Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 47
Hallgrímskirkja. Tónlistarandakt kl. 12.
Prestur sr. Jón Dalbú Hróbjartsson.
Magnea Tómasdóttir, sópran og Guð-
mundur Sigurðsson, orgel, flytja Pass-
íusálmalög.
Akureyrarkirkja. Kl. 16 æfing hjá þeim
börnum sem fermast eiga fyrir hádegi á
hvítasunnudag. Kl. 17 æfing hjá þeim
börnum sem fermast eiga eftir hádegi á
hvítasunnudag.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam-
komur alla laugardaga kl. 11:00. Bæna-
stund alla þriðjudaga kl. 20:00. Biblíu-
fræðsla allan sólarhringinn á Útvarp
Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir.
Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Kl. 21
unglingasamkoma. Dögg Harðardóttir
prédikar.
Hjálpræðisherinn á Akureyri. Flóamark-
aður frá kl. 10-18 í dag.
Kirkja sjöunda dags aðventista.
Samkomur laugardag:
Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19. Biblíu-
fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði.
Biblíufræðsla/guðsþjónusta kl. 11.
Biblíurannsókn og bænastund á
fimmtudögum kl. 20.
Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut
2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15.
Guðsþjónusta kl. 11. Biblíurannsókn og
bænastund á föstudögum kl. 19.
Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði
40, Selfossi. Biblíufræðsla kl. 10.
Guðsþjónusta kl. 11.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest-
mannaeyjum. Biblíufræðsla/guðsþjón-
usta kl. 10.30.
Biblíurannsókn og bænastund á sunnu-
dögum kl. 13.
Safnaðarstarf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 47
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
TVÍBURAR
Afmælisbörn dagsins:
Þú átt auðvelt með að sjá
heildarmyndina og berð
stóra drauma í brjósti.
Leyfðu hjartanu að ráða
för og þá munu þeir verða
að veruleika.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Ekki undrast þó fortíðin
sæki á þig í dag. Gæti verið í
tengslum við vin eða hóp
sem þú tilheyrðir. Vertu á
varðbergi.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Ef vinur þinn stingur upp á
undarlegri hugmynd í dag
skalt þú hugsa þig tvisvar
um. Það er engin þörf á því
að ana út í óvissuna.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Ekki láta minniháttar tafir
letja þig í leik og starfi. Það
gæti liðið nokkur tími þar til
hlutirnir taka á sig æskilega
mynd. Mundu að þolinmæði
er dygð.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Skyldur annarra gagnvart
þér eru skyndilega í bið-
stöðu. Ekki örvænta, með
tímanum munt þú fá það
sem þér ber.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Sambönd úr fortíðinni gætu
skotið upp kollinum í dag. Ef
þau voru ekki æskileg á sín-
um tíma skaltu forðast að
taka upp þráðinn að nýju.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það væri góð hugmynd að
slípa til vinnuaðferðir þínar.
Með því ert þú að leggja
grunn að betri og tryggari
framtíð.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Möguleiki á óvæntu ást-
arsambandi skýtur upp koll-
inum. Þú verður að taka
ákvörðun í skyndi því slíkt
býðst ekki á hverjum degi.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Hlutir tengdir afþreyingu
eru langt undan. Þó er ekk-
ert að óttast. Þú færð þinn
skammt af ánægju þegar
þar að kemur.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Skyndilegar breytingar
heimafyrir gætu átt sér stað.
Kaldhæðnin er að þær eru
ekki eins skyndilegar og
sýnist. Þú hefur búist við
breytingum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Gríptu tækifærið og komdu
þér í betra form. Kynntu þér
tækni og starfsemi sem þér
þykir forvitnileg. Það mun
bera ríkulegan ávöxt.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Hagir þínir í vinnu gætu tek-
ið breytingum. Ferill þinn
fær byr undir báða vængi.
Þetta mun þó gerast hægt
og því er rósemi æskileg.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú gerir þér grein fyrir því
að eitthvað hefur gerst of
skjótt og í of miklum mæli.
