Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR
40 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Amma Sigrúnar á
Litla-Hofi, Guðrún
Halldórsdóttir, fluttist
frá Prestbakkakoti á
Síðu í Öræfasveit með
börn sín, Höllu Þuríði,
Sólveigu, Ingibjörgu, Pálu Jónínu og
Jón, þegar hún hafði misst mann
sinn, Pál Þorláksson. Guðrúnu og
börnum hennar stóðu ýmsar dyr
opnar í Öræfum en þar í sveit er
reynt að greiða götu fólks þegar
vandi steðjar að frekar en að það fari
á vergang. Arndís, systir Guðrúnar í
Hofskoti, tók að sér Höllu Þuríði,
móður Sigrúnar, og ól upp, en þá
hafði hún misst mann sinn, Sigurjón
Jónsson.
Hinn 21. febrúar 1920 fæddist Sig-
rún í Hofskoti en móðir hennar dó
þegar hún var aðeins þriggja ára.
Eftir það var Sigrún eins og eitt af
systkinunum í Hofskoti.
Börnin gengu í farskóla frá 10 ára
aldri. Kennslu annaðist Páll Þor-
steinsson, fyrrum alþingismaður.
Flosi Björnsson á Kvískerjum greip
líka í kennslu.
Þrátt fyrir allt átti Sigrún góða
æsku. Auðvitað var lífsbáráttan hörð
í þessari afskektu sveit, en Sigrún
kunni best við sig á kafi í önnum við
sveitastörfin. Sérstök áhugamál
hennar voru hestar og sauðfjárrækt.
Sigrún kunni vel við að vera heima
við, enda mátti faðir hennar, Jón
Bjarnason, helst ekki af henni sjá.
Svo fór að með Sigrúnu og bónd-
SIGRÚN
JÓNSDÓTTIR
✝ Sigrún Jónsdótt-ir fæddist í Hofs-
koti í Öræfum 21.
febrúar 1920. Hún
lést á Landspítalan-
um Fossvogi 26. maí
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Hofskirkju 31.
maí.
anum á Litla-Hofi,
Gunnari Þorsteinssyni,
tókust góð kynni þegar
hún var 18 ára og tví-
tug fluttist hún að
Litla-Hofi. Fyrir á
bænum voru móðir
Gunnars, Sigrún, syst-
ur hans Gróa og Jór-
unn „stóra“ og Jórunn
„litla“ Bergsdóttir,
bróðurdóttir hans þá
fjögurra ára. Fljótlega
fylgdi Jón Bjarnason
dóttur sinni eftir og bjó
á Litla-Hofi eftir það.
Árið 1942 gengu þau
Sigrún og Gunnar í hjónaband og
frumburðurinn Halla sem nú býr í
Vestmannaeyjum var skírð við sama
tækifæri. Síðar fæddust þau Sigur-
jón sem nú býr á Litla-Hofi og Bryn-
dís sem býr í Reykjavík.
Jafnan var mikið um að vera á
Litla-Hofi. Margir í heimili og gesta-
gangur mikill, einkum á sumrin. Oft
voru börn í sveit á Litla-Hofi.
Schrambörnin Björgvin, Magdalena,
Ólafur og Anna voru árum saman
fyrir austan eins og sagt er. Stund-
um þrjú í einu. Jónas sonur minn var
mörg sumur í sveit á Litla-Hofi en
Rúnar skemur. Oft höfum við Jór-
unn notið þess að dvelja í sveitinni
um lengri eða skemmri tíma. Það
voru margir munnar sem konurnar
þurftu að metta við eldhúsborðið á
Litla-Hofi þegar best lét.
Það var oft glatt á hjalla hjá þeim
Sigrúnu og Gunnari einkum um
páska þegar þeir Guðmundur Jón-
asson og Úlfar Jacobsen voru á ferð-
inni með stóra hópa. Dæmi eru um
að Úlfar hafi gist með 60 manna hóp í
svefnpokum í bænum á Litla-Hofi.
Enn eru ónefndar allar gæsaskytt-
urnar sem áttu leið um.
