Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á 20. ÖLDINNI fjölgaði íbúum jarðar úr 1,6 milljörðum í 6 milljarða sem er u.þ.b. fjórföldun. Íslend- ingum fjölgaði álíka mikið, þ.e. úr um 77.000 í um 280.000. Aftur á móti fjölgaði Dönum aðeins úr rúmum 2 milljónum í rétt rúmar 5 millj- ónir eða 2,5x. Enn fjölgar Íslendingum á náttúrulegan hátt, eins og það kallast á fræðimáli þegar fleiri fæðast en deyja. Fæð- ingartalan hér á landi er sú hæsta í Evrópu að meðaltali, 2 börn á hverja konu á barneignaraldri (hefur lækk- að úr 4 frá 1960). Á Spáni og Ítalíu er þetta hlutfall komið niður í 1,2-1,3 að meðaltali, það lægsta í Vestur-Evrópu. Á meðan íbúum Evrópu fjölgar lítið er gífurleg fjölgun í þriðja heiminum; Afríku, Asíu, Suður- og Mið-Ameríku. Fólk flykkist til borg- anna sem þenjast út skipulagslítið og stór hluti íbúa býr við eymd og volæði. Ungt fólk, menntað sem ómenntað, á sér litla framtíð heima og streymir til ríku landanna í norðri; BNA, Kanada, Vestur- og Norður-Evrópu. Sagan endurtekur sig, alltaf hefur mannskepnan verið á ferð og flugi; elta veiðidýr, leita að grösugum hög- um og vatni, flýja hörmunga af nátt- úrunnar og manna völdum. Á 19. öld og fram á þá 20. streymdu Evrópubúar til Norður- Ameríku (Íslendingar þar með- taldir), Suður-Ameríku og Eyjaálfu. Straumurinn frá Evrópu hætti að miklu leyti þegar fyrri heimsstyrj- öldin braust út 1914 og vegna krepp- unnar miklu 1929-40. Það mætti búast við því að miklu fleiri íbúar Bandaríkjanna væru fæddir erlendis heldur en raunin er þar sem BNA sem og Kanada, Ástr- alía, Argentína og fleiri ríki eru byggð upp af innflytjendum. Að vísu eru þeir margir en hæst var hlut- fallið árið 1910 eða 15% en fór niður í 5% 1970, 1994 var það um 9%. Í Vestur-Evrópu er þetta hlutfall 4,5% (1990). Þetta er meðaltal og segir ekki alla söguna því í Þýska- landi og Austurríki er hlutfallið um og yfir 9%. Á Norðurlöndum er hlut- fallið hæst í Svíþjóð 5,4%, í Dan- mörku 4,8%, Noregi 4,1%, á Íslandi er það 3,5% en aðeins 1,8% í Finn- landi. Í hinum sólríku og yndislegu löndum, Ítalíu, Spáni og Portúgal, er hlutfallið um 2%. Fólk getur svo velt því fyrir sér af hverju hlutfallið sé svo lágt þar. Innflutningur fólks frá öðrum heimsálfum til Evrópu hófst líklega með uppgangi í þýsku efna- hagslífi (þýska efnahagsundrinu) um 1960, þegar milljónir svokallaðra „gastarbeiter“ komu til Þýskalands, aðallega Tyrkir. Þjóðverjar fluttu inn vinnuafl en eftir urðu mann- eskjur af holdi og blóði. 3-4 milljónir Tyrkja eru nú í Þýskalandi. Innflutningur fólks til Íslands hefst ekki að ráði fyrr en um 1980, fyrir þann tíma voru þetta aðallega Norðurlandabúar. Árið 1980 voru hér 3.240 erlendir ríkisborgarar, 2002 voru þeir 10.221 og af þeim voru Póverjar flestir eða 1.810. Það er svo sem engin furða, í Póllandi þar sem 40 milljónir manna búa er um 20% atvinnuleysi. Straumur fólks inn í Vestur- og Norður- Evrópu er sem sagt ekki eingöngu frá 3. heiminum heldur einnig frá Austur-Evrópu (fyrrum leppríkjum Sovétríkjanna) og Rússlandi. Í þess- um