráðningum. Hann lýsti ánægju sinni með hvað starfslið skólans hefur verið stöðugt til fjölda ára og setti það mark á skólastarfið. Grunnskólaprófi luku 24 nem- endur og var árangur þeirra við- unandi á samrændum prófum. Á skólaslitunum var systir Lovísa kvödd. Hún hefur starfað í Stykkishólmi í 35 ár. Að hennar dugnaði lögðu systurnar í það framsýna verk að stofna og reka leikskóla í Stykkishólmi. Þangað voru börnin í Stykkishólmi vel- komin og boðið upp á þroskandi leiki og föndur. Það var systr- unum að þakka að Hólmarar kynntust snemma leikskóla sem sveitarfélagið tók síðar við rekstri á. Systir Lovísa stýrði leikskól- anum í 29 ár eða til ársins 1997. Hún hefur því haft mótandi já- kvæð áhrif á ungdóminn í Stykk- ishólmi þann tíma og vildu skóla- yfirvöld sýna henni þakklæti fyrir grunninn sem hún lagði í námi barnanna. Systir Lovísa flytur til Hollands í byrjun júlí og mun þar dvelja á systraheimili sem kaþólikkar reka. Systir Lovísa kvödd á skólaslitum Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Systir Lovísa er á förum til Hollands eftir 35 ára dvöl í Stykkishólmi. Hún var heiðruð við skólaslit grunnskólans. Gunnar Svanlaugsson skólastjóri, systir Lovísa og Rúna Gíslason, forseti bæjarstjórnar. Stykkishólmur ESKFIRÐINGURINN Helgi Garð- arsson hefur tekið og safnað á þriðja þúsund ljósmynda í tölvu- tækt myndasafn. Má segja að það sé heildstæður gagnagrunnur um Eskifjörð, íbúa fyrr og síðar og flesta þætti samfélagsins. Hann hefur einnig tekið um 600 mynd- anna og sett á netið undir vef- slóðinni simnet.is/hgard. Helgi, sem er 64 ára gamall rafvirki, hefur alla tíð haft mik- inn áhuga á ljósmyndun, en seg- ist hafa kolfallið fyrir stafrænu ljósmyndatækninni árið 1996 og þar hafi opnast fyrir honum nýr heimur. Hann byrjaði að taka ljósmyndir á unglingsárum, en hóf fyrir tæpum áratug að safna markvisst myndum af öllum Esk- firðingum, látnum og lifandi, aft- ur til ársins 1870. Eftir samein- ingu sveitarfélaganna í Fjarða- byggð, hafa svo Norðfirðingar og Reyðfirðingar smábæst í hópinn. Margar myndanna eru teknar í verslun Helga, Rafvirkjanum, en þar hefur hann hin síðari ár höndlað með föt og gjafavöru frá Skotlandi, en áður seldi hann raf- tæki auk þess að vinna við raf- virkjun. Helgi er árvökull og hefur í árafjöld fylgst náið með við- burðum á svæðinu og ljósmyndað þá. „Það liggur gífurleg vinna að baki myndasafninu og heimasíð- unni,“ segir Helgi og bætir við að sjálfsagt geri sér fæstir grein fyrir umfangi þessa verks. Myndasafn til sölu Auk mannamynda er að finna í myndasafninu svipmyndir úr bæj- arlífi Eskifjarðar og kirkjustarfi, myndir tengdar sjómennsku og þorrablótum bæjarbúa og gamlar myndir sem ná aftur til ársins 1870, auk mynda af gömlum og sögufrægum húsum. Fréttamynd- ir, sem margar hafa birst í Morg- unblaðinu, skipa einnig stóran sess í safninu og síðast má telja manntal ársins 1940 frá Eskifirði, Búðareyri og Helgustaða- og Reyðarfjarðarhreppum. Þá hefur Helgi spyrt upplýsingar úr Ís- lendingabók við mannamyndir þar sem honum er unnt. „Það er dálítið um það að fólk fái hjá mér myndir til ýmissa nota,“ segir Helgi og hugsar sér í framtíðinni að selja tölvudisk með myndasafninu þeim sem áhuga hafa. „Draumurinn er ein- hvern tíma að geta sett mynda- safnið í sölu og hugsanlega væri hægt að setja albúmið í heild inn á netið síðar meir. Ég hef fengið mjög jákvæð viðbrögð víða að við heimasíðunni og brottfluttir Esk- firðingar kunna greinilega vel að meta framtakið.“ Allir Eskfirðingar á einum stað Helgi Garðarsson hefur í áratug markvisst safnað ljósmyndum. Fjarðabyggð Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir MIKLAR endurbætur verða unnar á Gamla skólanum eða Bjarmanesi á Skagaströnd í sumar. Húsið sem er með elstu steinhúsum á landinu var byggt 1913 og nú á að færa það í upp- runalegt horf að utan í sumar. Í dag- legu tali gengur gamla steinhúsið á Hólanesinu á Skagaströnd undir nafninu Gamli skólinn. Á árunum 1913 - 1921 var í húsinu verslun og íbúð verslunarstjórans ásamt minni íbúðum í kjallaranum. Var það Verslunarfélag Vindhælinga sem lét reisa húsið yfir starfsemi sína. Upp úr 1921 var húsið síðan notað sem skólahúsnæði og gegndi því hlutverki allt til ársins 1958 er skólinn flutti í nýtt húsnæði. Húsið þjónaði líka sem samkomuhús í mörg ár samhliða skólastarfseminni og síðar sem íbúðarhús, lögreglustöð og nú síðast hefur verið í húsinu vísir að sjóminja- og munasafni Skagstrend- inga. Í sumar á að koma húsinu í upp- runalegt