Þau Sigrún og Gunnar voru frjáls-
lynd og miklar félagsverur. Þau
stunduðu sveitaböllin allt fram á átt-
ræðisaldur. Gunnar var þekktur
húmoristi, en Sigrún söng í kirkju-
kórnum um tíma. Þar sungu einnig
bræðurnir Ingimundur tenór og
Bjarni bassi Gíslasynir, en Sigrún og
þeir voru bræðrabörn. Enn hefur
ekki verið nefnt að Sigrún spilaði á
harmoniku á böllum á sínum yngri
árum.
Áðurnefnd Sólveig Pálsdóttir,
frænka Sigrúnar, er nú til heimilis að
Skjólgarði á Höfn í Hornafirði, nú
105 ára. Þeim fækkar sem eru af
þeirri kynslóð sem þurftu virkilega
að hafa fyrir hlutunum en töldu það
ekki eftir sér. Ég tel að þetta fólk
hafi átt stóran þátt í því að gera okk-
ur Íslendinga að því sem við erum í
dag. Það er almenn velmegun í land-
inu. Í stað torfbæja er búið í glæsi-
legum íbúðarhúsum. Við ökum okk-
ar lúxusvögnum um á bundnu
slitlagi. Vötnin hafa verið brúuð og
virkjuð. Svona gæti ég lengi talið.
Þar eiga dugnaðarforkar eins og Sig-
rún á Litla-Hofi og hennar kynslóð
stóran hlut að máli.
Ég votta aðstandendum Sigrúnar
samúð mína.
Bjarni Jónasson.
Öræfasveitin var afskekktur stað-
ur þegar ég fyrst fór að koma þang-
að. Hálfdán á Kvískerjum ferjaði
mig að austan á fleka yfir Jökulsá, en
mikið fannst mér þetta stórkostlegt
land. Aldrei hafði ég hrifist meir af
tign og hreinleika jökuls og fjalla.
Heimsóknir mínar í sveitina urðu ár-
legur viðburður. Eftir tengingu
hringvegar var ekki tiltökumál fyrir
hvern sem var að skjótast austur.
Fljótlega kynntist ég hjónunum á
Litla-Hofi. Það var reyndar ekki
hægt annað, þar sem fólk kom sam-
an voru Gunnar og Sigrún með. Mað-
ur skynjaði hláturinn í bónda hennar
gegnum annan hávaða og laðaðist
einhvern veginn að borðinu þeirra.
Sigrún mín var þarna líka, það brást
ekki og henni leið ekki illa, þótt hæg-
ar færi, eitt sælubros og ánægð með
tilveruna. Það var engin uppgerð.
Eftir fyrstu kynni stóð Litla-Hof
mér opið. Það gilti líka um veiði-
félaga mína og fólkið mitt. Oft vildi
togna úr kvöldunum þegar við höfð-
um hreiðrað um okkur við eldhús-
borðið. Gunnar var stundum orðinn
blár af hlátri þegar skemmtisögurn-
ar tvinnuðust. Sigrún sá um beinann
og passaði vel upp á gesti sína. Á fín-
an hátt ýtti hún undir gleðina og
naut þess að vera með. Hún passaði
líka upp á gestabókina, að ekki
gleymdist hverjir veisluna sátu. Þeg-
ar ég fletti þessari bók fyrir stuttu
áttaði ég mig á hverja rausn hjónin
sýndu. Meðan páskaferðir í Öræfin
voru jafn mikil upplifun og hnattferð
í dag vitnar bókin um að oft hefur
verið þétt setinn bekkurinn á Litla-
Hofi. Eftir á að hyggja er ég ekki
viss um að ég hafi alltaf sýnt fulla til-
litssemi við þetta yndislega fólk eða
gert mér fulla grein fyrir hvaða
ómak það lagði á sig til að fagna
gestum. Aldrei heyrði ég Sigrúnu
hallmæla nokkrum einasta manni.