ríkjum er allt meira og minna í kalda koli eftir fall Sovétríkjanna og kommúnismans og líklega er ein helsta ástæða þess, að þessi ríki eru á leið inn í Evrópusambandið sú að ríkin í vestri vilja byggja þar upp efnahagslífið og hemja þar með fólksstrauminn í vestur. En hvað er að gerast hér á landi, straumurinn virðist þyngjast og þyngjast og lítil sem engin fyr- irstaða eða eins og Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofu, sagði: „Ís- land er opnasta land í Evrópu.“ Hver er stefna íslenskra stjórnvalda í málefnum innflytjenda? Er hún til? Hér með fer ég fram á það að ný- skipaður dóms- og kirkjumálaráð- herra, Björn Bjarnason, svari þessu. Öll ríki, meira að segja innflytj- endaríkin BNA, Kanada og Ástralía, hafa mjög skýrar og strangar reglur um innflytjendur. Það komast ekki allir inn sem vilja. Það sem þessi ríki vilja eru hæfi- leikar; ungt fólk með góða heilsu, menntun og með fáa í eftirdragi (þ.e. fjölskyldu sem fylgir í kjölfarið) svo það blandist vel íbúum sem fyrir eru. Íslendingar virðast fara aðra leið, flytja hingað lítt eða ómenntað fólk sem fer í fiskvinnslu og láglauna þjónustustörf. Það sættir sig við laun sem landinn gerir ekki, enda himinhá laun í augum þessa fólks sem er öðru vant. Er íslenskt samfélag tilbúið að takast á við meiri straum útlendinga hingað? Við verðum að átta okkur á því að Ísland er ekki innflytjendaríki eins og fyrrnefnd ríki. Um 15% fjölgun íbúa hér á landi sl. 10 ár er vegna fjölgunar innflytj- enda. Í Malmö í Svíþjóð, þar sem eru álíka margir íbúar og hér eða um 300 þúsund, var 50% fjölgunar- innar vegna innflytjenda. Hvursu langt verður þess að bíða að svipað ástand verði hér? Árið 1980 voru hér 114 manneskjur frá Asíu, 1990 404, árið 2000 voru þær 1.431, með sama áframhaldi verður hér nýlenda eða menningarkimi Asíufólks um 15.000 manns árið 2020 og 3-4.000 manna nýlenda Afríkumanna. Hver er ein helsta uppspretta átaka, togstreitu og ósamlyndis fyr- ir utan baráttu um völd og áhrif, brauð og auðlindir? Það er að öllum líkindum ólíkir siðir og venjur. Hvað sagði Þorgeir Ljósvetn- ingagoði á Alþingi árið 1000? „En nú þykir mér það ráð að vér látim eigi þá ráða, er mest vilja í gegn gangast, og miðlum svo mál á milli þeirra, að hvorirtveggju hafi nokkuð til síns máls, og höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn.“ Þjóðflutning- arnir nýju Eftir Sigurð Þór Jónsson Höfundur er framhaldsskólakennari, fil. kand. í félagsfræði og stjórnmálafræði. Í VÍÐSJÁ á Rás eitt á laugardag- inn var las Guðmundur Stein- grímsson pistil sinn. Framan af voru hugleiðingar Guð- mundar bráð- skemmtilegar, ekki síst vangaveltur hans um Íslendinga í útlöndum, sérkenni þeirra og sérstöðu – bæði gagnvart gestaþjóðinni svo og afgangnum af íslensku þjóðinni. Seinni hluti pist- ilsins fjallaði hins vegar um Íslands- daginn í Svíþjóð, þar sem Guð- mundur sjálfur og félagar hans í hljómsveitinni Ske voru meðal fjöl- margra þátttakenda. Umfjöllun Guðmundar um Íslandsdaginn byggist á þremur rangfærslum sem hér verða leiðréttar. Fyrir það