horf eftir því sem hægt er. Það felur meðal annars í sér að rífa útbyggingar seinni tíma og byggja nýjan inngang sunnan á húsið eins og upprunalega var á því. Þá þarf að skipta um þak, endurnýja glugga og byggja skorsteina sem upphaflega voru þrír á húsinu. Einnig þarf að ráðast í umfangs- miklar múrviðgerðir en á húsinu eru mjög fallegar múrstrikanir sem reynt verður að endurgera. Bera múrstrikanirnar merki um mikla fagmennsku múrarans sem á sínum tíma hefur eytt miklum tíma í að strika í blautan múrinn hleðslu- munstur þar sem hvergi skeikar um millimetra. Múrviðgerðirnar verða unnar af Hendli ehf. en byggingarstjóri yfir endurbótunum er Helgi Gunnars- son. Eftirlit og verkfræðihönnun er í höndum Línuhönnunar en arkitekt verksins er Jon Nordsteien. Áætlað er að framkvæmdirnar í sumar muni kosta um 5 milljónir króna en á næsta ári er síðan gert ráð fyrir að taka húsið í gegn að inn- an. Þegar því verður lokið er reiknað með að heildarverkið verði komið í um 18 milljónir króna. Það er Höfða- hreppur sem stendur að fram- kvæmdunum en Húsfriðunarsjóður mun sjá um fjármögnunina að ein- hverju leyti. Eftir endurbyggingu er Gamla skólanum síðan ætlað endurnýjað hlutverk á menningar- og menntun- arsviði á Skagaströnd. Gamli skólinn endurbyggður Skagaströnd Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Gamli skólinn þarf sannarlega á andlitslyftingu að halda. Má vel greina múrstrikanirnar á neðri hluta hússins. NÝ afurð á neytendamark- aði er beinlausir laxabitar, framleiddir hjá KK-matvæl- um á Reyðarfirði. Þeir fást í fjórum gerðum sósu og eru tilbúnir til matreiðslu á grilli, pönnu eða í ofni. Bitarnir eru unnir úr eld- islaxi frá Sæsilfri í Mjóa- firði. Fiskinum er slátrað og hann flakaður í laxaslátur- húsi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og hefur full- vinnsla verið í undirbúningi í nokkurn tíma. KK-matvæli á Reyðar- firði voru stofnuð 1987. Í upphafi voru framleiddar pitsur, fisk- og kjötbollur og salöt. Pitsurnar duttu fljótlega út vegna samkeppni og við hefur bæst kæfa, sem að sögn eig- enda fyrirtækisins, Kristbjargar Kristinsdóttur og Harðar Þór- hallssonar, er burðarsöluvaran. Krillumarmelaði var markaðssett fyrir tveimur árum og nýlega kom önnur bragðtegund í verslanir. Þá selja KK-matvæli í umboðssölu hátt í 40 matvælategundir og pakka síld í neytendaumbúðir. Hjá fyrirtækinu starfa nú níu manns og var velta ársins 2002 um 35 milljónir króna. Jón Ingi Ingimarsson, verkefn- isstjóri hinnar nýju framleiðslu, segist vongóður um að Íslendingar taki laxabitunum vel og fagni því að fá ljúffengan gæðafisk á grillið í sumar. Laxabitarnir verða fyrst um sinn seldir í Samkaupum í Njarðvík og Hafnarfirði, Nettó á Akureyri og í Mjódd og Fjarðarkaupum í Hafn- arfirði. Einnig mun varan fást á heimamarkaði eystra. Ný neytendavara frá Sæsilfri Egilsstaðir Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hörður Þórhallsson og Kristbjörg Krist- insdóttir, eigendur KK-matvæla. Tilbúnir laxa- bitar á grillið TÖFRAR Mývatnssveitar í mynd- um og tónum er yfirskrift 20. einka- sýningar Sólveigar Illugadóttur sem hún opnar í Sel-Hótel Mývatn laugardaginn 7. júní nk. kl. 15.00. Þar sýnir hún 16 olíumálverk úr náttúru Mývatnssveitar og eru verkin öll unnin árið 2003. Þá verð- ur einnig kynntur nýr geisla-diskur sem listakonan er að gefa út og ber nafnið „Töfrar“. Jóhanna Seljan mun flytja nokk- ur lög af nýja diskinum sem hefur að geyma 11 lög flutt af fjórum söngvurum og landsþekktum tón- listarmönnum. Sýningin er opin alla daga til 30. júní og eru allir vel- komnir. Morgunblaðið/BFH Sólveig sýnir olíumálverk Mývatnssveit STOFNAÐ hefur verið félag um rekstur sumardvalar fyrir börn í Dalvíkurbyggð. Hugmyndin er frá Framfarafélagi Dalvíkur- byggðar og felst í því að börn á aldrinum 10–14 ára geta valið um eins eða tveggja vikna dvöl á heimilum í Dalvíkurbyggð, ýmist í sveit eða þéttbýli. Sameiginleg dagskrá verður hluta vikunnar en þess á milli nýta börnin sér þau námskeið og afþreyingu sem í boði er fyrir börn í Dalvíkurbyggð s.s. reið- námskeið, íþrótta- og leikjanám- skeið, sund og gönguferðir. Undirbúningur er í fullum gangi en gert er ráð fyrir að verkefnið verði formlega sett af stað á haustmánuðum. Sumar- dvölin er sérstaklega ætlum börnum sem búsett eru erlendis en er öllum opin. Nánar upplýs- ingar er að finna á vefnum www.dalvik.is, segir í fréttatil- kynningu. Sumardvöl barna í Dalvíkurbyggð Dalvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.