Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 33
bílar
ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM
SMÁAUGLÝSING
AÐEINS 995 KR.*
Áskrifendum Morgunblaðsins
býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.*
Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum.
* 4 línur og mynd.
HAFÐU SAMBAND!
Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is
EINKENNILEG eru hin yf-
irborðskenndu hljóð stjórnarand-
stöðunnar nú um mundir. Markmið
hennar um að fella ríkisstjórnina
náðist ekki. Rík-
isstjórn Framsókn-
arflokks og Sjálf-
stæðisflokks hefur
verið mynduð þriðja
kjörtímabilið í röð.
Stjórnarandstaðan,
þriðja tímabilið í
röð, er sundruð og vega þar flokk-
ar hver að öðrum. Gamalkunnugt
þema má þó greina úr þeirri átt
þegar spjótum er beint að rík-
isstjórn. Klisjurnar eru orðnar
nokkuð lúnar: Ríkisstjórn kyrr-
stöðu, gamalt og þreytt lið, flokkar
aðgerðarleysis og fleira í þeim dúr.
Söngurinn er orðinn þekktur en
heldur kraftlítill og innihaldslaus.
Skulu hér nefnd örfá dæmi því til
stuðnings.
Í umræðu um stefnuræðu for-
sætisráðherra stóð hver stjórn-
arandstæðingurinn á fætur öðrum
upp og lýsti áhyggjum sínum yfir
því hversu gamlir og þreyttir
stjórnarsinnar væru. Á milli fluttu
samt jómfrúarræður sínar þau
Árni Magnússon, yngsti ráð-
herrann, Dagný Jónsdóttir, yngst
þingkvenna, og Birkir Jón Jóns-
son, einn yngsti þingmaður í sögu
lýðveldisins. Gamalt lið og þreytt?
Svari hver fyrir sig.
Áfram hélt söngurinn og viðlagið
um ríkisstjórn, óvinveitta velferð-
arkerfinu og ríkisstjórn aðgerð-
arleysis ómaði reglulega. Þetta við-
lag verður því skondnara sem
betur er rýnt í afstöðu söngv-
aranna á liðnum árum. Í næstum
öllum málum, er snerta uppbygg-
ingu atvinnulífs og verðmæta-
sköpun, tók stjórnarandstaðan nei-
kvæða afstöðu og barðist gegn
þeim. Framsóknarflokkurinn bygg-
ir stefnu sína m.a. á því að kröft-
ugt atvinnulíf sé undirstaða vel-
ferðarkerfisins. Í atvinnulífinu eru
verðmætin sköpuð – þau verðmæti
sem velferðarkerfið þrífst á. Á
liðnum átta árum hefur rík-
isstjórnin skapað forsendur fyrir
betri lífskjörum en þekkst hafa í
sögu þjóðarinnar. Oftar en ekki
hafa þær breytingar verið gerðar í
óþökk þeirrar sömu stjórnarand-
stöðu og nú reynir að gæða lífi í
viðlag sitt um ríkisstjórn kyrr-
stöðu. Nokkrar staðreyndir blasa
við:
– Skuldir ríkissjóðs hafa lækkað
meira en þekkst hefur í áratugi.
– Kaupmáttur hefur vaxið meira
en þekkst hefur um langa hríð.
– Meira fé er varið til velferð-
arkerfisins en nokkru sinni í sögu
þjóðarinnar.
– Aldrei hefur lagaumhverfið
verið jafn hagstætt jafnréttisbar-
áttu kynja sem nú.
(Feðraorlof, barnabætur, milli-
færanlegur persónuafsláttur hjóna
o.s.frv.).
– Upplýsingalög, samkeppnislög,
lög um fjármálaeftirlit og fleira í
þeim dúr styrkir réttarstöðu al-
mennings betur en nokkru sinni.
– Háskólar á Íslandi hafa aldrei
verið fleiri og kraftmeiri en nú.
– Fleiri fyrirtæki í nýsköpun
hafa sprottið upp en áður og gegna
stöðugt stærra hlutverki í efna-
hagslífi okkar.