fyrsta hélt hann því fram að nær eingöngu Íslendingar hefðu verið viðstaddir þarna í garð- inum. Það hefðu vissulega þótt tíð- indi ef svo væri, því ef marka má orð forráðamanna garðsins lögðu tugir þúsunda manns leið sína um garðinn þá ellefu tíma sem dagskráin stóð yf- ir. Þá væri fjöldi Íslendinga í Svíþjóð rækilega vanreiknaður! Þegar hátíð- ardagskráin stóð sem hæst giska menn á að um 15 þúsund manns hafi verið samankomin í garðinum. Þá kemur fram í máli Guðmundar að einungis einn blaðamaður hafi verið viðstaddur á Íslandsdeginum og að hann hafi komið frá Morg- unblaðinu. Í samræmi við það segir hann enga umfjöllun hafa verið um daginn í sænskum fjölmiðlum. Nokkur hópur sænskra fréttamanna var á staðnum og hafa birst fréttir frá deginum í sjónvarpi og í öðrum fjölmiðlum í Svíþjóð. Meðal annars birtist heilsíðugrein um íslenskt popp í Dagens Nyheter á sjálfan Ís- Íslandsdagurinn í Svíþjóð Eftir Skúla S. Ólafsson Í NOKKRUM orðum vil ég koma því á framfæri í eftirfarandi grein, að málum varðandi girðingu sauðfjárveikivarna úr Þorskafirði í Stein- grímsfjörð hefur undanfarin ár verið mjög ábótavant, svo ekki sé meira sagt. Bændur í Reykhólahreppi eiga mikilla hagsmuna að gæta varðandi þessa girðingu.Það má líka ljóst vera, að girðing þessi þjónar engum tilgangi lengur, þar sem heil- brigt fé með öllu er talið vera beggja vegna girðing- arinnar. Samkvæmt gömlum vana er girðingin látin standa og rík áhersla lögð á það, að því fé, sem yfir hana fer, skuli slátrað. Síðastliðið haust var slátrað 70 fjár, sem yfir girðinguna fór, og verður það að teljast mikill tollur þeirra, sem í hlut eiga. Erfiðlega hefur gengið að fá menn til þess að halda við þessari girðingu.Ég man ekki eftir því vori hér við Breiðafjörð, að girð- ingin hafi ekki verið umræðuefni fjáreigenda, sem vart hafa þorað að sleppa fé sínu á fjall vegna hættu á því, að það færi yfir girðinguna og því yrði þar með slátrað. Menn eiga misjafnra hagsmuna að gæta hvað þetta varðar. Sumir verða að sleppa öllu sínu fé á svæðið við girðinguna, þar sem þeir eiga upprekstrarrétt skammt frá henni. Landbúnaðarráðuneytið hefur væg- ast sagt verið skeytingarlaust um endurbætur og viðhald á girðingunni. Tilsvör manna þar teljast vera með ólíkindum, en þeir viðhafa þau orð við bændur, sem eftir viðhaldi á girðingunni leita, hvort þeir geti ekki sjálfir haldið girðingunni við. Er þá verið að ræða við bændur, sem eiga allt upp í 500 fjár á vetrarfóðrum. Getur hver maður sagt sér það sjálf- ur, sem eitthvað setur sig inn í mál venjulegra sauðfjárbænda, að bóndi með þennan fjárfjölda hefur nóg með það að gera, að annast um eigið bú í sauðburði. Ég ætla ekki sérstaklega að nefna nöfn manna að þessu sinni, en vera má, að ef ekki verður brugðist við hið snarasta og þessum málum kippt í lag verði nöfn einstakra manna nefnd í næstu grein. Staðfest er, að sauðfjárveikivarnagirðingin lá niðri um nokkurt skeið í fjörunni fyrir neðan Múla í Þorskafirði og var þar ekki bætt um fyrr en hlutaðeigandi bóndi vakti á því athygli. Verði þessum