Þú verður að staldra við og
ná áttum.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
40ÁRA afmæli. Frið-finnur Hermannsson
varð 40 ára hinn 4. júní sl. Í
tilefni af því tekur hann á
móti vinum og velunnurum í
garðinum heima hjá sér að
Árholti 8, Húsavík nk. laug-
ardag 7. júní frá kl. 19.
60 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 6. júní,
er sextugur Guðbrandur
Bogason, slökkviliðsmaður
og ökukennari. Af því til-
efni taka Guðbrandur og
eiginkona hans, Svandís
Valsdóttir, á móti gestum í
félagsheimili starfsmanna
Orkuveitu Reykjavíkur
(Rafveituheimilinu) í Elliða-
árdal milli kl. 17 og 20.
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3
d5 4. Rf3 Bg7 5. cxd5
Rxd5 6. Bd2 c5 7. e4 Rxc3
8. Bxc3 cxd4 9. Rxd4 O-O
10. Bc4 Db6 11. Re2
Bxc3+ 12. bxc3 Be6 13.
Hb1 Bxc4 14. Hxb6 axb6
15. O-O Hxa2 16. He1 Rc6
17. Rc1 Hb2 18. Dd7 Ba6
19. h4 Hd8 20. Dc7 h5 21.
Df4 Bc4 22. e5 b5 23. e6
Bxe6 24. Re2 Hdd2 25.
Rg3 b4 26. cxb4 Hd4 27.
Dh6 Hg4 28. Re4 Bd5
Staðan kom upp í Stiga-
móti Hellis sem lauk fyrir
skömmu. Kristján Eð-
varðsson (2238) hafði hvítt
gegn Sigurbirni Björns-
syni (2296). 29. Rf6+! og
svartur gafst upp enda
verður hann mát eftir 29...
exf6 30. He8#.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
VANDAÐ úrspil byggist
gjarnan á því að sameina
möguleika – opna einar dyr
án þess að loka öðrum. Sem
er oft hægt, en ekki alltaf. Í
sumum spilum verður að
taka afstöðu með einni leið á
kostnað annarra. Við skulum
ljúka umfjöllun um Norður-
landamótið í Færeyjum með
því að skoða tvö spil þar sem
nauðsynlegt var að velja leið
snemma og ramba á þá réttu
eða tapa samningnum ella.
Norður
♠ ÁKG62
♥ Á53
♦ K87
♣K10
Suður
♠ 4
♥ KG84
♦ G3
♣ÁD7532
Mótherjarnir eru þögulir
sem gröfin á meðan NS
melda sig upp í sex lauf.
Vestur byrjar svo á tígulás
og meiri tígli. Hvernig á að
spila?
Eftir þessa hagstæðu
byrjun á sagnhafi 11 slagi og
ýmsa möguleika á þeim
tólfta. Gallinn er bara sá að
þeir möguleikar virðast vera
gagnkvæmt útilokandi.
Trompið verður auðvitað að
falla 3-2 (eða gosinn að koma
blankur) og ein leið er sú að
taka þrisvar tromp strax í
byrjun, síðan ÁK í spaða og
stinga spaða. Ef spaða-
drottningin kemur niður –
blönk, önnur eða þriðja –
þarf ekki að leita frekar, en
annars má klára trompin og
taka svo afstöðu í hjartalitn-
um í lokin. Ekki slæm áætl-
un, en kannski ekki sú besta.