Ef gantarnir sem með mér voru
sneiddu að einhverjum kímdi hún ef
það var smekklega gert. Lengra
gekk hún ekki. Við frekari kynni
vissi ég samt að hún hafði mótaða
skoðun bæði á mönnum og málefn-
um.
Hjónin voru einstaklega samhent,
það sem ég vissi til bar aldrei skugga
á. Oft sáum við þau saman útivið
þegar við nálguðumst hús. Þau voru
þá að kíkja eftir kindum, koma úr
garðinum eða annað að sýsla. Ekki
var að sjá á aðhlynningunni sem
gestir nutu að Sigrún hefði alltaf haft
meiri hug á útiverkum og sinna fénu,
en stússa í eldúsinu en það sagði hún
mér að væri raunin.
Þegar ég átti leið austur á land
vegna vinnu minnar hylltist ég til að
stoppa á Litla-Hofi. Það breyttist
ekki þótt árin liðu og aflegðust veiði-
ferðir mínar á svæðið. Gunnar minn
féll frá en Sigrún tók mér alltaf jafn
vel. Sameiginlegar gleðistundir voru
næring sem við þreyttumst ekki á að
rifja upp.
Fyrir stuttu hringdi ég austur og
ætlaði að tilkynna komu mína þegar
ég færi erinda á Egilsstaði. Þá svar-
aði enginn og þegar ég kom til baka
frétti ég af Sigrúnu á Borgarspítal-
anum. Ekki veit ég hvort hún skildi
kveðju mína þegar ég komst til
hennar, en innra með mér fannst
mér hún kveðja mig á sinn einlæga
hátt.
Af óvensluðu fólki hefur mér aldr-
ei þótt vænna um nokkrar mann-
eskjur en Sigrúnu og Gunnar. Ef til
er annað líf í þeim skilningi að við vit-
um hvort af öðru er ég ekki í nokkr-
um vafa um hvern ég færi fyrst að
heimsækja.
Ættfólki Sigrúnar sendum við
Rúrí innilegar samúðarkveðjur.
Páll Steingrímsson.
Afskekktasta sveit á Íslandi og sú
sem bjó við örðugastar samgöngur
löngum eru Öræfin í Austur-Skafta-
fellssýslu. Þaðan heyrðust sjaldan
neinar fréttir nema til kæmu nátt-
úruhamfarir, eldgos og Skeiðarár-
hlaup. Einhvern tíma á árunum fyrir
1930 kom út ritgerð eftir sjálfan Sig-
urð Nordal, „Öræfi og Öræfingar“,
þar sem sá mikli andans maður lýsti
för sinni um þessa afskekktu sveit af
mikilli hrifningu, bæði tign og fegurð
landslagsins og aðdáun á því fólki
sem þar bjó. Um svipað leyti skrifaði
Þórbergur Þórðarson innblásna
ferðalýsingu um Öræfin, „Skeiðará
er aldrei búin“. Á svipstundum var
þessi einangraða sveit orðin fræg um
land allt, og óx áhugi manna á
Öræfaferðum í stórum stíl. En það
var hægara sagt en gert að komast
þangað, óbrúuð erfiðustu stórfljót
Íslands og ekki enn komin önnur
samgöngutæki en hestarnir. Mér var
alvara að komast til Öræfanna, þessa
draumalands, og árið 1934 komst ég
á góðum skaftfellskum gæðingi alla
leið að Núpstað til þess landsfræga
Hannesar pósts en með honum var
eina vonin að komast í Öræfin. Sá
trausti og langreyndi maður tók
beiðni minni af ljúfmennsku en sagði
að ófært væri að leggja yfir stórárn-
ar með alls óvanan kvenmann þar
sem Hannes væri einn á ferð og ætti
nóg með sína pósthesta. Þá var sá
draumur úti. Í blámóðu fjarlægðar
blöstu við hin miklu fjöll, Öræfajök-
ull. Ekki þýddi annað en halda heim-
leiðis, koma tímar koma ráð. – En
tímarnir liðu, áratugir, alltaf var jafn
