Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Vilhjálmur fimmti: Baulaðu nú, borgin mín, hvar sem þú ert. Ármúla 44 • 108 Reykjavík Sími 553 2035 • www.hphusgogn.is Nr. 321 Nr. 323 Nr. 324 Nr. 325 Nr. 326 Nr. 327 Nr. 328 Nr. 330 Nr. 331 Nr. 332 Nr. 333 Nr. 339 Nr. 347 Nr. 342 Nr. 334 Nr. 335 Nr. 336 Nr. 301 Nr. 302 Nr. 304 Nr. 303 Nr. 317 Nr. 305 Nr. 306 Nr. 316 Nr. 310 Endalausir möguleikar Veggeiningar úr eik sem hægt er að raða saman á ótal vegu. Margir viðarlitir. Umferðarátak í sumar Í þágu öryggis og viðbúnaðar SlysavarnafélagiðLandsbjörg og Um-ferðarstofa munu í sumar standa fyrir átaki til að stuðla að auknu umferð- aröryggi. Sérstakir um- ferðarfulltrúar hafa tekið til starfa og eiga þeir að vera tengiliðir almennings við hið opinbera. Vegfar- endur geta komið athuga- semdum til þeirra um það sem betur má fara í um- ferðinni eða vegakerfinu og eiga þeir að koma ábendingum til skila til réttra aðila og fylgja eftir að bragarbót verði gerð á. Hlutverk þeirra er einnig að skoða öryggisþætti í höfnum landsins, fjalla um umferðarmál í fjölmiðlum, skoða hálendisvegi, gera umferð- arkannanir svo sem á sviði bíl- beltanotkunar, heimsækja börn í leikskóla. Umferðarfulltrúarnir, sem eru sex, hófu störf á mánudag, en þeir starfa á Norðurlandi, Austur- landi, Suðurlandi, Vestfjörðum, Vesturlandi, Reykjanesi og á höf- uðborgarsvæðinu í þrjá mánuði á sumrin. Þetta er sjöunda starfsár þeirra. Fyrstu viku júní unnu þeir saman á höfuðborgarsvæðinu og stilltu saman strengi fyrir sumar- ið. Jóhann K. Jóhannsson er verk- efnastjóri umferðarátaksins. – Hvernig hefur starf umferð- arfulltrúanna þróast á síðustu sjö árum? „Fyrir sjö árum var aðeins einn umferðarfulltrúi starfandi, en í dag eru þeir sex. Fyrst var um- ferðarfulltrúinn á sínum eigin bíl og var þá takmarkaður akstur í starfinu, en eftir að bílaumboð Ingvars Helgasonar hf. gerðist styrktaraðili fyrir þremur árum hefur akstur ekki verið takmark- andi þáttur í starfinu. Bílaumboð Ingvars Helgasonar hefur styrkt verkefnið rausnarlega og lánað umferðarfulltrúum Landsbjargar og Umferðarstofu sex bifreiðar og í ár erum við á stórglæsilegum Subaru Impreza bifreiðum. Sjóvá- Almennar sjá svo um að tryggja bílana fyrir okkur og Olíufélagið hf. sér um að alltaf sé nóg elds- neyti á bifreiðunum. Starf um- ferðarfulltrúa hefst fyrstu vikuna í júní og stendur til ágústloka.“ – Hvernig kemur hinn almenni ökuþór til með að verða var við umferðarátakið? „Umferðarfulltrúarnir verða á ferðinni um landið í sumar auk þess sem við verðum með vikuleg- ar greinar í Fréttablaðinu. Þá verðum við tvisvar í mánuði á Út- varpi Sögu og svo komum við upp- lýsingum á framfæri í héraðs- fréttablöðunum. Ekki má gleyma Úvarpi Umferðarstofu auk þess sem við erum með vinnusvæði á netinu á vefslóðinni www.lands- bjorg.is þar sem fólk getur fylgst með því sem við erum að gera.“ – Er fyrirhuguð útgáfustarf- semi þessu samfara? „Bílaumboð Ingvars Helgasonar hefur útbúið afþreyingarbók fyrir fjölskylduna. Bókin er fyrir börn og fullorðna sem geta skemmt sér yfir efninu á meðan á ferðalagi stendur. Þá hafa Sjóvá- Almennar útbúið svifdiska, sem við ætlum að gefa vegfarendum ásamt bókinni í sumar. Að auki er- um við með fullt af efni, sem teng- ist umferðinni og við munum dreifa til vegfarenda.“ – Hvernig ábendingar fá um- ferðarfulltrúarnir frá almenningi? „Við hvetjum fólk til að fara á vinnusvæðið okkar, www.lands- bjorg.is, þar sem hægt er að senda okkur ábendingar sem við skoðum og ef það er eitthvað sem má laga eða bæta, þá komum við því á framfæri og göngum á eftir því að úrbætur séu gerðar. Við fáum alls konar ábendingar svo sem að vanti stikur á vegkafla, laga þurfi yfirborðsmerkingar á vegum, laga þurfi umferðarmerki, skipta þurfi út einbreiðum brúm og skoða þurfi öryggismál í höfnum.“ – Hvar er helst pottur brotinn í umferðaröryggismálum? „Mér finnst að það þurfi að draga miklu meira úr umferðar- hraða, sérstaklega í þéttbýli. Ef lögreglan sér sér ekki fært að vera í eftirliti ætti að setja upp miklu fleiri eftirlitsmyndavélar. Við sjáum þróunina í Hvalfjarð- argöngunum. Þar hefur stórlega dregið úr ökuhraða eftir að hraða- myndavélarnar voru settar upp. Af hverju ekki að setja upp svona myndavélar í Ártúnsbrekku þar sem umferðarhraði er milli 80 og 90 km/klst. eða á Reykjanesbraut þar sem hraðinn er á bilinu 100– 110 km/klst. Það drægi stórlega úr umferðarhraða. Þá tel ég að það megi skoða bílbeltanotkun betur og gera vegfarendum betur grein fyrir afleiðingunum ef þeir eru ekki spenntir í bílbelti og lenda í umferðarslysum.“ – Hverjir eru hinir fimm um- ferðarfulltrúarnir og hvernig á fólk að nálgast þá? „Þeir eru: Júlíus Ólafsson á Vestfjörð- um, sími 867-0372, vestfirdir@landsbjorg- .is; Magnús B. Jó- hannsson á Vesturlandi og Reykjanesi, sími 845-3600, vesturland@landsbjorg.is; Björg- vin Smári Jónsson á Norðurlandi, sími 862-4631, nordurland- @landsbjorg.is; Reynir Arnórs- son á Austurlandi, sími 863-6118, austurland@landsbjorg.is; Sig- urður Hjálmarsson og Reynir Ragnarsson á Suðurlandi, sími 869-0170, sudurland@landsbjorg- .is.“ Jóhann K. Jóhannsson  Jóhann K. Jóhannsson er fæddur 9. janúar 1979 í Reykja- vík. Frá 1999 hefur hann starfað í öryggisgeiranum, fyrst hjá Securitas og frá áramótunum 2000 til júní 2001 hjá embætti lögreglustjórans í Reykjavík. 2001 hóf hann einnig störf á Neyðarlínunni 112 og starfar þar enn. Í sumar tók hann að sér að vera verkefnastjóri yfir umferð- arátaki fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg og Umferðarstofu. Eiginkona hans er Svanhildur Þ. Jónsdóttir og saman eiga þau dótturina Birtu Kristínu sem fæddist á síðasta ári. Vegfarendur skili inn ábendingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.