Önnur leið væri að byrja
strax á spaðanum. Taka ás-
inn og stinga spaða. Spila
laufi á kóng og trompa
spaða. Ef báðir fylgja lit, má
taka trompin og nota síðan
innkomuna á hjartaás til að
taka tvo slagi á spaða. Ýmsir
fleiri möguleikar búa í
spilinu. Til dæmis mætti
toppa hjartað og svína síðan í
spaða ef þörf krefði, eða
toppa spaðann og svína í
hjarta. Þetta er óþolandi spil,
því ekkert er öruggt og allar
ákvarðanir eru endanlegar:
Norður
♠ ÁKG62
♥ Á53
♦ K87
♣K10
Vestur Austur
♠ 73 ♠ D10985
♥ 10962 ♥ D7
♦ Á1042 ♦ D965
♣864 ♣G9
Suður
♠ 4
♥ KG84
♦ G3
♣ÁD7532
Ljósbrá Baldursdóttir var
í hópi þeirra sagnhafa sem
stóðu frammi fyrir þessari
þraut. Hún valdi að fara í
spaðann: tók ásinn og stakk
spaða, spilaði svo laufás og
laufi á kónginn og trompaði
aftur spaða. En austur átti
tvílit í spaða og þriðja laufið
og yfirtrompaði. Sannarlega
ólánlegt (ekki síst í ljósi þess
að hjartadrottningin liggur
önnur í austur), en þó er
þetta sennilega ein besta
leiðin.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
60ÁRA afmæli. Í dag,6. júní, er sextug
Guðrún Ásdís Einarsdóttir,
tryggingaráðgjafi, Hæð-
argarði 7b, Reykjavík. Hún
býður ættingum, frændfólki,
vinnufélögum og vinum
ásamt mökum og börnum að
gleðjast með sér á góðri
stund og þiggja veitingar í
Gaflinum, Dalshrauni 13,
Hafnarfirði í dag kl. 19.30.
60 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 6. júní,
er sextug Ingrid Hall-
dórsson, snyrtifræðingur.
Ingrid er stödd í Þýskalandi
þar sem hún mun halda upp
á daginn í heimabæ sínum
með fjölskyldu og vinum.
Dimmalætting/Kalmar
Gullbrúðkaup. Í dag, föstudaginn 6. júní, eiga 60 ára hjú-
skaparafmæli hjónin Þóra Sigurjónsdóttir og Gísli Svavar
Jónsson, Lækjarbakka, Gaulverjabæjarhreppi.
RÁÐIÐ
Hossir þú heimskum gikki,
hann gengur lagið á,
og ótal asna stykki
af honum muntu fá;
góðmennskan gildir ekki,
gefðu duglega á kjaft:
slíkt hefir, það ég þekki,
þennan allra bezta kraft.
Benedikt Jónsson Gröndal
LJÓÐABROT
KIRKJUSTARF
KÓR Grafarvogskirkju heldur tón-
leika í kirkjunni í kvöld, föstudag-
inn 6. júní, klukkan 20. Aðgangur
er ókeypis.
Dagskráin er fjölbreytt, bæði
innlend og erlend kirkjutónlist en
íslenskir sálmar eru þar í meiri-
hluta. Má þar finna ýmsar perlur
íslenskrar sálma- og kirkju-
tónlistar, svo sem elsta sálm Norð-
urlanda, Heyr himna smiður, tví-
söngslög, Maríukvæði Halldórs
Laxness við lag Atla Heimis Sveins-
son og Ég vil lofa eina þá, eftir
Báru Grímsdóttur. Stjórnandi er
Hörður Bragason. Einsöngvarar
eru Arnþrúður Ösp Karlsdóttir og
Margrét Grétarsdóttir.
Söngdagskráin verður flutt í
næstu viku í söngferð kórsins til
Íslenskar sálma-
perlur og kirkju-
tónlist í Grafar-
vogskirkju
Morgunblaðið/Sverrir
Grafarvogskirkja
Englands. Þar mun hann syngja í
dómkirkjunum í York og Lincoln
sem og í Oxford og Scunthorpe. Í
London tekur kórinn þátt í messu
Íslendinga þann 15. júní í St. Pauls-
kirkju í Covent Garden.
ÁRNAÐ HEILLA
• ÚTILÍF - Glæsibæ
• ÚTILÍF - Smáralind
• Músik og sport - Hafnarfirði
• Maraþon - Kringlunni
• Jói Útherji - Ármúla 36
• Leiksport - Hólagarði
• K-sport - Keflavík
• Sportbúð Grafarvogs - Hverafold
• Sportver - Akureyri
• Skagfirðingabúð - Sauðárkróki
• Sportbær - Selfossi
• Axel Ó - Vestmannaeyjum
• Tákn - Húsavík
• Hákon Sófusson - Eskifirði
Aðeins þessa daga í eftirfarandi verslunum
á meðan byrgðirnar af boltunum endast:
TÓ
e
hf
-
he
ild
ve
rs
lu
n
Vikuna 4.–11. júní
Flestir boltanna eru bláir, en ekki hvítir eins og á myndinni