málum svo haldið áfram sem nú er verður ekki annað séð en úr verði kærumál og úthrópun þeirra, sem ábyrgðina bera. Á það skal bent, að endurnýjun á girðingunni hefur nánast engin verið um áraraðir, heldur einasta tjaslað við það, sem af- laga hefur farið veturinn á undan. Trúlegt er því, að girðingin sé nánast ónýt og þyrfti að vinnast öll upp að nýju, ef hún á að þjóna því hlutverki sem henni er ætlað. Bið ég nú hlutaðeigendur að skoða þetta í ljósi þess er að framan greinir og sýna manndóm í að halda þeim hlutum í lagi, sem þeim ber skylda til að landslögum. Girðingarmálum ábótavant Eftir Braga Benediktsson Höfundur er prófastur á Reykhólum. É g frétti um daginn að konur vildu ekki lengur þennan mjúka mann, sem þær hefðu verið að dásama í öll þessi ár. Þessari til- finningaveru, sem bleytti öll sófa- sett söltum tárum, hefði verið vísað á dyr í vitund kvenlegrar fýsni. Konur hefðu áttað sig á frumeðli sínu, sem væri að reiða sig á öfgarnar í andeðlinu; hinn karlmannlega þátt náttúrunnar, sem veitti hinum kvenlega það jafnvægi sem nauðsynlegt væri í heimi estrógens og bleikra borð- stofustóla. Ég ákvað því að breyta hegðun minni; breyta frumnáttúru minni og leita fanga í heimi, þar sem ekki væri sorg og sút að finna. Sjálfs- vitund mín skyldi skerpt og karlmað- urinn lokkaður úr undirvitund- inni, eftir margra ára dvala. Ég skyldi vera eins og hinn ógurlegi Hulk, nema bara að ég yrði grænn allan sólarhringinn, með þrútna vöðva. Hinn reiði græni maður. Ég byrjaði á því að fara í Bón- us í Holtagörðum til að sýna kvenþjóðinni karlmennsku mína. Innreið mín í heim karlræðisins hófst á bílastæðinu, með því að ég smeygði mér í stæði sem eldri kona, gráhærð með permanent, var að bakka ljósgræna Skód- anum sínum í. Þetta gerðist á ör- skotsstundu; eina hugsunin sem komst að var: „Ég skal ekki láta þennan lífeyrisþega komast upp með neitt múður. Farðu aftur á elliheimilið, gamla kona. Ég er karlmaðurinn hér. Ég er gáfaðri en þú.“ Örmjóu munaði að sú gamla bakkaði inn í hliðina á bílnum mínum, en sem betur fór var við- bragð hennar leiftursnöggt. Hún náði meira að segja að þeyta bíl- flautuna af krafti. Ég brosti brosi hinna vægðarlausu, drap á bíln- um og steig út. Um leið steig konan út úr bif- reið sinni. „Hvers konar fram- koma er þetta eiginlega?“ spurði hún forviða og ekki var laust við að særinda gætti í röddinni. „Skiptu þér ekki af því sem þér kemur ekki við,“ svaraði ég kok- hraustur. „Þú ert komin á seinni helminginn. Farðu á elliheimilið og leggðu þig. Ég er alvöru karl- maður og læt þig ekki komast upp með neitt múður. Þar að auki geta konur ekki bakkað og ég er gáfaðri en þú.