Fleira mætti tína til. Staðreynd-
irnar eru ljósar. Á síðustu átta ár-
um hafa orðið meiri breytingar á
íslensku samfélagi en nokkru sinni.
Jafnframt hefur verið lagður
sterkur grunnur að stórbrotnu
tækifæri til enn frekari velsældar.
Ríkisstjórnarflokkarnir hafa fullan
metnað til að nýta þau tækifæri.
Trú mín er sú að vöxtur í atvinnu-
lífi okkar haldi áfram og velferð-
arkerfið, sem og menntastig þjóð-
arinnar, styrkist enn frekar. Ljóst
má vera að úrtölusöngur stjórn-
arandstöðunnar mun ekki efla þau
skref. Til þess er hann of holur.
Reynsla síðustu átta ára bendir
ekki til annars en úrtölurnar haldi
áfram.
Áfram í sókn eða
leggjast í vörn?
Eftir Hjálmar Árnason
Höfundur er alþingismaður.
landsdaginn og var þar m.a. minnst
á hljómsveit Guðmundar og félaga.
Vikum og mánuðum áður höfðu birst
kynningargreinar og fréttir í blöðum
og sjónvarpi um Íslandsdaginn.
Loks segir Guðmundur að á Ís-
landsdeginum hafi verið haldið á
lofti gamaldags mynd af íslensku
samfélagi. Þar nefnir hann þá stað-
reynd að hestar skipuðu stóran sess
í dagskránni, þarna hafi líka verið
fjallkona og dansaður vikivaki fyrir
framan sviðið. En það segir ekki alla
söguna. Íslenskir listamenn úr ýms-
um áttum lögðu dagskránni lið sitt,
þ.m.t. listdansarinn Erna Ómars-
dóttir, en frumlegt dansverk hennar
við tónlist Jóhanns Jóhannssonar,
vakti óskipta athygli og hefur Erna
nú þegar fengið mikil viðbrögð með-
al fólks í sænska dansheiminum.
Hestadagskráin var vissulega til-
komumikil en hún var þó aðeins
hluti þeirrar ellefu klukkustunda ís-
lenskrar menningardagskrár sem
boðið var upp á í garðinum.
Í garðinum var líka fjöldi ís-
lenskra fyrirtækja, einkum í ferða-,
orku og matvælaiðnaði, sem kynntu
vörur sínar og þjónustu. Tvær viða-
miklar ráðstefnur fóru fram í
tengslum við daginn. Önnur fjallaði
um íslenskan orkuiðnað og á hinni
kynntu íslensk hátæknifyrirtæki á
sviði heilsumála starfsemi sína og
útflutningsmöguleika. Alls sóttu um
tvöhundruð manns, þ.m.t. fjárfestar,
stjórnmálamenn og fréttamenn
þessi málþing.
Frá klukkan fimm um daginn til
tíu um kvöldið fóru fram tónleikar
fjögurra íslenskra hljómsveita. Að
áliti okkar sem daginn skipulögðum
eru þessar hljómsveitir í hópi þeirra
framsæknustu sem Ísland hefur upp
á að bjóða. Meðal þeirra var Guð-
mundur sjálfur og félagar hans í
hljómsveitinni Ske. Ummæli Guð-
mundar um Íslandsdaginn verða
enn torskildari í ljósi þess að sjálfur
lagði hann sitt af mörkum til þess að
gera daginn að þeim sigurdegi sem
hann sannarlega var.
Höfundur er prestur Íslendinga í
Svíþjóð og verkefnisstjóri
Íslandsdagsins 2003.
DAPURLEGT er sannarlega til
þess að hugsa að aðeins hálfum
mánuði eftir kosningar skulu ræt-
ast aðvörunarorð
okkar andstæðinga
kvótakerfisins um
að kerfið muni
halda áfram að
kyrkja sjáv-
arbyggðina allt um-
hverfis landið.
Hrun blasir nú við Raufarhöfn.
Grípa verður til félagslegra að-
gerða til að rétta mola að íbúum
staðarins í 10 mínútna siglingu frá
fengsælum fiskimiðum sem gætu
gert staðinn að uppgripaplássi.
