Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
16 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
m
TÍMARIT UM MAT & VÍN27062003
Hafðu samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins
í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is
Auglýsendur!
Næsta tölublað af tímaritinu m sem fjallar
um mat og vín, kemur út föstudaginn 27.
júni næstkomandi.
Tímaritið fylgir Morgunblaðinu í 55.000
eintökum til allra kaupenda blaðsins um
land allt.
Matur og vín eru orðin stór hluti af lífi
landsmanna og margir sem hafa það sem
sérstakt áhugamál. Tímaritinu er ætlað að
endurspegla þennan nýja lífsstíl
landsmanna á lifandi og áhugaverðan hátt.
Stærð tímaritsins er 25x36 sm og er það
skorið og heftað.
Pantanafrestur auglýsinga er til
mánudagsins 23. júní kl. 16:00
TIM Waterstone, stofnandi Water-
stone-bókabúðanna og fjárfestingar-
fyrirtækið HgCapital hafa verið
nefnd ásamt Baugi sem líklegir til-
boðsgjafar í bresku leikfangaversl-
anakeðjuna Hamleys, en samkvæmt
vefmiðlinum Times Online hefur það
verið staðfest að Baugur hyggist
leggja fram tilboð í keðjuna í dag eða
snemma í næstu viku. Samkvæmt
vefmiðlinum mun Baugur koma að
málinu sem fjármögnunaraðili fyrir
tvo af stjórnendum fyrirtækisins, þá
John Watkinsson aðalframkvæmda-
stjóra og Ian Parker fjármálastjóra
en fyrir rúmum mánuði var tilkynnt
að stjórn Hamleys hefði gefið þeim
leyfi til að leita fjármagns til að kaupa
fyrirtækið. Sagt er að þeir hafi gengið
til samstarfs við Baug eftir að hafa
leitað hófanna hjá nokkrum fjárfest-
um.
Morgunblaðið hafði samband við
Hamleys sem varðist allra frétta af
málinu og vildi hvorki játa né neita
sögusögnum um væntanleg tilboð.
Hvorki náðist í Jón Ásgeir Jóhann-
esson, forstjóra Baugs, né Jón Schev-
ing Thorsteinsson, framkvæmda-
stjóra Baugs ID, vegna málsins. John
Watkinsson tjáir sig ekki við fjölmiðla
að svo stöddu samkvæmt upplýsing-
um frá kynningardeild Hamleys.
Fjárfestingararmur
Merrill Lynch
HgCapital er fyrrum fjárfestingar-
armur Merrill Lynch og hefur um-
sýslu með sjóði að upphæð 1,1 millj-
arður evra. Fyrirtækið er best þekkt
fyrir uppkaup sín á fjarskiptafyrir-
tækinu NTL. Að því er fram kemur á
Times Online keypti fyrirtækið síðast
þýska fyrirtækið WET Automotive
Systems sem framleiðir hitunarkerfi
fyrir bíla. Kaupverð var 169 milljónir
punda. Á síðustu 13 árum hefur
HgCapital fjárfest fyrir rúmlega einn
milljarð evra í 60 fyrirtækjum, eink-
um á sviði smásölu, afþreyingar,
stuðningsþjónustu, heilsu, tækni og
fjölmiðlunar.
Átta barna faðir
Tim Waterstone hefur verið at-
kvæðamikill frumkvöðull í bresku at-
vinnulífi í gegnum tíðina. Hann stofn-
aði Waterstone-bókabúðina eins og
áður var nefnt, kom að stofnun HMV
Media Group, en hefur að undanförnu
einbeitt sér að rekstri Daisy & Toim,
en það er stórverslanakeðja með
vörur fyrir börn allt frá fötum, bókum
og leikföngum til hárgreiðslu fyrir
börn að átta ára aldri. Sjálfur á Wat-
erstone átta börn.
Bréf í Hamleys hækkuðu um 1,5%
á markaði í gær og enduðu í 193,5
pensum en það er hæsta gengi á bréf-
um fyrirtækisins í fjögur ár. Hæst
hefur gengi fyrirtækisins farið í 442
pens.
Hamleys er enn eitt fyrirtækið í
röð smásölukeðja sem fjárfestar í yf-
irtökuhugleiðingum hafa reynt að
klófesta á síðustu misserum. Allders
og Harvey Nichols eru á meðal þeirra
félaga sem hafa orðið undir í slíkum
slag, en enn er tekist á um Selfridges
og Debenhams og óljóst hvað verður.
Sagt er að Simon Burke, stjórnar-
formaður Hamleys, hafi ekki áhuga á
að blanda sér í uppkaup á fyrirtæk-
inu, en hann hefur unnið að því að
bæta rekstur fyrirtækisis sl. tvö ár.