erfitt að komast í Öræfin. Þá er það
loksins árið 1960 að samgöngutæki
eru orðin það sterkbyggð að ævin-
týramenn leggja í þá miklu áhættu
að aka bílum yfir hin óbrúuðu illvígu
fljót. Loksins kom að því að nokkurn
veginn öruggt þótti að aka venjulegu
ferðafólki yfir sandana. Nú virtist
Öræfadraumurinn loksins ætla að
rætast. Ungir vinir mínir hvöttu mig
eindregið til að verða þeim samferða
í Öræfin með Úlfari Jakobssyni sem
var byrjaður á farþegaflutningum í
Öræfin ásamt fleiri landsfrægum
ferðagörpum. Ég var orðin roskin
kona og Úlfar flutti mest ungt fólk
sem átti að liggja í tjöldum eða sam-
komuhúsum, en til þess treysti ég
mér ekki svo snemma á árinu, því
þetta voru páskaferðir. Farið var um
páska en þá var minna í ánum en á
sumrin, þá var flóð í jökulám. Úlfar
taldi engin vandkvæði á gistingu fyr-
ir mig því að hjónin á Litla-Hofi
væru gestrisin í besta lagi og á þeim
góða bæ skyldi ég fá að liggja inni.
Segir nú ekki frekar af ferðinni,
nema að allt stóð heima um marglof-
aða dýrð náttúrunnar. Loks var nú
ekið heim að bæjarþorpinu Hofi og
stefnt að austasta bænum í húsaröð-
inni. Þarna var þá Litla-Hof, ný-
byggt hús með burstum, ljósmálað.
Nokkuð af gamla bænum stóð enn. Á
móti okkur kom maður, auðsjáan-
lega bóndinn á bænum, broshýr og
alúðlegur. Þetta var Gunnar Þor-
steinsson. Í dyrunum stóð ung og
fríð kona, greinilega miklu yngri en
bóndinn. Ég heilsaði þeim dálítið
vandræðalega yfir að vera að troða
mér inn á bláókunnugt heimili en það
fór fljótt af, alveg ósjálfrátt fannst
mér ég komin í vinarhús. Húsfreyjan
Sigrún Jónsdóttir bauð mér inn í bæ-
inn og leiddi mig í snotra stofu og
benti á dívan þar sem ég gæti sofið.
Síðan bauð hún mér í stórt og bjart
eldhús og spurði hvort ég vildi ekki
kaffisopa eftir svo langa ferð. Hvort
ég vildi. Það var engin smáræðis
reynsla að skrönglast yfir alla Skeið-
arársanda með ægilegustu jökul-
vötnum landsins með lífið í lúkunum
að bílarnir festust ekki í miðju fljóti.
Nærvera Sigrúnar var alveg einstök.
Frá þessari konu andaði slíkri hlýju
og góðsemi að minnti á náinn ætt-
ingja, þótt við hefðum aldrei áður
sést. Allt á þessu heimili einkenndist
af nærveru hennar, börnin þrjú sem
voru þarna öll, glæsilegar dætur og
viðmótshlýr piltur, þau Sigurjón,
Halla og Bryndís. Ekki sat ég lengi
ein gesta í eldhúsinu hjá Sigrúnu.
Brátt komu Úlfar og fleiri bílstjórar í
þessari löngu bílalest og virtust allir
vera eins og heima hjá sér á þessu
elskulega heimili. Þegar kvöldaði
virtust hinir farþegarnir finna á sér
að þarna væri gestrisið fólk, og fór
að tínast inn þangað til allt húsið var
orðið fullt af fólki. Sigrún bar fram
sannkallað veisluborð og aldrei
þraut kaffið á rafmagnseldavélinni.
Þannig byrjuðu þessi fyrstu kynni
mín af þessu ógleymanlega heimili,
sem ég átti eftir að gista árum saman
á hverjum páskum meðan þrek ent-
ist. Mér fannst Sigrún á Litla-Hofi
vera ein af mínum bestu vinkonum,
þó að aldursmunurinn væri mikill.