Íbúar sjávarbyggðanna á Norð-
austurlandi sem veittu kvóta-
flokknunum umboð sitt til að fara
með löggjafavaldið og stjórnsýslu
landsins verða að líta í eigin barm.
Þeir bera sjálfir ábyrgð á því að
fela stjórnarflokkum völdin, sem
þeir nota til að herða henging-
arólina að sjávarplássunum.
Húseigandinn, sem er nú að
reyna að selja prýðilegt einbýlis-
hús á Raufarhöfn fyrir 600 þúsund
krónur, á að spyrja Valgerði
Sverrisdóttur og Halldór Blöndal,
oddvita stjórnarflokkanna í kjör-
dæminu, í hverju hún felist sú
bjarta framtíð byggðarlagsins sem
þau lofuðu. Íbúar sjávarplássa um
land allt eiga að spyrja sömu
spurningar. Þeir eiga að spyrja
sig hvað um þá verður ef fisk-
vinnslunni á staðnum verður lokað
vegna þess að það hentar mata-
dorunum á Akureyri eða í Reykja-
vík .
Enginn skyldi ætla matador-
unum illvilja gagnvart sjávarþorp-
unum. Þeirra veruleiki er hörð
samkeppni um fjármagn og völd
en ekki að reka velferðarþjónustu.
Daginn sem hagsmunir þeirra
krefjast þess munu þeir flytja
starfsemina þangað sem hentar
þeim best, – þess vegna til Kína
eða í vélmenni. Ódýrt, aðflutt
vinnuafl mun manna veiðitækin.
Viðbrögð stjórnarflokkanna við
hremmingum Raufarhafnar var að
stofna nefnd til að rannsaka
ástæður þeirra. Ef að líkum lætur
mun nefndinni takast að koma
ekki auga á raunverulega rót
vandans. 80% þjóðarinnar vita þó
mætavel hver hún er; – fársjúkt
kvótakerfi, sem aðeins þjónar
hagsmunum kvótaeigenda.
Nú kynni vel svo að fara að
Raufarhöfn stæðist ekki öðrum
stöðum landsins snúninginn ef
þjóðin byggi við réttlátt og skyn-
samlegt fiskveiðistjórnunarkerfi
þar sem ákvæði stjónarskrárinnar
um atvinnufrelsi og jafnræði væru
virt. Ef svo er væri auðvitað hags-
munum þjóðarinnar fyrir bestu að
byggð legðist þar af. Ég hygg þó
að svo færi ekki.
Margar forsendur eru til þess
að þróttmikið mannlíf fái þrifist á
Raufarhöfn eins og í fleiri sjáv-
arbyggðum, öllum landsmönnum
til góðs. Frumforsenda þess er að
íbúum þar standi til boða að nýta
auðlindir hafsins á jafnræð-
isgrundvelli þar sem öllum Íslend-
ingum og öllum útgerðarformum
yrði gert jafnt undir höfði til að
keppa um nýtingu á takmarkaðri
en sameiginlegri auðlind um leið
og lífríkið yrði verndað fyrir
hnjaski til þess að hámarka nýt-
ingu þess.
Með núverandi forystu í Sjálf-
stæðisflokki og Framsóknarflokki
er því miður engin von til þess að
heildarhagsmunir Íslendinga af
nýtingu hafsins verði hafðir að
leiðarljósi, heldur þröngir sér-
hagsmunir kvótaeigenda, smárra
sem stórra. Þrátt fyrir feikimikla
hagsmuni þjóðarinnar hefur vinna
í að móta nýja, vandaða fisk-
veiðistjórn aldrei farið fram af
neinni alvöru. Þar fara tugir millj-
arða króna í súginn árlega. Nýtt
fiskveiðistjórnunarkerfi ætti að
vera forgangsverkefni þjóð-
arinnar.
Tugir milljarða
í súginn
Eftir Valdimar Jóhannesson
Höfundur var í framboði fyrir
Nýtt afl í Norðausturkjördæmi.