Samkvæmt breskum fjölmiðlum er
talið að hann hafi hug á starfi hjá enn
stærra fyrirtæki en Hamleys.
Þrír bítast
um Hamleys
KÆRUNEFND útboðsmála hefur
hafnað kröfum Deloitte & Touche
hf. vegna ákvörðunar Innkaupa-
stofnunar Reykjavíkurborgar um
að taka ekki lægsta tilboði á grund-
velli lokaðs útboðs um endurskoð-
unarþjónustu fyrir borgina.
Innkaupastofnun Reykjavíkur-
borgar auglýsti í októbermánuði
2002 forval vegna ytri endurskoð-
unarþjónustu fyrir A-hluta borg-
arsjóðs Reykjavíkur og B-hluta
fyrir fyrirtækin Fráveitu og Bíla-
stæðasjóð Reykjavíkur. Í framhaldi
af forvalinu var fimm endurskoð-
unarfyrirtækjum boðið að taka þátt
í lokuðu útboði í verkefnið. Til-
boðum átti að skila fyrir 10. janúar
2003 og bárust alls fjögur tilboð,
frá Deloitte & Touche, Price-
Waterhouse Coopers ehf., KPMG
endurskoðun hf. og Grant Thorn-
ton Endurskoðun ehf.
Á fundi stjórnar Innkaupastofn-
unar Reykjavíkurborgar hinn 28.
janúar 2003 var ákveðið að ganga
til samninga við Grant Thornton.
Borgarlögmaður hafði tveimur dög-
um fyrr skilað áliti til Innkaupa-
stofnunar um að tilboð Deloitte &
Touche hafi ekki verið í samræmi
við útboðsgögn og því ekki heimilt
að semja við fyrirtækið.
Deloitte & Touche krafðist þess
að tilboð fyrirtækisins yrði lýst hið
hagstæðasta í útboðinu. Til vara
var þess krafist að mat Innkaupa-
stofnunar á tilboðinu, þ.e. ein-
kunnagjöf, yrði lýst ógilt og stofn-
unin myndi meta tilboðið að nýju.
Innkaupastofnun krafðist þess að
kröfum Deloitte & Touche yrði
hafnað og að kærunefndin myndi
fallast á það sjónarmið stofnunar-
innar að tilboð Grant Thornton
væri það hagstæðasta og því væri
lögum samkvæmt skylt að taka því.
Kærunefnd útboðsmála féllst
hinn 30. janúar 2003 á þá kröfu
Deloitte & Touche að samnings-
gerð milli Innkaupastofnunar og
Grant Thornton yrði stöðvuð.
Komst kærunefnin svo að þeirri
niðurstöðu hinn 3. febrúar 2003 að
tilboð Deloitte & Touche væri ekki
í ósamræmi við útboðsgögn og að
ekki hafi því verið heimilt að hafna
því á þeim forsendum.
Í framhaldinu var deilt um lög-
mæti einkunnar Innkaupastofnun-
ar vegna tilboðs Deloitte & Touche,
sem gefin var eftir að kærunefndin
hafði kveðið upp þann úrskurð að
óheimilt hefði verið að hafna tilboð-
inu á grundvelli þess að það hafi
ekki verið í samræmi við útboðs-
gögn. Innkaupastofnun gaf tilboði
Deloitte & Touche einkunnina 6,8,
en Grant Thornton fékk hæstu ein-
kunn, 7,7.
Segir í úrskurði kærunefndar-
innar að óumdeilt sé að tilboð
Deloitte & Touche hafi hlotið lakari
einkunn en tilboð Grant Thornton.
Þá segir að fallast verði á þá skoð-
un Innkaupastofnunar Reykjavík-
urborgar að í tilboði Deloitte &
Touche hafi verið gert ráð fyrir
verulegu vinnuframlagi Reykjavík-
urborgar. Það hafi veigamikil áhrif
við mat á tilboðum. Þá segir í úr-
skurðinum að fallast beri á það
með Innkaupastofnun Reykjavíkur-
borgar, að það hafi vissa hættu í
för með sér þegar bjóðandi til-
greinir nákvæmlega tímafjölda sem
Reykjavíkurborg á að vinna við
hina mismunandi verkþætti. Það
gerði Deloitt & Touche. Ekki hafi
hins vegar verið gert ráð fyrir
ákveðnu framlagi Reykjavíkur-
borgar í tilboði Grant Thornton.
Með vísan til þessa var kröfum
Deloitte & Touche hafnað.
Úrskurður kærunefndar útboðsmála
Kröfum Deloitte
& Touche hafnað
HÖNNUNAR- og skipulagsstofan
Teikn á lofti á Akureyri varð hlut-
skörpust í keppni um bestu mark-
aðsáætlunina í verkefninu Útflutn-
ingsaukning og hagvöxtur sem
lauk í gær.
