Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 22
AKUREYRI 22 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ HANN var heldur blautur og kaldur umhverfisdagurinn hjá nemendum í 5. bekk í Oddeyr- arskóla í vikunni. Þau létu þó veðrið ekki á sig fá, heldur héldu sínu striki og heimsóttu gróðr- arstöðina á Krókeyri og skoðuðu þar sumarblóm. Á heimleiðinni var svo komið við í versluninni Brynju, þar sem hópurinn fékk sér ís. Krakkarnir voru ekkert að svekkja sig yfir veðrinu og voru hin hressustu er ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á þau í miðbænum. Morgunblaðið/Kristján Blautur umhverfisdagur félögunum fjárstyrk að upphæð 8 milljónir króna til undirbúnings, verði landsmótið á Melgerðismel- um. Kjartan Helgason formaður Léttis sagði að niðurstaða varð- andi val á mótsstað 2006 ætti að verða ljós fyrir næstu mánaðamót. „Við erum bjartsýnir og berum höfuðið hátt og neitum að trúa BÆJARRÁÐ Akureyrar sam- þykkti að veita hestamannafélög- unum Létti og Funa fjárframlag að upphæð allt að 9 milljónir króna á þremur árum vegna fyr- irhugaðrar uppbyggingar á Mel- gerðismelum, að því gefnu að landsmótið 2006 verði haldið þar. Áður hafði sveitarstjórn Eyja- fjarðarsveitar samþykkt að veita öðru en að Melgerðismelar verði fyrir valinu.“ Kjartan lýsti jafn- framt yfir ánægju með þann stuðning sem hestamannafélögin hefðu fengið hjá forsvarsmönnum Akureyrar og Eyjafjarðarsveitar. Hestamannafélögin í Eyjafirði annars vegar og Skagafirði hins vegar hafa sótt um að fá að halda Landsmót hestamanna árið 2006, auk þess sem Skagfirðingar sækja um að fá að halda mótið árið 2010. Landsmót eru haldin á tveggja ára fresti, það var haldið á Vindheima- melum í Skagafirði í fyrrasumar og verður haldið á Gaddstaðaflöt- um við Hellu árið 2004. Mótið var haldið í Reykjavík árið 2000 og á Melgerðismelum í Eyjafirði árið 1998 og því telja Eyfirðingar að það sé komið að þeim aftur að halda mótið árið 2006. Forsvarsmenn hestamanna telja það lífsspursmál fyrir félögin í Eyjafirði og fyrir frekari uppbygg- ingu á Melgerðismelum, að mótið 2006 fari þar fram. Auk stuðnings sveitarfélaganna á svæðinu, hefur stjórn Hrossaræktarsamtaka Ey- firðinga og Þingeyinga lýst yfir stuðningi við umsóknina. Landsmót hestamanna á Melgerðismelum 2006? Bæjarráð veitir fjár- framlag til uppbyggingar þjónustu við krabbameinsveika, aldraða eða langveika og tengt end- urhæfingu eða fötlun og samfélagi við ákveðna hópa. Með námsfyrirkomulagi sem er þverfaglegt er m.a. verið að koma til móts við breytingar sem orðið hafa í þróun þjónustu á heilbrigðissviði, stuðla að aukinni og betri samvinnu á milli mismunandi faghópa sem og að gefa heilbrigðisstarfsfólki kost á að afla sér aukinnar fræðilegrar sér- þekkingar. Að sögn Elísabetar Hjörleifsdótt- ur, lektors við heilbrigðisdeild, hefur skipulag námsins fengið mjög góðar undirtektir hjá heilbrigðisstarfsfólki og greinilegt er að námið höfðar til breiðs hóps, að sögn hennar. „Það hefur verið mjög góð reynsla af þverfaglegu námi erlendis og því var ákveðið að bjóða upp á það frá næsta hausti. Þau námskeið sem í boði verða í vetur verða samkennd með meistaranámi við kennaradeild, en haustið 2004 verður byrjað að bjóða upp á sérhæfð námskeið,“ sagði El- ísabet. „Margir hafa sagt að þeir hafi beðið eftir slíku námi og eru mjög ánægðir með skipulagningu þess. Námið er skipulagt þannig að fólk þurfi ekki að flytja til Akureyrar. Það þarf aðeins að koma í HA nokkra daga í senn þrisvar til fjórum sinnum á önn og sækja fyrirlestra og fleira.“ Hér er ekki um fjarnám að ræða, eins og HA er þekktur fyrir, heldur fara öll samskipti fram á vefum- hverfi skólans. HÁSKÓLINN á Akureyri mun í haust, fyrstur háskóla hérlendis, bjóða upp á þverfaglegt nám í heil- brigðisvísindum á meistarastigi. Boðið verður upp á mismunandi áherslur og hafa nemendur ýmsa valmöguleika um það hvernig þeir óska eftir að setja saman sinn náms- pakka. Hægt er m.a. að sérhæfa sig í Góðar undirtektir við meistaranámi í heilbrigðisvísindum www.islandia.is/~heilsuhorn SALMON OIL Gegn stirðleika í liðamótum PÓSTSENDUM Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889 Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Árnesapóteki, Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. HIN árlega handverkshátíð á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit verður haldin dagana 7.–10. ágúst næst- komandi. Handverk 2003 er sölusýn- ing handverksfólks sem haldin er á vegum Eyjafjarðarsveitar og hefur þessi sýning fest sig í sessi sem ár- viss viðburður í sveitarfélaginu, en þetta er í ellefta sinn sem hún er haldin. Umsóknarfrestur fyrir sýnendur er til 10. júní og er handverksfólk sem ætlar að taka þátt í sýningunni eða námskeiðum á vegum hennar hvatt til að hafa samband við Dögg Árnadóttur, framkvæmdastjóra sýn- ingarinnar, í síma 823-3000 eða senda tölvupóst á netfangið hand- verkshatið@isl.is. Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð og helstu upplýsingar um hátíðina á heimasíðu sýningarinnar, sem er www.hand- verkshatid.is. Handverks- hátíð í ágúst ♦ ♦ ♦ ÁRSREIKNINGAR Hafnarfjarðar- kaupstaðar fyrir árið 2002 voru sam- þykktir með sex atkvæðum á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar síðast- liðinn þriðjudag. Fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins sátu hjá við afgreiðsluna en lögðu þess í stað fram bókun. Í bókuninni er bent á að umfjöllun og afgreiðsla ársreikninganna sé tveimur mánuðum seinna á ferðinni en fyrir ári og er það mat bæjarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins að breytt reiknisskil séu ekki ástæða seinkun- ar. Þá segir að það sé með ólíkindum þrátt fyrir að endurskoðun fjárhags- áætlunar ársins 2002 hafi farið fram í október, þegar áramót voru rétt inn- an seilingar, að á þessu tímabili sem eftir lifi ári, skuli rekstur a-hluta Hafnarfjarðarkaupstaðar hafa farið fram úr svo hundruðum milljóna króna skipti. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins telja það afar ámælisvert að leggja fram endurskoðaða fjárhags- áætlun þegar aðeins þrír mánuðir séu eftir af fjárhagsári og útkoman sé sem raun beri vitni. Í bókuninni segir jafnframt að bæj- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi lagt fram bókun á haustdögum við endurskoðun fjárhagsáætlunar árs- ins 2002 um að markmið samþykktrar rammafjárhagsáætlunar virtust hvergi vera í augsýn og að skuldir bæjarsjóðs væru að aukast. Þá gagn- rýndu bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins þá léttúð sem birtist í ákvörðunum Samfylkingarinnar um aukin útgjöld og aukningu skulda. Þá segir að ljósi punkturinn í árs- reikningi Hafnarfjarðarkaupstaðar a-hluta sé hversu jákvæður gengis- munur hafi verið á liðnu ári. Ljóst sé því að gengismunur á liðnu ári sem nemi yfir einum milljarði króna vegi upp að stórum hluta á móti íþyngj- andi lántökum ársins. Einnig sé það ánægjuefni að hækkun á gengi ís- lensku krónunnar, lækkun vaxta á al- þjóðlegum mörkuðum og minni verð- bólga á innanlandsmarkaði skili sér í lægri vaxtagreiðslum af langtímalán- um sveitarfélagsins. Fulltrúarnir segja að það hafi vakið mikla undrun og áhyggjur þegar meirihlutinn lagði fram tillögu í bæj- arráði í febrúar sem kvað á um flýti- framkvæmdir upp á einn milljarð. Slíkar flausturslegar yfirlýsingar og ákvarðanir beri það eitt með sér að þar sé fremur verið að ná stundarhylli kjósenda en að gæta hagsmuna bæj- arfélags sem í þröngri stöðu þurfi á öllu öðru að halda en slíkum yfirlýs- ingum. Þeir segja það mat þeirra að ársreikningur a-hluta Hafnarfjarðar- bæjar sé um margt óviðunandi og því sitji þeir hjá við afgreiðslu hans. Ársreikningar afgreiddir Fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins sátu hjá Hafnarfjörður NÝTT menningar- og kaffihús var opnað fyrr í vikunni í gamla bóka- safninu við Mjósund. Þá var af- hjúpað listaverk eftir Sólveigu Baldursdóttur myndhöggvara en verkið er gjöf frá Hafnarfjarðarbæ til hússins. Af sama tilefni var und- irritaður samstarfssamningur við Regnbogabörn um rekstur á húsinu. Menningarhúsið verður opið á meðan Bjartir dagar, afmælishátíð í tilefni af 95 ára afmæli bæjarins, stendur yfir í bænum, en henni lýk- ur á Jónsmessu. Ráðgert er að rekstur hússins verði kominn í full- an gang í haust. Það var Lúðvík Geirsson bæjarstjóri sem afhjúpaði listaverkið. Morgunblaðið/Arnaldur Nýtt menningar- og kaffihús Hafnarfjörður ÞAÐ var heldur óvenjulegt íþrótta- mót sem haldið var í Salaskóla í Kópavogi á mánudag en þá reyndu nemendur skólans með sér í furðu- legum keppnisgreinum á borð við rólulangstökk, stígvélaspark, sápu- kúlublástur og byggingu spilaborga. Reyndar gekk keppnin undir nafninu Fjölgreindarleikar Sala- skóla enda víst óhætt að segja að viðfangsefnin hafi reynt á ólíkar greindir og hæfileika keppenda auk þess sem þanþol líkamans var á stundum nýtt til hins ýtrasta. Aldur var ekki nokkur fyrirstaða á mótinu enda keppendum skipt upp í aldursblandaða hópa sem í voru 6 til 12 ára nemendur. Hér er það sveigjanleiki þátttak- enda sem er kannaður í æsispenn- andi limbókeppni og virðast tilburðir keppandans vekja ósvikna kátínu viðstaddra. Prúðbúnir dómarar fylgjast svo með stigagjöf og því að farið sé að reglum keppninnar í hví- vetna. Morgunblaðið/Arnaldur Stígvélaspark og sápukúlublástur Kópavogur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.