Loks fór svo að mér fannst mín stóra
fjölskylda þyrfti endilega að kynnast
svo ágætu fólki og bjó á Litla-Hofi.
Þau komu með mér eitt í senn ár eft-
ir ár og loks fórum við hjónin í ágúst-
mánuði að finna þau hjónin. Gunnar
og Sigrún óku með okkur í Bæjar-
staðaskóg einn dýrðlegan dag, okkur
hjónum ógleymanleg ferð. Ekki datt
mér í hug að ég skyldi lifa Sigrúnu á
Litla-Hofi, þessa mér miklu yngri
vinkonu sem var svo lífsglöð og harð-
dugleg í hvaða verki sem var, hvort
heldur úti eða inni. Fáar manneskjur
hef ég hitt sem báru með sér slíka
innri hamingju og sanna lífsgleði og
Sigrún. Besta gjöf lífsins eru kynnin
við góðar manneskjur. Sigrún á
Litla-Hofi var ein þeirra. Afkomend-
um hennar votta ég mína innilegustu
samúð og á ekki betri ósk þeim til
handa en að andi þeirra Gunnars og
Sigrúnar megi alltaf hvíla yfir bæn-
um góða á Litla-Hofi í Öræfum.
Sigurveig Guðmundsdóttir,
Hrafnistu, Hafnarfirði.
✝ Jónína Björns-dóttir fæddist í
Stóra-Dal í A-Húna-
vatnssýslu 16. júlí
1922. Hún lést á Heil-
brigðisstofnuninni á
Blönduósi 18. maí
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru hjón-
in Björn Magnússon,
f. 23.9. 1887 á Ægis-
síðu í V-Hún., d. 6.12.
1955, kennari og
bóndi, og k.h. Þor-
björg Kristjánsdótt-
ir, f. 17.2. 1894 á
Reykjum í A-Hún., d.
16.4. 1962. Þorbjörg og Björn
skildu 1938. Systkini Nínu voru: 1)
Ingibjörg, f. 7.7. 1916, d. 6.10. 1927;
2) Sigurlaug, f. 16.7. 1917; 3) Krist-
ín S., f. 1.3. 1919; 4) Sigrún, f. 13.2.
1921, d. 25.10. 1977; 5) Magnús, f.
26.10. 1923, d. 12.6. 1997. Fóstur-
foreldrar hennar frá sex ára aldri
ur, f. 22.8. 1944, búsett í Mos-
fellsbæ. Börn þeirra eru: a) Anna
Lára, f. 16.5. 1970, gift Birgi Hrafn-
kelssyni, f. 1.2. 1969. Dóttir þeirra
er Fanney, f. 29.11. 1999. b) Birna
Björg, f. 16.11. 1973, gift Sigmari
Jónssyni, f. 14.11. 1971. Sonur
þeirra er Bjarki Már, f. 23.11. 2002.
c) Karl Kári, f. 12.5. 1975, í sambúð
með Írisi Rut Agnarsdóttur, f. 28.6.
1978; 2) Þröstur Karlsson, f. 6.7.
1951, verslunarstjóri, kvæntur
Önnu H. Gísladóttur, f. 13.3. 1954,
búsett í Mosfellsbæ. Börn þeirra
eru: a) Gísli, f. 15.10. 1980. b) Krist-
inn, f. 3.11. 1982. c) Nína, f. 12.12.
1985.
Nína ólst upp á Blönduósi frá sex
ára aldri og gekk þar í Kvenna-
skólann. Að námi loknu fór hún
átján ára gömul til Reykjavíkur.
Þegar Nína og Karl giftu sig árið
1944 settust þau að á Akranesi og
bjó hún þar til ársins 1979 þegar
hún fluttist til Reykjavíkur. Síðast-
liðin tvö ár dvaldist hún á
Heilbrigðisstofnuninni á Blöndu-
ósi.
Útför Nínu fór fram í kyrrþey
frá Lágafellskirkju 26. maí og var
hún jarðsett í Mosfellskirkjugarði.
voru hjónin Kristinn
Magnússon, föður-
bróðir Nínu, kaupmað-
ur og síðar útibússtjóri
á Blönduósi, f. 13.3.