Teikn á lofti sérhæfir sig í verk-
efnum á sviði skipulagsgerðar, upp-
lýsingatækni og ferðamála. Verk-
efni þeirra er að vinna að sókn á
erlenda markaði, m.a. með upplýs-
ingakerfi fyrir kirkjugarða.
Að verkefninu Útflutningsaukn-
ing og hagvöxtur stendur Útflutn-
ingsráð í nánu samstarfi við Ný-
sköpunarsjóð atvinnulífsins, Össur,
Bakkavör, Byggðastofnun og Sam-
tök iðnaðarins.
Alls hafa yfir hundrað fyrirtæki
tekið þátt í verkefninu en í gær
luku 10 fyrirtæki verkefninu sem
hefur staðið yfir sl. tíu mánuði. Auk
Teikna á lofti eru þau eftirfarandi:
Skinney-Þinganes, Skaginn, Móna,
Ferðamálasamtök Austurlands,
Gallerý kjöt, AGR, Framtíðartækni,
Elding hvalaskoðun og Fjar-
kennsla.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Þátttakendur og aðstandendur Útflutningsaukningar og hagvaxtar.
Verkefnið Útflutningsaukning og hagvöxtur
Teikn á
lofti hlut-
skörpust
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur til-
kynnt fjármálafyrirtækjum að þeim
beri að kanna sérstaklega hvort
stofnað hafi verið til viðskipta við
ákveðna einstaklinga í Burma. Um er
að ræða 154 einstaklinga, yfirmenn í
her Burma auk annarra æðstu manna
í stjórnkerfinu sem tengjast herfor-
ingjastjórninni í landinu. Efstur á
blaði er yfirhershöfðinginn Than
Shwe, formaður herforingjaráðsins
og forsætis- og landvarnaráðherra
Burma.
Haukur Ólafsson, sendifulltrúi í ut-
anríkisráðuneytinu, segir að Ísland
hafi tekið undir yfirlýsingu ESB um
ástand mála í Burma. Um sé að ræða
endurgerð á afstöðu ESB til Burma
frá árinu 1996. Væntanlegum nýjum
aðildarríkjum ESB og þeim ríkjum
sem eiga aðild að EES-samningnum
hafi verið gefinn kostur á að gerast
aðili að yfirlýsingunni og það hafi Ís-
land gert, en yfirlýsingin hafi verið
birt 8. maí síðastliðinn. Í henni felist
m.a. frysting á hvers konar fjár-
magnsflutningum ákveðinna aðila í
Burma.
Hann segir að Íslendingar geti
framfylgt þeim skuldbindingum sem
felist í yfirlýsingu ESB á grundvelli
breytinga á lögum um opinbert eft-
irlit með fjármálastarfsemi sem Al-
þingi samþykkti síðasliðið vor.
Fylgt eftir í reglu-
bundnu eftirliti
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Fjármálaeftirlitsins, segir að stofnun-
inni hafi verið falið það hlutverk með
lagabreytingunni síðastliðið vor, að
birta tilkynningar um einstaklinga og
lögaðila sem taldir séu grunsamlegir
og taldir hafi verið upp í alþjóðlegum
samþykktum sem Ísland sé aðili að.
Þetta gangi þannig fyrir sig að utan-
ríkisráðuneytið leggi mat á það hvaða
alþjóðaskuldbindingar hvíli á Íslend-
ingum í þessum efnum. Því sé síðan
beint til Fjármálaeftirlitsins, sem sé
eftirlitsaðilinn og tengiliðurinn við
fjármálafyrirtækin, að hlutast til um
birtingu tilkynninga. Fjármálaeftir-
litinu sé síðan ætlað að fylgja því eftir
að fjármálafyrirtækin séu á varðbergi
gagnvart viðskiptum við þessa aðila.
Að sögn Páls Gunnars er þetta í
fyrsta skipti sem Fjármálaerfirlitið
birtir tilkynningu af þessu tagi. Hún
sé, auk þess að vera birt á heimasíðu
Fjármálaeftirlitsins, send í dreifibréfi
til fjármálafyrirtækjanna.
Hann segir að Fjármálaeftirlitið
muni fylgja því eftir í sínu reglu-
bundna eftirliti með fjármálafyrir-
tækjunum að fyrirtækin fari eftir til-
kynningunni. Þeim beri nú þegar að
hafa ákveðið verklag í sambandi við
peningaþvætti. Þetta sé ekki ósvipað
verkefni og eigi ekki að vera mikið
mál fyrir fjármálafyrirtækin að fylgj-
ast með því.
Varað við viðskiptum við Burma