“ Hrörlegt andlit hennar tók á sig mynd, sem ég mun aldrei gleyma. Hún vissi greinilega ekki hvaðan á sig stæði veðrið, dró augað í pung og kipptist til, eins og sá taugasjúklingur sem hún greinilega var. En hún sagði ekki orð. Ég var ánægður með þessa byrjun mína og arkaði sjálfum- glaður inn í verslunina. Ein- hverjir viðskiptavinir höfðu orðið vitni að uppákomunni og störðu á mig, steinhissa. Ég lét það ekk- ert á mig fá, heldur tók kerru og hóf að tína vörur ofan í hana. Auðvitað valdi ég karlmannlegar Karl- mennskan Aldrei aftur skyldi ég neita að skrifa undir kvittanir og bæla niður þær kvenlegu hvatir sem fengju mig til að kaupa tannkrem. VIÐHORF Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is vörur, á borð við raksápu, Cheerios og Coca Cola. Ekkert tannkrem. Tannkremstímar mín- ir voru liðnir. Að sjálfsögðu neitaði ég líka að skrifa nafnið mitt á greiðslu- kortanótuna, eins og sönnum karlmanni sæmdi. Eitthvað maldaði pilturinn á kassanum í móinn og talaði um að hringja á lögregluna, en ég lét það sem vind um eyru þjóta, raðaði í tvo poka og strunsaði út, þess full- viss að njóta margfaldra vin- sælda hjá kvenþjóðinni á við áð- ur. Ég gekk inn í Bónus í Holtagörðum sem drengur, en yfirgaf verslunina sem fullvaxta karlmaður. Þegar ég kom aftur að bílnum ætlaði ég ekki að trúa eigin aug- um. Gráhærða konan með permanentið hafði lagt bifreið sinni, græna Skódanum, þversum fyrir stæðið, þannig að engin leið var fyrir mig að komast úr því. Sjálf var hún hvergi sjáanleg. Andlit hennar kom upp í huga mér og ég brotnaði saman. Hún minnti mig á ömmu mína. „Hvað hef ég gert?“ öskraði ég, svo við- skiptavinir hrukku við og litu í átt til mín. Ég féll á kné og horfði til himins. „Er þetta virki- lega sá maður, sem ég vil verða? Hef ég orðið strandaglópur í veruleika hinna óraunhæfu krafna samfélagsins?“ æpti ég eins hátt og raddfærin leyfðu. Mér varð á þessari stundu ljóst að ég gæti ekki afneitað eðli mínu. Hinar óraunhæfu kröfur samfélagsins væru einmitt það, óraunhæfar. Að minnsta kosti í mínu tilfelli. Um leið færðist yfir mig sælu- tilfinning. Nú gæti ég óhræddur á ný grátið yfir ástarkvikmynd- um, látið vaða yfir mig á börum skemmtistaða borgarinnar og heklað lopapeysur handa ætt- ingjum mínum. Ég fann að þessi örstutta vist í fangaklefa ímynd- aðs álits kvenþjóðarinnar hafði verið óbærileg. Aldrei aftur skyldi ég neita að skrifa undir kvittanir og bæla niður þær kvenlegu hvatir, sem fengju mig til að kaupa tannkrem. En það var of seint. Dreng- urinn við kassann hafði látið verslunarstjórann vita og sá hafði hringt á lögregluna. Ég var því dæmdur til að feta þessa stigu karlmennskunnar að eilífu. Ekki varð aftur snúið. Um leið og lögreglubíllinn hafði numið staðar fyrir utan innganginn og ungur lögreglumaður, greinilega sumarafleysingamaður, stigið út, hljóp ég af stað í áttina að hon- um. Ég hljóp eins hratt og ég gat, beint á bakið á honum. Við það heyrðist mikill dynkur. Ég vaknaði hlekkjaður við rúm á Landspítalanum. Ég varð því að flytja að heim- an, frá ástkærri móður minni. Mér líður hins vegar vel hérna á Hrauninu. Mamma kemur í heimsókn í hverri viku og ég stunda líkamsræktina eins og al- vöru karlmaður. Að vísu hefur verið erfitt að kveða kvenmann- inn, mjúka manninn, algjörlega í kútinn á löngum einverustund- um. Samfangarnir njóta hins vegar ávaxtanna og eru hæst- ánægðir með lopapeysurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.