1897, d. 26.11. 1979, og
k.h. Ingileif Sæmunds-
dóttir, f. 2.6. 1902, d.
7.6. 1993, er seinna
reistu sér nýbýlið
Kleifar við Blönduós.
Fóstursystkini Nínu,
börn Ingileifar og
Kristins, voru: a)
Magnús, f. 22.5. 1930,
d. 17.11. 2000; b) Sig-
rún, f. 26.3. 1932, d.
19.4. 2003; c) Ásdís, f. 29.4. 1939.
Nína giftist 5.11. 1944 Karli
Helgasyni, kennara, f. 3.1. 1914 í
Tjarnarkoti í V-Hún., og hófu þau
búskap á Akranesi. Þau skildu
1979. Synir þeirra eru: 1) Már
Karlsson verkfræðingur, f. 27.9.
1947, kvæntur Fanneyju Leósdótt-
Elfan heyrir úthafsins nið.
Þá opnast huganum stærra svið.
Hún læðist áfram í lygnum ál,
og leirinn hrynur af hennar sál.
Hún sýnist hvorki sakna né hræðast,
en samt er hún bæði að deyja og fæðast.
Í ósnum heyrist hún óráð tala,
og enginn skildi, hvað hún var að hjala,
er kom hún fyrst undan klakans brún.
Svo líður hún fram í draumadvala,
í djúpið mikla … Þar hverfur hún.
Elfan líður til óssins hljóð.
Útsærinn bíður, hið mikla flóð.
Fjörið er breytt í fölva tign.
Hún er feig. Hún er lygn.
Að baki fjöll – framundan haf.
Feigð ræður sá, er lífið gaf.
(Davíð Stefánsson.)
Vegna veikinda frá unga aldri
voru oft miklar ágjafir í lífi Nínu
tengdamóður minnar. Langar mig
að tileinka henni þessi erindi úr
kvæðinu Elfunni. Líkt var farið með
þér, kæra Nína, og elfunni í þessu
ljóði eftir skáldið frá Fagraskógi.
Ávallt hélst þú reisn þinni og
glæsileika þar til yfir lauk.
Fanney Leósdóttir.
Elsku amma, þá ertu horfin á
braut. Ekki hvarflaði að mér að
ferðalag okkar norður á Blönduós
fyrir rétt tveimur vikum yrði okkar
síðasta samvera í hinu lifanda lífi. Að
einungis sex dögum síðar æki ég
þessa sömu leið, en nú til kveðju-
stundar við þig. Þú hafðir kvatt þenn-
an heim. Þrátt fyrir öll þau veikindi
sem þú áttir við að etja hin síðari ár
þá hélt ég að okkar samverustundir
ættu eftir að verða mun fleiri. En
hlutirnir gerast hratt þegar almátt-
ugur Guð tekur í taumana. Kallið var
komið og því varð ekki breytt.
Þú fékkst að kveðja þennan heim
frá þeim stað sem þú vildir helst. Til
þess er gott að vita. Staðnum sem
hafði orðið að heimili þínu síðustu tvö
árin, í faðmi starfsfólks sem reyndist
þér svo vel og þér leið svo vel hjá.
Starfsfólkið á miklar þakkir skilið.
Ég vil þakka þér fyrir þær stundir
sem við áttum á Akranesi, Mímis-
veginum og hin síðustu ár á Blöndu-
ósi. Mikið er ég glaður að það hafi
komið í minn hlut að aka þér af spít-
alanum hér fyrir sunnan og norður
eftir þína síðustu ferð í höfuðborg-
ina. Þeirri ferð gleymi ég aldrei.
Við munum hittast á ný en þar til
mun ég hugga mig við þær góðu
minningar sem ég á um okkar sam-
verustundir. Guð geymi þig, elsku
amma.
Karl Kári Másson.
JÓNÍNA (NÍNA)
BJÖRNSDÓTTIR